Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 D V
menning
Snilld og brjálæði
Bjarni H. Þórarinsson efndi til
sjónháttaþings í Nýlistasafhinu fyrir
rúmri viku í tilefni sýningar sinnar á
svokölluðum Benduverkum og til-
heyrandi fræðilegum útlistunum.
Undirritaður hafði ekki tækifæri til
að hlusta á erindi Bjama sjálfs en var
hins vegar viðstaddur pallborðsum-
ræður þar sem hópur mætra manna
og kvenna lét í ljós skoðanir sínar á
bendufræðum Bjarna og myndverk-
um sem hann hefur unnið út frá
þeim. Pallborðsumræðurnar voru
bæði forvitnilegar og skemmtilegar
og þar kom ýmislegt óvænt fram þó
fátt væri sagt sem gerði viðfangsefn-
ið skiljanlegra fyrir viðstadda, enda
er það galdurinn við bendufræði
Bjama að þau em óskiljanleg. Hins
Myndlist
Ólafur Gíslason
óreiðuna. Það þýðir ekki að fræði
hans séu raunverulegt tæki til
slíkrar uppgötvunar. Orðmyndun-
arkerfið sem Bjami hefúr byggt
upp og formmynstrið sem hann hef-
ur tengt því er eins og hvert annað
lokað og óskiljanlegt kerfi sem ger-
ir tilkall til að hafa höndlað ákveð-
inn frumspekilegan samnleika. En
það að vera eins og eitthvað þýðir í
þessu samhengi ekki það sama og
að vera það í raun og vera.
Það skemmtilega og áhrifaríka
við myndverk og bendufræði
Bjarna er sannfæringin sem hann
leggur í verkið. Sannfæringarkraft-
urinn er angi af snilligáfunni sem
Þorsteinn Gylfason gerir að um-
ræðuefni í bráðskemmtilegri rit-
gerð sinni, Snilld og brjálæði, í rit-
gerðasafninu Að hugsa á íslenzku.
Þorsteinn talar þar um það ein-
kenni snillinga sem hann kallar
flæði: „þá fær maður hugmynd sem
er svo góð, að hún gerir mann að
kórónu sköpunarverksins, gagntek-
inn af öllu sem er, eins og ástfang-
inn sem allir þekkja af eigin raun
...“ Og Þorsteinn bendir á að flæði
sé „um margt áþekkt geðsjúkdómi
sem heiti blátt áfram - eða ætti að
heita - æði“. Á erlendu máli sé
þessi sjúkdómur kallaður manía,
sem Platón hafi talið undirrót
skáldgáfunnar.
Bendufræði Bjama Þórarinsson-
ar em stórbrotið æði eða manía á
mörkum snilldar og brjálæðis þar
sem sannfæringarkrafturinn blæs
sliku lífi í myndlíkinguna að hún
getur villt mætustu mönnum sýn
þannig að þeir taka líkinguna fyrir
raunveruleikann sjálfan, rétt eins
og snilligáfa málarans Apelle sem málaði merar
af svo mikilli innlifun að þær fengu graðfola Al-
exanders mikla til að frýsa og fýla grön, þótt aðr-
ar hestamyndir létu þá ósnortna. Því verður það
ekki skafið af Bjama að hann er mikill sjón-
hverfingameistari og bendufræði hans snilldar-
leg líking við ýmsa þá dulspeki sem lofar mönn-
um lyklinum að öllum heimsins leyndarmálum.
Takk fyrir skemmtunina, Bjami.
Vísiakademía Bjarna H. Þórarinssonar stendur
til 9. mars í Nýlistasafninu.
Bjarni H. Þórarinsson: Vísirósir.
vegar hafa þau yfír sér svipmót mik-
illa vísinda og virðast jafnvel gera til-
kall til þess að vera eins konar dul-
málslykill að samhenginu sem liggur
hulið á bak við alla óreiðuna í henni
versu.
Þátttakendur í pallborðsumræðun-
um líktu rósamynstri Bjama við got-
neska rósaglugga og búddískar
mandölur og töntrar sem eiga að gefa
okkur sýnilegt samband við ósýni-
lega skipan alheimsins - og þá jafn-
framt vald yfir henni - og mátti jafn-
vel skilja á sumum að raunverulega
dulmálslykla væri að finna í þessu
flókna og margbrotna kerfi orða, ný-
yrða og mynsturs, sem Bjami hefur
þróað á síðastliðnum átta árum. Þá var bendu-
fræðum hans líkt við gyðingleg kabbalafræði
sem einnig eiga að geta opinberað okkur hulin
lögmál um kosmos á bak við þá óreiðu sem blas-
ir við. Ekki var laust við að manni fyndist farið
að slá út í fyrir þátttakendum í pallborðsumræö-
unum þegar farið var að líkja Bjama við sviss-
neska málfræðinginn Saussure og verki hans við
strúktúralisma eða póststrúktúralisma án þess
að tilgreina frekar í hverju slík samlíking gæti
verið fólgin.
Fékk ég það sterklega á tilfinninguna að í
þessari umræðu allri væri fólginn einn grund-
vallarmisskilningur sem skapast af því að gera
ekki greinarmun á einhverju fyrirbæri og mynd
þess. Við getum alltaf sagt að portrettmynd
standi fyrir ákveðna persónu en um það gildir
ekki hið gagnstæða að einstaklingurinn standi
fyrir eða sé mynd af portrettmynd. Ef við mglum
saman þessu tvennu getur skapast háskalegur
misskilningur.
í mínum augum eru bendufræði Bjarna Þórar-
inssonar eins konar líking við eða mynd af al-
tæku kerfi sem á að skýra regluna á bak við
Schubertiade
Það er ótrúlega stutt síðan við ís-
lendingar fórum að eigna okkur þátt í
tónlistarmenningu Evrópulanda og
rækja hana hér heima, og þó virðist
tónlistarlífið öflugra hér en víða ann-
ars staðar. Stærsta þáttinn í þessari
tónlistarvelmegun eigum við að
þakka þeim frábæm útlendu tónlist-
armönnum sem komu hingað á sínum
tima, settust hér að og kenndu íslend-
ingum það sem þeir kunnu.
Og enn knýja þeir dyra. Gerrit
Schuil hefur ekki búið hér nema örfá
ár en hefur sýnt að hann er til stórra
hluta vís. Til dæmis stjórnaði hann
Sinfóníuhljómsveit íslands á jólatón-
leikum í hittifyrra og ætti að standa
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
oftar þar á palli, og nú stendur hann
fyrir tónlistarhátíð í tilefni af 200 ára
afmæli Schuberts, níu tónleikum, þar
sem hann leikur bæði einleik og með
einsöngvurum og hljóðfæraleikurum.
Á tónleikunum í Kirkjuhvoli á
laugardag var efnisskráin blönduð með söngtón-
list og hljóðfæraleik, og komu sex tónlistarmenn
fram auk Gerrits Schuils. Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Guðni Franzson og Gerrit fluttu rómönsuna Ich
schleiche bang und still hemm. Sigrún söng ynd-
islega, Guðni undirstrikaði ljóðrænu verksins í
afar lýrískum leik á klarínettuna og Gerrit batt
þetta saman með fallegum leik á píanóið.
Jón Þorsteinsson söng lagið Visin blóm úr
ljóðaflokknum Malarastúlkunni fógru mús-
íkalskt og áreynslulaust eins og á að vera, og dró
fallega fram depurð og vonleysi ljóðmælandans
og tregablandna vonma sem kviknar við tilhugs-
unina um að blómin vakni á ný að vori og gleðji
stúlkuna sem hann elskaði. Kolbeinn Bjamason
lék á flautu með Gerrit tilbrigði sem Schubert
samdi við lagið um Visnu blómin og kaus að
túlka þau með fremur þurrum og hrjúfum tón;
kannski til að undirstrika inntak ljóðsins, en ég
hefði kosið að heyra rómantískari túlkun; meira
víbrató, meiri mýkt og fyllri hljóm.
Gunnar Kvaran mætti til þessara tónleika með
stuttum fyrirvara i forfollum og lék með Gerrit
eitt kunnasta verk Schuberts, Arpeggione sónöt-
una. Samleikur þeirra var stílhreinn
og fágaður; dýnamík skýrt mótuð og
túlkunin djúp og áhrifarík. Einstöku
óhreinir tónar breyttu engu þar um.
Lokaverkið á tónleikunum var
söngverkið Hirðirinn á hamrinum,
fyrir sópran, píanó og klarínettu;
síðasta sköpunarverk Schuberts.
Fyrir söngvarann er þetta mjög
erfitt verk; það spannar vitt radd-
svið og krefst í þrískiptingu sinni
ljóðræns söngs og dramatísks og
létts kóloratúrsöngs. Hirðirinn á
hamrinum gengur í gegnum tilfinn-
ingalegt ferli eins og svo margar
söngpersónur Schuberts. I upphafi
er hann að hugsa um ástina sina
sem er einhvers staöar óralangt í
burtu; um miðbik verksins er hann
orðinn angistarfullur og vonleysið
nær á honum tökum; en í lokin
vaknar vonin, því vorið er komið og
hann býr sig af stað á nýjan leik.
Þetta var stórglæsilegur tónlistar-
flutningur. Að vonum mæddi mest á
söngkonunni, sem túlkaði tilfmning-
ar hirðisins af músíkölsku næmi.
Sigrún svipti sér léttilega milli ljóð-
rænu, dramatíkur og kóloratúrs og
vantaði bara að maður fyndi lang-
þráða lyktina af vormoldinni þegar
hún söng í lokin „vorið kernur". Leikur Gerrits
var sérlega mjúkur og þokkafullur, og leikur
Guðna á klarínettuna þýður og hlýr. Guðni er
ekki síðri í rómantíkinni en nýju tónlistinni, og
lék þetta hreint ekki verr en gamli kennarinn
hans George Pieterson í frægri upptöku með Elly
Ameling og Irwin Gage.
Þetta var góður endir á fínum tónleikum. Von-
andi að Gerrit Schuil haldi áfram á sömu braut
og að við skiljum þýðingu þess að hafa svona
flinka menn á meðal okkar.
Miktir listamenn. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guöni Franzson og Gerrit Schuil á
æfingu.
DV-mynd GVA
Hvernig erum við?
Endurmenntunarstofnun Há-
skólans er þjóðþrifastofnun undir
stjórn Margrétar Björnsdóttur
sem er óþreytandi að láta sér
detta í hug spennandi kvöldnám-
§ skeið fyrir almenning - og hlusta
* á hugmyndir annarra, sem ekki
Íer minna virði. Ekki er heldur lít-
ils virði að hún fær færastu sér-
fræðinga til að kenna hjá sér,
enda kemur fólk um langan veg á
námskeiðin.
Nú hefur Margrét safnað
hörkuliði til að halda fyrirlesh'ar-
öð um þjóðemi íslendinga á
þriðjudagskvöldiun - til að kom-
Íast að því hvers vegna við erum
svona einkennileg. Hver eru
tengsl þjóðernis og einstaklings-
vitundar, er spurt, og er þjóðern-
isvitund eins hjá konum og körl-
| um? Hvaða áhrif hefur náttúran á
: þjóðareinkenni - ef nokkur?
Andrew Smith er ekki í vafa
um að þau era töluverð, sam-
| kvæmt nýlegri grein hans um ís-
■ lenska dægurmúsík í The Sunday
I Times. „Það er ekki aðeins æðis-
| leg náttúran sem laðar mann að
íslandi, listalífið er alveg eins
heillandi," segir hann og fullyrðir
að nærri því allir Islendingar séu
listamenn, meira að segja frum-
I legri en annars staðar. „Björk
couldn’t happen here,“ segir
Andrew og rökstyður það með til-
vísun í náttúra og þjóðtrú;
kannski verður upplýst á nám-
skeiðinu hvers vegna hún gat orð-
ið til hér.
Gullmolar
úr Mannlífi
Mannlif er komið út undir
nýrri ritstjóm Hrafns Jökulsson-
ar, sem fékk um sig ótímabæra
minningargrein í þessu blaði þeg-
ar hann yfirgaf Alþýðublaðið fyr-
ir skemmstu. í nýja heftinu er
? margt skemmtilegt að lesa. Til
3 dæmis gefur Þorvaldur Þorsteins-
son lífseigri goðsögn á kjaftinn i
spjalli um leikrit sem hann skrif-
i aði eftir pöntun frá Loftkastalan-
S um:
5„Það eru alltof fáir sem fá að
njóta þess að vinna verk sem þeir
hafa þegar selt. Samkvæmt róm-
antískum hugmyndum um listina
í er listamaðurinn með því móti að
| selja sig en það er 20. aldar mis-
| skilningur því dáðustu verk lista-
Ísögunnar vora pöntuð af mönnum
sem höfðu engan áhuga á list. Að
því gefhu að maður fái að vinna á
eigin forsendum virkar það eins
og góð vítamínsprauta að pantað
sé hjá manni verk.“
Horfðu reiður
um öxl
Þórhallur Eyþórsson málvís-
indamaður heggur á báða bóga í
Igrein um nýjar skáldsögur í
Mannlífi, og minnir ekki á annan
meira en Matthías Viðar Sæ-
mundsson í Storð sálugu fyrir
rúmum áratug. Vegur hann hin
nýju bókmenntaafrek og fmnur
þau léttvæg; Guðmundur Andri er
í íslandsfórinni að svara spurn-
ingunni „How do you like Ice-
land?“, Brotahöfuð Þórarins Eld-
* járns er „hin hefðbundna sögu-
I lega skáldsaga", Böðvar Guð-
mundsson datt niður á aðra pott-
þétta formúlu í Vesturfarasögum
í sínum, fyrsta skáldsaga Gerðar
Kristnýjar er ofvaxið tímaritsvið-
3- tal, og gefið er í skyn að Endur-
koma Maríu Bjarna Bjarnasonar
| sé komin annars staðar að ...
Þungavigt Matthíasar hefur
ÞórhaOur ekki, þótt skemmtilegm-
: sé, en líklega hefur hann rétt fyr-
ir sér þegar hann segir að Hall-
J grímur Helgason hafi með 101
I Reykjavík gert djörfustu tilraun
til að hressa upp á íslenskar nú-
3 tímabókmenntir síðan Guðbergur
Bergsson skrifaði Tómas Jónsson.
Samkeppnin væri þá helst frá sög-
unni Þetta er allt að koma ...