Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
LEÐURHORNSOFI
LEÐUR Á SLITFLÖTUM - ÝMSIR LITIR
Smiðjuvegi 6d, Kópavogi, sími 554 4544
Útlönd
Vopnaöir mótmælendur hrekja lögreglu á flótta:
Stríðsástand ríkir
í borgum Albaníu
Átta ára gömul telpa beið bana í
borginni Vlore í Albaníu í gær er
hún varð fyrir byssukúlu. Vopnaðir
menn hafa farið um götur borgar-
innar og hrakið lögreglu og her-
menn á flótta.
Niu menn létu lífið, þar af þrír
óbreyttir borgarar, í skotbardaga í
Vlore á fostudagskvöld milli mót-
mælenda og lögreglu. Vegna stríðs-
ástandsins í Vlore og öðrum borg-
um, þar sem mótmælendur hafa
rænt vopnabúr lögreglu og hers,
lýsti þingið í Albaníu yfir neyðará-
standi í gær.
Mótmælendur höfðu að engu yfir-
lýsinguna um neyðarástand. í borg-
inni Giirokaster í suðurhluta Alba-
níu skutu mótmælendur af sjálf-
virkum Kalashnikov-rifllum á lög-
reglustöðina og kveiktu síðan í
henni, að sögn sjónarvotta. Lögregl-
an flúði er 30 grímuklæddir menn
réðust á bygginguna.
í norðvesturhluta landsins skutu
fangaverðir til bana einn fanga og
særðu þrjá eftir að fangar, sem
reyndu að flýja, notuðu gisla sem
skildi. Áður hafði um 100 fongum
tekist að flýja úr fangelsi í borginni
Sarande við Adríahaf.
Þar rændu einnig mótmælendur
vopnabúr lögreglu. Unglingar sáust
ræna banka og verslanir og kveikt
var í sex lögreglubifreiðum. Ekki
kom til átaka við lögreglu þar sem
hún var flúin.
Almenningur, sem er reiður yfir
Fjöldi manns hefur særst í óeiröunum í Albaníu undanfarna daga. Þessi
mynd er tekin í höfuðborginni Tirana. Símamynd Reuter
því að yfirvöld létu afskiptalaus
fjárglæfrafyrirtæki, krefst þess að
þingið verði leyst upp. Forsetinn er
einnig hvattur til að bjóða sig ekki
fram til endurkjörs en forsetakosn-
ingar eru ráðgerðar í dag. Stjóm
landsins fór frá á laugardaginn að
ósk forsetans. Reuter
JVC VIDEO '97
Hönnuður \ /
vhs V
Gerðu kröfur. Gerðu (jvc) kröfur!
,J$elstu eiginleikar:
^MYNDVAKI (Show View)
0 B:E:S:T: & Pro DIGI myndgæðakerfi.
0 Ótrúleg hæg- og kyrrmynd.
0 DA-4 íjögurra myndhausasett. (EH)
0 NTSC afspilun í Hi-Fi Stereo.
0 Aðgerðir birtast á sjónvarpsskjá.
0 Handhæg fjarstýring.
0 Mjög þægilegt notendaviðmá^v
0 Sjálfvirk stöðvainnsetning.
0 Hægir á sér í upptöku ef spólan er ekki nógu löng.
Útsölustaðir:
JVC VideoVerð '97
HR-A230E mono 2jahausa kr:29,900- stgr.
HR-J238E mono 2ja hausa kr:32,900- stgr
HR-A637EH Stereo 4ja hausa kr:53,900- stgr.
HR-J638EH Stereo 4ra hausa kr:59,900- stgr-
Fylgihlutir: 2 rafhlöður, fjarstýring, loftnetskapall,
íslenskar leiðbeiningar og 3 JVC gasða myndbönd.
FACQ
Tækniverslun
Faxafen 12, sími: 588-0444
Arkansas í Bandaríkjunum:
23 létust og hundruð
slösuðust í hvirfilvindum
23 létu lífið og hundruö slösuðust,
þar af margir alvarlega, á laugar-
daginn er hvirfflvindar gengu yfir
suðvesturhluta Arkansas í Banda-
ríkjunum á iaugardaginn. Talið er
að hundruð manna séu heimilis-
lausir í kjölfar óveðursins.
Á sumum svæðum varð raf-
magns- og símabandslaust eftir að
tré rifnuðu upp frá rótum og féllu á
rafmagns- og símalínur.
Ástandið var verst í hænum
Apar einrækt-
aðir í Banda-
ríkjunum
Vísindamenn í Oregon í
Bandaríkjunum hafa einræktað
tvo apa úr frumum sem teknar
voru úr fóstrum, að því er greint
var frá í Washington Post í gær.
Komu apamir í heiminn í ágúst
síðastliðnum. Þykir þessi árang-
ur auka líkumar á að hægt
verði að einrækta fólk.
Jórdaníukon-
ungur gefur
munaöarleys-
ingjum höll
Hussein Jórdaníukonungur
hefur fyrirskipað að höfl, þar
sem erlendir konungar og forset-
ar hafa gist þegar þeir hafa kom-
ið í heimsókn til Jórdaníu, verði
gerð að heimili fyrir munaðar-
leysingja. Konungurinn til-
kynnti þetta tveimur dögum eft-
ir að hann heimsótti munaðar-
leysingjaheimili með 200 böm-
um. Hann kvaöst hafa legið and-
vaka eftir að hafa séð við hversu
slæm skilyrði bömin bjuggu.
Reuter
Arkadelphia sem er 80 kílómetrum
suðvestur af Little Rock. Þar eyði-
lögðust tugir heimila.
„Við heyrðum viðvörunarsírenur
fara í gang og fóram út og sáum
óveðrið koma. Við hlupum inn á
baðherbergið, settum púða yfir höf-
uðin og báðum bænir okkar,“ sagði
Kim Switlik, sem býr í úthverfl
Little Rock, er hún lýsti veðrinu.
Reuter
Stuttar fréttir
Orðrómur um valdarán
Þjóðaröryggisráð Tyrklands
hefur varað stjómvöld við því
að fara af þraut lýðræöis.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um mögulegt valdarán hersins.
Yfir 500 fórust
Yfir 500 manns létu lífið i
jarðskjálftum í íran, Pakistan og
Kína um helgina. 35 þúsund em
heimilislaus í íran eftir jarð-
skjálftana.
Ösku Dengs dreift
Ekkja Dengs Xiaopings dreifði
ösku hans í hafið í gær sam-
kvæmt ósk hins látna leiðtoga.
Geimfarar lentir
Þrír geimfarar, tveir Rússar
og einn Þjóöverji, lentu í
Kasakstan í gær eftir dvöl í
geimstöðinni Mir.
Heseltine sigurviss
Michael Heseltine, aðstoðar-
forsætisráðherra Bretlands, spá-
ir því að íhaldsmenn fái að
minnsta kosti 60 sæta meiri-
hluta í komandi kosningum.
Tugir þúsunda flýja
Tugir þúsunda hútúa í Saír
eru nú á flótta undan skærulið-
um tútsa. Reuter