Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1997, Side 10
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1997 T>V
24*1
★ *■
lyndbönd
í)emi Moore
- hátt launuð kvikmyndastjarna sem hefur orð fyrir að vera erfið í umgengni
Eftir að hafa fengið greidd laun
sín fyrir Striptease var Demi Moore
hæst launaða leikkonan í
Hollywood. Fyrir leik sinn í mynd-
inni fékk hún tólf miUjónir dollara
sem er metupphæð hjá leikkonu.
Hún er samt sem áður ekki nema
hálfdrættingur á við vinsælustu
karlleikarana og þar er meðtalinn
eiginmaður hennar, Bruce Willis.
Það er samt ekki vist að hún
haldist í þessum launaflokki því síð-
ustu þrjár kvikmyndirnar sem hún
hefur leikið í, The Scarlett Letter,
The Juror og Striptease hafa ekki --------------
fengið þá aðsókn sem vonast var eft-
ir og hefur Demi Moore orðið ómælt fyrir barð-
inu á fjölmiðlafólki vegna þátttöku sinnar í
Striptease. En Moore hefur breitt bak og hefur
sýnt það hingað til að hún er hörð af sér og er al-
veg eins vist að hún standi af sér allar árásir,
allavega hefur eftir-
spurn eftir kröftum
hennar ekki minnk-
að. Það er frekar að
það fæli kvikmynda-
leikstjóra frá henni
hversu hún er sögð erf-
ið og stjórnsöm og
mætir alltaf til leiks
með fullt af aðstoðar-
fólki. (Við gerð
Striptease hafði hún
átta aðstoðarmenn
og lífverði). Ekki
eru samt allir leik-
stjórar hræddir við
hana. Roland Joffe,
sem leikstýrði
henni í The Scar-
lett Letter, segir:
„Ég hef orðið
var við það áður
með fólk sem á ,
að baki erfíða
æsku eins og
Demi Moore,
fólk sem
þekkir
ekki
hvað
Þegar leikstjórinn kunni Joel Schumacher
rakst á Demi Moore í orðsins Jyllstu merkingu
jyrirframan skrifstofu sína í Universal-kuik-
myndaverinu var hann að leita að leikurum í
St. Elmo’s Fire. Eitthvað ífari stúlkunnar heill-
aði Schumacher svo hann bað aðstoðarmann
sinn um að hafa upp á henni og athuga hvort
hún vœri leikkona.
er að vera hamingjusamt bam, verður eins og tví-
skiptur persónuleiki. Demi getur verið erfíð og
þrjósk, en hún er oftar mjög gefandi, skemmtileg
og opin manneskja sem dásamlegt er að vinna
með.“
Ömurleg æska
í dag hefur Demi
Moore allt það sem
hugurinn gimist.
Hún á frægan og
myndarlegan eig-
inmann, þrjú
ung böm og
dásamlegt
heimili,
eins og
hún
orðar
staklega rödd hennar sem fór í taugarnar á mörg-
um. Demi Moore vann samt á og þótti mörgum
eftirsjá í henni þegar hún hætti í þáttaröðinni
Einn mótleikari hennar sagði að litli sjónvarps
skermurinn rúmaði ekki svona stóra manneskju
Demi Moore tók áhættu þegar hún hætti í ör
uggu starfi og var nánast á götunni þegar leik
stjórinn kunni, Joel Schumacher, rakst á hana í
orðsins fyllstu merkingu fyrir framan skrifstofu
sina í Universal kvikmyndaverinu. Hann var þá
að leita að leikurum í St. Elmo’s Fire. Eitthvað í
fari stúlkumar heillaði Schumacher svo hann
bað aðstoðarmann sinn um að hafa uppi á henni
og athuga hvort hún væri leikkona. Þá hafði
Moore leikið nokkur smáhlutverk í kvikmynd-
um.
Réð hana og rak aftur
Demi Moore greip tækifærið feginshendi en
gætti sín ekki sem skyldi. Á þessum tíma lifði
Moore vægast sagt vafasömu lífi og þegar kom að
prufutökum fyrir myndina mætti hún uppdópuð
og gat lítið leikið. Schumacher sagði við hana að
hann ætlaði ekkert að fara að gefa einhverjum
dópista fullt fangið af peningum til þess eins að
hún gæti drepið sig og rak hana á staðnum. Demi
Moore sá að tækifærið var að renna úr höndum
henni, náði sér niður á jörðina og grátbað
Schumacher um að ráða sig aftur og lofaði öllu
fogm. Schumacher sagðist skyldu ráða hana færi
hún í meðferð og það geröi hann þegar hann
hafði athugað á hælinu hvort hún hefði tekið
meðferðina alvarlega.
Margir ungir og efnilegir leikarar léku í St.
Elmo’s Fire og héldu þau hópinn um tíma eftir að
kvikmyndatöku lauk og myndin náði miklum
vinsældum. Þar sem þama fór hópur sem gekk
Scarlett Letter leikur Demi Moore þekkta skáldsagna-
persónu, Hester Prynne.
hratt um gleðinnar dyr fékk hann nafnið The
Brat Pack í Hollywood og var þá verið að vísa til
hins fræga djammklíkuhóp Franks Sinatra, The
Rat Pack. í dag eru allir þessir leikara fallandi
stjömur nema Demi Moore. Að vísu lék Andie
MacDowell einnig í myndinni en hún var aldrei
talin með hópnum.
Demi Moore hefúr stofnað eigið fyrirtæki og
var fyrsta kvikmyndin sem hún framleiddi Now
and tiien, um fjórar stúlkur á gelgjuskeiðinu. Sú
mynd fékk mun betri viðtökur en síðustu mynd-
ir hennar. Lék hún sjálf lítið hlutverk í myndn-
inni og fékk þekktar leikkonur til að leika með
sér stúkumar á fullorðinsárum. Þá talaði hún
fyrir sígaunastúlkuna í Hringjaranum í Notre
Dame.
Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem
Demi Moore hefur leikið í:
Parasite, 1982
Blame it on Rio, 1982
No Small Aftair, 1984
St. Elmo’s Fire, 1985
About Last Night.... 1986
One Crazy Summer, 1986
Wisdom, 1986
The Seventh Sign, 1988
We’re No Angels, 1989
Ghost, 1990
Nothing but Trouble, 1991
Mortal Thoughts, 1991
The Butcher’s Wife, 1991
A Few Good Men, 1992
indecent Proposal, 1993
Disclosure, 1994
The Scarlett Letter, 1995
Now and Then,1995
The Juror, 1996
Striptease, 1996 -HK
Hlutverk Meredith Johnson í
Disclosure kom henni í flokk hæst-
launuðu leikara.
Guffi bregöur sér f ýmis gervi f
Guffagríni.
Guffi á sölu-
myndbandi
Kvikmyndin Guffagrín (The
Gooy Movie) er fyrsta teikni-
myndin í fuilri lengd þar sem
hin ástsæla teiknimyndaper-
sóna Walts Disneys, Guffl, er í
aðalhlutverki. Mynd þessi
náði miklum vinsældum í
Bandaríkjunum og var sýnd
hér í Sam-bíóunum við ágæta
aðsókn. Stutt er síðan
Guffagrín kom út á mynd-
bandi og er eingöngu um að
ræða sölumyndaband en sá
siður hefúr verið hafður und-
anfarin ár með teiknimyndim-
ar frá Disney.
í Guffagríni á Guffi viö
vandamál að stríða sem flestir
foreldrar kynnast. Guffi á
nefnilega soninn Max sem er
kominn með alvarlega ungl-
ingaveiki. Til að bjarga málum
stingur Guffi upp á að þeir
feðgar fari í ferðalag saman.
Hugmynd þessi fellur í grýttan
jarðveg hjá Max þar sem hann
er að gera hosur sínar grænar
fyrir flottustu stelpunni í skól-
anum. Guffi hefur samt sitt
fram og fara þeir í ferð saman
sem verður sannkölluð ævin-
týraferð.
Prinsessusafnið
Sam-myndbönd hafa einnig
sent frá sér á sölumyndbandi
fyrstu spóluna í Prinsessusafn-
inu og þar segir frá hinni
fogru Jasmín sem heillaði
Aladdín í hinni þekktu ævin-
týramynd. Aladdín kemur að
sjálfsögðu við sögu í þeim
tveimur myndum sem eru á
spólunni en það er Jasmín
sem er aðalpersópnan og lend-
ir hún í miklum ævintýrum.
Myndirnar tvær á spólunni
heita Hli garðurinn og Elsku
Jasmín.