Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Fréttir Verkfallsverðir Dagsbrúnar stöðvuðu flutningabíla í gærdag: Við munum beita hörðu ef með þarf „Þetta er verkfallsbrot og ekkert annað. Það er verið að brjóta það samkomulag að dreifa ekki mjólk í verslanir. Einn verkstjóranna héma hótaði því að koma bílunum burt með góðu eða illu. Við ætlum ekki að gefa þetta eftir og ef það þarf að beita höröu þá verðum við að gera það,“ segir Guðmundur Guðmundsson Dagsbrúnarmaður en hann var á verkfallsvakt ásamt um tuttugu félögum sinum í Vöru- dreifingarstöðinni hjá Samskipum í Holtagörðum í gær. Fyrstu átök verkfallsins urðu í gær þegar verkfallsverðir stöðv- uðu tvo flutningabíla í Vörudreif- ingarstöðinni en þeir voru að und- irbúa matvæla- og mjólkurflutn- inga í verslanir á höfuðborgar- svæðinu. Annar flutningabíllinn var inni í birgðastöðinni með full- an farm af matvælum en Dags- brúnarmenn höfðu lagt rauðum fólksbíl fyrir útganginn þannig að flutningabíllinn komst hvergi. Hinn flutningabíllinn var að reyna að komast inn í birgðastöðina en verkfallsverðir stóðu fastir fyrir í röð fyrir framan bílinn þannig að hann kæmist ekki inn. Lögreglan var kvödd á staðinn fljótlega upp úr hádegi og vaktaði svæðið. Að sögn lögreglu var þetta öryggisatriði ef deilan færi úr böndunum og til handalögmála kæmi. Það gerðist þó ekki en Dagsbrúnarmönnum var greini- lega heitt í hamsi og ósáttir við þessi vinnubrögð. Einn verk- fallsvarða sagði það ekki koma til greina að hleypa bílunum burt. „Hér er ekki verið að fram- kvæma nein verkfallsbrot. Ég hef Víðigerði: Nóg til af bensíni og mjólk „Hjá okkur er til nóg af bensíni og mjólk enda kaupa menn þessar nauð- synjar þegar þeir renna suður fyrir heiðar. Mér sýnist verða sama staða hérna hjá okkur næstu daga og vikur með þessar nauðsynjar," sagði Elín Ása Ólafsdóttir, í Veitingaskálanum Viðigerði í Víðidal, í gærkvöldi. „Við höfum ekki þurft að kvarta í vetur eftir að við tókum við rekstrin- um í Víðigerði, enda erum við með lengri opunartíma en áður var. Hér koma viðskiptavinir á öllum aldri og víða af landinu," sagði Elín Ása enn fremur. @mynd:Vetur konungur er enn þá til staðar norðanlands en þessi ungi sleðadrengur var að taka bensín í Víðigerði í fyrradag en nóg er til af því þar enn þá. ALLSVAKT ALVARA Fyrstu átök verkfallsins urðu í gær þegar verkfallsverðir meinuðu tveimur flutningabílum leið við Vörufdreifingarstööina. Dagbrúnarmenn voru ákveðnir og einbeittir á svip viö verkfallsvaktina við vöruflutningastööina í gær. Málið leystist að lokum og veitt var undanþága fyrir flutningabflana. DV-mynd PÖK fyrirmæli um þaö frá mínum yfir- mönnum hjá Samskipum að stuuda ekki neitt sem heitir verk- fallsbrot og það verður ekki gert. Hér er allt önnur starfsemi í gangi, þetta er vöruflutningastöð og hér vinna 14 VR-menn,“ sagði Ingibergur Finnbogi Gunnlaugs- son, yfirmaður vöruhúsamála á staðnum. Um klukkan 16 var stað- an óbreytt. Enn voru verkfalls- verðir á vaktinni, flutningabílarn- ir óhreyfðir. Stjórnarmenn frá Dagsbrún funduðu með yfirmönn- um Vörudreifingarstöðvarinnar og lausn fannst loks. Veitt var undanþága með þeim skilyrðum aö Dagsbrúnarmenn sjálfir færu með vöruna. -RR Kvartett úr Menntaskólanum vlð Hamrahlíö sigraöi f söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin var f Laugardals- höll f gærkvöld. Fjórmenningarnir fluttu gamla Bee Gees lagið Tragedy eða Harmleikur f þýöingu Stefáns Halldórs- sonar. í öðru sæti í keppninni varð ung stúlka úr Menntaskóla Kópavogs. Mikil stemning var meöal fjölmargra áhorf- enda sem studdu vel sína skóla. Keppendur voru 27 úr öllum framhaldsskólum landsins. DV-mynd Hilmar Þór Iðja: Fall Dagsbrún- arsamnings- ins hefur áhrif - segir Guðmundur Þ. „Því er ekki að neita að fall Dagsbrúnarsamningsins á þriðjudaginn getur haft áhrif á kosningar okkar fólks um nýja kjarasamninginn. Iðjufélagar og Dagsbrún/Framsóknarfélagar vinna víða hlið við hlið og þess vegna hlýtur þetta að hafa áhrif á fólk,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, í sam- tali við DV. Hann sagði að ákveðið hafi verið aö frEunkvæma póstkosn- ingu hjá Iðju um samningana. Þar með væri tryggt aö allir Iðju- félagar fengju atkvæðaseðil í hendur. Guðmundur benti á að hann hefði orðið fyrir harðri gagnrýni Dagsbrúnarforystunnar vegna Scunningsins sem Iðja geröi á dögunum. Einkum var gagnrýnt að fleytitíminn frá 7 til 19 væri inni í samningnum. „í Dagsbrúnarsamningnum var inni ákvæði um fleytitíma frá klukkan 06.00 til 20.00, þannig að þeim fórst varla að gagnrýna mig,“ sagði Guðmund- ur Þ. Jónsson. -S.dór Stuttar fréttir Nokkurra ára bið Eigendur varnings í Vikar- tindi gætu þurft að bíða í nokk- ur ár eftir að fá bætt tjón sitt úr tryggingum, að sögn Stöðvar 2. Talsmaður stórkaupmanna segir að flestir félagsmanna sem áttu vörur í skipinu hafi verið tryggðir, en ekki allir. Skipti á eignum Reykjavíkurborg og Ríkisspít- alar eru að semja um makaskipti á Fæöingarheimilinu við Eiríks- götu, sem borgin á, og leikskóla spítalanna við Engihlíð. Morg- unblaðiö segir frá. Ferðauppboð á Netinu Flugleiöir héldu eins konar uppboð á farseðlum á Intemetinu á dögtmum. Stöð 2 kveðst hafa fengið eitt flugfar rúmlega 9000 krónur undir auglýstu verði. KEA kaupir mjólkur- kvóta KEA hefur aðstoðað bændur á félagssvæði sínu við að kaupa mjólkurkvóta. Þetta er gert til að verja þann kvóta sem fyrir er í Eyjafirði og ná til baka kvóta sem seldur hefur verið út hérað- inu. Morgunblaðið segir frá. Óvíst um kortin Bankamenn segja að viðskipti með greiðslukortum stöðvist ef til verkfalls þeirra kemur. For- stjóri VISA segir í Morgunblað- inu að svo sé ekki. Hafís fyrir landi Hafis er nú 72 mílur næst landinu, en ísjaðarinn er skammt innan miðlínunni milli íslands og Grænlands, vestur af Vestfjarðakjálkanum. -SÁ Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nol 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Verður Afturelding íslandsmeistari í handbolta? Hlutabréf ÍS hafa lækkað um 10% - eðlilegt, segir Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS „Það er mjög eðlilegt að hlutabréfin fari niður á við þegar svona slæmar fréttir berast, alveg eins og þau risu þegar samningurinn var gerður. Það sýnir að markaðurinn fylgist mjög vel með þessu. Ég hef engar áhyggjur af bréfunum til lengri tíma litið,“ segir Benedikt Sveinsson, forstjóri Is- lenskra sjávarafurða hf. Gengi hluta- bréfa í fjrirtækinu lækkuðu um 10% á opna gengismarkaðnum í gær eftir að fréttir bárust að rússneska útgerð- arfyrirtækið UTRF hafði rift samning- um við ÍS á Kamtsjatka. Benedikt segir að ekkert nýtt sé í stöðunni nú en forráðamenn beggja fyrrirtækja muni hittast i Moskvu snemma í næstu viku og vonandi verði hægt að leita eftir lausn á mál- inu þá. „ Ég hef enga trú á öðru en vöru- eignir okkar, sem eru ytra, séu í ör- uggri stöðu og Abramov, forstjóri UTRF, hefur staðfest það. Vörumar verða væntanlegar seldar og afgreidd- ar og innkoman nýtist þá til að greiða það sem er útistandandi. Það er eng- inn ágreiningur á milli fyrirtækjanna út af eignarhaldsrétti í vörunum," segir Benedikt. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.