Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1997, Page 18
26
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
Iþróttir
lan Wright
sakleysiö
uppmálaö
að venju
Ian Wright, miðherji Arsenal,
ætlar ekki að kæra Peter Sch-
meichel, markvörð Man Utd, fyr-
ir niðrandi ummæli í sinn garð
eftir leik Arsenal og United síð-
asta laugardag.
Wright og Schmeichel hafa
ekki verið bestu vinir síðan í
nóvember sl. haust. Þá lenti
þeim saman eftir að Wright
hafði verið mjög nærri því að
stórslasa Schmeichel. Sl. laugar-
dag léku liðin síðari leik sinn í
úrvaldeildinni og aftur gerði
Wright atlögu að danska mark-
verðinum og nú tókst honum að
meiða Schmeichel.
Brot Wrights á Schmeichel er
með því ógeðfelldasta sem sést
hefur lengi á knattspyrnuvellin-
um en dómarinn hafði ekki
kjark til að vísa Wright af leik-
velli. Hann hafði fengið gult
spjald áður í leiknum eftir
fólskulegt brot á Dennis Irwin.
Wright hefur sakað Sch-
meichel um sóðalegt orðbragö í
sinn garð vegna litarháttar síns.
Engar sönnur hafa verið færðar
á slík ummæli en heymarlaus
varalesari segist geta fyllyrt að
Schmeichel hafi sagt ,,F******
black bastard“ við Wright eftir
leik liöanna í nóvember sl. Menn
geta svo dæmt um hvort þessi
ummæli flokkast undir kyn-
þáttafordóma eða ekki.
Ian Wright er með eina leiðin-
legustu lundina í ensku úrvals-
deildinni. Hann getur leikið vel
þegar skapsmunir hans ná ekki
tökum á honum. Þegar hins veg-
ar fúlheitin og ruddaskapurinn
ráða ferðinni er hann með leið-
inlegri mönnum á leikvelli, sít-
uðandi og brjótandi af sér á
ruddalegasta liátt.
Virtir „pennar" í virtum ensk-
um blöðum hafa tekið Wright í
gegn vegna framkomunnar á
laugardag. Gula pressan hefur
hins vegar vikið af vegi sann-
leikans að venju og skelt skuld-
inni á Schmeichel, hengt bakara
fyrir smið og ekki í fyrsta skipti.
Wright hefur sagt að hann
vilji ekki valda leikmönnum í
öðrum liðum óþægindum utan
vallar með kærum. Erfitt er að
skilja það á meðan hann virðist
geta hugsað sér að stórslasa þá á
leikvellinum. Það hefur hann
sýnt með því að „tækla" menn æ
ofan í æ eins og langstökkvari í
lendingu í sandgi-yfjunni.
-SK
Gary Payton í liöi Seattle sækir hér að andstæðingi sínum. Hann skoraði 18 stig í nótt gegn Indiana og var næst stigahæstur í liði Seattle sem tapaði nokkuð
óvænt gegn Indiana. Par með var bundinn endir á sjö leikja sigurgöngu liösins í NBA-deildinni. Símamynd Reuter
Níu leikir í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt:
Loks tap hjá Seattle
- steinlá fyrir Indiana í nótt. Knicks vann Portland eftir framlengingu
Níu leikir fóru fram í NBA-deild-
inni i körfuknattleik í nótt. Úrslitin
urðu sem hér segir:
Boston-Sacramento.........105-111
Orlando-Miami...............98-86
Detroit-Golden State.....117-117
Milwaukee-Atlanta...........72-79
SA Spurs-Minnesota.........89-108
Indiana-Seattle.............92-78
Phoenix-76ers ............111-104
Portland-NY Knicks..........95-96
Vancouver-LA Clippers ......80-83
Minnesota Timberwolves náði
merkum áfanga í nótt er liðið sigr-
aði SA Spurs á útivelli. Liðið hefur
nú unnið fleiri leiki en það hefur
tapað og liðið hefur ekki getað stát-
að af slíkum árangri áður þegar
meira en mánuður er liðinn af
keppnistímabilinu. Tom Gugliotta
skoraði 29 stig gegn Spurs en Dom-
inique Wilkins skoraði 20 fyrir
Spurs. Will Perdue skoraði 19 stig
og tók 17 fráköst.
Dennis Scott og Rony Seikaly
skoruðu 26 stig hvor þegar Orlando
vann góðan sigur gegn Miami.
Penny Hardaway var með 18. Jamal
Mashburn skoraði 21 stig fyrir Mi-
ami sem enn leikur án Alonzo Mo-
uming sem er frá vegna meiðsla.
Sjö leikja sigurganga Seattle var
stöðvuð í nótt af Indiana. Reggie
Miller skoraði 22 stig fyrir Indiana
og þeir Rik Smits og Duane Ferrell
voru með 14 stig hvor. Hjá Seattle
var Shawn Kemp með 19 stig og 11
fráköst en Gary Payton skoraði 18
stig. Lið Seattle skoraði ekki stig í
sjö mínútur í fjórða leikhluta.
Enn gengur allt á afturfótunum
hjá Boston Celtics og í nótt var liðið
niðurlægt enn einn ganginn, nú af
Sacramento Kings sem varla telst til
sterkari liða deildarinnar. Mitch
Richmond var óstöðvandi í leiknum
og skoraði 38 stig fyrir Sacramento.
Billy Owens skoraði 20 stig og
Olden Polynice var með 16. Rick
Fox skoraði 25 stig fyrir Boston og
Antoine Walkr 24.
Patrick Ewing var með 27 stig fyr-
ir Knicks gegn Portland, þar af 5 í
framlengingunni. Leikmenn
Portland gátu komist yfir í blálokin
en misstu knöttinn klaufalega þegar
13 sekúndur voru til leiksloka og
leikmenn NYKnicks fognuðu enn
einum sigrinum í vetur.
-SK