Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 ^enning u eftir unglinga um unglinga og fyrir ungiinga. Norræna hús- ið 1996 Hundrað þúsund manns komu í Norræna húsið í Reykjavík í fyrra, enda bauð húsið upp á alls 500 viðburði - um það bil einn og hálfan á dag ef hátíðisdagar eru frá- taldir. Þar að auki stóð húsið að viðburðum í sjö bæjum utan Reykjavíkur og níu borgum utan íslands. Ekki er að undra þótt húsið hafi farið fram úr rekstrarfjárupphæð- inni sem er 5 milljónir danskra króna. Þrjár og hálfa milljón þurfti að sækja til annarra aðila. Torben Rasmussen hefur nú stýrt húsinu í á fjórða ár og hefur það sjaldan verið eins lifandi og þann tíma. Hann hverfur héðan um næstu áramót og ung fmnsk kona tekur við, Riitta Heinamaa, leiklistarskóla- stjóri frá Helsinki. í viðtali við hana í Morgunblaðinu 7. maí kemur fram að hún kann vel að meta fjölbreytnina í starfsemi hússins og hyggst halda henni við. Kannski fáum við meiri leiklist þar úr því að nýi forstöðumaðurinn kemur úr þeim geira menn- ingarlífsins. Meðal helstu viðburða árs- ins 1996, samkvæmt árs- skýrslu Torbens Rasmus- sens, var íslandskynning í Norður-Noregi í júní sem 35 íslenskir listamenn tóku þátt í. Tvö námskeið voru haldin fyrir ungt fólk á aldrinum 16-19 ára í fjölmiðlafræði, blaðamennsku, listasögu og fleira. Sams konar námskeið voru haldin á Grænlandi og í Færeyjum og hópamir gefa saman út blaðið OZON sem er dreift í menntaskóla í öll- um löndumun. Verkefnis- stjóri er Oddur Albertsson og það heldur áíram að minnsta kosti til ársloka 1998. Fyrirlestraröð var í þriðja sinn haldin um arkitektúr í samvinnu við Kjarvalsstaði og Arkitektafélag íslands og þessir aðilar gáfu út leiðsögu- bækling um arkitektúr í Reykjavík. í september voru haldnar námstefnur fyrir 70 norræna menningarblaðamenn og 20 listgagnrýnendur hvaðanæva að úr Evrópu með fyrirlestr- um og umræðum. Einn og hálfan dag hittust námstefn- umar í Norræna húsinu og höfðu þar sameiginlega dag- skrá. í húsinu vom haldnar 22 listsýningar listamanna frá flestum Norðurlöndum sem sýndu málverk, högg- myndir, ljósmyndir, gler, keramík, grafik, tekstíl og arkitektúr. Tónlist skipar veglegan sess í húsinu; til dæmis vom Norrænir músíkdagar að hluta haldnir þar. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Það sem við stöndum á Sigrún Eldjárn sýn- ir á Sjónarhóli þessar vikurnar málverk af kunnuglegu fólki frá fyrri sýningum henn- ar en sem nú stendur iðulega á traustum háiun veggjum úr grjóti í framandi lit með framandi graffiti. Hvaða fólk er þetta og hvaðan kemur það? „Þetta er mitt fólk,“ segir Sigrún. „Það hafa nánast alltaf ver- ið mannverur í mynd- unum mínum. Þegar ég fór að mála fyrir um það bil tíu árum voru þessar verur pinulitlar að þvælast á hættulegum stöðum, í klettum og klungri. Síðan hefur fólkið smám saman verið að stækka og koma nær. Þetta er einfaldlega fólkið í kringum mig, karlar, konur og böm, ungir og gamlir íslendingar. Það hefur mikið rými í kringum sig'éins og við höfum hér, himin, jörð og vatn. Það er smátt og fátt, litið í stóru landi, stórum heimi. Eins og ég skynja mína listsköpun þá hefur þar ver- ið samfeild þróun, ekki beint neinar kúvendingar. Aðr- ir kunna að sjá áberandi breytingar en fyrir mér er þetta allt tengt. Það sem hefúr gerst frá síðustu sýningu minni fyrir tveimur árum er að Rómaborg laumaðist inn á málverkin án þess þó að ýta burt öllu sem fyrir var. Ég dvaldi í Róm einn mánuð í fyrra til að hugsa og upplifa, safna í sarpinn. Áletranir á veggjum og stein- brotum og snjáðir jarðlitir á húsveggjum höfðuðu sterkt til mín og vildu fá að vera með.“ - Áletranimar eru á latínu - ertu latínulærð? „Ég var í fommáladeild í MR fyrir ótrúlega löngu og lærði latínu þar, en það er ekki þar með sagt að ég kunni hana enn. Latneska letrið á myndunum er mest- megnis af legsteinum og minnismerkjum og ég skil sumt - en 1 raun og veru skiptir ekki máli hvað þetta Sigrún Eldjárn - fólk, hlýir litir og himinblámi. þýðir heldur blær- inn sem fylgir þessu letri, þessari menn- ingu. Síðan tefli ég íslensku rúnaletri og tréristum á móti með sínum andblæ og læt þessa tvo þætti fortíðar vinna saman. Allt þetta myndar grunninn undir lífi okkar og menningu, þetta er það sem við stöndum á. Á þessu stendur fólkið á myndun- um.“ - Svo eru gamlar heimsslitamyndir inni á smnum mynd- unum. Nálgast heimsendir? „Nei, ég hef fulla trú á því að heimurinn muni standa. Þessar myndh eru af Flat- artungufj ölunum og ég nota þær ásamt rúnunum sem foman íslenskan efnivið. Ég er auk þess-alin upp hjá þessum fjölum á Þjóðminjasafninu. Málverkin mín eru fyrst og fremst myndir sem eiga að standa fyrir sínu án allra útskýringa. En það er hið besta mál ef menn geta fundið boðskap í þeim og túlk- að á sinn hátt.“ - Ætlarðu að fylgja þessu fóiki áfram eða verður það eftir hér? „Ég mun áreiðanlega fylgja því áfram. En veit ekki alveg hvert ég fer með því en líklega einhvern hliðar- veg út frá þessari braut. Við sjáum til hvort letrið held- ur áfram en það er ljóst að vatn og fólk sem speglast í því verður þarna á sveimi. Form sem leysast upp í vatni. Líka bláminn sem hefur fylgt mér, blámi him- ins, fjalla og vatna. Annars er best að tala sem minnst um verk sem enn eru ógerð en láta þau frek- ar tala þegar þehra tími kernur." Sýning Sigrúnar er á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, til 25. maí og er opin fímmtudaga til sunnudaga kl. 14- 18. Hún verður opin á annan í hvítasunnu. DV-mynd Hilmar Þór Tvíleikur upp úr Njálu Louisa heiðruð Eins og frá hefur verið skýrt á þessum vettvangi varð Louisa Matth- íasdótth listmálari áttræð á árinu og hefur verið haldið upp á það með ýmsum hætti í Bandaríkjunum þar sem hún býr. Gallerí hennar í New York, Santander O’Reilly, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar í borg- inni, tók saman litla yfirlitssýningu á verkum hennar sem hefur farið víða, meðal annars til Flórída, Was- hington og Pennsylvaníu og verður send áfram, til dæmis til Seattle. í New York var sýningin sett upp í The New York Studio of Drawing, Painting and Sculpture og þar stóð gallerí Louisu íyrh tveimur uppá- komum í mars í samvinnu við Amer- ican-Scandinavian Foundation. Aðal- steinn Ingólfsson hélt fyrhlestur 24. mars og gerði grein fyrh æskuverk- um Louisu og þróuninni í myndlist hennar áður en hún fluttist vestur 1943. Húsfyllir var enda efiiið áhuga- vert fyrir bandaríska listfræðinga og aðra áhugamenn sem ekki þekkja þetta skeið í lifi og ferli listakonunn- ar. Þremur dögum seinna voru pall- borðsumræður fyrir fullu húsi með Aðalsteini, Jed Perl gagnrýnanda og Nicholas Fox Weber listfræöingi. Að- alsteinn gerði grein fyrir sérstöðu Louisu innan íslenskrar myndlistar en Perl og Weber ræddu um mynd- list hennar í bandarísku samhengi. Þeir luku báðir lofsorði á Louisu sem þeh kölluðu „fremsta fígúratíva list- málara sinnar kynslóðar í Banda- ríkjunum”. Áhorfendur spurðu margs á eftir, bæði um „íslensk" sér- einkenni Louisu og þá fagurfræði sem hún er fulitrúi fyrir. Menningarsíðan hefur hlerað að í bígerð sé stór bók um Louisu á ensku og íslensku þar sem verður viðamikil ævisaga hennar, byggð á viötölum við hana, og greinar um list hennar efth listíræðinga beggja heimalanda hennar. „Hugmyndin er níu ára gömul. Ég var kominn með hana í magann þegar ég útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum: Að gera sýn- ingu úr Njálu. Og ekki sá fyrsti sem dettur það í hug!“ segh Stefán Strn-la Siguijónsson leikari, ann- ar aðalaðstandandi Gall- erýs Njálu sem hefur fengið styrk frá mennta- málaráðuneytinu og Reykjavíkurborg til að láta drauminn rætast. „Ég byrjaði fljótlega að safha um mig listafólki til að vinna að sýningu þar sem myndlist, tónlist og leiklist væru í jafhvægi - ekki tvær listgreinar sem skraut kringum þá þriðju," heidur Stefán Sturla áfram. „Helgi Skúlason, Bryndís Peha og Hilmar Örn voru í fyrsta hópnum - þá ætlaði Helgi að lesa valda kafla úr sögunni og það átti að leika tónlist undir og dansa og mála í leiðinni á hvítan shiga. En þetta varð of flókið og hugmyndin lá niðri í nokkur ár, rumskaði þó við og við en aldrei fengust peningar til að gera neitt af- drifaríkt. Fyrh þrem árum fékk ég þá hugmynd að búa til ein- leik þar sem sagan yrði útgangspunktur í nýtt verk. Þetta nefndi ég við Hlín Agnarsdóttur, sem ég hafði séð gera góða hluti, og henni fannst hugmyndin fráleit. Að gera einleik upp úr sögu með 600 persónum! En ég bað hana að lesa Njálu með þetta í huga og hún tók hana með sér til Malaga. Þar féll hún fyrir sögunni, sann- færðist um kosti hugmyndarinnar og fyrh ári byijuð- um við að vinna. Síðan höfum við hist nánast á hveij- um degi og unnið að handriti upp úr Njálu.“ Hlín verður líka leik- stjóri sýningarinnar. Formið er ekki lengur einleikur heldur tví- leikur, innblásinn af Njálu. Hann gerist í nú- tímanum og íjallar um Júlíus Sveinsson, sjálf- menntaðan myndlistar- mann og rútubílstjóra sem hefúr ekið ferða- mönnum á Njáluslóðh svo lengi að hann kann söguna utanbókar. í einni ferð á Njáluslóðir kynnist hann Hafdísi Hafsteinsdóttur sem hefur mikil og óvænt áhrif á hann. Leikurinn gerist heima hjá Júliusi slðustu stundimar áður en hann opnar málverkasýningu með verkum innblásnum af Njálu og endar á því að gesth ganga inn á mál- verkasýninguna. Stefán Sturla leikur sjálfur Júlíus, Hafdísi leikur Sigrún Gylfadótt- h, nýlega útskrifuð úr leiklistarskóla í Banda- rikjunum. - Em þau ekkert smeyk um að verða borin saman við Ormstungu? „Nei, maður á ekki að hafa áhyggjur af öðram leik- sýningum. Hver leiksýning styður aðra, einkum ef það eru góðar sýningar." Efth níu ára meðgöngutíma kemst Njála Stefáns Sturlu vonandi á svið í haust. Stígur Steinþórsson ger- h leikmynd og búninga, Gabríela Friðriksdóttir málar málverkin fyrir Júlíus, Guðni Franzson semur tónlist og Alfreð Sturla Böðvarsson hannar ljós. Samstarfsum- leitanh við stóra leikhúsin eru í gangi því enn hafa at- vinnuleikhópar engan stað til að sýna á í höfuðborg- inni. Áætlaður framsýningardagur er 3. október. Stefán Sturla Sigurjónsson - átti sér draum. DV-mynd E.ÓI. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og tvöföld Louisa í New York í mars. Kirkjulistahátíð hefst í Fjörkálfinum er sagt frá Khkju- listahátíð í Hallgrímskirkju en hún verður sett við hátíðarmessu í kirkj- unni á hvítasunnudag kl. 11. Séra Karl Sigurbjörnsson predikar og þjónar fyrh altari ásamt séra Sigurði Pálssyni. Hallgrímur og Indriði Meðal margra athyglisverðra dag- skrárliða rásar 1 um hátíðina minn- um við á tveggja tima dagskrá frá ráðstefnu um Hallgrím Pétursson sem haldin var í mars á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals. Þar voru haldin mörg erindi sem unnið verður úr í þættinum. Hann er á dag- skrá á sunnudaginn kl. 16.05. Kl. 14 á mánudag- inn verður dagskrí um Ind riða G Þor- steins- son rit höfund í Gylfa Gröndal: „Hér á enginn heima." Gylfi ræðh við Indriða um líf hans og starf en Gunnar Stefáns- son bókmenntafræðingur fjallar um skáldskap hans. Skáldið les líka úr verkum sínum og flutt verður brot úr leikriti sem Gísli Halldórsson gerði árið 1959 eftir tímamótaskáld- sögunni Sjötíu og níu af stöðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.