Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 28
 Þrefaldur i. vinningur > CD CZ3 FRÉTTASKOTIÐ CC > L-LJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR s: lo «=c Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. co *—* 1— LO >■ LO 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 Eyjólfur á * uppleiö í helgarblaði DV á morgun er frá- sögn af heimsókn DV til Eyjólfs Sverrissonar, knattspyrnukappa í stórborginni Berlín. Lið hans, Hert- ha Berlín, er á leið upp í úrvals- deildina í Þýskalandi á ný. Draum- ur Eyjólfs er að hreppa þriðja meist- aratitilinn en hann hefur bæði orð- ið meistari í Þýskalandi og Tyrk- landi. Viðtal er við Fríðu H. Steinars- '^lóttur, eiginkonu Sigurbjöms Bárð- arsonar. Hún gefur bóndanum lítið eftir í hestamennskunni, svo ekki sé minnst á börnin þeirra fimm. Fréttaljós er um HM 1 Japan og margt, margt fleira. -bjb/em Skelplógur Æsu náðist upp Skelplógur kúfiskskipsins Æsu náðist af hafsbotni í Arnarfirði klukkan 19.30 í gærkvöld. Plógurinn var hífður upp í varð- skipið Óðin eftir að kafarar höfðu sagað festingar hans í sundur. Varð- ifcdpið er nú á leið til Reykjavíkur. Að sögn Kristins Ingólfssonar, fúll- trúa Siglingastofnunar, er plógur- inn mikilvægur hlekkur í rann- sókninni á ástæðum sjóslyssins þeg- ar Æsa sökk. -RR Everest-farar: Stefna á topp- inn á mánudag íslensku Everest-fararnir stefna á að komast á topp fjallsins nk. mánu- dag ef veður leyfir. Þeir eru sem stendur í þriðju búð- um en leggja af stað þaðan á morgun. £páð er minni vindi á sunnudag og mánudag en síðan gerir veðurspá ráð fyrir að aftur fari að hvessa.-RR L O K ■ ísland í bandarísku morgunsjónvarpi í dag: Tugmilljónir horfa á - veðurguðir ómildir í morgun „Þetta er viðamesta sjónvarps- sending sem héðan hefur verið send frá upphafi. Líklega mimu um 20 milljónir áhorfenda sjá hana,“ segir Sigmar B. Hauksson, framkvæmdastjóri undirbúnings- nefndar. Útsendingin hefst kl. 11 í dag að íslenskum tíma en kl. 7 að bandarískum tíma og stendur til kl. 13. Þetta verður mjög fjölþætt dagskrá. „Fjallað verður um ís- lenska timgu og íslenska mynd- list. Búið er að koma fyrir verk- um íslenskra myndlistarmanna við Tjömina og á Austurvelli. Sýnd verður íslensk glíma og ís- lensk tíska í Bláa lóninu. Rætt veröur um íslenska læknisfræði og áhrifamátt Bláa lónsins. Kom- ið verður inn á íslenskan orku- iðnað og íslenska jarðsögu. Og vitaskuld verður íslenski hestur- inn gerður að umtalsefni. Þannig að mjög víða verður komið við,“ segir Sigmar. Rúmlega hundrað manns leggja hönd á plóginn i útsend- ingimni en við verkefnið allt starfa um sex hundruð manns. Þátturinn verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu milli kl. 11 og 13 og valdir kaflar í kvöld. Undirbúningur útsendingar- innar hefur staðið yfir frá því i desember. Hún er að undirlagi Ferðamálaráðs. Skipulagsstarfið hefur aðallega hvílt á herðum Einars Gústafssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs í New York. Segja má að hann sé guðfaðir þessarar hugmyndar sem kviknaði þegar verið var að senda út Good Moming Amerika Stjórnendur morgunþáttar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC, þau Spencer Christian, Joan Lunden og Charles Gibson, brostu breitt við kom- una til íslands í gærkvöldi. Þáttur þeirra, Good Morning America, var send- ur út beint frá íslandi í morgun. Ætla má að tugir milljóna Bandaríkjamanna hafi fylgst með yfir morgunkaffinu sínu. DV-mynd ÆMK Veðurguðir voru ekki í spariskapinu á Austurvelii í morgun. Úlpur komu sér því vel og heitt kaffi fyrir stjórnendur útsendingar. DV-mynd S frá Halifax í Kanada. Þar var þá stödd Vigdís Finnbogadóttir for- seti. Þetta er í raun síðasti dagur í útsendingunni. Hún byrjaði í Kaupmannahöfii á mánudaginn, síðan var sent frá Björgvin á þriðjudaginn, á miðvikudaginn var sent frá Stokkhólmi og funmtudaginn frá Helsinki. Heldur illa illað viðraði á sjón- varpsmenn í morgun, rok og úr- koma. -VA Bætur hækka Bætur aldraðra, öryrkja og atvinnu- lausra hækka um 4 prósent frá 1. mars sl. Hækkunin kemur til viðbótar 2% hækkun um síðustu áramót. Ákvörð- unin snertir um 40 þúsund íslendinga. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á fúndi þar sem ákvörðun ríkis- stjómarinnar var kynnt að ákveðið hefði verið að hækkunin yrði i takt við þær launahækkanir sem samið hefði verið um í kjarasamningum. í janúar á næsta ári hækka bætumar aftur um 4% og síðan um 3,65% 1. jan- úar 1999. Gripið er til sérstakra að- gerða til þess að draga úr jaðaráhrif- um innan bótakeríisins. -sv Ekkert útlit fyrir samning „Þetta gat ekki endað öðmvísi. Vinnuveitendur hafa engu slakað út til okkar þrátt fyrir að við höfúm siglt hraðbyri í átt til þeirra. Það hefúr óhemjutími farið í ekki neitt. Málið er nú alfarið í höndum ríkissáttasemj- ara. Boltinn er hjá þeim,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, við DV í morgun. Upp úr samningaviðræðum slitnaði rétt fyrir miðnætti í gær. Einar Jónatansson, forsvarsmaður vinnuveitenda, segir um slíkan grund- vallarágreining að ræða í veigamikl- mn málum að hann sjái ekki fram á að samið verði á næstunni. -sv Hryggbrotnaði í eitingarleik DV, Ólafsfiröi: Tvítugur piltur hryggbrotnaði og hlaut höfuðáverka í búslysi á leiðinni milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í vik- unni. Hann hafði stolið Willys-jeppa á Dalvík og komst lögreglan á slóð hans. í eltingarleiknum lenti jeppinn utan vegar og pilturinn stórslasaðist. Jepp- inn kastaðist fram af veginum, snerist heilan hring í loftinu, en kom niður á hjólin. Hann er gjörónýtur. Ökumað- urinn var ölvaður og kastaðist út um blæju jeppans. -HJ Veðrið á morgun: Rigning sunnan- lands Á morgun verður austan- kaldi, dálítil rigning sunnan- lands en skýjað með köflum annars staðar. Hiti verður á bil- inu 2-12 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 8°

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.