Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Utlönd 9 Sendiherra Bandaríkjanna í Albaníu: Hvattur til að gæta silfurborðbúnaðar Eg og Þú flytur og heldur meiriháttar rýmingarsölu í nokkra daga til að rýma fýrir nýjum vöriim. Þú mátt ekki missa afþessu. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið sendi sendiherra sínum í Al- baníu, Marisu Lino, skeyti og hvatti hana til þess að gæta þess að siifurborðbúnaður sendiráðs- ins glataðist ekki. í skeytinu, sem lak til banda- ríska dagblaðsins Washington Post, sagði að sendiherrann ætti að geyma silfrið í sendiherrabú- staðnum eða skjalasafni sendi- ráðsins. Ef loka þyrfti alveg sendiráðinu ætti að flytja silfur- borðbúnaðinn úr landi með per- sónulegum eignum sendiherrans. Talsmaður bandariska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að fá- ránlegt hefði verið að senda svona skeyti þegar sendiherrann hefði verið að reyna að bjarga mannslífum. Undanfarna daga hefur Marisa Lino haft umsjón með brottflutningi hundraða Bandaríkjamanna og annarra út- lendinga með þyrlum Bandaríkja- hers. Skeytið um silfrið var imdirrit- að af Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, en talsmaður utanríkisráðuneytisins tók það fram að öll skeyti sem send væru sendiráðum erlendis væru undirrituð af utanríkisráð- herranum hvort sem hún hefði séð þau eða ekki. Skeytið var sent frá deild utanríkisráðuneytisins sem sér um innréttingar og hús- búnað sendiráða. í gær reyndi lögregla að tryggja öryggi á flugveflinum í Tirana, Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer brá sér til Vínarborgar í gær til að aug- lýsa splunkunýja verslanamiöstöð þar sem búðir fína fólksins eru í meiri- hluta. Hér má sjá stúlkuna við mynd af sjálfri sér. simamynd Reuter Netanyahu sakaður um að beita brögðum: PLO hafnar tilboði um lokasamninga Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa hafnað tilboði ísraelskra sljómvalda um að bjarga friðarvið- ræðunum sem eru í uppnámi vegna framkvæmda við nýja byggð gyðinga í arabíska hluta Jerúsal- em, að sögn embættismanna. ísraelskur heimildarmaður sagði að Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefði lagt til að deiluaðilar sneiddu hjá þremur fyr- irhuguðum liðsflutningum ísrael- skra hermanna frá Vesturbakkan- um til að ganga frá lokasamningi um frið á næstu þremur til sex mánuðum, nærri tveimur árum fyrr en áætlað er samkvæmt gild- andi samninguro. Netanyahu kom boði sínu til Husseins Jórdaníukonungs sem kom því svo áleiðis tfl PLO. Embættismenn PLO staðfestu að Netanyahu hefði lagt þetta til en fordæmdu það sem tilraun til að gera að engu bráðabirgða friðar- samninginn sem nú er í gildi til að komast hjá gagnrýni þjóða heims vegna landnámsstefnu stjómar sinnar. „Þetta er nýtt bragð hjá Netany- ahu til að beina athygli fólks frá þeirri eyðileggingu friðarferlisins sem ísraelskar jarðýtur era að stunda á Jabal Abu Ghneim," sagði Saeb Erekat, aðalsamningamaður PLO, við Reuters-fréttastofuna. ísraelskar jarðýtur hófu í vik- unni landbrot á Jabal Abu Ghneim, furuvaxinni hæð í austurhluta Jer- úsalem sem ísraelski herinn hertók árið 1967. Þjóðir heims hafa for- dæmt framkvæmdimar og óttast er að þær muni leiða til ofbeldis- verka. Reuter höfuðborg Albaníu, svo að hægt yrði að koma á samgöngum við umheiminn. Formaður sendinefndar Evr- ópusambandsins sagði í gær að ekki yrði hægt að veita Albönum aðstoð fyrr en komið hefði verið á lögum og reglu. Bashkim Fino, forsætisráðherra Albaníu, hvatti til friðar svo hjálp bærist sem fyrst. Stuttu eftir ræðu forsætis- ráðherrans mátti sjá fjóra skrið- dreka á aðalgötu höfúðborgarinn- ar. ítölsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi vegna flótta- mannastraumsins frá Albaníu. Talið er að yfir 10 þúsund Alban- ar hafi flúið til Ítalíu á tæpri viku. Reuter Látið Lenín vera á sínum stað Örlög kommúnistaleiðtogans Vla- dimírs Leníns verða rædd á rúss- neska þinginu í dag þar sem komm- únistar eru í meirihluta. Þingmenn ætla að taka til umræðu ákall til Bor- ísar Jeltsíns forseta um að fjarlægja smurt lík byltingarforingjans ekki úr grafhýsinu á Rauða torgi. Kommúnistar fengu hland fyrir hjartað í síðustu viku þegar Jeltsín sagði að hugsanlega yrði efnt til þjóð- aratkvæðagreiðslu um flutninginn. Slíkt „skemmdarverk" ætla þing- menn ekki að líða. Reuter Jbig Og Pll Laugavegi 66 Sími 551-2211 Frábært verð, aðeins 500, 990, 1.490 og 1.990. Athugið, nýlegar vörur. Grípið þetta einstaka tækifœri sem býðst bara einu sinni í nokkra daga. Magnarí: 2x70w (RMS, 1kHz, ÓQj Útvarp: FM/AM, 24 sföðvo minni • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalaran Tvískiptir 70w (DINj Cfi PIONEER The Art of Entertainment | Velkomin(n) í hljómtækjaverslun okkar Reykjavfk: Byggt og Búiö. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirflinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal. Vestflrfllr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Norflurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga.Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Lónið, Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Vfk, Neskaupstað. Kf. Stööfiröinga Stöövarfiröi og Breiðdalsvík. Kf. Fáskrúösfiöinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Djúpavogi og Hornafirði. Suflurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. The Art of Entertainment Kraftbassann nytir þu tíl hins ytrasta! r) r) '■! pr &U3-SS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.