Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 28
3( FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Tragíkómískt undur „SQomsýsla Reykjavíkurborgar er aö verða harmsaga eða kannski öllu heldur tragíkómískt undur.“ Gunnar Jóhann Birgisson borgar- fulttrúi, i DV. Uppsögn og refsing „Ætti ég að íhuga uppsögn? Eig- um við ekki að fá niðurstöðu rann- sóknar áður en rætt er um refs- ingu?“ Böðvar Bragason lögreglustjóri, i Degi-Tímanum. Ummæli Vesalingamir í verka- lýðsforustunni „Hún á sér ekki viðreisnar von með þessa vesalinga innanborðs. Hæfustu mennimir era ekki í for- ystunni heldur stýra skútunni dáðlausir tæknikratar og flokks- gæðingar." Eiríkur Stefánsson, verkalýðsfor- ingi á Fáskrúðsfirði, um verkalýðs- hreyfinguna i landinu, í Vikublað- inu. Engar geðflækjur Þama var samankomið fólk sem er ekki með neinar geðflækj- ur í kringum það hvort það skilji eða ekki.“ Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor i eðlifræði, um áheyrendur í fyrir- lestraröðinni Undur veraldar, í Al- þýðublaðinu. Karlmenn háðir hrósi? „Karlmenn verða yfirleitt miklu betri í öllum samskiptum við kon- ur ef þeim er hrósað reglulega. þeir era háðari hrósi en konur.“ Hlín Agnarsdóttir leikstjóri, í Degi- Tfmanum. Einn af fyrstu kappakstursbílum heimsins, 24 hestafla Phönix-Daim- ler, árgerö 1900, í útfærslu kappakst- ursbílstjórans Eliots Zborowskis greifa. Fyrstu kappakstram- ir á bílum Ein af fyrstu aksturskeppnunum á bílum sem vitað er um var haldin 22. júlí 1894 í París, þá gekkst París- arblaðið Le Petit Joumal fyrir traustleikaprófun hestlausra vagna á 130 km vegalengd milli Parísar og Rouen. Af þeim 102 farartækjum sem vora skráð voru aðeins 26 til- búin á tilsettum tíma og sjö stóðust Blessuð veröldin ekki forprófun. Panhant og Peugeot unnu keppnina og funm þúsund franka. Þessi keppni varð til þess að stofnaður var Bifreiðaklúbbur Frakklands. Slys í aksturskeppnum Meira var keppt í akstri á árun- um kringum 1900 og þá fjölgaði einnig slysiun. í kappakstrinum frá París til Marseilles og til baka, sem háður var 29. september 1896, slös- uðust margir, en þá þótti sjálfsagt að vera með farþega. Einn kepp- andi rakst á tré sem fallið hafði í óveðri og slasaðist, naut réðst á bíl, einn keppandi reyndi að komast hjá árekstri við hestakerra með þeim afleiðingum að bíllinn valt og slösuðust allir farþegamir. Einn bíll fór óvart niður brekku sem hann átti ekki að fara og þegar var verið að ýta honum upp brekkuna kom vindhviða sem þeytti honum aftur niður brekkuna og á þá sem vora að ýta og þekktur bílasmiður og hönnuður, Levassor, hlaut inn- vortis meiðsl þegar bill hans keyrði á hund og valt. Leiddu þessi meiðsl til dauða hans ári síðar. Snjókoma suðvestanlands 1015 mb smá- - lægð er skammt suðvestur af - Reykjanesi og hreyfist lítiö en vax- andi 975 mb lægð 600 km suður af Hvarfi, þokast norðvestur. 1038 mb hæð er yfír Norðaustur-Grænlandi. 1 dag verður austlæg átt, víöa kaldi á vestanverðu landinu en hægari vindur austan til. Skýjað og dálítil snjókoma suðvestanlands fram eftir degi en léttir til á Norð- austur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki sunnanlands en vægt Veðrið í dag frost nyðra. Vaxandi suð- austan- og austanátt í kvöld, hvassviðri og slydda sunnan- og suðvestanlands í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi eða stinningskaldi, skýjað og dálítil snjómugga fram eftir degi. Allhvöss eða hvöss aust- an- og suðaustanátt og slydda í nótt. Hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 19.41 Sólarupprás á morgun: 07.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.12 Árdegisflóð á morgun: 04.29 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -3 Akurnes skýjaö -2 Bergstaöir skýjaö -6 Bolungarvík alskýjaö -2 Egilsstaöir skýjað -3 Keflavíkurflugv. anjókoma -0 Kirkjubkl. snjókoma 0 Raufarhöfn snjóél -5 Reykjavík skafrenningur -1 Stórhöfói slydda 2 Helsinki léttskýjaö -8 Kaupmannah. léttskýjaö -6 Ósló léttskýjað -8 Stokkhólmur skýjað -6 Þórshöftt snjóél á síö.kls. 1 Amsterdam skýjaö 3 Barcelona skýjaö 11 Chicago skýjaó 7 Frankfurt alskýjaö 4 Glasgow rigning og súld 6 Hamborg léttskýjaö -A London léttskýjaó 2 Lúxemborg þokumóöa 1 Malaga heiöskírt 13 Mallorca skýjaö 11 París skýjað 2 Róm þrumuv. á síö.kls. 10 New York alskýjaö 4 Orlando skýjaö 17 Nuuk léttskýjað -4 Vín rigning 4 Washington þokumóða 4 Winnipeg heiöskírt -9 Finnbjörn Hermannsson, nýkjörinn formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur: Dæmigerður hliðarlínupabbi í boltanum „Ég er búinn að vera í stjóm í mörg ár og varaformaður undan- farin sjö ár,“ segir Finnbogi Her- mannsson, sem kjörinn var for- maður Trésmiðafélags Reykjavík- ur í allsherjaratkvæðagreiðslu fé- lagsmanna sem fór fram síðastlið- inn fostudag og laugardag. Tveir voru í framboði, Finnbjöm og Þor- valdur Þorvaldsson og sigraði Finnbjörn með miklum yfirburð- um, fékk 85,3% greiddra atkvæða. „Ég var ánægður með þátttökuna, en tæplega 34% félagsmanna greiddu atkvæði sem ég tel gott þegar það er haft í huga hvemig ástandið er i þjóðfélaginu, þar sem menn eru þessa dagana að spá í eitthvað allt annað en félagsstörf- in.“ Finnbjöm hóf störf fyrir Tré- smiðafélagið á síðasta ári: „Ég hafði verið í öðru starfi þegar Grétar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður okkar, var kosinn for- seti Alþýðusambands íslands, en tók eftir það við starfi hans hjá Trésmiðafélaginu.“ Finnbjörn sagði að á þessari stundu væru samningarnir aðal- málið: „Þetta er vinna allan sólar- hringinn meðan svona stendur á. Það er kominn annar flötur upp á borðið eftir síðustu lotu og þótt Finnbogi Hermannsson Maður dagsins samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar hafi hafnað samn- ingnum breytir það ekki stöðu hjá öðrum landssamböndum og við munum halda okkar striki áfram. Við erum komnir í ákveðna stöðu og ég get ekki séð annað en aö viö ættum að geta unnið úr henni. En hléið sem kom í fyrradag var kær- komið því menn voru orðnir að- framkomnir af svefnleysi og þreytu." Það er margt framundan hjá Trésmiðafélaginu að sögn Finn- boga: „Það er þá fyrst að telja að- alfund, síðan verða kynningar- fundir út um allt vegna samning- anna þegar við náum þeim. Þá er framundan stórafmæli okkar, en við verðum 100 ára 1999 og verður margt gert af því tilefni og er þeg- ar farið að huga að þeim málum. Innra félagsstarf er alltaf í brennidepli hjá okkur og við höf- um verið með öflugt innra starf, en það má alltaf gera betur. Áður en Finnbogi hóf störf hjá Trésmiðafélagi Reykjavikur þá starfaði hann sem fræðslufúlltrúi hjá Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu undanfarin sex ár en áður haði hann starfað sem smið- ur. Finnbogi sagði áhugamál sin tengjast mikiö starfinu: „Auk þess hef ég verið að sprikla í íþróttum, spilað dálítið fótbolta á áram áður, en þótt ég sé hættur því þá er áhuginn fyrir hendi og ég fylgist með, enda eru strákamir mínir í íþróttum og ég er þessi hefð- bundni pabbi á hliðarlínunni með yfirlýsingar um það hvað ég hefði gert í þeirra stöðu." Eiginkona Finnboga er Oddný Aldís Óskars- dóttir og eiga þau fjóra syni.-HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1764: eyþóR Tekst Grindavík að sigra í þriðja leiknum? Undanúrslitaleikir í körfubolt- anum verða leiknir í kvöld, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitaleikjunum og á Grindavík möguleika á að ná þessum áfanga i kvöld. Hefur lið- ið sigrað nágranna sína í Njarð- vík í tveimur viðureignum og þarf aö sigra í kvöld og eiga þeir íþróttir heimaleik svo staða þeirra er vænleg. KR kom á óvart og sigr- aði hið sterka lið Keflavíkur í öðrum leik liðanna. Þriðji leik- urinn fer fram i Keflavík. Báðir leikimir hefiast kl. 20. Fyrsti leikurinn í undanúrslit- um í 1. deild kvenna í handbolt- anum verðm í kvöld. Stjarnan tekur á móti Fram í Garðabæ. Hefst leikurinn kl. 20. Myndlistarsýning leik- skólabarna Á þriðjudaginn var opnuð myndlist- arsýning á verkum leikskólabarna í Bakkahverfi í húsnæði SVR og í göngu- götunni í Mjódd. Sýningin er árlegur Sýningar menningarviðburðm og liður í sam- starfi allra leikskólabama í Bakka- hverfi. Böm á leikskólaaldri hafa ríka þörf fyrir að tjá sig í myndmáli á skap- andi hátt og myndgerð og myndsköpun skapar veglegan sess í uppeldisstarfi leikskólanna og tengist öðrum þáttum þess með ýmsum hætti. Myndimar era afrakstur vetrarstarfsins og stendm sýningin til 11. april. Bridge Nýlega var spiluð Vanderbilt út- sláttarkeppni sveita í Bandarikjun- um. í einum leiknum í fiórðungsúr- slitunum hafði sveit Richard Schwartz sigur gegn sveit Gerald Sosler með þriggja impa mun. Þetta er eitt spilanna í leiknum. Sveit Schwartz græddi einmitt 3 impa á því að taka aðra ákvörðun en keppi- nautamir. Á öðru borðanna í leikn- um höfðu sveitarfélagar Schwartz verið doblaðir í tveimm tíglum sem fóru tvo niðm, 500 til NS. Á hinu borðinu í leiknum gengu sagnir þannig, norðm gjafari og allir á hættu: * 75 4» 10762 ■F D * K109743 4 AK964 * K93 ♦ 82 4 ÁD8 4 G1052 4» ÁD4 4 K109653 4 — 4 D8 44 G85 4- ÁG74 4 G652 Norðm Austur Suðm Vestm 14 24 pass pass Dobl pass 2G pass 3G p/h Bob Goldman í sveit Schwartz sat í suðm og hann ákvað að reyna ekki vörnina í tveimur tíglum og hafnaði fyrir vikið í þremm gröndum. Úr því að hann tók þá ákvör^öun, varð hann aö vinna þriggja granda samn- inginn til aö komast áfram. Útspil vestms var tíguldrottning. Austur hafði ekki efni á því að yfirdrepa og vestm fékk að eiga slaginn. Hann skipti yfir í spaða, Goldman drap tíu austurs á drottningu og svínaði lauf- drottningu. Austur henti tígli. Gold- man sá að nauðsynlegt var að búa til hjartaslag og bjóst við að austur ætti bæði ás og drottningu. Hann spilaði lágu hjarta úr blindum og austm setti drottninguna. Hann hélt áfram tígulsókninni og þá kom lauf á ás og austur henti enn tígli. Nú var hjarta- kóngnum spilað, austm drap á ás og hreinsaði tígulinn. Goldman var með stöðuna á hreinu, tók slag á hjarta- gosa, spilaði síðasta tíglinum og austur varð að spila frá G32 í spaða upp í ÁK9. ísak Örn Sigurðsson * i i á 1 ( Í i Í i i á V i í i I i i i í i i 4 Í Tindabikkja Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.