Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 10
10 ennmg FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Mavurinn: Sjaldgæfir sjávarréttir Mávurinn við Tryggvagötu andspænis Hafnarbúðum ber svip milliverðsstaða, en er ein af dýru matstofun- um. Þótt hann sé kall- aður „við sjávarsíð- una“, er hann ekki hefðbundinn sjávar- réttastaður, enda ekki í boði neinn fiskréttur dagsins annar en sjö fiska sýnishorn fyrir út- lendinga. Raunar er alls enginn seðill dagsins. Þótt staðurinn veki sumpart væntingar, sem ekki rætast, er hann samt góður. Mat- reiðsla fiskrétta er með hinni vönduðustu, sem þekkist í borginni og þjónusta fyrsta flokks. Andrúmsloftið er nota- legt innan um undarleg- ar innréttingar, sér- kennilega trektarstóla, örljósanet í lofti, ljót risamálverk á veggjum og lifandi blóm á gler- plötum borð- anna. Þetta er lítill staður með of há- værri tón- list, aðeins opinn á kvöldin. Vinstra meg- in inngangs er bar og setustofa með djúpum sófum. Hægra meg- in er veit- ingarými fyrir um 30 manns. Fín- ust eru salernin að tjaldabaki, þar sem hver gestur fær eigið handklæði. Meðalverð þriggja rétta máltíðar með kaflí er 1940 krón- ur fyrir utan vel valin og ekki dýr vín, meðal annars frá Chile, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Rækilegar útskýringar fylgja vínlistanum, en árgangar eru ekki skráðir, svo að útkoman er þykjustuleg. Volgar brauðkoflur hússins og smjördeigs- femingar komu fljótt á borð. Ennfremur sýnis- hom af kryddlegnum laxi eða kryddlegnu Andrúmsloftiö er notalegt innan um undarlegar innréttingar... lambakjöti meðan beð- ið var eftir forrétti. Mflli forrétta og aðal- rétta var borið fram freyðivínskrap. Aflt sló þetta virðulegan, franskan tón. Hvers- dagslegra var staðlað meðlæti á hliðardisk- um með aðalréttum. Pönnusteiktir snigl- ar voru meyrir, bland- aðir gljáðmn perlu- lauk, sveppum og beikoni, í afar sterkri og sætri rauðvínssósu. Hvítlauksristaður smokkfiskur var líka meyr og góður, með rósmarínkryddaðri og mildri kampavínssósu. Sjávarsíðusúpa revndist vera gott og milt humarsoð með flnskornum skelflski. Anísleginn lax var góð tilbreyting frá graf- laxi, með litlum tómati, lárperumauki, sinnepi, A boröum eru lifandi blóm og lifandi fiskar í búri Veitingahús Jónas Kristjánsson DV-myndir Hilmar Pór laxahrognum og bragðsterkum ostakexgrind- um, svo og hrásalati í stökku næfurbrauði, sem mótað var eins og blóm. Kryddlegið lamb var fremur gott, með faUegu hrásalati, blönd- uðu feta-osti og olífum. Hreindýrakæfa var gróf, með furuhnetum, portvínslegnum rúsín- um og góðu hrásalati. Einna bezti forrétturinn var blandað hrásal- at með rauðlauk, feta-osti, litlum tómötum, olíf- um, nokkrmn tegundum af litlum hnetmn og bragðsterkri ostakexgrind. Þessi skrautlegi réttur var borinn fram í fagurri skál úr stökku næfurbrauði úr smjördeigi og tómatsósa látin koma á óvart í sérstakri skál. Mávurinn sérhæfir sig í matreiðslu sjald- séðra fiska. Pönnusteiktur langhali var hæfi- lega og skemmtUega eldaður í kartöfluþráða- skel, mjúkur og fmn, stinnur og hvítur, með humarbitum. GriUaður barri var einnig meyr og finn, með blaðlauk og hvítvínsblandaðri smjörsósu. Ekki var lakari heitreykt og hring- vafm bleikja með beðju af gulrótarþráðum og mUt engifer-kryddaðri guirótarsósu. Góða heitreykingarbragðið leyndi sér ekki. Kjötréttir reyndust lakari. Folaldasteik var meyr, en bragðdauf, með hæfilega sterkri grænpiparsósu. Lambasneiðar voru sæmUegar, með furuhnetum, sveppum og tómatsafa. ViUi- bráðartvenna var misheppnuð, með ólseigri gæs og frambærUegum svartfúgli, borin fram með afar sterkri plómusósu með yfirgnæfandi kóríanderbragði. Skemmtun, fræðsla, upplifun I kvöld eru aðrir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í blárri tónleikaröð. Bláa röðin var upphaflega vettvangur nýrr- ar tónlistar, svo varð hún vett- vangur kirkjutónlistar, en í vet- ur er slagorð hennar „skemmt- un, fræðsla, upplifun". Hug- myndin er að nota hana til að kynna hljómsveitina sjálfa, auk tónskálda og tónverka, og er efn- isskráin unnin í náinni sam- vinnu við Jónas Ingimundarson píanóleikara sem líka er kynnir tónleikanna. Efnisskráin er ekki kynnt fyr- irfram heldur er sami háttur hafður á og á tónleikaröð Jónas- ar, Við slaghörpuna, og gestir látnir fá prógrammið eftir á. Þetta heldur þeim spenntum og gerir hverja tónleika að sérstakri reynslu. EðlUega leitaði Sinfóníuhljómsveitin tU Jónasar Ingimundarsonar við skipulagningu tónleikaraðarinnar; enginn hefur annað eins lag á að lokka fólk tU að hlusta á músík og hann og fáir annað eins lag á að gera mann forvitinn og glaðan tónleikagest. Þó er eins og honum sé ekkert svo mikið í mun. Fasið er kæruleysislegt, næstum eins og hann sé annars hugar, þegar hann byrjar að tala - en áður en áheyrendur vita af eru þeir farnir að hlæja og gleypa um leið viskuna, áreynslu- laust! Hann talar eins og sá sem allt veit og þekkir og sem við getum verið fullkomlega Ingveldur leiknum. Ýr - tók fullan þátt Jónas - hefur yndi af aö fræöa og skemmta í einu lagi. örugg með. Ef hann veit ekki aUt þá er hann góður leikari. Á tónleikum Jónasar í Gerðarsafni í Kópa- vogi fyrir þremur vikum var gestur hans - því hann hefur gjaman gesti Við slaghörp- una - Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran, sem hefur viða farið þrátt fyrir ungan aldur. Hún var nýkomin úr tónleikaferð tfl Ástral- íu þegar þetta var. Salurinn í Gerðarsafni er sérstaklega faUegur og hlýlegur þótt þar sé skeUibirta inni, og þar var setinn bekkurinn þetta kvöld. Margt kom lítt skóluðum áhugamanni um tónlist á óvart um kvöldið. TU dæmis byijaði Ingveldur á Draumalandinu eft- ir Sigfús Einarsson - það þurfti ekki að koma á óvart, því það gerir söngvari sem er nýkom- inn heim frá útlöndum, út- skýrði Jónas. En á eftir söng hún annað lag við sama kvæði eftir Bjama Þorsteinsson. Hún söng líka tvö lög við Söng bláu nunnanna eftir Davíð Stefáns- son og - það sem kom mest á óvart - tvö lög við íslenskt vögguljóð á hörpu eftir HaUdór Laxness. Það fyrra eftir Jón Þórarinsson, þetta sem við þekkjum öU og syngjum við bömin okkar á kvöldin; það seinna var eftir Sigvalda Kalda- lóns, óþekkt lag en svo faUegt „að maður trúir því að guð sé tU þegar maður hlustar á það,“ sagði kynnirinn. Jónas og Ingveldur skemmtu sér æ betur á sviðinu eftir því sem leið á kvöldið. Söngkonan hafði gífurlega gaman af að leika duttlungafúUa prímadonnu í laginu mn dívuna eftir Eric Satie, - og gerði það líka afburðavel - en há- punkti var náð þegar hún kom fram í knalirauðum kjól og söng ljóð bóhemjunnar úr Carmen eftfr Bizet. Það er einstæður sjarmi yfir kvöldunum með Jónasi Ingimundarsyni. Þau sameina lýsi og sykur í einni skeið eftir bestu uppskrift frá Mary Poppins. Það má búast við fúflu húsi hjá Sinfóníunni i kvöld. Stjómandi er Rússinn Lev Fyrirlestur um myndlist A morgun 21.3. kl. 14 heldur Douglas Davis fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um veraldarvef- inn og myndUstina. Hann er kunnur myndlist- argagnrýnandi, fræðimaður og myndlistarmað- ur sem hefúr sérhæft sig í að gera myndlistar- verk á veraldarvefnum og hafa verk hans vak- ið mikla athygli vestanhafs. Hann ætlar að fjalla um listræna möguleika vefsinw og áhrif- in sem hann getur haft á eðli listaverka og hug- myndir manna um list- og höfundarhugtakið. Undur veraldar Fyrirlestraröðin Undur veraldar, sem Raun- visindastofnun HÍ stendur að, hefúr tekist afar vel. Svo mikU aðsókn varð að fyrsta fyrirlestr- inum - um sólir og svarthol - að salur 3 í Há- skólabíói yfirfyUtist og urðu svo margir frá að hverfa að fyrirlesturinn var endurtekinn. Nú er komið að þriðja fyrirlestri í röðinni, Spendýr á norðurslóð, sem PáU Hersteinsson, prófessor í líffræði, heldur á laugardaginn í sal 3 í Há- skólabíói kl. 14. Þær tegundir spendýra sem aðlagaðar eru fimbulkulda norðurheimskautssvæða eru aUar yngri en tveggja miUjón ára og komu fyrst fram á sjónarsviðið þegar ísaldir hófúst. PáU mun fjalla um aðlögun refsins, isbjamarins og fleiri dýra að aðstæðum á norðurslóðum, bæði veð- urfari og fæðufrainboði. Hallgrímsstefna Stofnun Sigurðar Nordals og Listvinafélag HaUgrímskirkju standa saman að ráðstefnu um HaUgrím Péturs- son og verk hans í Hallgríms- kirkju á laugardaginn og hefst hún kl. 10 með morgunbænum séra HaUgríms. Fjöldi lærðra og leikra heldur fyrirlestra á ráðstefnunni, Helgi Þorláks- son, Siguijón Ámi Eyjólfs- son, Vésteinn Ólason, Mar- grét Eggertsdóttir, Stein- unn Jóhannesdóttir, Sig- urbjöm Einarsson biskup, Þómnn Sigurðardóttir, Wilhelm Fri- ese og Helgi Skúli Kjartansson. Á orgeUofti kirkjunnar verður sýning á útgáfum verka HaUgríms Péturssonar og eiginhandarriti hans. Vetrarferð Schuberts Fimmtu tónleikar Schubert-hátíðarinnar í Garðabæ verða á laugardaginn kl. 17 í Kirkju- hvoli við Vídalínskirkju. Þar mun hoUenski barítonsöngvarinn Hans Zomer flytja Vetrar- ferð eftir Franz Schubert við ljóðaflokk eftir Wilhelm MúUer. Með Hans Zomer leikur Ger- rit SchuU á píanó. Schubert samdi lögin 24 við Vetrarferð rúmu ári áður en hann dó og hefúr verið sagt að hvergi hafi honum tekist eins vel að miðla inn- taki og eðli ljóða í tónlist. Gerrit SchuU hefúr oftar en hundrað sinnum tekið þátt í flutningi verksins víða mn lönd, „en í hvert skipti sem ég opna nótnabókina tU að undirbúa tónleika sit ég eins og gáttað- \ ur yfir auðgi og margræðni þessa stórbrotna verks“. Hans Zomer er einn virtasti söngvari HoUend- inga á okkar tímum og hefur einkum lagt áherslu á sígUdan ljóðasöng. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Máls og menningar og frá kl. 15 í Kirkjuhvoli á laugardaginn. íslensk bókmenntakynning Síðasta norræna bókmenntakynningin í Nor- ræna húsinu verður á laugardaginn kl. 16. Þar segir Dagný Kristjánsdóttir frá íslenskum bók- um síðasta árs og fjórir höfúndar lesa með henni, Gyrðir Elíasson (DV- verðlaunahafi árs- ins í bókmenntum), HaUgrímur Helgason, Kristin Ómarsdóttir og Vigdís Grímsdóttir. Samkoman er ætluð fólki annars staðar að af Norðurlöndum og aUt efni verður flutt á skand- inavísku. Dagný segir að bókmenntaárið 1996 hafi ein- kennst af „ferðabókum" í þeim skilningi að þar er ferðast í tíma og rúmi, farið tU útlanda í leit að íslandi, farið í söguna í leit að samtimanum, farið hamforum eða á barinn. 1 fyrirlestrinum verður ferðast um skáldverk síðasta árs í leit að táknum - en ekki stórmerkjum. Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.