Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Neytendur DV Verðkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna: Verðmunur milli landsbyggöar og lágvöruverðs- verslana minnkar DV, Akureyri: „Það er ljóst að lægsta verð í stór- mörkuðunum hefur hækkað, þeir hafa sprungið á limminu en það hef- ur líka gerst að verslanimar með hæsta verðið hafa lækkað verð sitt. Það er því ekki eins mikill munur á lágvömverðsverslunum og verslun- um á landsbyggðinni og var í könn- uninni í nóvember á siðasta ári,“ segir Vilhjálmur Ingi Ámason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, um verðkönnun Neyt- endasamtakanna og verkalýðsfélag- anna sem er nýlokið. Könnunin náði til 128 vörutegunda í 54 mat- vöruverslunum um allt land. Við samanburð könnunarinnar og þeirrar sem gerð var í nóvember kemur í ljós að lægsta verð vöra sem yfirleitt er að finna í lágvöm- verðsverslun eða stórmörkuðum hefur að jafnaði hækkað um 5,2% en á sama tíma hefur hæsta verð, Neytendasamtökin og verkalýðsfélögin gerðu verðkönnun á 127 vörutegundum í 53 verslunum um allt land. Færsla af debetreikningi tafðist í þrjá mánuði: sem yfirleitt er að fmna í verslun- um á landsbyggðinni, lækkað um 2,5%. En vegna þess hversu margar verslanirir aðrar en þær ódýrustu hafa lækkað verðið lækkar sameig- inlegt meðalverð allra vöruflokka um 1,1%. Bónus í Holtagörðum er með lægsta vöruverðið þótt verðið þar hafi hækkað örlítið gagnvart öðrum verslunum. Vöruverð í KEA-Nettó á Akureyri er 7% hærra en í Bónusi en síðan koma Kaskó í Reykjanes- bæ 9% yfir Bónus og Fjarðarkaup í Hafnarfírði 15% yfir Bónus. Vil- hjálmur Ingi segir það meðal athygl- isverðustu niðurstaðna könnunar- inar hvað Kaskó og Fjarðarkaup hafa lækkað vömverð sitt gagnvart Bónusi. Þá geta ísflrðingar vel við unað en með tilkomu Samkaupa til ísa- fjarðar geta íbúar þar nú verslað á stórmarkaðsverði og munar um 20% á verði Samkaupa þar nú og á Vöruvali á ísafirði í könnuninni í nóvember. Á Norðurlandi ber KEA-Nettó sem fyrr höfuð og herðar yfir aðrar verslanir. Þar hafa þó ýmsir gert vel síðan í nóvemberkönnuninni, s.s. verslunin í Ásbyrgi en þar hefur vöruverð lækkað um 20% milli kannana. Ef litið er á einstaka vöruflokka kemur í ljós sláandi munur á hæsta verði og því lægsta. Óskemmdar gullauga kartöflur voru t.d. ódýrast- ar 29 krónur en dýrastar 160 krónur og munar þar 452%. Gróft salt var ódýrast á 22 krónur en dýrast 78 krónur og þar munar 255%. Á eld- húspappír munaði 241% á hæsta og lægsta verði, á gulrófum munaði 202%, á Campell’s aspassúpu mun- aði 193%, á klósettpappír munaði 180% og á 29 vörutegundum af þeim 128 vörutegundum sem teknar voru í könnunina var munur á hæsta og lægsta verði yfir 100%. -gk Fólk verður að fylgjast vel með reikningum sínum DV, Akureyri: „Fólk þarf greinilega að gæta vel að og fylgjast vel með hvernig færslur þess á debetkortum skila sér því nú höfum við hæöi dæmi um það að færslur skili sér ekki fyrr en mánuðum eftir að úttekt hefur farið fram og eins hitt að út- tektir séu margfærðar," segir Vil- hjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis. Fyrir skömmu var sagt frá því í DV að maður, sem verslaði við bensínsöluna Orkuna, varð fyrir því að 2.467 króna bensínúttekt hans var færð fjórum sinnum á reikning mannsins. Vilhjálmur Ingi segist hafa undir höndum dæmi um að maður, sem keypti bensin fyrir ákveðna upphæð, varð fyrir því að færslan af reikningi hans kom ekki fyrr en þremur mánuðum síðar og gerði það að verkum að maðurinn fór í óheimil- an yfirdrátt á reikningi sínum. „Við sjáum að þessar rafrænu færslur geta brugðist, þetta er ekki skothelt kerfi og fólk verður bara að vera á varðbergi og fylgjast vel með færslum á debetreikningum sínum,“ segir Vilhjálmur Ingi. -gk Verðstuðull verslana - meðaltal 100 - O 20 40 60 80 ÍOO 120 Bónus, Holtagöröum KEA Nettó KASKO, Reykjanesbæ Fjaröarkaup, Hafnarfiröi Skagfiröingabúö Samkaup, Reykjanesbæ KEA, Hrísalundi Samkaup, Hafnarfiröi Hagkaup, Akureyri 10- 11, Engihjalla KÞ Þingey, Húsavík Hagkaup, Kringlunni Samkaup, ísafiröi Hagkaup, Reykjanesbæ Kjar-Val, Selfossi Nóatún JL-húsi, Hringbraut Kaupgaröur, Mjódd Valberg, Ólafsfiröi KÁ, Hellu KÁ, Hvolsvelli KÁ, Strandvegi, Vestmannaeyjum KÁ, Goöahrauni, Vestmannaeyjum KÁ, Selfossi KS, Varmahlíö KÞ Matbær, Húsavík Kaupfélag Héraösbúa, Egilsstööum Vöruval, ísafiröi KEA, Ólafsfiröi Kjörbúöin Kaupangi Hlíöarkaup, Sauöárkróki 11- 11, Þverbrekku, Kópavogi Vísir, Blönduósi Vöruval, Vestmannaeyjum KEA, Byggöavegi KEA, Dalvík KÞ, Mývatni Urö, Raufarhöfn Hagabúöin, Hjaröarhaga KASK, Höfn Verslunin Nesjum, Hornafiröi K.H., Blönduósi Breiöholtskjör, Arnarbakka Lóniö, Þórshöfn Lykill, Fellabæ, Egilsstööum 10-10, Höfn Bakki, Kópaskeri Verslunin Ásbyrgi Matvörubúöin, Sauöárkróki Kaupfélag Steingrímsfjaröar Kaupfélag Súöavíkur Búöin okkar, Suöureyri Hornabær, Hornafiröi Félagskaup, Flateyri 76,40 81,60 83,10 88,00 92, 92 93 93 93 93 93 10 90 50 ,50 ,60 60 70 93,90 93,90 94,20 95,60 96,30 96,40 96,40 97 97,90 98,00 98,00 98,20 98,50 98.80 99.80 99,90 100,20 100,40 100,60 1 101,60 102,20 103,00 103,90 104,50 104,50 1 * j ...—, .. i i 105,30 105,50 106,20 106,70 106,80 107,80 107,90 108,70 109,80 110,00 111,30 112,10 112,10 112,20 112,60 113,50 114,80 Líftryggingar í Danmörku: Hærri iðgjöld til þeirra sem reykja Dönsku neyt- endasamtökin hafa samþykkt að líftrygginga- félögum þar í landi sé heimilt að krefjast hærri iðgjalda hjá þeim sem reykja. Þetta er alger stefnu- breyting hjá neytendasam- tökunum þvi í fýrra lýstu þau yfir því að slík mismununum væri ólögleg. Viðhorfsbreyt- ing neytendasamtakanna er sögð vera í takt við almenna andstöðu gegn reykingum í samfélaginu. Þegar hafa tvö líftryggingafélög í Danmörku rið- ið á vaðiö með tverrns konar gjaldskrá til reyklausra og þeirra sem reykja. Fleiri eru að sigla í kjölfarið, segir í frétt í Politi- ken. Að sögn Hjalta Pálsson- ar, lögfræðings Neytendasam- takanna, hefur slíkt mál ekki borist á borð íslensku neyt- endasamtakanna. Hvort þessi stefnubreyting í Danmörku hefði eitthvað að segja hér á landi vildi hann ekki tjá sig um. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.