Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vandinn er bara verkefni Forusta Dagsbrúnar kveikti elda, sem hún réð ekki við. Hún magnaði væntingar félagsmanna í þeim til- gangi að sýna viðsemjendum sínum sterkt bakland í kjaraviðræðunum. Það endaði svo með því, að forustan gat ekki selt félagsmönnum niðurstöðu kjaraviðræðn- anna. Rauðu strikin fengust ekki í samninginn, sem var undirritaður um miðjan þriðjudag og síðan felldur um kvöldið. í stað þeirra var gert óljóst samkomulag um að fylgjast með aukningu kaupmáttar hér á landi og bera saman við aukningu hans í viðskiptalöndum okkar. Ákveðið var, að fulltrúar heildarsamtaka vinnumark- aðarins skyldu meta þróunina og gera tiilögur um við- brögð, ef kaupmáttur vex hægar á samningstímanum en í viðskiptalöndunum. Óljóst er, hvemig heildarsamtökin muni síðan geta komið sér saman um viðbrögð. Þetta atriði stóð þó ekki mest í þeim, sem felldu samn- inginn, heldur lágmarkslaunin. Fundarmenn vom ósátt- ir við, að ekki náðust 70.000 króna lágmarkslaun. Kraf- an um þau reyndist eiga sér dýpri rætur í hugum fólks en samningamenn Dagsbrúnar höfðu reiknað með. Atburðarás af þessu tagi veldur auðvitað vandræðum í þjóðfélaginu. Átök harðna oft, þegar slitnar upp úr samningum og verkfallstjónið margfaldast á stuttum tíma. Núna bætist við öryggisleysið, sem felst í, að ann- ar aðilinn lítur út fyrir að vera nánast umboðslaus. Erfitt hlýtur að vera að reyna að semja við fulltrúa, sem ekki hafa á hreinu, hvað umbjóðendur þeirra telja þolanlega niðurstöðu, hvað þá við fulltrúa, sem hafa enga hugmynd um stöðu baklandsins. Slíkt ástand setur hefðbundinn feril kjarasamninga í uppnám. Það reynir á menn, þegar svona ástand skapast. Samt þarf ekki að líta á það sem náttúrulögmál, að allt fari í bál og brand. Menn geta, ef þeir bara vilja, setzt aftur niður og fúndið, hvar hnífurinn stendur í kúnni. Það á að vera hægt að ná nýju samkomulagi í skyndingu. Fyrstu ummæli formanns Dagsbrúnar eftir ósigur hans í atkvæðagreiðslunni heima í héraði lofuðu ekki góðu. Hann spáði löngu verkfalli, að minnsta kosti fram yfir páska. Hann talaði þá eins og ábyrgðarlaus áhorf- andi, en ekki eins og ábyrgur samningastjóri. Ef formaðurinn heldur þannig áfram að leika hlutverk hins veika, sem skilur ekki upp né niður í neinu, talar á hverjum stað eins og hver vill heyra og lætur koma sér í opna skjöldu, mun hann leiða til mikils tjóns fyrir alla málsaðila og mest fyrir félagsmenn Dagsbrúnar. Slíkt hefði aldrei komið fyrir Guðmimd J. Guðmunds- son. Hann tefLdi sínar skákir af öryggi og þekkti alltaf undankomuleiðir. Viðsemjendur hans vissu, að hann haföi raunverulegt umboð. Hann leiddi yfirleitt mál til lykta án þess að láta almenna félagsmenn færa fómir. Til þess er reynslan að læra af henni. Málsaðilar í kjaradeilunum eiga að geta áttað sig á stöðunni og fund- ið á henni þolanlega lausn, án þess að láta málið gerjast fram í apró. Þeir verða bara að líta á vandann eins og hvert annað verkefni, sem verði að leysa. Enginn efast um, að lítið ber á milli. Allar viðræður munu hér eftir sem hingað til snúast um tilbrigði við þann kjarasamning, sem Landssamband iðnverkafólks hefur gert. Ef viðræðurnar dragast enn á langinn, er það fyrst og fremst yfirlýsing um getuleysi málsaðila. Kominn er tími til að ná áttum og veita þjóðinni vinnufrið. Ekkert er erfiðara að gera það nú þegar held- ur en að gera það eftir nokkra daga eða nokkrar vikur. Jónas Kristjánsson ^ , ; ,Svo líöur fram tíminn og Stöö 3 hverfur inn í keppinautinn Allt gott að frétta varpseigendur að sýna af sér rekstrarvisku og sameinast og styrkja hver annan til góðra hluta eins og hver mað- ur gat búist við. Enda varla að efa að nú mundi dagskráin eflast og batna. Samkeppni er skrýtin. Hún skilar sínu hlut- verki ágætlega í bila- sölu og veitingarekstri og á mörgum fleiri svið- um. En hún er skelfing treg til árangurs í ljós- vakamiðlum. Meira framboö þýðir nær alltaf meira af því sama. Minni íjöl- „Þegar Stöð 3 fór í loftið var sleg- ið upp fagnaðarlátum allt upp í ráðherrastóla yfír því að nú væri sjónvarpssamkeppnin, holl og frjó, farin af stað í einkageiran- um.“ Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Mikil og eindreg- in samstaða er um það á opinberum vettvangi að hund- skamma Ríkissjón- varpið - sem oft á skilið að fá á bauk- inn en mætti alveg eins fá ögn af lofi í eyra á öðrum stundum. Svipuð samstaða er svo um að stíga varlega til jarðar og fara einkar kurteisum orðum um allan einkarekstur í ljós- vakanum. Aðgát skal höfð í nærveru hlutabréfa. Fögnuöur fyrr og nú Þegar Stöð 3 fór í loftið var slegið upp fagnaðarlátum allt upp í ráðherra- stóla yfir því að nú væri sjónvarpssam- keppnin, holl og frjó, farin af stað í einkageiranum. Fáir þorðu að efast um rekstrargrund- völlinn né heldur um að dag- skrárnar hlytu að eflast og batna i betri heimi. Svo liður fram tíminn og Stöð 3 hverfur inn í keppinaut- inn. Þá urðu sumir menn að vísu ögn kindarlegir og kváðust sakna samkeppninnar (þvi virðing fyrir samkeppninni er ritúal sem eng- inn kemst undan á okkar tímum Samræmdrar Markaðshugsunar). En slíkir tónar dóu fljótt út og viku fyrir því að hér væri sem bet- ur fer á ferð hagræðing (sem er jafnvel enn göfugra orð í rítúalinu en samkeppni). Nú væru sjón- breytni. Minna val í reynd. Tilþrif í samkeppni i sjónvarpsrekstri hafa helst verið á milli fréttastofa RÚV og Stöðvar 2. Annað er varla í frásögur færandi: skiptir það máli hvort tvær eða þrjár eða fjór- ar rásir sýna mestanpart sápur, lögguhasar í kippum og annars flokks bíómyndir? Minna væri betra. Sigurdagur neytandans lætur bíða eftir sér. Enski fótboltinn færist frá Ríkis- sjónvarpinu til Stöðvar 2. Það er kannski sport fyrir þá sem eiga Stöð 2 en þar með hefur ekki ann- að gerst en enski fótboltinn kostar nokkrum milljónum (tugum millj- óna?) meira og færri sjá hann en áður. Sukk og sukk ekki Samkeppnin er, með leyfí að segja, nokkuð hláleg. Stöð þrjú komst aldrei almennilega af stað eins og menn vita. En tilraunin til að fara af stað kostaði a.m.k. átta hundruð milljónir (segir Dagur- Tíminn). Kannski miklu meira ef allt er talið. Ef borgarstjómarfólk eða ráðherrar hentu milljarði út um gluggann með svo vafasömum árangri þá mundu fjölmiðlar skella þeim flötum og djöflast á þeim ótæpt fyrir sukk og heimsku. En ef helstu fyrirtæki landsins gera slíkt hið sama þá kemur það engum við. Það er barast þeirra einkamál. Þau mega gera það sem þeim sýnist við sína aura. Það er varla að nokkur maður nefni offj- árfestingu, sem er þó fyllilega leyfilegt orð innan hagræðinga- ritúalsins. Þeir voru einu sinni að tala um það í Newsweek að það væri mik- ill munur á því hvemig menn litu á ýmislega sóun og sukk í opin- bera geiranum og í einkageiran- um. Menn álíta sem svo að í fyrra dæminu séu menn að sólunda skattpeningum þegnanna (sem er rétt) en í því seinna em þeir barasta að leika sér með sína eig- in peninga. Þetta er vanhugsað, sagði Newsweek. Einnig í seinna dæminu munu tiltölulega saklausir þegnar samfé- lagsins, sem um leið em neytend- ur og kaupendur vamings og þjón- ustu, borga brúsann þegar upp er staðið. í dýrari vöm, í lakari þjón- ustu. Og í okkar sjónvarpsdæmi: í aumlegri dagskrám. Ámi Bergmann Skoðanir annarra Samkeppnisyfirvöld „Það aðhald, sem samkeppnisyfirvöld hafa sýnt ís- lenzkum fyrirtækjum, stóram sem smáum og einka- reknum jafnt og ríkisreknum, er lofsvert. ... Það er full ástæða til þess fyrir samkeppnisyfirvöld að kanna hvernig þessum málum er háttað í öðrum geirum atvinnulífsins og gera sömu kröfur, þar sem við á og lög hemila." Úr forystugrein Mbl. 19. mars. Stefnufesta Jóns Baldvins „Sú stefnufesta sem einkennt hefur Jón Baldvin Hannibalsson er sjaldgæfur kostur hjá stjórnmála- mönnum í dag. Hann hefur til dæmis ekki fallið í þá gryfju að breytast í skrækróma kröfugerðarpólitíkus við það hlutskipti að lenda í stjórnarandstöðu.... Því miður er ekki hægt að segja hið sama um marga aðra þingmenn jafnaðarmanna og þá sérstaklega þá sem sitja i umboði Þjóðvaka. ... Þeir sem nú bera ábyrgð á því að leiða samstarf jafnaðarmanna til frekari sigra ættu að hafa stefnufestu Jóns Baldvins að leiðarljósi og varast ódýrar stundarvinsældir." Sigurður Tómas Björgvinsson í Alþbl. 19. mars. Siðanefnd stjórnmálanna? „Hvað gerir íslensk stjómmál svo fullkomin að ekki þurfi siðanefnd? Önnur þing láta sig hafa það. Aðrar starfsstéttir láta sig hafa það. En hin háheil- aga stétt stjórnmálamanna á íslandi er auðvitað haf- in yfir „allar efasemdir" í samskiptum sín í milli og við opinberar stofnanir? Hún hefur auðvitað „fyllsta trúnað" þótt fjármál flokkanna þoli ekki dagsljósið? Almenningur á alltaf rétt á að efasemdum sé eytt og trúnaður ríki. Ekki bara í undantekningartilfellum og þegar það hentar.“ Stefán Jón Hafstein f Degi-Tímanum 19. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.