Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Side 12
12
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
Spurningin
Lesendur
Áttu þér uppáhaldsflík?
Stefán Arnalds nemi: Ég á bara
svo mikið af fötum. Kannski er það
nýi Liverpool-bolurinn minn.
Viktor Hólm Jónmundsson nemi:
Já, Esso-húfuna mína.
Guðmundur Bjömsson nemi: Já,
inniskóna mína úr Bónusi. Þeir eru
svo hlýir og góðir.
Björg Guðjónsdóttir heilbrigðis-
tæknir: Skíðagallann.
Kristín Benediktsdóttir ræsti-
tæknir: Þessa dagana er það skíða-
gallinn.
Klara Hallgrímsdóttir talsima-
vörður: Ætli það sé ekki gamli afa-
bolurinn hennar mömmu minnar.
Margur verður
af aurum api
Síst af öllu ætti að staösetja gamalt álver á einum fallegasta stað suðvest-
anlands, í Hvalfirðinum, segir í lok bréfsins.
Úrsúla Junemann skrifar:
Ófáir Islendingar eru því miður
til í að selja sál sína fyrir peninga
og von um skjótfenginn gróða. Nú
ætla allir einu sinni enn að verða
ríkir á stóriðjunni. Ráðherra lofar
mörg hundruð nýjum störfum með
einkar háum launum. - Starfsmenn-
irnir í Straumsvík eru reyndar eitt
spurningarmerki því það fór gjör-
samlega fram hjá þeim hversu vel
þeir eiga að vera launaðir. Á sama
tíma hefur ráðherrann viðskipti við
varasöm fyrirtæki á þeim forsend-
um að hér á landi séu greidd lág
laun og mengunareftirlitið ekki
ýkja strangt.
Gamla álverið frá Þýskalandi
sem á að reisa á Grundartanga á að
sjálfsögðu að vera með ódýrari en
meira mengandi þurrhreinsibún-
aði. Allt í lagi, segir ráðherra, þetta
hentar okkur betur því loftmengun
berst fljótt með vindinum frá okkur
og truflar okkur ekki meira en
mengun sem berst með vatni og
eyðileggur okkar dýru laxveiðiár.
Og, allt í lagi, segja Akumesingar
og Borgnesingar líka, þetta álver er
hinum megin við fjallið, það truflar
okkur ekki, en kannski getum við
grætt á því. - Hvalfjarðarbændur
og þeirra vandamál koma okkur
ekki við.
Hugsunarháttur sá, að mengunin
komi mér ekki við ef hún snertir
ekki beint nefið mitt, er stórhættu-
legur hugsunarháttur og hefur þeg-
ar valdið óbætanlegu tjóni á jörð-
unni. Ráðamenn þjóðarinnar sem
láta slíkt frá sér fara eru sér og
þjóðinni til skammar.
Hin marglofaða stóriðja sem á að
bjarga þjóðinni og skapa atvinnu,
hún á eftir að eyðileggja margfalt
fleiri störf. Þau störf sem t.d. tengj-
ast ferðaþjónustu eiga eftir að
stórminnka ef stóriðjudraumarnir
rætast. Ég vil frekar sýna ánægðum
ferðamönnum með stolti okkar (enn
þá) fallega land heldur en vinna í ál-
veri einhæf störf sem þykja heilsu-
spillandi hjá öðrum þjóðum. - Og
ekki gátu öll þessi fallegu álver í
Þýskalandi, sem ráðherra lofar há-
stöfum, forðað Þjóðverjum frá vax-
andi atvinnuleysi. Stóriðja hentar
okkur ekki á þessu litla landi. Og
síst af öllu ætti að staðsetja gamalt
álver á einum fallegasta stað suð-
vestanlands, í Hvalfirðinum.
Seltjarnarneskirkja ekki kvennakirkja
- en er til sem stofnun í þjóðfélaginu
Sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir skrifar:
Laugard. 15. febr. sl. birtist í DV
viðtal við mig sem bar yfirskrift-
ina „Karlprestar velja frekar kyn-
bræður sína“. - Af þessu tilefni tel
ég mér skylt að leiðrétta fyrirsögn-
ina þar sem hún er alls ekki til-
vitnun í viðtalið og alrangt er eftir
mér haft.
Lesendur sem lögðu það á sig að
lesa viðtalið hafa væntanlega séð
að það sem ég sagði var eftirfar-
andi: „Ég get einungis velt vöngum
yfir því hvers vegna svo mikið af
konum starfar við kirkjuna en hef
enga skýringu. Að einhverju leyti
er þetta tilviijun en það þarf þó
ekki að vera. Ég stjóma þessu ekki
en við höfum reynt gífurlega mik-
ið til þess að fá karlmenn í æsku-
lýðsstafið og sunnudagaskólann.
Ég veit ekki hvort aðrir prestar
standa frammi fyrir þessum sama
vanda, en það eru nógu margir
karlar í guðfræðideildinni og þeir
hljóta að taka þátt í safnaðarstarfi
einhvers staðar. Það er hugsanlegt
að þeir leiti frekar í söfnuði þar
sem sóknarpresturinn er karl“ (til-
vitnun lýkur). - Af þessu geta állir
séð að fyrirsögnin er alger rang-
túlkun á orðum mínum og getur
valdið alvarlegum misskilningi.
Að lokum langar mig til að
minna blaðamenn DV og annað
fjölmiðlafólk, sem fjallar um
kirkjuleg málefni, á að til er stofn-
un í þjóðfélaginu sem heitir
Kvennakirkja. Hún heldur guðs-
þjónustur víðs vegar um borg og
bæi og þar á meðal af og til í Sel-
tjarnarneskirkju. - því er fyrir-
sögnin á forsíðu DV þ. 15. febrúar
líka röng.
Afnám tekjuskattsins er lausnin
Engan tekjuskatt og taka skatta inn á neyslunni, segir bréfritari.
Þórarinn Gunnarss. skrifar:
Þar sem nú er enn einu sinni að
reka í strand í samningaviðræðum
á vinnumarkaðinum og ekkert er
sýnilegra en verkföll skelli á með
fyrirsjáanlegum afleiðingum um
allt þjóðfélagið kemur það í hlut rík-
isvaldsins aö skera endanlega á
þennan hnút. Þannig hefur það líka
oftast verið. Og nú á það aðeins eitt
útspil sem virðist líka vera eina
lausnin - afnám tekjuskattsins að
fullu.
Þetta yrði í stuttu máli þannig -
eins og raunar hefur komið frcim
áður í umræðunni - að tekjuskattur-
inn yrði afnuminn að fullu því hann
vegur lítið í heildartekjum ríkisins,
skattar yrðu teknir óbeinir í vöru-
verði og þá eru allir jafnir gagnvart
sparnaði. Þetta yrði framlag ríkisins
og væri stærsta skref þess frá upp-
hafi til að bæta kjör fólks í landinu.
Þar með sleppti ríkið hendinni af
öllum samningamálum, nú og ævin-
lega, og léti aðila vinnumarkaðarins
sjá um afganginn. - Allir skattgreið-
endur fengju með þessu móti veru-
legar kjarabætur.
Lægstu launin yrðu svo hækkuð
þannig að þau yrðu strax 70 þúsund
krónur. Sú breyting kæmi til kasta
vinnuveitenda og slyppu þeir bil-
lega með slíka aðgerð.
Að þessu loknu færu launabreyt-
ingar alfarið eftir vísitölu fram-
færslukostnaðar sem reiknuð yrði
út af Þjóðhagsstofnun. Þetta er að-
ferðin i flestum nágrannalöndum
okkar. - Tekjuskatturinn í dag er
stærsti þröskuldurinn hjá launa-
fólki og því hryggilegra þar sem
þessi skattur er óþarfur eins og
hann er útfærður.
Kjánalegar
auglýsingar
Ragna hringdi:
Óskaplega finnst mér auglýs-
ingar hér á landi, og á þá við ís-
lenskar auglýsingar, vera famar
að vera kjánalegar og langt frá
því að hitta í mark. Það er hver
auglýsingin á eftir annarri í sjón-
varpi t.d. eins og afskræming og
langt frá þvi að höfða til áhorf-
enda - ýmist grin eða skens og
verkar hvorugt. Þetta á líka við
um margar auglýsingar í blöðum.
Eina sá ég t.d. í Mbl. nýlega um
málningardaga Húsasmiðjunnar:
kona með svip vanvita eða fá-
bjána og mundar pensil að öðru
auganu. Hreint óþolandi uppstill-
ingar.
Þeir agnúast
út í Ellert
Tómas skrifar:
Það er ekkert smekklegt af
þeim hjá Degi-Tímanum að vera
með þessar tilraunir til að koma
Eilert B. Schram á kaldan klaka í
íþróttastarfinu. Hann er löngu
búinn að sanna forystuhæfileika
sína á þessu sviði og er maður
afar vinsæll og viðkynningargóð-
ur. Það er líka ekki alveg nógu
sniðugt að Dagur- Tíminn sé að
agnúast út í Ellert þar sem þefr
sem tU þekkja vita að þetta á aUt
að verka sem uppsláttur fyrir
Júlíus Hafstein sem tapaði x
kosningu fyrir EUert sem formað-
ur Ólympíunefhdar Islands. - En
frændur eru oft frændum verstir
þegar graimt er skoðað. Það segja
þeir sem kxmna að lesa miUi lín-
anna.
Kaupmanna-
samtökin og
tékkarnir
Kristján Pálsson hringdi:
Það er ekki sanngjarnt hjá
Kaupmannasamtökunum að senda
kaupmöimum áskorun um að
hætta að fuUu að taka við ávísun-
um nema menn sýni debetkort um
leið. Það er búið að stemma stigu
við fölskum ávísunum með þvi að
sýna bankakort sem tryggingu fyr-
ir tékkaviðskiptum. Það á að
nægja. Þessi debetkort eru ekkert
sérstaklega vinsæl og engin trygg-
ing í sjálfu sér fremur en banka-
kortið með tékkunum. Það er ekki
endalaust hægt að pína viðskipta-
mennina. Það verður ekki kaup-
mönnum tU ffamdráttar.
Góðir útvarps-
þættir
Sigrún Björnsdóttir skrifar:
Þættirnir um morðin á Sjö-
undá sem fluttir voru á sunnu-
dögum undanfarið voru mjög at-
hyglisverðir og vel fluttir og öU
vinnubrögð flytjendum tU sóma.
Ég tel að útvarpið ætti að láta
gera meira af slíkum þáttum þar
sem viss atriði úr þjóðarsögu
okkar eru tekin til meðferðar.
Höfundur útvarpshandrits ofan-
nefhdra þátta var Klemenz Jóns-
son leikari og virðist hann hafa
náð sérstökum og óvenjulega góð-
um tökum á þessari grein. Ég
minnist t.d. þátta hans um
Dúkkotsmálið, Sólborgarmálin
o.fl. Mefra af svo góðu í útvarpið.
Eitt númera-
spjald nægir
Öm hringdi:
Ég las ffétt í DV um að ein-
hverjir væru í umferðinni með
aðeins eitt númeraspjald á bUum
sínum. Þetta er örugglega ekki
tilkomið til að sleppa við lög-
gæslu myndavélanna heldur ein-
hvers konar nýjungagirni. í
Bandaríkjunum er ekki nauösyn-
legt að hafa framnúmer á bUum,
enda aftumúmerið oftast notað
bæði af löggæslumönnum og
myndvélum, ekki framnúmerin.
Þetta sparar peninga og því þá að
skylda menn tU að hafa fram-
númer?