Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Side 32
40 MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 Fréttir Reykjanesbær: Þúsund m2 tamninga- og íþróttastöð reist . DV, Suðurnesjum: „Knattspymumenn eru afar ánægðir með aðstöðuna hér. Síð- ustu tvö árin hefur varla verið hægt að tala um vetur hér sunnanlands - hægt að æfa utandyra á malarveO- inum - þar til nú að allt hefúr verið á kafi í snjó síðustu vikurnar. Þá er gott að koma hingað og engin ástæða til að æfa úti þegar góður malarvöllur og góð aðstaða eru fyr- ir hendi innandyra," sagði Valgeir Ó. Helgason, eigandi íþrótta- og tamningastöðvarinnar Sörlaskjóls í Mánagrund í Reykjanesbæ. Reykjanesbær hefur gert leigu- samning við Valgeir um 700 tíma í sal reiðhallarinnar. Knattspyrnan, ' Keflavík og Njarðvík, fær 600 tíma og íþróttadeild hestamannafélagsins Mána 100 tíma. Samningurinn er til tveggja ára og þarf bærinn að greiða 1620 þúsund krónur á ári fyrir hann. Öll hreinlætisaðstaða er í húsinu. æfa í reið- höllinni frá áramótum og jafnvel er bú- ist við Grind- víkingum og Garðsmönn- um í meira mæli en hef- ur verið. Undirlagið er það sama fyr- ir hesta og knattspymu- menn en Val- geir þrífur ávallt salinn eftir að hest- ar hafa verið í honum. „Ég held að þróunin Valgeir með hest sinn og bolta. DV-mynd ÆMK verði sú að Að sögn Valgeirs er fyrirhugað að næsta haust. Þá hafa knattspymu- leikmenn yngri flokkanna eigi eftir tímarnir verði notaðir í vetur og menn Reynis í Sandgerði verið að að vera hér mun meira en nú er. Það léttir á íþróttahúsunum í sveit- arfélögunum. Þá hefúr komið fyrir að fólk slasist á gólfum íþróttasal- anna og á gervigrasinu. Hér geta menn mætt í sínum knattspymu- skóm á góðum malarvelli. Samningurinn styrkir stöðu mína til að standa undir fjármagus- kostnaði af húsinu. Ég vissi að það tæki tvö ár að þróa þetta. Nú þarf að athuga hvort fyrirtæki og stofn- anir vilja taka salinn á leigu fyrir knatt- spyrnu starfsmanna og enn eru lausir tímar. Þá er möguleiki á að sveitarfélagið taki salinn á leigu í sumar fyrir leikjanámskeið og það er hægt samhliða reiðnám- skeiðum. Það er gott að bömin komist í snertingu við dýrin og skemmtilegt fyrir þau,“ sagði Val- geir. Reiðhöllin er rúmlega 1000 m2 að stærð. Þar er meðal annars pláss fyrir 24 hesta. -ÆMK i Ólafsfjörður: Safnaðarheimilið fokhelt DV, Ólaísfiröi: Nýja safnaðarheimilið við Ólafs fjarðarkirkju er orðið fokhelt. Heim ilið er byggt við hlið kirkjunnar þannig að safnað- arsalurinn verður tengdur kirkjunni og hægt er að opna á milli. Á efri hæð eru fundarherbergi, Ijósritunaraðstaða, skrifstofa prests, en á þeirri neðri salerni, eldhús, fatahengi og við- talsherbergi Safnaðarheimilið var til sýnis fyrir skömmu og mættu fjölmargir bæjar- búar í kirkju og fengu sér kafR og meðlæti í boði kirkjunnar. -HJ Safnaðarheimiliö og kirkjan á Ólafsfiröi. DV-mynd Helgi BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska timariti WHATVIDEOsem bestu sjónvarpskaupin. • Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • íslenskt textavarp Umboðsmenn: Reykjavíkr, Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.BorgfirðNga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin, Patreksflrði. Rafverk.Bolungarvfk.Straumur.lsafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg.Grindavfk. Lukkuriddarinn í Mývatnssveit DV, Mývatnssveit: Leikritið Lúkkuriddarinn, eftir irska höfundinn John Millington Synge í þýðingu Jónasar Ámason- ar, var frumsýnt í Félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit á dög- unum. Ungmennafélagið Mývetn- ingur setti verkið upp og leikstjóri er Sigurður Hallmarsson. Verkið er mjög skemmtilegur gamanleikur með söngvum þótt al- varan búi tmdir niðri. Uppfærsla verksins tókst með ágætum og skila allir símun hlutverkum með sóma. Undirleikari var séra Örn Frið- riksson og leikendur eru Böðvar Pétursson, Böðvar Jónsson, Friðrik Steingrímsson, Sigurlaug Helga Jónsdóttir, Grétar Ásgeirsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Snæ- björn Þór Snæbjömsson, Snorri Dan Ólafsson, Kolbrún ívarsdóttir, Hrefna Sigurgeirsdóttir, Ásta Láms- dóttir, Bjamfríður Ellertsdóttir og Sigurbjöm Á. Ásmundsson. Fyrst vom þrjár sýningar í Skjól- brekku en síðan nokkrar á Húsavík og víðar var farið og sýnt en sýningum lauk í Skjólbrekku. Mjög góð aðsókn var að leikritinu víðast hvar. -FB Sviösmynd úr leikritinu. DV-mynd Finnur Skór Skómarkaóurinn Borqartúni 20 Skór Barnaskór, kvenskór, karlmannaskór, gönguskór, inniskór, íþróttaskór, tískuskór, kuldaskór, heilsuskór, sportskór, unglingaskór. Skór frá 100 krónum Opið alla daga 12 til 18 Allt á að seljast +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.