Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Síða 22
30 MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 Kominn tími á árekstur við geim- stein Vísindamenn eru kannski ekki allir á einu máli um hvort árekstur risaloftsteins og jarðar fyrir 65 milljónum ára hafi valdið útrýmingu risaeðla. En þeir eru sammála um að kominn sé tími á að annar risasteinn úr geimnum skelli á jörðinni. Þá skoðun sína byggja þeir á gögnum sem hefur verið safnað úr fornum loftsteinum sem hafa fallið í Ástralíu, Nýju-Mexíkó og á Suðurskautslandinu. Um 40 þúsund tonn af geim- efni falla til jarðar á ári hverju, mest í formi pínulítilla loftsteina sem eru tæpur millí- metri i þvermál. Mesta ógnin stafar hins vegar af stórum smástimum, sem geta orðið 9 kílómetrar í þvermál, eða jafn- vel halastjömum. Smástirni af áðurnefndri stærð mundi mynda 150 metra breiðan gíg. Dýrum áx hár fyrr en talið var Spendýmm fór að vaxa hár milljónum ára fyrr en áður var talið. Vísindamenn ráða það af hærðum dýraleifum sem fundist hafa í fomum lög- um af dýraskít. Vísindamennimir Jim Meng við Massachusettshá- skóla og Andre Wyss við Kali- fomíuháskóla í Santa Barbara sögðust hafa fundið vísbend- ingar um loðin dýr í 60 milljón ára gömlum steingerðum dýra- saur í Innri-Mongólíu í Kína. Frá þessu er sagt í tímaritinu Nature. Litningagalli gæti orsakað ofrjásemi Smá- vægileg- ir gallar í karllitningnum kunna að eiga sök á ófrjósemi karla i sumum tilvikum, ef marka má niðurstöður lækna við Minnesotahá- skóla sem sagt er frá í læknablaðinu New England Joumal of Medicine. Dr. Jon Pryor og rannsókn- arhópur hans komust að þvi að í 7 prósentum þeirra 200 ófrjóu karla sem þeir rannsök- uðu vantaði örlítil stykki í Y- litninginn, erfðaefni sem að- eins er að finna í karlmönn- um. Frekari rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að stykkin sem vantaði vom ekki alltaf völd að ófrjósemi. Tveir þeirra sex ófrjóu karla sem þessa erfðaefnisbita vantaði í áttu feður sem eins var ástatt fyrir. Pryor segir engu að síður að uppgötvanir hópsins geri vís- indamenn enn hæfari í að greina ófrjósemi. Því væri hægt að leggja fyrr til að hjón fengju aðstoð við að reyna að eignast bam. Þannig mundi sparast bæði tími, fyrirhöfn og peningar. * . » j, jJ Jj WSj -;Í2ijJiJJJ Þjóðfélagsstaðan hefur bæði áhrif á líf og dauða Ekki er sama Jón og séra Jón þeg- ar dauðinn er annars vegar. Atvinna manns hefur nefnilega mikil áhrif á hvemig og hvenær maður gefur upp öndina. Svo segir í fjölda skýrslna sem birtar vom í breska læknablað- inu fyrir skömmu. Þær staðfesta nið- urstöður fyrri kannana vísindamanna en nýju rannsóknirnar ná til mikils fjölda manna og spanna áratugi. Fram kemur að verkamenn, fólk sem hefur lítil áhrif á dagleg störf sín, þeir sem eru í mjög streituvaldandi störfum og fátækiingar eru líklegri en aðrir til að deyja af völdum hjarta- sjúkdóma. Rannsókn Georges Daveys Smiths og starfsbræðra hans við háskólann í Bristol á 5.700 körlum í 21 ár leiddi í ljós að 70 prósenta meiri líkur vora á því að verkamenn, sem vora fæddir inn í verkamannastétt, dæju á líðandi ári en þeir sem ekki stunduðu verka- mannavinnu. Þá voru meiri líkur á að verkamenn reyktu, væru með háan blóðþrýsting, væru of þungir og þjáð- ust af brjóstverkjum og lungnakvefi. „Félags- og efnahagslegir þættir hafa afgerandi áhrif á heilsuna og hættuna á ótímabærum dauða,“ segir í grein vísindamannanna frá Bristol. Næst segir frá rannsókn vísinda- manna i Hoilandi og Bretlandi á opin- berum starfsmönnum breskum. Þar kom í ljós að meiri líkur voru á að starfsmenn hins opinbera fengju kransæðasjúkdóma ef þeir réðu litlu um vinnu sína. Rannsóknin náði til tiu þúsund rikisstarfsmanna á aldr- inum 35 til 55 ára. „Meiri líkur voru á því að karlar og konur, sem réðu litlu um vinnu sína, væru komin með kransæðasjúk- dóma,“ skrifuðu vísindamennimir. Þeir sögðu að ekki væri hægt að skýra tengsl þessi með því hversu hátt eða lágt settur viðkomandi starfs- maður var eða með hefðbundnum áhættuþáttum fyrir kransæðasjúk- dóma. Þeir sögðu að draga mætti úr þessari hættu með því að auka fjöl- breytni vinnunnar hjá rikisstarfs- mönnum og veita þeim meiri áhrif. Fyrri rannsókn sömu vísinda- manna leiddi í Ijós að ríkisstarfsmenn í lágum stöðum voru þrisvar sinnum líklegri til að deyja úr hjartasjúkdóm- um á tíu ára tímabili en yfirmenn þeirra. Þá berst leikurinn til Glasgow þar sem Caroline Morrison og félagar hennar við konunglega sjúkrahúsið rannsökuðu rúmlega fimm þúsund manns á aldrinum 25 til 64 ára. Þau komust að því að eftir því sem menn stóðu hallari fæti i sanifélaginu þeim mun meiri hætta var á að þeir dæju af völdum hjartaáfalls. Þá skal loks geta rannsóknar finn- skra og bandarískra vísindamanna á nærri 600 finnskum körlum. Þar kom í ljós að þeir sem voru í mest krefj- andi störfunum fengu æðakölkun fyrá en aðrir. isdýr eru í bráðri útrýmingarhættu Fjölmargir íslendingar hafa sjálf- sagt séð og dáðst að fegurð karltígris- dýrsins í dýragarðinum í Lundúnum. Þeir eru kannski færri sem vita að tígri er einn aðeins 650 Súmötrutígra sem eftir lifa í heiminum. Þar af lifa aðeins fjögur hundruð vilitir í sínu náttúrulega umhverfi. Tígrisdýr hafa mjög átt undir högg að sækja á undanfómum árum og dýravemdunarmenn era undir sífellt meiri þrýstingi að grípa til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir útrýmingu þessara glæsilegu skepna. Það var einmitt í þeim tilgangi sem sérfræð- ingar í tígrisdýrum hvaðanæva úr heiminum hittust í dýragarðinum í Lundúnum fyrir skömmu. „Við höldum þetta málþing núna af því að ástandið er mjög alvarlegt," sagði Richard Burge, aðalfram- kvæmdastjóri dýrafræðifélags Lund- úna. „Tilgangurinn er að safna saman sem mestu af nýjustu upplýsingunum svo dýravemdunarmenn geti metið vandann." Þijár af átta undirtegundum tígris- dýra hafa dáið út á þessari öld og til- vera þeirra sem eftir eru, er ógnað úr ýmsum áttum. Veiðiþjófar gera mik- inn usla og sífellt versnandi lífsskil- yrði á kjörlendi dýranna taka einnig sinn toll. Á Súmötru til dæmis verður sífellt þrengra um tígrisdýrin vegna út- þenslu mannsins. Innræktim er því að verða jafn alvarlegt vandamál og veiðiþjófnaður. Vísindamenn telja að aðeins 2500 dýr séu eftir af indverska tígrisdýr- inu. Hátt verð fæst fyrir tígrisdýr á svörtum markaði þar sem hlutar skrokks þeirra, þar á meðal beinin, heilinn, limurinn og jafnvel auga- steinamir eru notaðir í hefðbundin lyf austur í Asíu. Á ráðstefhunni kom fram að ýmis- legt er verið að gera tii að koma í veg fyrir útrýmingu tígrisdýranna. Á Jövu í Indónesíu var t.d. komið á lagg- irnar ræktunarstöð árið 1992. Þá hafa vemdunarsinnar jafnvel íhugað möguieikann á tæknisæðingu villtra kventígra með sæði úr karldýrum í dýragörðum. ullt af Úrvalsefni: Skynfærin á ferð 09 flugi Jóhanna Jóhannsdóttir spjallar létt um utanferðir íslendinga og gefur góð ráð. Endalaust fíug Flugvélar með tveggja hestafla hreyfla og sólarrafhlöður fara á loft innan skamms. Ceimverubært Bandaríkjunum Við íslendingar eigum okkar Snæfellsjökul og umhverfi hans. En Bandaríkjamenn hafa komið upp geimverubæ þar sem þær sýna sig tíðast. Goðu veirurnar Sumar veirur lifa á því að sálga bak teríum sem valda veikindum í fólki. Hvernig er orðaforðinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.