Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 Spurningin Hefur mjólkurleysiö haft slæm áhrif á þig? Ragnar Torfason húsasmiður: Já, því Bjössi bróöir minn kom og hreinsaði alla mjólkina úr ísskápn- um hjá mér. Arinbjöm Bernhardsson húsa- smiður: Nei, mágur minn, sem er kaupfélagsstjóri úti á landi, gaf mér mjólk svo ég er vel settur. Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir nemi: Nei, ég bý á Vestfjörðum. Sólveig Guðnadóttir nemi: Já, ég fæ ekki kókómjólkina mína. Jóhanna Frímann hárgreiðslu- kona: Já, það er slæmt að fá ekki mjólk en þetta bitnar þó mest á bömunum. Ása Benediktsdóttir verslunar- eigandi: Ekki nokkur, mér finnst verst hversu mikil mjólk er flutt í bæinn því ég vil sýna samstöðu. Lesendur_________________________ Krafa yfirstjórnar Gæsl- unnar um björgunarlaun - kom hún í veg fyrir aðstoö við Vikartind? Heiðar Ragnarsson skrifar: Harkalegar árásir Landhelgis- gæslunnar og fulltrúa ríkisins á skipstjóra Vikartinds hafa vakið at- hygli. Jafnvel talað um að ákæra hann fyrir brot á umhverfislögum, og í fréttum hefur verið gefið I skyn aö slysið um borð í varðskipinu Ægi sé honum að kenna. Allur hef- ur fréttaflutningurinn af þessu máli verið einhliða og því rétt að velta fyrir sér þætti Landhelgisgæslunn- ar. Það hefur komið fram að útgerð Vikartinds vildi fá aðstoð við að draga skipið til hafnar og greiða fyr- ir það eðlilega þóknun (sem flestir telja þó mjög ríflega). Eftir fréttum að dæma virðist hins vegar sem Landhelgisgæslan hafi lagt meginá- herslu á að flokka aðstoðina undir björgun, og auka þar með þóknun fyrir aðstoðina verulega. Virðist sem Landhelgisgæslan hafi lagt meiri áherslu á að tryggja Gæslunni rífleg björgunarlaun fremur en að afstýra hugsanlegu strandi. Síðan koma forystumenn Gæsl- unnar í fjölmiðla og telja nauðsyn- legt að auka vald sitt til að bjarga skipum með valdboði. í þessu tilfelli virðist þó að til hafi verið sú ein- falda lausn, að Gæslan legði meiri áherslu á aðstoð eða björgun en minni áherslu á björgunarlaun. Það getur ekki verið heppilegt að yfir- stjóm Landhelgisgæslunnar leggi svo mikla áherslu á björgunarlaun að það komi í veg fyrir að menn geti þegið aðstoð. Mér virðist augljóst að ef ein- hverju eða einhverjum er um að kenna i þessu máli þá sé það fyrst og fremst þessi krafa Landhelgis- gæslunnar um að flokka aðstoðina sem björgun. Lítt þýðir að bera fyr- ir sig að ekki megi semja um slíkt, það er aðeins hártogun. Hvað varð- ar mannskaðann af varðskipinu Ægi, það hörmulega slys, þá finnst mér það undarlegt að ætla skip- stjóra Vikartinds að bera ábyrgð á áhöfn annars skips. Ég minnist þess ekki þegar erlendir björgunarmenn hafa farist við að bjarga íslending- um í sjávarháska að þá hafi nokkrum manni dottið í hug að kenna þeim sem í slysinu lenda um það, hvað þá að fjalla um þá nánast sem glæpamenn í fjölmiðlum. Niðurstaðan er sú að menn kalla ekki á björgun sem kostar nokkur hundruð milljóna króna nema menn telji að þeir geti engan veginn bjargað sér af eigin rammleik. En eins og fram hefur komið voru menn hins vegar tUbúnir að borga ríflega fyrir aðstoð, en þar virðist hafa strandað á Landhelgisgæsl- unni. Frá íslandinu góða til Danmerkur Sigurbjörg skrifar: Eftir fiögurra daga dvöl hér á landi hélt ég brott á ný heim tU Danmerkur. - Á þessum fjórum dög- um tókst mér að fá vöðvabólgu og svefnleysi, þ.e. streitu. Ég get ekki orða bundist yfir þvi hvernig mér sýnist komið fyrir löndum mínum á íslandi er geta hreinlega ekki meira en ganga fyrir því sem hér einu sinni var kaUað „recept“. Manneskj- ur yfirbugaðar á sál og líkama vegna „lífskjaranna“ í sínu foður- landi, ósáttar og endanlega niður- brotnar og hafa misst stoltið. Hvaða læknir getur læknað þennan þjóðar- sjúkdóm? Hvorki dr. JekyU né Mr. Hyde getur gefið „recept" upp á 900 kr. á 8 tíma dagvinnu 5 daga vik- unnar, sem þýddi að fólk hefði þak yfir höfuðið, mat og aðrar nauðsynj- ar. Ekki finnst heldur lyfseðiU upp á skilning og samvinnu. Væri svo liði fólkinu betur. Það sem læknirinn getur er að gefa þunglyndis-geðlyf og róandi í öUum regnbogans litum. Og gerir það. Útkoman? SamanfaUn- ar manneskjur, háðar lyfjum og stærri baggi á hinni „hamingju- sömu“ þjóð. Þetta er ísland í dag. Hvemig væri fyrir læknana að gæta að rót vandans? Frípunktataflan og fríið þitt Frá Barcelona. Tæki venjulegan neytanda 48 mánu&i aö safna tilskildum punktum, segir bréfritari. Geir Birgir Guðmundsson skrif- ar: Með útgáfu svokaUaðs Frikorts á vegrnn Hagkaupa, Flugleiða, SheU- stöðvanna og Húsasmiðjunnar, þar sem notendum kortsins er áskUið að safna punktum með viöskiptum sínum við þessi fyrirtæki, er brotið blað í almennum viðskiptaháttum hér á landi. Ég vek athygli á eftirfarandi: Tal- að er um að notendur kortsins geti safnað fyrir utanlandsferð á 15 tU 18 mánuðum. Um þetta leyfi ég mér að efast stórlega. Nema viðkomandi versli fyrir 2750 punkta í 18 mánuði hjá fyrirtækjunum sem gefi þeim 2750 punkta á mánuði. Dæmi um neyslu á mánuði: Hag- kaup (matur og annað tU heimUis): kr. 40.000: 5 punktar/1000 kr. eða 200 punktar. SheUbensín, kr. 6500: 15 punktar/10 lítrar eða 150 punktar. Hagkaup (sérvara) kr. 5000: 25 punktar/1000 eða 125 punktar. Húsasmiðjan (miðað við stað- greiðslu): kr. 10.000; 50 punktar/1000 eða 500 punktar. - AUt greitt með Visa eða Debet, samtals kr. 61.500; 2 punktar/1000 eða 122 punktar. - Samtals 1097 punktar á mánuði. Ofangreind dæmi eru eyðsla 3-4 manna fjölskyldu/punkta á mánuði. TU þess að ná t.d. Barcelonaferð, sem í boði er, þarf 49.500 punkta og sér hver heUvita maður að hér er um blekkingar að ræða. Ofangreint dæmi segir mér að ég þurfi, miðað við 1097 punkta á mánuði, ca 48 en ekki 18 mánuði. Enn fremur leyfi ég mér að fuU- yrða að verslunarmáti þessi er koló- löglegur, samanber þegar selja átti frystikistur með lambalærum, og var bannað. DV Sáttatillaga rík- issáttasemjara Kristinn Sigurðsson skrifar: Þessar linur eru settar á blað meðan ekki er enn búið aö ganga að fuUu frá kjarasamningum á vinnumarkaðinum og reyndar má hafa það til marks fyrir aUa aöra samninga sem ófrágengnir eru. Ég vil að sáttasemjari rikis- ins leggi fram sáttatiUögu mjög fljótlega á ferli samningavið- ræðna því með því ffestast verk- faUsboðanir eða verkfoUin sjálf. Fólk viU ekki verkfoU og þau valda öUum miklum skaða. Snemmbærar sáttatUlögur eru faUnar tU þess að afgreiða samn- inga og undirritun þeirra mun fyrr en áður hefur tíðkast. í réttarkerfinu: Endurskoðun, endurskoðun Hallgrímur Jónsson skrifar: Það vekur furðu margra þegar upp koma misindismál í þjóðfé- laginu og eru ýmist rakin Ul réttar- eða dómskerfisins, eöa beint þangað tU afdráttarlausrar fyrirtöku, þá verður það hið versta mál, torsótt og langdregið. Ég tek dæmi af endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls- ins, ég nefni svokaUað „biskups- mál“ og nú síðast þetta „Stein- er“- mál sem nýlega er búið að taka fyrir á Alþingi. Hvar væri það ef ekki hefði birst grein um málið í Mannlífi? - En útkoman er sífeUt sú sama: sett í endur- skoðun og aftur endurskoðun, nefndarskipun og loks fer fram endanleg svæfing málanna. íslensk fáokun í algleymingi Kristján skrifar: Það er hörmulegt hvemig við íslendingar höfum þurft að sæta fákeppni í öUum mögulegum greinum; í tryggingamálum, rik- isbönkum, flugsamgöngum, skipasiglingum og hveiju öðm sem ætti löngu að vera búið að afnema. Ég skU vel þá menn sem nú ætla að ráðast tU vamar. Og þótt fyrr hefði verið. Eina vöm- in er að freista þess að fá hingað fleiri erlend fyrirtæki tU að hefja samkeppni við hina sjáUskipuðu kúgara í íslensku þjóðfélagi. Við fögnum þessu. Hörðuvalla- málið Guðrún hringdi: Mér finnst einkennUegt hvemig tekið er á hinu svokaU- aða HörðuvaUamáli, leikskólan- um í Hafharfirði. Ég hef átt bam í þessum skóla svo og systur mínar. Aldrei hefur neitt mis- jafht komið upp á svo við vitum. Ég hefði leyst þetta mál á annan hátt hefði ég átt barn sem hefði lent í þessu atviki. Einfaldlega rætt málið við forstöðukonuna og þá aðra þá innan leikskólans sem hlut áttu að máli. Það hefði verið miklu farsæUi lausn en sá upblástur sem búið er að tröU- ríða fjölmiðlunum undanfarið. ÖU mál má leysa með lagni, lip- urð og sanngimi, hvað sem á undan er gengið. Ekki síst innan leikskólanna okkar. Stöðvar 3-dag- skrána aftur Steinar hringdi: Ég harma að Stöð 2 skuli ekki enn vera búin að taka upp þá vinsælu dagskrárliöi sem Stöð 3 hafði á sínum snærum. Nefni ég sem dæmi þátt David Lett- ermans, þátt sem naut mikUs áhorfs hér, vegna þess hve hann var skemmtUegur. Ég skora á Stöð 2 að taka þann þátt sérstak- lega til sýningar aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.