Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Peningavaldið knésetur „Útgerðar- og peningavald á Vestfjörðum og höfuðmiðstöðvar peningavalds í Reykjavík reyna nú að knésetja félagið (Baldur) og vilja helst skilja það eftir sundurkramið og máttlaust." Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrv. form. Dagsbrúnar, í Alþýðu- blaðinu. Ummæli Ríkisstjómin spilar Matador „Pólitík ríkisstjómarinnar minnir um margt á spilið Matador þar sem þeir em í fyrirrúmi sem eiga allar göturnar, húsin og hótel- in. Hinir eru úr leik.“ Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður, á Alþingi. So What leikur létta djasstónlist á Borginni. So What á Hótel Borg Ljúfir tónar sveiflunnar eru í fyr- irrúmi hjá hljómsveitinni So What á Hótel Borg í kvöld og annað kvöld. Papar á Mótel Venusi Á Mótel Venusi við Borgarfjarðar- brú spilar hljómseitin Papar í kvöld frá kl. 23.-3. Zalka á Gauknum i kvöld og sunnudagskvöld skemmtir hljómsveitin Zalka á Gauki á Stöng en nýlega gengu Haf- þór og Jakob úr SSól til liðs við Zölku. SÍN í Kringlukránni Hljómsveitin SÍN leikur í aðalsal Kringlukrárinnar í kvöld og sunnu- dagskvöld. Viðar Jónsson skemmtir í Leikstofunni. Bowie-kvöld í Ölveri í tilefni fimmtugsafmælis Davids Bowie á þessu ári verður Bowie- kvöld í Ölveri í kvöld, kl. 20-23. Verða afmælistónleikar hans sýndir á stómm skjá. Stjömukisi í Hinu húsinu Rokktríóið Stjömukisi skemmtir í Hinu húsinu í dag, kl. 17. Mun tríó- ið kynna fyrstu stuttskífu sína. Skemmtanir Sóldögg á Sauðárkróki Hljómsveitin Sóldögg verður fyrir norðan um hvítasunnuhelgina, leikur á Mælifelli, Sauöárkróki í kvöld og í Bíókaffi á Siglufirði laugardagskvöld. Yfir strikið í Gjánni Danshljómsveitin Yfir strikið spil- að í Gjánni í kvöld. Þess má geta að Yfir strikið verður í beinni útsend- inu á Rás 2 i dag. Gullöldin Aöalsteinn Leó skemmtir gestum á Gullöldinni í kvöld og annað kvöld. Greifamir og Unun á Hótel íslandi Greifarnir og Unun skemmta á háskólaballi á Hótel íslandi í kvöld. í hliðarsal halda Gus Gus-diskótek- amir Aldred More og Herb Legowitz uppi stuði. Danshúsið Glæsibæ Hljómsveit Birgis Gunnlaugsson- ar leikur fyrir dansi í kvöld. Moon Boots í Túnglinu Ný húshljómsveit, Moon Boots, leikur í Tunglinu í kvöld og á sunnu- dagskvöld. Rigning eða súld Yfir norðausturströnd Grænlands er 1.032 mb hæð en 996 mb lægð um 700 km suðsuðvestur af Reykjanesi þokast norðvestur og siðan vestur. Veðrið í dag í dag verður austanstinningskaldi eða allhvasst og rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands en hægari og að mestu þurrt norð- an- og norðaustantil. Hiti verður á bilinu 2 til 12 stig, hlýjast suðvest- anlands. Á höfuðborgarsvæöinu verður austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi. Rigning verður eða súld með köflum. Hiti 5 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.41 Sólarupprás á morgun: 04.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.34 Árdegisflóð á morgun: 02.51 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 3 Akurnes súld 2 Bergsstaðir " skýjað 0 Bolungarvík alskýjað 2 Egilsstaðir skýjað 1 Keflavíkurflugv. rigning 5 Kirkjubkl. alskýjað 3 Raufarhöfn þokumóöa 0 Reykjavík rigning 5 Stórhöfði rigning 4 Helsinki léttskýjað 9 Kaupmannah. léttskýjað 11 Ósló skýjaó 10 Stokkhólmur léttskýjað 13 Þórshöfn skýjaö 7 Amsterdam þokumóöa 14 Barcelona þokumóóa 15 Chicago skýjað 7 Frankfurt léttskýjaó 17 Glasgow skýjað 11 Hamborg þokumóða 11 London mistur 12 Lúxemborg skýjaö 17 Malaga hálfskýjaó 13 Mallorca þokumóða 16 Paris rigning á síð. klst. 16 Róm þokumóða 18 New York léttskýjað 14 Orlando hálfskýjaó 21 Nuuk alskýjaó 1 Vín heiðskírt 18 Washington rigning 10 Winnipeg skýjað 7 Jon Kjartanssson, formaður Leigjendasamtakanna: Hafa sjálfsagt haldið að ég yrði hræddur og borgaði Það vakti athygli í vikunni að Jón Kjartansson frá Pálmholti, for- maður Leigjendasamtakanna, ólög- lærður maður, varði mál fyrir hér- aðsdómi í fyrsta sinn og vann en lögmannastofa hafði stefnt Leigj- endasamtökunum vegna skuldar sem Jón taldi að samtökin ættu ekki aö greiöa. Jón sagöi í stuttu spjalli að þetta hefði svo sem ekki verið neitt stórmál: „Lögmanna- stofan sendi okkur reikning sem Maður dagsins leigumiðlun, sem var í sama hús- næði og við, hafði verið í ábyrgð fyrir. Var ætlast til að Leigjenda- samtökin borguðu þennan reikn- ing. Ég bað um skýringu en fékk hana ekki heldur stefnu. Ég fór þvi í héraðsdóm og þar spurðist dóm- arinn, Sigurður Hallur Stefánsson, um sættir, sem ekki voru á dagskrá lögmannanna, þannig að málið fór sinn farveg. Ég mætti þvi fyrir dóminum með greinargerð og vam- arræðu og vann málið.“ Jón segist hafa nokkrum sinnum mætt hjá héraðsdómi en ekki farið 1 málflutning áður: „Málin hafa alltaf leyst með sáttum þar til nú. Ég fann að þessi reikningur, sem Jón Kjartansson. fylgiskjöl vantaði með, var sendur með dálitlum gorgeir og þeir hafa greinilega gert ráð fyrir því að ég yrði hræddur og borgaði.“ Tuttugu ár eru á næsta ári frá stofnun Leigjendasamtakanna. „Öll þessi ár hafa þetta verið mikil átök á ýmsa vegu, stundum við mjög erfiðar aðstæður. Samtök- in eru dálítið sérstök aö þvi leyti að það er erfitt að halda utan um fé- lagaskrá og þess háttar, enda ekki til ósamstilltari hópur en leigjend- ur. Það er samt ákveðinn hópur sem er virkur og stendur fyrir sam- tökunum. Þessa stundina erum við með tvö mál sem við berjumst fyr- ir: Það er fyrst tillaga sem Samtök sveitarfélaga hefur komið með sem felur í sér að boðist er til að greiða öllum húsaleigubætur gegn þvi að ríkissjóður láti einhverja viðbótar- fjárhæð í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Hitt málið er búið að vera bar- áttumál hjá okkur lengi, það er að þær hörðu aðgerðir sem aðgangs- harðir innheimtumenn sinna og út- burður sem þeim stundum fylgir í kjölfarið verði stöðvuð. Við höfum haldið fundi með mætum mönnum um þetta mál og það er skilningur á okkar málflutningi en við viljum banna aðgang að heimilum þegar skuldin er til að mynda í bíl.“ Jón er áhugamaður um myndlist og skáldskap og stundar báðar þess- ar greinar. „Nú stendur yfir óform- leg sýning á málverkum mínum þar sem Leigjendasamtökin eru til húsa í Alþýðuhúsinu og er vonandi þeim til skemmtunar sem koma í heimsókn. Ég hef á undanfórnum árum verið að auka það að mála, svo hef ég skrifað ljóð sem hafa birst á ýmsum vettvangi.“ -HK Rjóður í kinnum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Jóhann Sigurðarson leikur Tevje mjólkurpóst. Fiðlarinn á þakinu í kvöld verður sýning í Þjóð- leikhúsinu á hinum vinsæla söngleik Fiðlaranum á þakinu en nú eru tæp þrjátíu ár liðin síðan þessi skemmtilegi söng- leikur var fyrst sýndur í Þjóð- leikhúsinu. Sögusvið verksins er lítið rússneskt þorp i upphafi aldarinnar. Þar býr mjólkurpóst- urinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við guð og menn. Lífið er í föstum skorðum. mótað af aldagömlum hefðum, allir vinna hörðum höndum, sumir fátækir, fáeinir ríkir, hjúskaparmiðlarinn Jenta hleypur á milli húsa, unga fólkið verður ástfangið, sólin rís og sól- in sest eins og segir í einum text- anum. Leikhús Það er Jóhann Sigurðarson sem fer með hlutverk mjólkur- póstsins Tevje og Edda Heiðrún Backman leikur eiginkonu hans. Dætur þeirra leika Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís Gunnars- dóttir, Álfrún H. Ömólfsdóttir og Aníta Briem. Aðrir leikarar em Margi'ét Guðmundsdóttir, Þröst- ur Leó Gunnarsson, Bergur Þór Ingólfsson, Arnar Jónsson, Sig- urður Sigurjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og margir fLeiri. Leikstjóri er Kolbrún Hall- dórsdóttir. Bridge Þetta spil kom fyrir í bikarleik : Noregi fyrir skömmu. Sagnir gengi þannig, austur gjafari og NS hættu: * D M KG5 •f KG1094 * G875 é KG6542 V 986 ♦ 7 * ÁD3 * Á103 * D73 * ÁD53 * 1092 Austur Suður Vestur Norður Heimdal Rasm. Karlb. Sveindé pass 1 ♦ 14 2 ♦ 2 ♦ 2 grönd 3 * 3 grönd p/h Eins og sést er þetta ansi góði samningur. Vestur á út og spil. eðlilega spaða og þar með vinni sagnhafi sitt spil, hreinsar út hjart ásinn og fær 5 slagi á tígul og tvo sinn hálitinn hvom. Vestur spila út spaða eins og við var búist < hann hitti á að spila út kóngnm Austur frávisaði með spaðaníunn upphafi og Rasmussen í suður sei litið. Vestur skipti þá yfir í hjarl austur drap á ás og spilaði spað tían hjá sagnhafa og gosi frá vesti Vömin hélt áfram spaðasókninni < sagnhafi varð að láta sér nægja slagi. Leikurinn sjálfur var 40 s{ og endaði 57-58 fyrir Sveindí Rasmusen og félaga, svo útspil frábæra dugði ekki til að vinna lei inn. ísak Öm Sigurðssc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.