Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 3D"V Steingrímur og Nanna í Nönnukoti. Engin beiskja Lausnar- steinn er sjötta eða sjö- unda bók Steingríms, hann er ekki viss. „En þetta er hreinskilin og heiðarleg bók,“ segir hann, „í henni er engin sjálfs- réttlæting og enginn bitur- leiki, þótt maður hafi auðvitað lent í ýmsum hremmingum.“ Daginn eftir upplesturinn í Nönnukoti fer Steingrímur norður á Akureyri til aö fyrir- lesa um listir og menningu við Menntaskólann. „Það er ekkert minna en uppreisn æru,“ segir hann, - því þessi skólastjóra- sonur var, eins og frægt varð, rekinn frá MA fyrir löngu fyrir atvik sem gerðist í kirkju að næturlagi. Það er ekki amalegt fyrir nemendur MA að fá slíkan fyr- irlesara. Umsjon Silia Aoalsteinsdottir 10 íjmenning Matargerðarlist við afhendingu Menningarverðlauna DV í dag: Pólska tónskáldið Witold Lutoslawski er meðal þeirra tónskálda tuttugustu aldarinnar sem mestrar hylli hafa notið og hafa verk hans borist um alla jarðkringluna. Nú fæst í verslunum hljómdiskur með verkum Lutoslawskis, sem val- in eru með það fyrir augun að gefa nokkra heild- armynd af hans langa tónsmíðaferli. Fyrsta verkið „Symphonic Variations", samdi Lutoslawski rúmlega tvítugur. Þar má heyra hve traustum fótum hann stóð í fræðum Rimskys Korsakoffs og áhrifin frá Stravinsky eru greini- leg. Lutoslawski fékk að kenna á valdi sósíalreal- ismans í Póllandi um miðbik aldarinnar og bar- áttu yfirvalda þar gegn svonefndum formalisma. Taldi hann sig verða að laga samningar sínar að stefnu stjórnvalda og er verkið „Lítil svíta“ tekið sem dæmi frá þeim tíma. Þar leitar tónskáldið fanga í pólskum þjóðlögum og gefur það verkinu alþýðlegan blæ. Verkið er mjög vandvirknislega og faglega unnið og er óhætt að segja það um tón- smíðar Lutoslawskis yfirleitt. Það var ekki fyrr en um eða eftir 1960 sem tón- list Lutoslawskis fékk hljómgrunn á Vesturlönd- um. Þá hafði hann tileinkað sér ýmsar tækninýj- ungar vestantjaldsmanna svo sem serialisma og Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson tilviljunartækni og féll það í góðan jarðveg. Dæmi á hljómdisknum um verk frá þessum tíma er „Symphony No. 2“. Þama er vefurinn kominn í hásæti og er mikið um þéttskipuð þrástef, trill- ur og gliss. Allt hljómar það glæsilega þegar vel er spilað. Þetta efni hljómar líka vel og raunar al- veg eins i hinum fjölmörgu verkum annarra tón- skálda samtímans þar sem það er notað. Tremol- ando hljómar eins hvort sem höfundurinn heitir Jón eða Bjarni og er það trúlega ein meginástæða fyrir því hve mikið af tónlist eftirstríðsáranna virðist ætla að endast stutt. Síðasta verkið á diskinum er „Concerto for Pi- ano and Orchestra". Þetta er yngsta verkið, samið seint á níunda áratugnum. Grunnur þess er hinn vefræni stíll, en inn í hann er skotið bút- um í síðrómantískum stórpíanistastíl sem gætu verið komnir beint frá sjálfum Rachmaninoff. Þessi stíll virðist standa nær hjarta tónskáldsins heldur en hinn nýtískulegi veijarstíll. Lutos- lawski þurfti um skeið að semja sér um hug til að þóknast kommúnismanum. Það skyldi þó ekki vera að hann hafi einnig samið sér um hug til að þóknast vestrænum módemisma? Hvað sem þessum vangaveltum líður dregur hljómdiskurinn upp áhugaverða mynd af áhrifa- miklu tónskáldi á tuttugustu öld. Verkin sem val- in eru gefa fróðlega mynd af því sem menn hafa orðið að takast á við í samningu nýrrar tónlistar á öldinni. Verkin eru flutt af hljómsveit sem nefn- ist The Polish National Radio Symphony Orchestra og Katowice og á sér merka sögu. Margir snjallir stjómendur hafa unnið með henni og má meðal þeirra telja Bohdan Wodiezko sem íslenskir tónlistarunnendur þekkja vel. Stjómandi hljómsveitarinnar á þessum diski er Antoni Wit. Einleikari á píanó er Piotr Paleczny. Framlag þessara listamanna og hljómsveitarinn- ar í heild er sérstaklega vel af hendi leyst, bæði hvað varðar túlkun og áferð, og verður þar að engu fundið. Sandhverfa tartar Hallgrfmur Ingi Þorláksson, yf- irmatreiðslumann á Hótel Holti með gómsæta réttina. villst illilega af leið. Helst veiðist hún undan Austur- landi. Sandhverfan minnir á vænt pottlok, getur orðið allt að sjötíu sentímetrar á lengd og breidd og 25 kíló á þyngd. Þetta er hvítur fiskur og þéttur og eig- Lutoslawski Helga og Miklós í Listasafninu | Á laugardaginn leika Helga I Þórarinsdóttir og Miklós Dal- may saman á víólu og pianó í Listasafni íslands Gamba sónötu | nr. 3 eftir J. S. Bach, Márchen- bilder eftir R. Schumann, | Rómönsu í F-dúr eftir Beethoven | og Sónötu i Es-dúr eftir Brahms. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og að- gangur er 1000 kr. Schubertiade Fjórðu tónleikar Schubert- hátíðarinnar í Garðabæ verða á laugardaginn í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju og hefjast kl. 17. Þar munu sjö tónlistarmenn flytja sönglög og kammerverk eftir Franz Schubert: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jón Þorsteins- son, Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarnason, Gunnar Kvaran, Þorkell Jóelsson og stjómandi hátíðarinnar, Gerrit Schuil. Yfirskrift tónleikanna, Schubertiade, er ættað frá Franz Schubert sjálfum og vin- um hans, en þetta kölluðu þeir þær stundir þegar þeir hittust og gerðu sér glaðan dag við nýja tónlist eða nýort ljóð. Efh- isskráin er fjölbreytt, eins og ef- laust hefur verið þá; þar verður meðal annars flutt eitt dáðasta verk meistarans, Hirðinginn á hamrinum, sem samið var fyrir sópran, klarínett og píanó. Miðar kosta 1400 kr.; forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Steingrímur í Nönnukoti Steingrímur St.Th. Sigurðsson málari og rithöfundur með meiru er að skrifa lífsbók sina - „í litum og línum“ - og ætlar að gefa hana út í sumar, óháð jólamarkaði. Hún á að heita Lausnarsteinn, en lausnarsteinar eru stór fræ sem berast með hafstraumum langt sunnan að og finnast í fjöm. „Dýrfinna, gullsmiður á ísafirði, sem er snillingur, ætlar að finna stein úr austfirsku fialli og slípa hann þangað til hann verður eins og lausnarsteinn á litinn, og hann fer á forsíðuna," segir Steingrímur. Tilefni samtals okkar er að hann ætlar að lesa valda kafla úr lífsbókinni fyrir gesti í Nönnukoti í Hafnarfirði á sunnudaginn kemur kl. 16, og verður það frumflutningur á höfuðborgarsvæðinu. og ofnbakaður barri Þá er stóra stundin runnin upp. Um það leyti sem lesendur fá blaðið inn um lúguna sína eru verðlaunahafar DV 1997 að taka við smiðisgrip- um Páls Guðmundssonar á Húsafelli sem viður- kenningu fyrir listræn afrek á síðastliðnu ári. Þetta er fongulegur hópur sem verður kynntur nánar á síðum blaðsins næstu daga. Hrátt í forrétt En hluti af hátiðinni hefur ævinlega verið, þessi átján ár sem Menningarverðlaunin hafa verið við lýði, að snæða saman málsverð í hliðar- sal á Hótel Holti, Þingholti. Og ekki verður und- antekning gerð nú í nítjánda sinn. Þetta er enginn venjulegur málsverður. í fyrra voru á matseðlinum rauð sæeyru í skel og ofn- bakaður berhaus. Árið þar á undan var kúfskel í ravíolí og steikt skrápflúra. Við spurðum mat- reiðslumanninn, Hallgrím Inga Þorláksson, yfir- matreiðslumann á Hótel Holti, hvað yrði í matinn í dag. „í forrétt erum við með sand- hverfu tartar,“ upplýsir hann, „það er að segja hráa sand- hverfu sem er skorin fint nið- ur. Saman við hana er bland- að skalottulauk, graslauk, eggjarauðu og sítrónuolíu, og svo er hún borin fram með karri- vanilluoliu, avókadó og tómötum. Þetta er alveg súpergott.“ Sandhverfan veiðist örsjald- an hér við land og það er Ofnbakaöur barri meö villisvepparísottó og sætri hvítvínssósu meö esdragoni. slegist um hana þegar hún kemur á fiskmarkaði. Þetta er flatfiskur, nærri því jafn- breið og hún er löng, og lifir venjulega á miklu dýpi í heitari sjó en hér er - þessir fáu fiskar sem veiðast hér hljóta að hafa inlega ekki líkur neinum öðrum fiski á bragðið. Á erlendum málum heitir hann turbot og er vin- sæll fiskur víða, algengur við vesturströnd Nor- egs, í Eystrasalti, við Bretlandseyjar og suður um strendur Evrópu. Bakaður með roðinu Þetta var forrétturinn. Nú kemur aðalréttur- inn. „í aðalrétt erum við með ofnbakaðan barra,“ segir HaUgrimur. „Við bökum flökin með roðhlið- ina upp og tökum roðið ekki af fyrr en hann er bakaður. Þá verður hann ekki þurr. Með honum gefum viö spínat, aspas og villisvepparísottó og % sæta hvitvínssósu með esdragoni." Barri heitir „seabass11 á ensku, liflr í hlýj- um sjó og veiðist alls ekki hér við land. Þó er það „íslenskur" fiskur sem gestir fá að borða því hann kemur frá eldisstöð Máka á Sauðárkróki. Þeim gengur svo vel að ala barra í kerjum að nú huga þeir að útflutningi til Frakklands. Með þessum spennandi fisk- réttum verður drukkið nýsjá- lenskt hvítvín sem heitir Clou- dy Bay; frekar í súrari kantin- um, að mati Hallgríms, en af- bragðs vín. Á undan verður að venju drukkið sérrí eða sódavatn, en eftir sandhverfuna og barrann fá gestir Fonseca ’89 portvtn og konfekt. Sandhverfa tartar meö karrívanilluolíu, avókadó og tómötum í forrétt. Witold

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.