Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Fréttir Ofbe disalda MIÐGARÐUR Í SKAGAFIRÐI 15. desember: Piltur barinn harkalega í höfuðiö meö hornaboltakylfu. STYKKISHOLMUR: 29. mars: Maöur stakk móður sína meö flökunarhnif og ógnaði lögreglu. RAUFARHÖFN l.janúar: Ungur maöur veitir 16 ára pilti alvarlega áverka meö hníf. 29. Maður tvivegis meö eldhúshnif. ESKIFJÖRÐUR 16. febrúar: MaÖur ræöst gegn lögreglumönnum og almenningi á lyftara. SKRIFSTOFUR 10-11 14. apríl: Tveir margbeha mann og ræna 6 milljónum. KEFLAVIK l.janúar: Piltur veitir öörum slæma áverka með dúkahnif. AUSTURSTRÆTI 27. apríl: Tveir valda karl- manni heilaáverka meö hellusteini og ítrekuöum spörkum í andlit og líkama. SANDGERÐI l.janúar: Maöur banar stjúpfööur með byssusting. VEGAS 13. maí: Manni banað meö spörkum í höfuö á Vegas. KÓPAVOGUR 9. febrúar: Maöur bítur fmgur af unnustu og margkýlir í andlit (grunaöur um andlitsspörk). KRYSUVÍKURVEGUR 29. desember: Hlööveri Aðalsteinssyni banaö meö haglabyssu. Tólf grimmdarleg ofbeld- isverk á hálfu ári - 3 manndráp eru sexfalt yfir meöaltali - líkamsárásaraöferöir sífellt hættulegri Á einungis tæpu hálfu ári hafa þrjú manndráp nú átt sér stað á íslandi. Síðustu sex mánuðir hafa því verið áberandi alvarlegir í of- beldismálum. Siðustu áratugi hef- ur gjarnan verið miðað við að eitt manndráp sé framið á landinu á rúmlega eins árs fresti. Tölfræðin er því sexfold miðað við meðaltal. Haglabyssu og byssusting var beitt til að bana fómarlömbunum þremur auk þess að sparka í höf- uð. Níu önnur voðaverk Á síðasta hálfa ári hafa níu önnur mjög alvarleg ofbeldismál einnig átt sér stað hér á landi. Þar hafa hættuleg áhöld verið notuð til að slasa fólk af ásetningi - hellusteinn (í höfuð), horna- boltakylfa (í höfuð), lyftari (gegn fólki í bílum) og síðast en ekki síst hnífar gegn varnarlausu fólki. Afleiðingarnar hafa orðið heilaskaðar, slitnar taugar og sin- ar, hreyfihömlun og margt ann- að. Það var því ekki árásarfólk- inu að þakka að fómarlömbin héldu lífi eftir atlögumar. í sum- um þessara tilfella hafa sakborn- ingar reyndar þegar verið ákærð- ir fyrir tilraun til manndráps. Er orðið eðlilegt að stinga og sparka í höfuð? Samkvæmt framan- sögðu má ljóst vera að alvarlegt ofbeldi er orðið býsna daglegt brauð. Fólk er vissu- lega slegið óhug. Með hliðsjón af framan- greindum tólf fólsku- verkum - staðreynd- um - má ljóst vera að sumum, sérstaklega ungmennum, virðist orðið eðlilegt að nota hnífa og sparka eða berja með áhaldi í höf- uð á þeim sem þeim mislíkar við, jafnvel af nánast engu tilefni. Vísindaleg könnun hefur ekki verið gerð á því hver bakgmnn- ur fólksins í árásun- um 12 er. Þó er ljóst að langvarandi neyt- endur amfetamíns hafa átt þátt í brotunum. Eins og áður hafa gerendur ofbeldisbrot- anna einnig framið þau undir áhrifum áfengis eða í afbrýði- semikasti. Hverjir þora að ganga um í mið- bænum? Sennilega liggur sú staðreynd fyrir í dag að á flestum heimilum í höfuðborg íslands hefur það álitamál ein- hvern tímann verið rætt hvort fólk „þori að ganga um í miðbænum að kvöldlagi um helg- ar“. Skyndikönnun á rit- stjórn DV, þar sem stærsti hlutinn telur sig vera fólk „á besta aldri“ kom glöggt í ljós að flestum er mjög í nöp við að vera á ferli í miðborg Reykjavíkur um helgar. Ástæðan er vissu- lega ótti við ofbeldi þar sem mikill mannfjöldi er saman kominn í mismunandi ástandi - flestir drukknir og margir undir áhrifum fikniefna. Þeir sem þekkja til í stórborg- um erlendis fullyrða að hvergi í heiminum fyrirfinnist eins mikil hætta á götum úti og hér heima á Fróni. Hvað sem því líður er hins Fréttaljós Óttar Sveinsson vegar ljóst af meðfylgjandi grafi að aðeins hluti árásarmálanna 12 átti sér stað í Reykjavík. LSD, alsæla, amfetamín og hass er í meiri nálægð við hinn al- menna borgara á öllu landinu en margur heldur. Ofbeldishneigð fylgir am- fetamínneyslu Burtséð frá fylliríi á götrnn úti - hverjar eru þá ástæðumar fyrir því að fólk grípur til hnífa og stingur, sparkar lífshættulega í höfuð náungans eða lemur hann í höfuð með hafnaboltakylfu? Félagslega veikur bakgrunnur, fíkniefnaneysla og stöðugt ofbeldi í sjónvarpi og bíómyndum er oft- ast nefnt í þessu sambandi. Einar Hjaltason, sérfræðingur á slysadeild Borgarspítalans, segir að hann hafi kynnst því sem læknir í Sviþjóð að fólk I fíkni- efhaheiminum sé meira og minna vopnað. „Ég býst við að þetta sé ekkert öðruvísi hér. Menn virðast vera að verja sig gagnvart hver öðr- um,“ sagði Einar. Aðspurður kvaðst hann telja að amfetamín- neytendur yrðu oft ofbeldis- hneigðir og hættulegri en annað fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.