Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Fréttir Svavar Gestsson í umræöum á Alþingi: Kólumbía fær ekki lán nema að hafa starfsleyfi - þaö er ástæðan fyrir því að starfsleyfið var gefið út kvöldið fyrir skírdag „Af hverju lá svona mikið á að veita starfsleyfi? Af hverju mátti ekki biða eftir niðurstöðu Alþingis, úrskurðanefndar og niðurstöðu hins lýðræðislega ferlis? Af hverju þurfti að beita fólkið í landinu valdi? Það er vegna þess að það er verið að veita starfsleyfi aðila sem hefur svo veika fjárhagsstöðu að hann fær hvergi uppáskriftir á þennan samning um byggingu ál- vers í Hvalfirði nema að það liggi fyrir starfsleyfl eins og gefið hefur verið út. Svarið við spumingunni um hvers vegna lá svona mikið á er það að sá aðili sem menn hafa verið að reyna aö gera samning við er ekki trúverðugri en svo að það þurfti skyndistimpil úr umhverfis- ráðuneytinu til þess að hann fengi uppáskriftir á sína álpappíra," sagði Forsvarsmenn SÓL-ar f Hvalfirði fylgdust grannt meö umræðum á Alþingi í gær. DV-mynd E.ÓI Svavar Gests- son alþingis- maður í utan- dagskrárum- ræðu um starfs- leyfið fyrir ál- ver á Grundar- tanga, sem gef- ið var út kvöld- ið fyrir skírdag. Sighvatur Björgvinsson fór í ræðustól og spurði Guð- mund Bjama- son umhverfis- ráðherra hvort þetta væri rétt. Guðmundur Bjamason stað- festi að Kól- umbía hefði talið það liðka fyrir að fá starfsleyfið en svaraði að öðru leyti ekki því sem Svavar fullyrti og Sighvatur ítrekaði. Umræðan, sem- Hjörleifur Gutt- ormsson hóf, fór út um víðan völl eins og oft vill verða. Guömundur Ámi Stefánsson kom þó að kjama málsins þegar hann sagði að á ís- lendinga rynni eins og gullæði þeg- ar stóriðja væri annars vegar. Hann sagðist styðja álver á Gmndartanga en hann sagðist ekki líta það gagn- rýnislausum augum. Menn yrðu að horfa á málin frá öllum hliðum og reyna að fara milliveginn. Hann benti líka á að Kólumbía-fyrirtækið hefði enn ekki náð að fjármagna byggingu álvers og því hefði ekki enn verið ákveðið að reisa þetta ál- ver. -S.dór Lagadeild HÍ: Mikil óánægja vegna frest- unar á prófi „Prófiö féll niður þar sem kenn- ari, sem átti aö prófa nemendurna, boðaði veikindaforföll skömmu fyr- ir prófið. Það gafst ekki tími til að fá annan kennara og því var ekki um annað að ræða en að fella það niður. Það verður fundað um hvernig best sé að leysa úr þessu máli þannig að það komi sem minnst niður á nem- endunum," segir Jónas Guðmunds- son, kennslustjóri í lagadeild Há- skóla íslands. Mikil óánægja varð meðal 15 laga- nema á 4. og 5. ári í lagadeild þegar munnlegu prófi, sem þeir áttu að taka í umhverfisrétti, var frestað með örstuttum fyrirvara í gær. „Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir nemendur sem voru búnir að búa sig undir þetta próf. Það er hins vegar ljóst að það er ekkert hægt að gera við því þegar veikindi koma upp með svo stuttum fyrirvara. Lagadeild þyrfti að hafa þetta í huga í framtíðinni þannig að varakenn- ari sé til taks ef svona staða kemur upp,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms- son, formaður stúdentaráðs. -RR Búiö er að rétta af fremri krana Víkartinds og er hann nú tilbúinn til notkunar. Ætlunin er að að byrja að losa þá gáma sem eftir eru á dekki skipsins nú í dag. Að því loknu verður byrjaö að hffa þá gáma sem eru í lestum skipsins í land og flytja þá á brott. Teliö er aö fremri kraninn nái a.m.k. 3/4 af þeim farmi sem f skipinu er. DV-mynd BG Blackpool: Islendingar sigra enn í gær var aðalkeppnin í s-amer- ískum dönsum hjá aldursflokknum 12-15 ára, þ.e. cha cha cha, samba, rúmba, paso double og jive. 217 pör voru skráð í keppni og þar af 25 pör frá íslandi. Þau Benedikt Ein- arsson og Berglind Ingvarsdóttir sigruðu í þessari keppni. Þetta er annað árið í röð sem íslendingar vinna þessa keppni en í fyrra voru það Sigursteinn Stefánsson og El- ísabet Sif Halldórsdóttir. í aldurs- flokknum 6-11 ára var keppt í ein- um dansi, vínarvalsi, og var ekkert íslenskt par þar í úrslitum en þau Davíð Gill og Halldóra Sif drógu sig í hlé þar sem þau unnu aðal- keppnina í standarddönsimum. í dag er aðalkeppnin I aldursflokkn- um 6-11 ára í suðuramerískum dönsmn og verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir sigruðu f aðalkeppn- inni f suöuramerískum dönsum f Blackpool. Kjarasamningar: Flugvirkjar sömdu í gær Síðdegis í gær undirrituðu flug- virkjar og Flugleiðir hf. nýjan kjara- samning til þriggja ára. Samningur- inn er á sömu nótum og þeir samn- ingar sem gerðir hafa verið að und- anfornu. Nýmæli er í samningnum um nýtt vaktafyrirkomulag sem gerir vinnutima flugvirkja sveigjanlegri. Það gefur fýrirtækinu möguleika á að sækja fleiri verkefni á alþjóðleg- an viðhaldsmarkaö. -S.dór Aflamet: Mesti mánaöar- aflinn frá upphafi Heildaraflinn í febrúarmánuði síðastliðnum varð 504.724 lestir sem er mesti afli sem borist hefur á land á íslandi á einum mánuði. í sama mánuði í fyrra varð aflinn 452.939 lestir. Að sjálfsögöu er það fyrst og fremst loðnuaflinn sem veldur þessu. Alls veiddust 457.078 lestir af loðnu í febrúrar, 19.332 lestir af þorski og alls af botnfiski 39.395 lest- ir. -S.dór j rödd FOLKSINS 904 1600 Var páskaþáttur Spaugstofunnar guðlast? Slysið við Hafnaríjall: Ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi 51 árs karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp af gá- leysi og umferðarlagabrot með því að hafa án nægilegrar að- gæslu ekið bifreið á konu sem hélt á tæplega 7 mánaða bami sínu með þeim afleiðingum að konan lést eftir að hún hafði stigið út úr rútubifreið á móts við Hafnarfjall í Borgarfirði í september síðastliðnum. Ökumaðurinn telst hafa ekið bíl sinum til suðurs of hratt miðaö við aðstæður. Rútubif- reiðin var kyrrstæð og með akstursstefnu í átt að Borgar- nesi. Konan var komin út og var á leiðinni yfir veginn í vesturátt þegar slysið átti sér stað. Konan er talin hafa látist samstundis en bamið slasaðist. Aðstæður á slysstað voru óhagstæðar - hvassviðri og dimmt. Eins og oftast gerist þegar banaslys eiga sér stað krefst ríkissaksóknari þess að ákæröi verði dæmdur til refsingar og sviptingar ökurétt- inda samkvæmt umferðarlög- um. -Ótt Stuttar fréttir Brak á Snæfellsnesi Spýtnabrak úr Skeiðarárbrú sem tók tU sjávar í Grímsvatnahlaupinu í vetur hefur rekið á land á Stakk- hamarsfjöru á SnæfeUsnesi. Morg- unblaðið segir frá. Fram af brúninni Hjörleifúr Guttormsson alþingis- maður segir að umhverfisráðherra sé genginn fyrir björg og rúinn öUu trausti eftir framgöngu sína í mál- efhum Norðuráls á Grundartanga og veitingu starfsleyfis fyrir verk- smiöjuna. Ráðhen-a segir svo ekki vera og segir að kjósendur muni skera úr um það í næstu kosning- um. Stöö 2 sagði frá. Opið prófkjör Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík hafa samþykkt opið prófkjör fyrir næstu sveitarstjómarkosningar. Áfram á breiöbandinu Stöð 2 og Sýn verða áfram á breiðbandi Pósts og síma fyrst inn sinn þar sem verulegur fjöldi áskrifenda hefur tengst breið- bandinu. Stjómarformaður Stöðvar 2 segir að þetta sé gert tU að firra áskrifenduma vandræðum. Stöð 2 sagði frá. Blöndal í Græniandi HaUdór Blöndal samgönguráð- herra gerði samkomulag við sam- gönguráðherra Grænlands í ný- legri opinberri heimsókn tíl lands- ins um að kanna möguleika á lækk- un farmgjalda mUli íslands og Grænlands og um efldar samgöng- ur og flutninga mUIi landanna Meiri gjaldeyrir Gjaldeyrisforði Seðlabankans styrktist um 1,6 mUIjarða í mars og nam í mánaðarlok 24,8 milljörðum króna. Erlend skammtímalán lækk- uðu um 1,3 milljarða og gjaldeyris- staða bankans batnaði í heUd um 2,9 mUljarða. 11 misstu skírteinið 11 atvinnuflugmenn hafa misst flugskírteini sín varanlega undan- farin átta ár af heUsufarsástæöum að sögn Morgunblaðsins. 60% lokiö Búið er að bora um 60% af vega- lengd ganganna undir Hvaltjörð eða um 3,3 km. HeUdarlengd þeirra verð- ur um 5,5 km. Mbl. segir frá -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.