Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Misheppnuð grænhöfðska Frammistaða íslendinga í aðstoð við fátækar þjóðir, sem kerfið kallar víst þróimarlönd, hefur verið afar aum- ingjaleg þrátt fyrir mannalæti í samþykktum Alþingis. Aðstoðin, sem veitt hefur verið síðustu áratugina, hefur aðeins verið brot af þeirri fjárhæð sem stjómvöld hafa með einum eða öðrum hætti lofað, og er það út af fyrir sig til lítils sóma. Ný skýrsla um árangurinn af þeirri að- stoð sem þó hefur verið veitt bendir hins vegar til að sú vanræksla hafi engu breytt um lífskjör fólks í fátækum löndum en sparað íslenskum skattborgurum stórfé. Að sjálfsögðu ber íslendingum að aðstoða fátæka með- bræður sína sem búa við hörmuleg lífskjör víða í þriðja heiminum, ekki síst í Afríku. Það er einfaldlega skylda okkar sem erum rík á alþjóðlegan mælikvarða. Þótt gæð- unum sé vissulega misskipt meðal landsmanna er þjóð- in sem heild vellauðug samanborið við allan almenning í Afríku. Af þessum sökum ber okkur eins og öðrum vel stæðum þjóðum að hjálpa meðbræðrum okkar til sjálfs- hjálpar. Þetta hafa stjómvöld lengi viðurkennt og geng- ist undir alþjóðlegar skuldbindingar um að verja tiltekn- um hluta þjóðarteknanna til aðstoðar við fátæk ríki. í lögum sem Alþingi setti árið 1971 var samþykkt að fram- lög íslendinga til þessara mála skyldu nema 0,7 af hundraði þjóðarframleiðslunnar. Árið 1985 var þetta ít- rekað með þingsályktun, en þá gefin sjö ár til að ná markmiðinu. Reyndin er sú að á yfirstandandi ári mun þróunaraðstoðin nema um 0,1 af hundraði þjóðarfram- leiðslunnar. Samþykktir Alþingis hafa því reynst mark- leysa, eins og Jónas Haralz, fyrrum bankastjóri Lands- banka íslands, segir í nýrri skýrslu. Aðstoðin sem íslendingar hafa þó veitt hefur verið með tvennum hætti, eins og hjá öðrum vestrænum þjóð- um. Annars vegar með þátttöku í sameiginlegum aðgerð- um alþjóðlegra stofhana. Hins vegar með beinum tví- hliða samningum við einstök lönd í Afríku. Skýrsla Jónasar Haralz sýnir að tvíhliða aðstoðin hef- ur að langmestu leyti misheppnast. Það kemur margt til að hans mati, ekki síst ófullnægjandi undirbúningur verkefnanna áður en rokið hefur verið af stað í fram- kvæmdir. „Stefnumörkun hefur ekki ætíð verið skýr, samráð við heimamenn ekki alltaf nægilegt, né verklýs- ingar og starfsreglur eins greinilegar og skyldi. Nokkurs bráðræðis hefur gætt við að hrinda framkvæmdum af stað eftir áeggjan heimamanna. Þá hefur ekki alltaf ver- ið fast eftir því gengið að skyldur samstarfsaðila væru ótvíræðar og við þær staðið,“ segir skýrsluhöfundur. Þetta á ekki síst við um stærsta þróunarverkefnið sem var uppbygging sjávarútvegs á Grænhöfðaeyjum. Það hefur gengið „hörmulega illa“ segir í skýrslunni. Sem kannski heföi mátt vera fyrirsjáanlegt þar sem við þess- ar eyjar virðist skorta það sem yfirleitt er talið nauðsyn- legt til að byggja upp sjávarútveg - það er að segja fisk. í þessu sambandi er auðvitað sanngjamt að geta þess að nágrannaþjóðir íslendinga hafa einnig gert alvarleg mistök í aðstoð sinni við þróunarlöndin. Fjármunir sem hefðu getað skipt fátæktu fólki í Afríku og víðar miklu máli hafa í mörgum tilvikum ekki leitt til neinna slíkra umbóta. Mistök annarra draga hins vegar ekki úr þeim kröfum sem gera verður til íslenskrar þróunaraðstoðar. Hún verður að vera svo rækilega undirbúin að yfirgnæf- andi líkur séu til þess að verkefnin komi alþýðu manna til góða. Þjóðin mun ekki sjá eftir auknum fjármunum í verkefni sem bera sýnilegan árangur í lífskjörum fólks. En grænhöfðskunni verður að linna. Elías Snæland Jónsson 3 I' B • ■' Sumarið er aðeins 24 klukkustundir héðan. - Frá Sidney f Ástralíu. Skraddaraþankar um ísland Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur ímynda mér að hægt sé að lifa alveg tilgangs- lausu lífi á Hawai og Tahiti - það er segja til- gangurinn sé þar svo augljóslega fólginn í líf- inu sjálfu - á íslandi aftur á móti þurfi að meina eitthvað með því. Ef markmiðiö er aö njóta sólar þá gefur augaleið að ísland er ekki landið. En hvað skyldi þá vera mark- miðið? Hvað er það sem heldur íslending- um við efnið umfram frændgarð og fasteign- ir? Hér er ekki bað- strönd með mjúkum, „Eg held að lífíð á Islandi þurfí fyrst og fremst að vera skemmti* legt. Það er að segja: að það þurfí að vera gaman að lifa því. “ Á dögunum hirt- ist athyglisvert við- tal í Morgunblaðinu við miðaldra hjón, íslensk, sem höfðu ung flutt búferlum til Ástralíu. Þetta var árið 1969 þegar krakkið mikla hitti ísland með brott- hvarfi síldarinnar og þjóðin gapti eins og þorskur á þurru landi. En það bar til um þessar mundir að agentar komu frá Ástralíu og boðuðu fólk til fundar við sig á Hótel Sögu, bjóðandi frítt far suður gegn tveggja ára vinnudvöl. Kærustuparið unga tók áskonm- inni og eyddi næstu sex árum í Ástralíu. Eftir það varð ekki aftur snúið. Þau gerðu að vísu eina tilraun til að koma heim en entust ekki nema i fimm ár. „Það var bara ekki hægt að vera þar lengur," játar maðurinn, „ekki eft- ir að maður vissi hvemig líflð gat verið.“ Og blaðamaðurinn bætir við frá eigin brjósti: „Eigin- lega er ótrúlegt að einhverjir skuli fást til að búa héma yfir vetrar- tímann þegar sumarið er aðeins 24 klst. í burtu.“ Hvert er markmiðið? Þessi athugasemd blaðamanns- ins rifjaði upp línu úr gömlu bítla- lagi: „I’ll fohow the sun...“ - þessi möguleiki að vera alltaf sólarmeg- in í lífinu. Og í framhaldi af því: hvemig stendur ísland andspænis þessari áskorun? Ætli það sé ekki eitt af sérkenn- um þess að vera íslendingur aö það skuli þurfa réttlætingu? Ég hlýjum sandi, heldur ekki æsilegt mannlíf á torgum og grilldagar helst til fáir. - Hvað er það þá? Það er okkar eigin saga sem leggur okkur tilganginn upp í hendur. Hún er hinn andlegi golfstraumur sem gerir landið byggilegt. Hún er það talnaband sem við þurfum í sífellu að vera að handfjatla. Ég held að lífíð á ís- landi þurfi fyrst og fremst að vera skemmtilegt. Það er að segja: að það þurfl að vera gaman að lifa því. Helst þyrfti að hríslast um fólk fógnuður yfir að vera þátttakandi í þessari tilraun alveg frá því að það lítur dagsins ljós á morgnana. Of grunnt róið En hver er reyndin? í vikunni heyrði ég einn af okkar allrafær- ustu kvikmyndagerðarmönnum á sviði heimildamynda segja frá hugmynd sem hann hefur verið að útfæra árum saman: að gera ís- landssögunni skil í samhangandi þáttaröð sem væri tilbúin til sýn- ingar á mótum nýrrar aldar - sem jafnframt ber upp á tímamót í sögu þjóðarinnar: 1000 ára kristni. Það væri of grunnt róið að segja að hann hefði komið að lokuðum dyrum, veggurinn var heill. Þessi hugmynd, jafn blátt áfram sjálf- sögð og hún er, á ekki möguleika á að rætast. í fyrsta lagi er hún ekki úr steinsteypu, hún er ekki einu sinni úr gleri sem væri hægt að flytja til landsins og tildra utan á einhverja vel valda byggingu. Hún er hvorki seiði né minkur og myndi kosta sem svarar stríösút- gjöldum vegna nagladekkja Reyk- víkinga í heilan vetur. Ekki lengur ránsfengur Samkvæmt þvi höfum ekki leng- ur ráð á okkar eigin sögu. Þetta með öðru færir okkur heim sanninn um hve samstillt átak er nauðsynleg forsenda þess að hér sé lífvænt í landi. Að við sem þjóð erum minnsta hugsan- lega eining möguleg. Sú sundrungarþula sem ríkj- andi öfl þylja aftur á móti af mestu offorsi nú um stundir hljóðar eitt- hvað á þessa leið: „Við erum svo spilltir að við mergsjúgum ykkur og stelum öllu steini léttara. Þess vegna fer betur á því að þið fáið okkur þjóðarauðinn til fullrar eignar, hann væri þá ekki lengur ránsfengur. Síðan gætuð þið verið á sendisveinakaupi myrkranna á milli í vel einkareknu fyrirtæki." Nei vinir, ekki þessa tóna, held- ur Jónas Hallgrimsson: Lýður landráður léttu nú svefnhettu enn er nóg að vinna einum er starf meinað. (Úr Magnúsarkviðu). Pétur Gunnarsson Skoðanir annarra Sjálfræðisaldur „Ráögjöf, vemd og úrræði fyrir unglinga sem þurfa aö brjótast undan ofríki og misnotkun verða að vera ljós og tiltæk þeim sem þurfa. Því er hækkun sjálf- ræðisaldurs alls ekki einhliða ákvörðun um að færa meiri ábyrgð til foreldra. Nú hafa yfirvöld axlað ábyrgð á þeim unglingum, 16-18 ára, sem kunna að eiga undir högg að sækja heima hjá sér. Sjálfræðis- svipting ungmenna á þessum aldri er rétt, en kailar á mikla ábyrgðartilfinningu þeirra sem að standa." Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 15. maí. Verkfall á Vestfjörðum „Verkfallsmenn á Vestfjörðum era með lögin og hinn siðferðilega rétt sín megin. Vinnuveitendur hafa gripið til verkfallsbrota, sem forysta Alþýðu- sambandsins kveður óhikað vera lagabrot.... Þaö má aldrei gerast, að vinnuveitendur nái að brjóta niður baráttuþrek verkfallsmanna á Vestfjörðum með að- stoð annarra verkamanna. Sjálfsvirðing verkalýðs- hreyfingarinnar er í húfi. Það er athyglivert, að á þeim fjórum vikum sem liðnar eru frá því verkfallið hófst, þá hafa aðildarfélög Alþýðusambandsins ekki gefið félögum sínum á Vestfjörðum túskilding með gati í magra verkfallssjóði. Hins vegar hafa kennar- ar gefið þeim tvær milíjónir króna.“ Úr forystugrein Alþbl. 15. maí. Aðhald og samkeppni „Það er út af fyrir sig mikill árangur að það skuli hafa tekist að ná almennri kjarasátt á vinnumarkaði næstu þrjú árin að mestu án átaka. í því sambandi eru þó kannski merkustu tíðindin að það skuli hafa tekist án þess að efnahagslífið hafi verið sett á hlið- ina.... Kostnaðarhækkunum verður að mæta með hagræöingu og rekstraraðhaldi ef ekki á illa að fara.... Það er um að gera að nýta vel þann vinnufriö sem kjarasamningar til þriggja ára gefa.“ HJ í Viðskipti/Atvlnnulíf Mbl. 15. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.