Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 27 fiBTT ÚTVARPl V. Ejub þjálfar Reyni Ejub Purisevic var í gær ráðinn þjálfari knattspymuliðs Reynis úr Sandgerði, sem vann sig upp i 2. deildina síðasta haust. Hann tekur við af Leifi Helgasyni sem hætti störfum hjá Reyni í síðustu viku eins og fram hefur komiö í DV. Ejub er 28 ára gamall Bosníumaður sem hefur dvalið hér á landi i fimm ár. Tvö fyrstu árin spilaði hann með HK en undanfarin þrjú ár hef- ur hann verið þjálfari og leikmaður hjá Sindra á Homafirði. Fyrr í vetur gekk Ejub til liðs við 2. deildarlið Þórsara á Akureyri og hugðist spila með þeim í sumar en hann hætti þar fyrir skömmu. „Þórs- arar stóðu ekki við þann samning sem þeir gerðu við mig, ný stjóm var ekki tilbúin til að framfylgja því sem fráfarandi formaður haföi samið við mig um, og því var ekki annað fyrir mig að gera en að fara. Mér líst ágætlega á mig hjá Reyni, þetta verður erfitt en spennandi verkefni," sagði Ejub við DV í gær. -VS » DVWUflHH I Fjorkalfmum i DV a fostudogum (OUÍ CííU-ft 1ÖHIHH íþróttir spennandi að sjá hvemig honum gengi hjá félaginu. Pétur áfram með Hammarby í 1. deildinni Pétur Marteinsson leikur áfram með Hammarby í 1. deildinni en lið- ið tapaði aukaleikjum um úrvals- deildarsæti síðasta haust. Pétur átti góðu gengi að fagna með liðinu í fyrra og spumingin er hvort þvi takist að komast alla leið í ár. „íslendingaleikirnir" verða margir í úrvalsdeildinni í ár og t.d. mætast lið íslendinga í þremur fyrstu umferðunum. Öster tekur á móti Örebro í þeirri fyrstu, Vaster- ás og Elfsborg mætast í annarri um- ferð og Örgryte og Vásterás í þeirri þriðju. f fyrstu umferð fer Vasterás í heimsókn til Malmö, Elfsborg tekur á móti meistaraliði Gautaborgar og Örgryte á heimaleik gegn Trelle- borg. -EH JkVULWN SÞIL-IUt 4UIHH Á Bylgjtinni á limmtudögum kl. 20 og endurlluttur á laugardögum kl. 16 í Sænsk^ knattspyrnan byrjar 6. apríl: Sjö Islendingar úrvalsdeildinni Hagstœð kjör Ef scrnna smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. a\tt miltí himins Smáauglýsingar 0X3 m 550 5000 - þrálát meiðsli hjá Sigurði Jónssyni Dy Svíþjóö: Það styttist óðum í að keppni hefj- ist i sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu en fyrstu leikirnir þar fara fram 6. apríl. Þar munu íslendingar koma meira við sögu en nokkru sinni áður því í ár spila sjö ís- lenskir leikmenn með fimm liðum í deildinni. í fyrra voru þeir fjór ir með aðeins tveimur liðum. Sama þrenn- ingin er áfram hjá Örebro. Hlynur Birgis- son og Amór Guðjohnsen hafa spilað álla æfinga- leiki liðsins að undan- fomu en Sig- urður Jónsson hefur misst nokkuð úr vegna þrálátra meiðsla í læri. Hann sagði í spjalli við DV að hann hefði þurft að fara af velli í tveimur leikjum á Kýpur á dögunum og það væri búið að reynast sér erfitt að ná sér góðum. Örebro hefúr gengið upp og ofan í undirbúningsleikj- unum en síðata laugardag vann það 3-2 sigur á 1. deild- arliði Brommapojkarna. Rúnar í meira sóknar- hlutverki en í fyrra Rúnar Kristinsson og fé- lagar í Örgryte hafa einnig verið nokkuð sveiflukenndir í leikjum sínum undanfarið. „Við höfum verið að fá á okk- ur nokkur klaufamörk en lið- ið hefur verið að breyta um leikaðferð frá þvi i fyrra,“ sagði Rúnar. í fyrra lenti Rúnar i miklu varnarhlutverki sem vinstri kant- maður í leikaðferðinni 3-5-2. Núna hefur Örgryte spilað 4-4-2 eða 4-3-3 og Rúnar er í mun meira sóknar- hlutverki á vinstri vængnum, ýmist sem tengiliður eða einn af þremur framherjum. Kristjáni gengur vel meö Elfsborg Kristján Jónsson leikur áfram með Elfsborg sem vann sig upp úr 1. deildinni síðasta haust. Kristján missti þá mikið úr vegna meiðsla en hefur verið í mjög góðu formi í leikjum liðsins að undanförnu. Hann hefur alltaf verið í byijunar- liðinu, yfirleitt sem miðvörður, og fengið mjög góða dóma í blöðum. Þjálfari Elfsborg sagði við DV að Kristján yrði að öllu óbreyttu fasta- maður i sínu liði í sumar. Kristján gekkst undir upp- skurð í desember og virðist hafa náð sér full- : komlega eftir hann. Rúnar Kristinsson hefur veriö einn lykil- manna Örgryte síð- ustu tvö árin og verö- ur þaö eflaust áfram. DV-mynd EJ Góö byrjun Einars meö Vásterás Vásterás, sem einnig eru nýliðar í deildinni, keyptu Einar Brekkan, sóknarmanninn efnilega, sem hefur verið markahæsti leikmaður 1. deildarliðs Sirius undanfarin tvö ár. Einar hefur farið vel af stað með lið- inu og skoraði tvö mörk á alþjóð- legu móti sem Vásterás vann á Kýp- ur fýrir skömmu. Hann spilaði þar á hægri kantinum. „Ég er mjög ánægður hjá Vaster- ás, þetta er léttleikandi og skemmti- legt lið og ég hlakka mikið til tíma- bilsins,“ sagði Einar við DV. Stefán Þórðarson frá Akranesi fór til Öster í vetur. Hann er því ennþá óskrifað blað í sænsku knatt- spymunni en þjálfari Öster sagði við DV fyrir nokku að honum litist vel á Skagamanninn og það væri 'T * f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.