Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
37
-
Jörfagleði nefnist þessi vatns-
litamynd Sigurjóns Jóhanns-
sonar.
Undir grænni torfu
í Ásmundarsal viö Freyjugötu
stendur yflr sýning Sigurjóns
Jóhannssonar sem hann nefnir
Undir grænni torfu. Tema sýn-
ingarinnar er arfurinn, hlut-
skipti landsmanna fyrr og nú.
Hugmyndina segir Sigurjón
hafa fengið viö sviðsetningu
Jörvagleðinnar, danssýningar
eftir Auði Bjamadóttur og Há-
kon Leifsson. „Við þróun mynd-
máls leikhússins valdi ég torf-
una til að gera lífsokið sýnilegt.
Á Jörfa veltu menn því fyrir sér
en gerðu torfuna í þess stað að
hvílu sinni.“ Sýningin stendur
til 25. maí.
Sýningar
Báðum megin
Anna Sigríður Sigurjónsdótt-
ir myndhöggvari er þessa dag-
ana með sýningu í Gallerí Sæv-
ars Karls. Anna Sigríður stund-
aði nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og framhalds-
nám við AKI Akademie voor
Beeldende Kunst árið 1986-1989.
Hún hefur tekið þátt i fjölda
samsýninga, bæði hér heima og
erlendis, og er þetta þriðja
einkasýning hennar. Sýningin
samanstendur af skúlptúrum
sem unnir eru úr stáli, steini og
tré. Sýninguna kallar hún Báð-
um megin og lýsir hugleiðing-
um listamannsins um þennan
heim eða einhvem annan.
Beinþroskun
hjá afkvæm-
um murtu og
dvergbleikju
er yflrskrift fyrirlestrar sem
Guðni M. Eiríksson flytur í
stofu G-6, Grensásvegi 12, á veg-
um Líffræðistofnunar Háskóla
íslands, kl. 12.20 í dag.
Hátíðahöld vegna
þjóðhátíðardags
Norðmanna
Á þjóðhátíðardegi Norð-
manna, 17. maí, munu Norð-
menn á íslandi gera sér daga-
mun og verður fyrst minnst fall-
inna norskra hermanna í fyrra-
málið, kl. 9.30. Þá verður
skemmtun fyrir böm, norski
sendiherrann tekur á móti fólki
í Norræna húsinu og kl. 20 er
kvöldverður í Viðey.
Samkomur
Félagsvist
Félag eldri borgara, Kópa-
vogi, verður með félagsvist í
Gjábakka að Fannborg 8 í kvöld,
kl. 20.30.
Félagsvist og ganga
Félag eldri borgara í Reykja-
vík verður með félagsvist á
morgún, kl. 14, í Risinu. Frá Ris-
inu fara Göngu-Hrólfar í létta
göngu um borgina í fyrramálið,
kl. 10.
Gengið á Reykjanestá
Áhugaverðar gönguleiðir eru
margar á Reykjanesinu og er ein
slík á Háleyjarbungu. Gangan getur
hafist í Mölvík eða Sandvík og er
gengið nokkurn veginn beint upp á
Háleyjarbungu sem er gömul dyngja
við ströndina og aðeins 38 metra há.
Nokkuð hefur sjórinn brotið af
dyngjunni. Efst uppi er allstór gíg-
ur, 25 metra djúpur. Frá gígnum er
hægt að stefna út á Krossavíkur-
Umhverfi
berg og ganga vestur bjargbrúnna
sem fer hækkandi eftir því sem
vestar dregur. Þar sem bergið er
einna hæst heitir Hrafnkelsstaða-
borg og þar er kominn áberandi
misgengisveggur. Rætur Skálafells
eru mun lægri en bjargbrúnin sem
staðið er á og hefir hraun úr ofan-
verðu Skálafelli runnið að misgeng-
isveggnum.
Nokkru vestar er komið að svæði
sem Skemmur heitir og gefur nafn-
ið nokkuð til kynna hvernig þar er
umhorfs. Rétt þar fyrir utan er gul-
ur aðstoðarviti á stað sem Skarfa-
setur nefnist og svo Reykjanestá.
Stefnt er í átt að Valahnúkum og á
leiðinni þangað er farið fram af
háum misgengisstalli, Valbjargagjá
og eftir Valahnúkamöl, einni falleg-
ustu hnullungafjöru sem maður sér.
I heild er þessi ganga mjög svo
áhugaverð, alls um 7 kílómetrar, og
þarf 3 til 4 tíma í hana.
Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir
Einar Þ. Guðjohnsen.
Vinir vors og blóma koma saman á ný og leika t Sjallanum í kvöld.
Vinir vors og blóma munu leika
í Sjallanum i kvöld og á sunnu-
dagskvöld i Miðgarði. Hljómsveit-
in hefur sent frá sér tvær plötur og
munu sjálfsagt lög af þessum plöt-
um verða í fyrirrúmi. Þess má
geta að ballið i Sjallanum er í leið-
inni hið árlega Rótaraball en þar
koma saman allir rótarar landsins
og skemmta sér og eru ýmsar upp-
ákomur fyrirhugaöar á þeirra veg-
um. Vinir vors og blóma eru: Þor-
steinn Ólafsson, söngur, Siggeir
Pétursson, bassi, Birgir Nielsen,
trommur, Njáll Þórðarson, hijóm-
borð og Gunnar Eggertsson, gítar.
Hálku-
blettir
Allar helstu aðalleiðir á landinu
eru vel færar. Hálkublettir hafa ver-
ið víða á Norðurlandi og Austfjörð-
um og þar eru einnig einstaka heið-
ar enn ófærar. Víða eru ásþungatak-
markanir. Merkingar eru við leiðir
þar sem ásþungatakmörkun er.
Færð á vegum
Vegavinnuflokkar eru að störfum á
leiðinni Grundarfjörður -Ólafsvík
og Hvolsvöllur - Vík. Lágheiði, Öx-
arfjarðarheiði, Hellisheiði eystri og
Mjóafjarðarheiði eru ófærar vegna
snjóa.
Sjallinn á Akureyri:
Vinir vors
og blóma
Nokkuð er síðan hin vinsæla
hljómsveit Vinir vors og blóma
hefur látið heyra frá sér, enda má
segja að hljómsveitin hafl legið í
dvala um nokkurt skeið. Um
hvítasunnuhelgina verður hún
reist við og verða örugglega marg-
ir aðdáendur sveitarinnar sem
hafa hug á að berja hana augum.
Ekki verða þó Reykvíkingar að-
njótandi þess að fá að heyra í
sveitinni heldur munu Norðlend-
ingar fá að njóta hennar, enda
veitir ekki af að ylja þeim aðeins i
kuldakastinu sem verið hefur í
þeim landshluta.
Skemmtanir
Ástand vega
m Hálka og snjór E Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir
C^) UokaörStÖÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum
Fjórða barn Ástu
og Jóhanns
Myndarlega stúlkan á
myndinni fæddist á fæð-
ingardeild Landspítalans
12. maí kl. 21.22. Hún var
við fæðingu 3.705 grömm
Barn dagsins
að þyngd og mældist 50,5
sentímetra löng. Foreldar
hennar eru Ásta Hilmars-
dóttir og Jóhann Sigur-
jónsson. Þau eiga þrjú
börn fyrir, Elvu Björg,
sem er 15 ára, Siguijón,
12 ára, og Lindu Björk,
sjö ára.
Matthew Perry leikur ungan
mann sem verður ástfanginn.
Einnar næt-
ur gaman
Stjörnubíó sýnir rómantíska
gamanmynd, Einnar nætur gam-
an (Fools Rush in), sem fjallar
um tvo ólíka einstaklinga sem
hittast og eiga saman eina nótt.
Afleiðingin er sú að stúlkan
verður ófrísk. Þremur mánuðum
síðar hittast þau aftur og til að
bjarga málum i fjölskyldu
stúlkunnar þykist hann vera eig-
inmaður hennar. í aðalhlutverk-
um eru tveir ungir leikarar,
Matthew Perry og Salma Hayek,
sem talin eru eiga bjarta framtíð
fyrir sér í Hollywood.
Kvikmyndir
Matthew Perry er best þekkt-
ur hér á landi sem Chandler í
sjónvarpsþáttunum Friends, sem
sýndir eru á Stöð 2. Salma
Hayek er mexíkósk og eru þekkt-
ustu myndir hennar Desperado
og From Dusk till Dawn en þeim
kvikmyndum leikstýrði landi
hennar, Robert Rodriques.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Háðung
Laugarásbíó: Lygari, lygari
Kringlubíó: Veislan mikla
Saga-bíó: Lesið í snjóinn
Bíóhöllin: Michael
Bíóborgin: Donnie Brasco
Regnboginn: Supercop
Stjörnubíó: Einnar nætur gaman
4
Krossgátan
ar, 11 til, 12 skjálfta, 15 látbragð, 16
vaxa, 17 geð, 19 ónefhdur, 20 flas, 21
veðmæti.
Lóðrétt: 1 lát, 2 ílát, 3 plantan, 4
mynni, 5 sefur, 6 skel, 7 framfarir, 13
ástundunarsöm, 14 eyktamarki, 15
espa, 16 drunur, 18 rykkorn.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 staup, 6 óa, 8 væg, 9 rest,
10 ælir, 11 nam, 13 laginn, 15 unaðs,
18 ná, 19 gári, 20 kul, 21 óð, 22 mjór.
Lóðrétt: 1 svælu, 2 tæla, 3 agi, 4 ur-
riði, 5 penn, 6 ósannur, 7 at, 12
mjálm, 14 garm, 16 náð, 17 skó, 19 gó.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 132
16.05.1997 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 69,980 70,340 71,810
Pund 114,920 115,500 116,580
Kan. dollar 50,970 51,290 51,360
Dönsk kr. 10,8130 10,8700 10,8940
Norsk kr 9,9100 9,9640 10,1310
Sænsk kr. 9,1960 9,2460 9,2080
Fi. mark 13,6360 13,7160 13,8070
Fra. franki 12,2260 12,2960 12,3030
Belg. franki 1,9934 2,0054 2,0108
Sviss. franki 48,8800 49,1500 48,7600
Holl. gyllini 36,6200 36,8400 36,8800
Þýskt mark 41,1900 41,4000 41,4700
ít. líra 0,04176 0,04202 0,04181
Aust. sch. 5,8490 5,8850 5,8940
Port. escudo 0,4078 0,4104 0,4138
Spá. peseti 0,4879 0,4909 0,4921
Jap. yen 0,60450 0,60820 0,56680
írskt pund 106,800 107,470 110,700
SDR 96,99000 97,58000 97,97000
ECU 80,3700 80,8500 80,9400
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270