Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 Spurningin Hver er uppáhaldssjón- varpsþátturinn þinn? Svanhildur Guðmundsdóttir hús- móðir: Bráðavaktin. Margrét Huld Guðmundsdóttir húsmóðir: Bráðavaktin og Fjör á fjölbraut. Pétur Sigurðsson nemi: Melrose Place. Ágúst Guðmundsson slæpingi: Fréttir. Sigfús Sverrisson framkvæmda- stjóri: Handlaginn heimilisfaðir. Vilborg Jóhannesdóttir flug- freyja: Ég er aldrei heima og horfi því ekkert á sjónvarp. Lesendur Fjölskylduhlaup í Kópavogi: Höföu ekki efni á að vera með Sigurður Gunnsteinsson, faðir og áhugamaður um ungt fólk, skrif- ar: Bæjarfélög eiga að gefa sinum fjölskyldum tækifæri á að stunda heilbrigða útivist og íþróttir án þess að það verði þeim um megn vegna peningaplokks. Á sama tima sem þjóðfélagið hefur áhyggjur af því að ungt fólk skuli fara sér að voða með óheilbrigðu líferni, frammámenn hrópa á torgum um úrbætur og sett- ir eru peningar í hin og þessi skrif- finnskubákn, sem skila sjaldan neinu nema nefndarálitum, er fimm manna fjölskyldu í Kópavogi það um megn að taka þátt í „fjölskyldu- hlaupi" sem skóli stendur að. Hún hafði einfaldlega ekki efni á að vera með. Hefðu allir verið með (pabbi, mamma og 3 systkini), hefði ánægjan kostað hátt í 4000 krónur! Þetta er ekki hægt. Væri ekki ódýr- ara fyrir samfélagið að borga fyrir sina yngstu þegna og leyfa þeim að stunda íþróttir og annað heilbrigt félagsstarf ókeypis? Peningaplokk vegna íþrótta er að verða okkur til minnkunar. Það á að gera börnum og unglingum kleift að stunda heilbrigðar íþróttir og eignast um leið dýrmætan tíma þar sem hægt er að læra að byggja sig upp á heilbrigðan hátt og umgang- ast aðra jafnaldra sem hafa jákvæð markmið, þroskast í anda sam- keppni og hvatningar af jákvæðum fyrirmyndum. Bæjarfélög ættu að fara að sinna þessum hlutum betur og gera alla þessa starfsemi ókeypis. Það er til nægur mannafli sem getur sinnt þessu og það er til aðstaða í öllum borgum, bæjum og hreppum á land- inu er stendur ónotuð langtímum saman. Milljónatugir króna eru settir í óskilgreind verkefni og milljónum eytt í stöðnuð kerfi sem eru einsksis annars megandi en að halda úti skrifstofu og fólki á laun- um. Ég skora á bæjarfélög um land allt að snúa sér að því að leyfa böm- um og unglingum að stunda frjálsar íþróttir, fótbolta, handbolta, tennis, golf, hlaup, skátastarf o.fl., o.fl. án þess að greiða krónu. Þeim pening- um væri vel varið. - Sýnum í verki að okkur er ekki sama um yngstu þegna okkar. Togaraelítan á Vestfjörðum - nú er öldin önnur Magnús Magnússon hringdi: Það er af sem áður var á Vest- fjörðunum. Þegar togaraelítan var og hét og réð flestu í krafti afla- fengs og ofurlauna. Þeir færðu heim aflann. Daglaunafólkið vann aflann eða setti í útflutningsgáma. Það var skipt um áhöfn og sú nýkomna af hafi tók sér frí og snaraði sér með konu og böm beint til sólarlanda. Þar var ekki táradalur, bara tekjur og aftur tekjur. Nú er verkfaU vestra. Verk- fallsjakinn þar á bæ er harður og heimtar 100 þúsund krónur fyrir sitt fólk. Það kemst náttúrlega ekki í hálfkvisti við laun togaraelítunn- ar sem var og hét á Vestfjörðum, en það er í áttina. Verkalýðsfor- kólfar annars staðar á landinu sögðu sem svo: Hann Pétur er rugl- aður, heldur hann virkilega að hann komist upp með þetta? Og við nýbúnir að semja um nýja sátt við ráðamenn. Ekki þjóðarsátt en „sátt“ samt. Pétur Vestfjarðajaki stendur á sínu og þeim hefur fækkað í togara- elítunni. Er virkilega allt að fara upp í loft á vinnumarkaðnum aftur vegna kröfu um skitnar 100 þúsund krónur? Mér sýnist það helst. Ferðamenn féflettir á íslandi og gististaðir gefa það ekki eftir Ólíkt höfumst við að í gistigeiranum fyrir ferðamenn. - Fjögurra stjörnu hót- el í Tarragona á Spáni. Gísli Ólafsson skrifar: ^ Sífellt er klifað á því að við eigum að sækja ísland heim (eins og það er nú snjallt slagorð, eða hitt þó held- ur!) og ferðast hér. Venjulegir laun- þegar, margir hverjir, kjósa þó að láta þann þátt liggja milli hluta og fara frekar til útlanda í sumarleyf- inu. Það er að vísu dýrt en viðráð- anlegra en sá kostnaður sem fylgir því að ferðast um ísland. Er það haft eftir hverjum útlendingnum á fætur öðrum að annað eins pen- ingaplokk hafi hann ekki komist í kast við. Ferðast enda með svefn- plássið og matarskammtinn í bak- poka, flestir, til að kljúfa kostnað- inn. Aðallega eru það hótel og mat- sölustaðir sem setja ferðamannin- um hér stólinn fyrir dyrnar. Gisti- staðirnir gefa það ekki eftir. Þeir gististaðir sem maður helst myndi þó nota hér, Edduhótelin, eru verð- lögð á rúmar 7.000 kr. herbergi fyr- ir tvo með baði. Önnur hótel og lík- lega fínni selja herbergið á allt að 11.500 kr. eins og t.d. Hótel KEA. Hótelin í Reykjavík kosta svo allt upp i kr. 16 eða 17.000 kr. með morg- unverði og baði. Auðvitað nær þetta verð ekki nokkurri átt (og ég meina hvergi). Ég var að fá upplýsingar um gisti- verð á hóteli á suðurstrrönd Spánar fari maður á eigin vegum. Þar er fyrirtaks 4 stjörnu hótelherbergi fyrir tvo (með morgunverði og baði að sjálfsögðu) boðið á 12.000 peseta eða u.þ.b 6.000 krónur. Ég læt fylgja með til ykkar bækling frá þessu hót- eli ef þið viljið birta mynd af því. Þetta er nú frekar í dýrari kantin- um eftir því sem ég þekki til á Spáni og 3 stjörnu hótel þar eru flest vel ásættanleg gæðanna vegna. - Ég hef það á tilfinningunni að ferðamenn hér innanlands séu beinlínis féflett- ir og þar séu gististaðimir engir eft- irbátar. DV Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmáls Þórólfur skrifar: Mikill þrýstingur er sagður að taka upp Guðmundar- og Geirf- innsmálið á ný. Ég spyr: Hverjir þrýsta á það? Ég hef engan, sem tengdist þessu máli á sínum tíma, heyrt óska eftir því. Aðeins einn fyrrverandi sakborning. Hann hefur unnið ötulleiga að því að fá málið tekiö upp og kannski verð- ur honum að ósk sinni. Ég efast hins vegar um að nokkur hinna aðilanna, sem tengdust þessu hörmulega máli, vilji gangast undir aðra runu yfírheyrslna og réttarrannsókna. Þær yrði þó að framkvæma upp á nýtt. Veiðileyfagjald að sjálfsögðu Margeir hringdi: Nú er staðfest að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur veiði- leyfagjaldi. Ekki síst eftir þá staðhæfingu sem birt hefur verið að hér megi koma við stórfelld- um skattalækkunum fyrir alla landsmenn. Átt er við tekjuskatt- inn sérstaklega sem hefði í raun átt að vera horfinn að fullu eða lækkaður umtalsvert. Það hefði átt að gera í þeim kjarasamning- um sem nú er verið að ganga frá eða eru í umræðunni. Veiðileyfa- gjaldið er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Erfitt próf og ósanngjarnt Nemandi í 10. bekk skrifar: Svar við bréfi H.S. í DV 6. maí sl. Ég er ein þeirra sem tók sam- ræmda prófið í stærðfræði. Það var afar erfitt próf og rétt svo að þú vitir það fór ég ekki á fyllirí eftir prófin. Ég hef alltaf fengiö 9 og 10 í stæröfræðiprófum og hef alltaf lært heima. Notað hverja helgi til aukatíma með aðstoð pabba míns og frænda. Árangur- inn var sá að ég rétt náði að skrifa síðasta svarið áöur en prófið var rifið af mér. Hafði eng- an tíma til að fara yfir það. Ég hefði vel getað notað klukku- stund í viðbót. Margir náðu ekki að gera 4-5 síðustu dæmin. Próf- ið var erfitt og ósanngjarnt. Söfnunin fyrir Sophiu Elín hringdi: Ég er ekki alveg sátt viö þessa síðustu fjársöfnun fyrir Sophiu Hansen í ljósvakamiölunum. Mér finnst of langt gengið þegar aðstandandi söfnunarinnar er að hvetja persónulega aðila, t.d. heilu skipsáhafnirnar, að manna sig upp í að skrá sig fyrir fjár- upphæðum. Ég held að með þess- ari söfnun sé í raun búið að reka endahnút á söfhunina „Bömin heim“. Þetta er allt orðið klúður. Alveg frá byrjun. Úr því ekki var hægt í upphafi aö þrýsta á tyrk- nesk stjórnvöld með diplómatísk- um hætti þá er það borin von héðan af. Því miður. Já, sannar- lega því miöur. En svona kemur málið mér fyrir sjónir. Fer fréttastofa RÚV senn að Ijúga? Kristján skrifar: í fréttum úr „þrælabúðum" fréttastofu ríkisfjölmiðlanna seg- ir að fréttamenn hafi fengið sig fullsadda af tómlæti yfirstjómar RÚV og trúverðugleiki fréttastof- anna því í hættu. Ég spyr þvi eins og hver annar leikmaður í þessum efnum: Fer þá fréttastofa Ríkisútvarps og Sjónvarps senn að ljúga að okkur í fréttum? Láta sér fátt um finnast sannleiksgildi framborinna frétta? Væri þá ekki betri „Enn ein stöðin“ þeirra Spaugstofumanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.