Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Síða 15
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
15
Atvinna og íbúðar-
byggð á Geldinganesi
Mesta breytingin er á skipulagi Geldinganessins.
Tillaga að aðal-
skipulagi Reykjavík-
ur 1996-2016 hefur
verið kynnt.
Mesta breytingin
er á skipulagi Geld-
inganessins.
í gildandi skipu-
lagi var reiknað
með því að nesið
yrði allt íbúðar-
byggð, utan fyrir-
hugaðs hafnarsvæð-
is.
í núverandi til-
lögu er gert ráð fyr-
ir því að vegurinn
upp á Kjalames liggi
vestar og skipti nes-
inu annars vegar í
íbúðarbyggð suð-
austan til en bland-
aða byggð fyrir at-
vinnustarfsemi og ibúðarbyggð
að vestan og norðan.
Þetta tel ég góðan kost því mjög
er farið að sneiðast um lóðir und-
ir atvinnustarfsemi í borginni.
Tillaga um hafnarsvæði sunn-
an til á nesinu og í Eiðsvík er
nærri óbreytt frá fyrra skipulagi.
Lóðir undir atvinnustarf-
semi vantar
Þó nokkuð sé enn um óbyggðar
lóðir undir atvinnustarfsemi í
eldri hverfum borgarinnar og eitt-
hvað sé af atvinnuhúsnæði á lausu
verður fyrirsjáanlega skortur á
lóðum undir at-
vinnustarfsemi
þegar til næstu
framtíðar er litið.
Hafharstjórn hef-
ur úthlutað lóð-
um undanfarið,
ætlaðar undir
starfsemi sem
byggist mikið á
sjó- og landflutn-
ingum því mikil
eftirspurn er eftir
þeim. En betur
má gera.
Því er nú gert ráð
fyrir slíkum lóð-
um í næsta ná-
grenni við fyrir-
hugaða stóra
höfn í Eiðsvík.
Þar getur starf-
semi byggst upp
smátt og smátt eftir því sem
hafnarframkvæmdum miðar
í framtíðinni.
Höfúðborgarsvæðið er að
vísu allt eitt athafnasvæði.
En það er
gjörsam-
lega ótækt
að fyrirtæki
þurfi að hrekjast
úr borginni
vegna landleys-
is.
Uppbygging at-
vinnu í borginni
getur orðið með
ýmsum hætti en engin uppbygging
verður ef ekki er gert ráö fyrir lóð-
um fyrir starfsemina.
Fulltrúar sjálfstæðismanna
virðast ekki átta sig á þessu.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
gagnrýna nú að verið er að skipu-
leggja hentugar lóðir undir at-
vinnustarfsemi í borginni.
Það er staðreynd að byggðin
leitar þangað sem atvinnan er og
við viljum að borgin okkar vaxi og
dafni.
Byggðin verður með
ströndinni
Austan megin við Geldinganes-
ið er Leirvogurinn, i skjóli af Álfs-
nesinu, Gunnunesinu og Þerney. í
voginum er lítil eyja, Leirvogs-
hólmi.
Með því að vegurinn yfir nesið
verði aðeins lengra til vesturs eins
og aðalskipulagstillagan gerir ráð
fyrir fæst nokkuð heildstæð íbúð-
arbyggð suðaustanmegin á nesinu
og í kringum voginn, alveg að
mörkum Mosfellsbæjar. Aðal-
byggðin í Mosfellsbæ er nú þegar
nánast framhald af þessari nýju
byggð við Leirvoginn og gert er
ráð fyrir frekari uppbyggingu þar.
Á nesinu sjálfu verður nógu stór
byggðarkjarni til að bera grunn-
skóla og aðra starfsemi sem verð-
ur að vera í íbúðarhverfunum
sjálfum. Sama á við um byggöina
sunnan við víkina.
- Þetta verða dálítið sérstök
hverfi, byggð við ströndina.
Reykjavíkurborg á ekki mikið
af hentugu landi undir íbúðar-
byggð og atvinnustarfsemi í
námunda við hafnaraðstöðu. Því
þarf að vanda vel skipulag lands-
ins með þessi sjónarmið í huga.
Það hefur tekist með nýja aðal-
skipulaginu á þessu svæði.
Pétur Jónsson
Kjallarinn
Pétur Jónsson
borgarfulltrúi og for-
maöur Atvinnu- og
feröamáianefndar
Reykjavíkur
„Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
gagnrýna nú að verið er að
skipuleggja hentugar lóðir undir
atvinnustarfsemi í borginni. “
Þjóð á krossgötum
Þegar íslendingar fóru fyrst til
náms á meginlandi Evrópu á lltu
öld, opinberaðist þeim að þjóðir
álfunnar áttu sér sögu. Sögulaus
þjóð var nánast sjálfsmótsögn.
Þegar sigldir og forframaðir lær-
dómsmennimir komu heim, sneru
þeir sér að því að búa til sögu
handa löndum sínum, þarsem
megináhersla var lögð á göfugan
uppruna þeirra, en minna hirt um
hið afarmikilvæga keltneska ívaf
sem átti þó drýgstan þátt í bók-
menntasköpun þeirra. Ætli Land-
náma sé ekki merkilegasta goð-
saga íslendinga?
Æ síðan hefur bókmenntavið-
leitnin verið helguð því meginvið-
fangsefni að skilgreina menningu
þjóðarinnar í samhengi við upp-
runa hennar, sögu og umhverfi, þó
sjálf hafi hún ekki fullnumið land-
ið fyrren á þessari öld. Hún lærði
til dæmis aldrei að klæða sig eða
skæða í samræmi við veðurfarið
né færa sér í nyt laugamar til
hreinlætis eða upphitunar né
heldur hagnýta að neinu ráði mat-
arkistumar sem var að finna á
ströndum landins og undan þeim.
Sömuleiðis stundaði hún af illri
nauðsyn meiri rányrkju á landinu
en dæmi em til annarstaðar, sem
varð þess valdandi ásamt náttúm-
hamfórum og drepsóttum, að
mannfellir varð hér meiri en
nokkurstaðar á byggðu bóli.
Þjóðinni fækkaði um þriðjung frá
aldamótum 1100 frammundir 1800.
Er engu líkara en þessi flökkuþjóð
hafi aldrei ætlað sér að gera landið
að frambúðarheimkynni, en ytri að-
stæður ráðið því, að ekki var lengra
haldið fyrren Amrikuferðir hófúst í
lok síðustu aldar.
Útleitin þjóð
Hér hefur þjóðin semsé þraukað
í ríf 1100 ár til góðs eða ills og
skapað sér menningu sem er í
veigamiklum at-
riðum frábmgðin
menningu mn-
heimsins. Veður-
far, landshættir og
einangrun hafa í
ríkum mæli mótað
hugarheim íslend-
inga, og nægir í
því sambandi að
nefna þjóðsögum-
ar sem að magni
og fjölbreytni eiga sér enga hlið-
stæðu um vestan- og norðanverða
álfuna nema á írlandi. Þær spegla
„þjóðarsálina" með miklu nær-
fæmari og djúpskyggnari hætti en
flest annað sem hér hefur verið
skapað, enda mnnar beint úr þjóð-
ardjúpinu.
Á hinn bóginn hefúr þjóðin ver-
ið ákaflega útleitin, einsog títt er
um eyþjóðir, og sogið til sín þau
erlendu áhrif sem efla máttu og
auðga innlenda
menningu. íslensk
menning var frjóust
og þróttmest þegar
hún var í líflegustum
tengslum við um-
heiminn, bæði á þjóð-
veldisöld og árunum
eftir seinni heims-
styrjöld, og reyndar á
ýmsum öðrum skeið-
um, til dæmis á 17du
öld.
Öll menning þarfn-
ast einhverskonar
skjóls til fá vaxið og
dafnað. Ýmsum er
tamt að fara háðsk-
um orðum um varn-
armúra í því sam-
bandi og vísa til goð-
sögunnar um múrinn
kringum Miðgarð, sem goðin létu
reisa til að verjast ásókn Jötna. Sú
líking á náttúrlega ekki við í
heimi nútímafjölmiðlunar, en
kannski mætti taka dæmi af gler-
veggjum gróðurhúsa sem vemda
viðkvæmar plöntur fyrir veðri og
vindum, en veita jafnframt inn líf-
gefandi geislum sólar og birtu.
Örlagarík tímamót
Skjólgarðar sem íslensk menn-
ing hefur notið i aldanna rás eru
nú óðum að molna fyrir tilverkn-
að innri og ytri afla. Sennilega
standa íslendingar á einhverjum
örlagaríkustu tímamótum í sögu
sinni. Annarsvegar horfum við
uppá, að innlend fjölmiðlun færist
á æ færri hendur afturhaldsafla,
fjármagnseigenda og auglýsinga-
fursta, sem margir
eiga sér bakhjarla í
erlendum stórfyrir-
tækjum og virða eng-
in gildi nema gróð-
ann. Þessi nýi kol-
krabbi er fullkomlega
þjóðvilltur og lætur
sér í léttu rúmi liggja
hvað verður um
menningararf þjóðar-
innar. Við stefnum að
því er ég fæ best séð
hraðbyri inní fá-
mennisveldi, sem til
skamms tíma auð-
kenndi ríki Austur-
Evrópu og er gildur
þáttrn- í bandarískri
samfélagsgerð.
Á hinu leitinu stönd-
um við gagnvart erf-
iðum ákvörðunum í sambandi við
nánari tengsl við Evrópu, sem eru
að sönnu snöggtum skárri en
meiri tenging við Bandaríkin. En
verði það ofaná, að opnað verði
fyrir óheft flæði fjármagns og
vinnuafls frá Evrópu, er vant að
sjá hver yrðu örlög þessarar örfá-
mennu þjóðar. Full yfirráð hennar
yfir auðlindum sínum eru for-
senda þess að hér þrífist mannlíf,
sem nafn sé gefandi, en ýmislegt í
nýlegri þróun landsmála bendir
sterklega til þess að nærsýnir
ráðamenn væru tilkippilegir að
fórna langtímahagsmunum fyrir
stundarávinning, sem er ekki
einusinni öruggur! Fyrirhyggjan
hefur jafnan reynst gæfulegri en
eftirhyggjan.
Sigurður A. Magnússon
ýmislegt í nýlegri þróun lands-
mála bendir sérstaklega til þess
að nærsýnir ráðamenn væru til-
kippilegir að fórna langtímahags-
munum fyrir stundarávinning, sem
er ekki einusinni öruggur.u
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
IVIeð og
á móti
Undanþágur í öryggismál-
um fiskiskipa
Búið að gera
aðstandendur
stórskelkaða
Ásta Ragnhelður
Jóhannosdóttlr
„Öryggi um borð í fiskiskipum
þarf að vera mjög sterkt og
ábyggilegt. Ég hef staðið í þeirri
trú að þannig væri það. Ég á
hins vegar erfitt með að átta mig
á þeirri um-
ræðu sem nú á
sér stað um
stöðguleika.
Það á vissulega
að skoða örygg-
ismál út í
hörgul hjá þjóð
sem á allt sitt
undir sjósókn.
En þessi um-
ræða kom mér
í opna skjöldu
- ég á illt með að skilja hana. Ég
er búinn að standa í útgerð í ára-
tugi og hef átt mikil samskipti
við Siglingastofnun - þar eru
harðir naglar sem gera miklar
kröfur. Stöðugleiki fiskiskipa er
náttúrlega ákveðin formúla og ég
hélt að allt slikt væri frágengið
t.a.m. með skip sem hefur verið
breytt eða í smíðum í Póllandi.
Þau hafa gengið í gegnum mjög
strangt eftirlit - það þekki ég
sjálfur. Ég ætla ekki að vera með
alhæfmgar en mér finnst þetta
allt djúpt í árinni tekið með Sigl-
ingamálastofnun sem ég hélt að
gegndi sínu hlutverki vel - að
gefa í skyn að eitthvað ægilegt sé
á ferðinni held ég að sé upp-
spuni. Það er haft eftir Kristjáni
Pálssyni að 500 sjómenn séu nán-
ast í stórhættu. Það er eitt að
taka upp mál og fylgja því eftir
en það er of langt gengið þegar
fólk gerir aðstandendur sem á
fólk úti á sjó stórskelkað. Ég trúi
ekki að ástandið sé svona
slæmt.“
Stöðugleika-
prófanir
á öll skip
„Upplýsingarnar sem koma
fram í skýrslu um stöðugleika
fiskiskipa frá Siglingastofhun ís-
lands eru mjög alvarlegar. Ég tel
að þær reglur sem settar eru um
stöðugleika-
prófanir eigi
að gilda um öO
skip - sérstak-
lega vegna
þess að menn
hafa veriö að
breyta skipum
til að uppfylla
kröfur um
reglur fisk- fcnnaóur Útgorbar-
veiðistjómun- E£fAkure^
ar sem raska
stöðugleika þeirra. Það kemur
mér á övart að athugun sem gerð
var á 44 bátum á Vestfjörðum
skyldi aðeins einn þeirra upp-
fylla skilyrðin. Þetta eru skelfi-
legar upplýsingar. Mig undrar að
slík úttekt skuli ekki hafa verið
gerð fyrr. Ef svona sambærilegar
upplýsingar hefðu komið fram
sem heyrðu undir ráðherra í út-
löndum hefði hann vísast þurft
að segja af sér embætti - svo al-
varlegra upplýsinga að fjórðung-
ur skipa uppfylli ekki skilyrði
um stöðugleika. Ég tel að sjó-
menn eigi kröfu á að tekið verði
á þessum málum. Öryuggismál
þeirra verða að vera í fyrirrúmi.
Ég gagnrýni líka að ekki hafa
komið fram upplýsingar um hve
margir sjómenn eru á þeim skip-
um sem ekki uppfylla kröfur um
stöðugleika - hve margir sjó-
menn séu að hætta lífi sínu í
hvert skipti sem látið er úr
höfn.“ -Ótt