Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Utlönd DV Rússar enn ósveigjanlegir fyrir leiðtogafundinn: Viðræöur þýða ekki að afstaðan hafi mildast Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti koma til fundar í Helsinki í Finnlandi í dag. Clinton, sem hefur verið bund- inn við hjólastól undanfarna daga vegna hnémeiðsla, kemur fyrstur á vettvang en Jeltsín skömmu síðar. Embættismenn Hvíta hússins sögðu í morgun að Clinton hlakkaði til að hitta Jeltsín en þeir hafa ekki sést síðan í apríl í fyrra. Þrumuræður Jeltsíns að undan- fórnu og uppstokkun í stjóm hans þykja benda til að forsetinn sé bú- inn að ná sér eftir hjartaaðgerðina í fyrra og lungnabólguna snemma á írska stjórnin tilkynnti í gær aö hún ætlaði að tilnefna formlega for- seta landsins, Mary Robinson, í stöðu yfirmanns mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, SÞ. Stuðningsyfirlýsing stjórnarinnar auðveldar Robinson að sækja um þessu ári. Hann er því tilbúinn í slaginn og hefur ekki farið leynt með andstöðu sína við stækkun At- lantshafsbandalagsins, NATO, í austur en hún er talin verða eitt af aðalmálunum á leiðtogafundinum. I gær sagði talsmaður Jeltsíns að stækkun NATO væri mestu mistök Vesturlanda síðan kalda stríðinu lauk. Rússar hafa gert það ljóst að þeir muni ekki gefa eftir í andstöðu sinni við stækkunina. Þeir hafa einnig bent á að viðræður þýði ekki að afstaða þeirra hafi mildast. Hins vegar hafa þeir gefið í skyn að ár- angur geti náðst í viðræðum um eina af toppstöðum Sameinuðu þjóð- anna þegar hún lætur af forseta- embættinu síðar á þessu ári. Robinson tilkynnti í síðustu viku að hún hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs en hún hefur verið nær átta ár í embætti forseta.Reut- önnur málefni. Bandarískir embættismenn lögðu á það áherslu að aldrei hefði verið búist við tímamótaárangri á þessum leiðtogafundi. Sjálfur hefur Clinton sagt viðræður um vopnaeftirlit og efnahagsmál jafn mikilvægar og viðræðurnar um stækkun NATO. Clinton sagði í gær að áætlun Rúss- landsforseta í efnahagsmálum, sem kynnt var í þessari viku, vekti með honum vonir um að efnahagsumbót- um yrði haldið áfram i Rússlandi. Embættismenn beggja landa hafa lýst því yfir að árangur í viðræðun- um um vopnaeftirlit og efnahagsum- bætur i Rússlandi myndi bjarga leið- togafundinum ef ekki tekst að jafna ágreininginn um stækkun NATO. Leiðtogafundurinn hefst í raun- inni ekki fyrr en á morgun en for- setarnir munu sitja kvöldverðarboð forseta Finnlands, Martti Athti- saari, í kvöld. Vegna meiðsla sinna hefur Clint- on aflýst heimsókn sinni til Dan- merkur sem hann ætlaði í að lokn- um leiðtogafundinum. Reuter Gripdeildir í PNG Glæpaflokkar í Port Moresby, höfuðborg Papúa Nýju-Gíneíu, fóru rænandi og ruplandi um borgina i morgun þar sem mikil ólga er vegna deilna hers og rik- isstjómar. Glæponar í Rússlandi Skipulagðir glæpahópar ráða yfir 40 prósentum efnahagslífsins í Rússlandi, segir í nýrri banda- rískri skýrslu. Hillary hrósar Hillary Rod- ham Clinton, forsetafrú I Bandaríkjun- um, er í heim- sókn í Suður- Afríku þar sem hún hrósaði blökkumönn- um fyrir hvað þeir em boðnir og búnir að fyrir- gefa hvítum fyrrum stjórnendum landsins. Flugvél út af Boeing 747 farþegaþota frá Gamda-flugfélaginu rann út af flugbrautinni eftir lendingu á al- þjóðaflugvelli Taívans í morgun. Fjórir farþegar hlutu meiðsl. Flugvélin var að koma frá Balí. Herinn pyntar Mannréttindasamtök í Perú segja að herinn hafi handtekið og pyntað tugi saklausra bænda í herferð sinni gegn Tupac Amaru skæruliðahreyfingunni. Skuldar ekki skatt Emesto Zedillo, forseti Mexíkós, vísaði í gær á bug ásök- unum stjórnarandstæðings um að hann skuldaði margra ára fasteignaskatta. Mobutu á heimleiö Mobutu Sese Seko, forseti Saírs, hefur yf- irgefið sjúkra- hús í Evrópu þar sem hann gekkst undir meðferð við krabbameini og segja aðstoðar- menn hans að hann muni halda heimleiðis í lok vikunnar. Heima fyrir ríkir mikil ringulreið vegna góðs gengis uppreisnarmanna í austurhluta landsins. Aöstoö til skipasmiöja Framkvæmdastjóm ESB lagði til í gær að samþykkt yrði aðstoð við skipasmíðastöðvar í Þýska- landi, Spáni og Grikklandi. Minnkandi fylgi Fylgi stjómarandstöðunnar í Frakklandi hefur minnkað og vinsældir stjórnarinnar hafa aukist, samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun. Óboöinn næturgestur Rússi í hermannabúningi komst inn á sendiráðslóð Banda- ríkjanna í Moskvu fyrr í þessum mánuði og dvaldi næturlangt á heimili háttsetts stjómarerind- reka. Maðurinn fannst morgun- inn eftir, nakinn í sturtu. Vanhæfir uppalendur Dómarinn, sem úrskurðaði að O.J. Simpson fengi forræði yfir börnum sínum, sagði að fjöl- skylda fyrrum konu hans, Nicole Brown, væri vanhæf til að ala börnin upp þar sem hún æli á hatri í garð fóður þeirra. Aöstoö frá S-Afríku Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, sem er i opinberri heimsókn í Afr- íku, hvetur yf- irvöld í S-Afr- íku til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Saír og Angóla. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseta er hér lyft úr bíl á herflugvelli í Maryland það- an sem hann hélt til Helsinki í gærkvöldi. símamynd Reuter LEBURHDRNSOFI [e sætaJ " A rámu vERfli 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Stmi 568 6822 Tony Blair gerir lítið úr skoðanakönnunum: Kosningarnar eru ekki unnar enn þá Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur gert lítið úr skoðanakönnunum sem sýna að flokkur hans muni vinna þingkosningarnar 1. mai með miklum yfirburðum. „Kosningarnar eru ekki unnar enn. Ég tek ekki mark á skoðana- könnunum. Ég trúi þeim ekki,“ sagði Blair í viðtali við vikuritið New Statesman, sem þykir vinstrisinnað. „Ég held að miklu mjórra verði á mununum en þær segja til um og að kosningabarátt- an verði iniklu erfiðari.“ íhaldsflokkurinn hefur verið við völd síðan árið 1979 en í tveimur skoðanakönnunum í þessari viku var Verkamanna- flokkurinn með 25 og 28 prósentu- stiga forskot á íhaldið. Ef niður- stöður kosninganna yrðu i sam- ræmi við það fengi Verkamanna- flokkurinn 200 til 240 þingsæta meirihluta. Blair sagði hins vegar í viðtal- inu við New Statesman að íhalds- menn mundu ekki láta eftir lykla- völdiii i Downingstræti 10, bústað forsætisráðherrans, baráttulaust. John Major forsætisráðherra hefur fallist á sjónvarpskappræð- ur við Blair og falið forustumönn- um flokksins að hefja samninga- viöræður við sjónvarpsstöðvam- ar. Leiðtogar Verkamannaflokks- ins höfðu farið fram á kappræð- umar, svipaðar þeim og háðar eru fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Reuter Irska stjórnin styður umsókn Robinson hjá SÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.