Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
45
DV
Jón Bergmann Kjartansson vió
eitt verka sinna.
Gráar
myndir og
Ljós myndir
Um þessar mundir stendur
yfir sýning Jóns Bergmanns
Kjartanssonar í Listhúsi 39. Jón
lauk listnámi frá listaháskólan-
um AKl í Hollandi árið 1995. Frá
árinu 1994 hefur hann sýnt verk
sín hér á landi, fyrst á samsýn-
ingu 8 listamanna í Nýlistasafn-
inu og sýndi þá m.a. geometrísk
málverk sem byggð voru á stíla-
bókablöðum. Sína íyrstu einka-
sýningu á íslandi hélt Jón í
fyrra í galierí Greip og bar þar
hæst verk, kallað „40 hlutar",
sem samanstóð af 40 málverkum
af trjátoppum í ljósaskipttmum.
Tónleikar
Á sýningunni í Listhúsi 39 í
Haftiarfirði sýnir hann hluta-
verk. 30 talsins. Lega lands hef-
ur tekið við af trjátoppunum og
svo skiptir tími dags ekki höfúð-
máli fyrir heiidarmyndina. Að
auki sýnir hann „Gráar mynd-
ir“ þar sem hann náigast hefð-
ina á hversdagslegan hátt, og
„Ljós myndir" sem eru, að sögn
hans sjálfs, málverk tileinkuð
þeim sem vilja koma heim.
Sýningin I Listhúsi 39 stendur
til 11. mars.
Notkun áttavita
og landakorta
Björgunarskóli Landsbjargar
og Slysavarnafélag íslands
stendur fyrir námskeiði um
notkun áttavita og landakorta
fyrir almenning í dag og 6. mars
og hefst þaö kl. 20.00 báða dag-
ana. Námskeiðið er í húsnæði
Landsbjargar, Stangarhyl 1, og
er öllum opið.
Kvennabolti
á krossgötum
Handknattleikssamband ís-
lands boðar til málþings kl.
20.00 i fúndarsal Kaffiteríu ÍSÍ
og er umræðuefnið: Kvennabolti
á krossgötum, staða kvenna-
handboltans í dag. Fjórir fyrir-
lestrar og umræður á eftir.
Samkomur
Mánudagsspjall
í hverfinu
Alþingismaðurinn Pétur H.
Blöndal og borgarfulltrúinn
Inga Jóna Þórðardóttir verða til
viðræðu og spjalls að Hraunbæ
102 í dag kl. 17.00-19.00.
Söngvaka í Risinu
Félag eldri borgara í Reykja-
vík verður með söngvöku í Ris-
inu kl. 20.30 í kvöld. Stjómandi
er Sigrún Einarsdóttir.
ITC-deildin íris
Fundur verður í kvöld kl.
20.00 í safnaðarheimili Þjóð-
kirkjunnar við Strandgötu í
Haftiarfirði. Allir velkomnir.
Tónleikar
Rússíbanar í Listaklúbbi Leikhúskjallarans:
Vanir menn úr poppi og klassík
Rússíbanar nefnist óvenjuleg
hljómsveit sem stofnuð var fyrir
ári og hefur mest farið huldu höfði
eða skemmt í einkasamkvæmum
síðan. Þeir komust á spjöld sög-
unnar 1 fyrra þegar þeir skemmtu
David Bowie i samkvæmi honum
til heiðurs á Listahátíð síðastliðið
vor.
Nú er komið að því að Rússíb-
anamir haldi sína fyrstu opinberu
tónleika og veröa þeir í Lista-
klúbbi Leikhúskjallarans í kvöld.
Liðsmenn sveitarinnar em vanir
menn úr poppi og klassík og bjóða
þeir upp á ýmiss konar tónlist.
Þar gætir stílbragða frá Austur-
Evrópu, írlandi, sígaunaáhrifa
auk samba og tangótakta.
Meðlimir Rússíbananna era
Guðni Franzson klarinettuleikari,
Daníel Þorsteinsson harmóniku-
leikari, Einar Kristján Einarsson
gitarleikari, Jón Skuggi, sem leik-
ur á bassa, og Kjartan Guðnason
sem leikur á slagverk. Meðal
hljómsveita sem notið hafa krafta
Rússíbanarnir skemmta í Listaklúbbi Leikhúskjallarans f kvöld.
þessara tónlistarmanna má nefna
Sinfóníuhljómsveit íslands, Langa
Sela, Júpiter, Caput og Skárr’en
ekkert.
Á tónleikum þessum kemur
einnig fram tangópariö Hany
Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir
og dansa við tangótónlist Astor Pi-
azzola. Tónleikamir hefjast kl.
21.00.
T-Vertigo á Gauki á Stöng:
Órafmagnað gæðarokk
I gærkvöld lék á Gauki á Stöng
hljómsveitin T-Vertigo og hún mun
eiimig leika í kvöld. T-Vertigo flytur
blöndu af léttum amerískum og
breskum rokklögum í bland við
írskt þjóðlagapopp, til dæmis lög eft-
Skemmtanir
ir Paul Brady og Christy Moore.
Talsmaður sveitarinnar segir að
hugmyndin með stofnun hljómsveit-
arinnar hafi verið að blanda saman
djass, blús, þjóðlagatónlist og ró-
legri rokktónlist sem höfði til sem
flestra og víst er að gestum á
Gauknum á eftir að líða vel undir
tónum T-Vertigo.
T-Vertigo skipa þeir Sváfnir Sig-
urðarson og Hlynur Guðjónsson á
kassagítara, en þeir eru einnig með-
limir hljómsveitarinnar Kol, og Þór-
arinn Freysson á kontrabassa, en
hann leikur einnig með Sixties.
Annað kvöld og miðvikudags-
kvöld leikur á Gauknum, stuöhljóm-
sveitin Papar.
T-Vertigo leikur gæöatónlist á
Gauki á Stöng í kvöld.
Sonur Ragnheiðar
og Sigurðar
Myndarlegi drengurinn
á myndinni fæddist 19.
janúar, á afmælisdegi afa
síns, Elíasar Hergeirsson-
Barn dagsins
ar, og skímardegi móður
sinnar. Hann var við fæð-
ingu 3165 grömm og 50
sentímetra langur. For-
eldrar hans eru Ragnheið-
ur Elíasdóttir og Sigurður
Egill Þorvaldsson.
Gullbrá ásamt vinum sínum.
Gullbrá og bimimir
Stjörnubíó frumsýndi um
helgina ævintýramyndina Gull-
brá og bimina (Goldilocks and
the Three Bears) en hún er
byggð á sígildu ævintýri sem
mörg íslensk börn þekkja vel.
Með aðalhlutverkin fara Hanna-1
Hall, David Brown, Stephen
Furst og Bill Cobbs.
Aðalpersónan er hin tíu ára
Gabrielle (Gullbrá), sem komið
er í fóstur hjá frændanum Hal
Lockner. Gullbrá er ekkert ýkja
hrifin af því að vera einhvers
staðar í óbyggðum en frændi
hennar vinnur við að hanna
Kvikmyndir
skíðasvæði. Einn daginn þegar
Gullbrá er á röltinu í skóginum
sér hún þrfá bimi. Hún er log-
andi hrædd en frændi segir að
bimimir séu með öllu hættu-
lausir. Gullbrá ákveður að sann- Ái
reyna þetta og fer í könnunar-
leiðangur um skóginn. Þar sér
hún bjálkakofa sem gæti verið
úr ævintýrabók, hún fer inn í
kofann til að kanna aðstæður,
sofnar þar og þegar hún vaknar
sér hún þijá birni vera að borða
hafragraut...
Nýjar myndir:
Háskólabíó: The Ghost and the
Darkness
Laugarásbíó: The Crow 2: Borg
englanna
Kringlubíó: Rich's Mans Wife -
Saga-bíó: Ævintýraflakkarinn
Bíóhöllin: Space Jam
Bíóborgin: Bound
Regnboginn: Englendingurinn
Stjörnubíó: Málið gegn Larry
Krossgátan
7 r- r~ r“ r r“
y i
lo rr ir
| r
i
rr J i
rr j ci a d
Lárétt: 1 myrkur, 6 hrosshúð, 8 aur,
9 frostskemmd, 10 meyjum, 11
vatnagróður, 13 kvenfugl, .15 matar-
veisla, 16 svarar, 18 uppspretta, 20
maðk, 21 svelgur, 22 karlmanns-
nafn.
Lóðrétt: 1 sæti, 2 tíðum, 3 slíta, 4
mælska, 5 hags, 6 höfuð, 7 tré, 12
borðað, 14 fátæki, 15 spíri, 17 afkom-
anda, 19 átt.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 görn, 5 sló, 8 Esjuna, 9
skána, 10 gó, 11 tunnuna, 14 frauöið,
15 lóm, 17 rusl, 19 ósómi.
Lóðrétt: 1 gest, 2 öskur, 3 rjá,
nunnur, 5 snauðum, 6 lagni, 7 ódó,
12 namm, 13 aðli, 14 fló, 16 ós, 18 Si.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 66
28.02.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollgenqi
Dollar 70,660 71,020 67,130
Pund 114,580 115,170 113,420
Kan. dollar 51,600 51,920 49,080
Dönsk kr. 10,9360 10,9940 11,2880
Norsk kr 10,4860 10,5440 10,4110
Sænsk kr. 9,4210 9,4730 9,7740
Fi. mark 14,0130 14,0960 14,4550
Fra. franki 12,3570 12,4280 12,8020
Belg. franki 2,0207 2,0329 2,0958»"'
Sviss. franki 47,7800 48,0500 49,6600
Holl. gyllini 37,0700 37,2900 38,4800
Þýskt mark 41,7000 41,9100 43,1800
ít. lira 0,04182 0,04208 0,04396
Aust. sch. 5,9220 5,9590 6,1380
Port. escudo 0,4150 0,4176 0,4292
Spá. peseti 0,4913 0,4943 0,5126
Jap. yen 0,58420 0,58770 0,57890
írskt pund 111,290 111,980 112,310
SDR 97,04000 97,63000 96,41000
ECU 80,9100 81,4000 83,2900 „
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270