Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Qupperneq 3
jL>"\T FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 HLJÓMPLjjTU irkHrk Nick Cave & The Bad Seeds - The Boatman s Call ujupur og áheyrilegur Nick Cave kemur rækilega á óvart meö The Boatman’s Call. Hann vakti verðskuldaða at- hygli fyrir nokkrum misserum þegar platan Murder Ballads kom út. Á nýju plötunni er hann alls ekki að vinna út frá þeirri fyrri. Miklu heldur fer hann i allt aðra átt, spyr í text- unum áleitinna spuminga um lifið, ástina og trúmálin í víð- asta skilningi þess orðs. Spuminga sem engin svör fást við í mörgum tiifellum. Spurninga sem sá einn getur spurt sem hugsar töluvert dýpra en gengur og gerist og setur sig inn í talsvert meira en Billbo- ard, Rolling Stone og Q. Að ýmsu leyti minna Nick Cave og The Bad Seeds nokkuð á Leon- ard Cohen og félaga um miðjan síðasta áratug. Tónlistin er lágstemmd á yfirborðinu en undir niðri ólgar allt af tilfinningum og áleitnum umhugsunareöium. Og textar Caves era djúphugsaðari en Cohens ef eitthvað er. Jafnræði er hins vegar með þeim þegar aö því kemur að skreyta textana með laglínum. Þar era báðir lunknir við að raða sam- an hljómum sem festast í vitundina. Munurinn á Murder Ballads og The Boatman’s Cail er mikill. Því verður spennandi að heyra hvaða stefnu Nick Cave tekur á næstu plötu sinni og hvort hann hefúr á henni fundið svör við einhverjum spurningum sem hann veltir fyrir sér á The Boatman’s Call. Ásgeir Tómasson Paul McCartney - Flaming Pie í góðu formi Sir Paul McCartney á tæpast eftir að semja betra lag en Yesterday héðan af. Stöku sinnum tekst honum að kom- ast sæmilega nálægt sinu besta, til dæmis í laginu Beautiful Night á plötunni Flaming Pie. Og satt best að segja er gamli seigur í vel við- unandi formi um þessar mund- ir og óhætt er að fullyrða að nýja platan sé hans besta, að minnsta kosti síðan Flowers in the Dirt kom út 1989. Fólk furðar sig oft á því hvers vegna McCartney hefur látið svo mjög deigan síga síöan hann var fjórðihluti hijómsveitarinnar The Beatles. Ein skýringin er vafalaust sú að hópuriim var óvenju skap- andi og krafan um gæðaefni var slík aö enginn komst upp með að skila öðra en því sem var fyrsta flokks. Annað komst ekki að. Það verður að viðurkennast að Ústrænt gildi þess sem Sir Paul og hans fomu félagar í Beatles hafa látið gefa út frá því að samstarfmu lauk er dálítið minna en þaö sem þeir skiluðu af sér meðan þeir héldu hópinn. Sir Paul getur þó vel imað við útkomuna af Flaming Pie. Hann hljómar afslappaðari en oft áður. Lögin hans rista kannski ekkert átakanlega djúpt en ópusar eins og Young Boy, Beautifúl Night, Sou- venir og Used to Be Bad ættu tæpast að særa nokkurt eyra. Ásgeir Tómasson John Lee Hooker - Don't Look Back Krafturinn þver Platan hefst á drífandi blús- rokkaðri útgáfu Hookers og hljómsveitarinnar Los Lobos á gamla smellinum Dimples sem fyrst heyrðist á plötu 1956. Síð- an er skipt um gír og á hinum lögunum tíu má segja að jafn- ræði ríki milli Hookers og pródúsentsins, Van Morrisons, sem ekki einasta beitir smekk- vísinni til fullnustu til að laga lögin sem best að gamla mann- inmn heldur syngur hann jafii- framt dúett með honum í fjórum lögum og grípur til gítarsins þeg- ar þurfa þykir. John Lee Hooker er kominn fast að áttræðu og krafturinn er ekki sá sami og á árum áður. Dimm og hijúf söngröddin er vissulega enn til staðar og enn getur Hooker impróviserað textann þegar það á viö. Van Morrison hefúr lagt sig í framkróka að með láta það sem enn er til staðar hjá Hooker njóta sín eins og best verður á kosið. Útkoman lætur ljúflega í eyrum. Gleðin yfir ánægjulegu samstarfi skín í gegn og ekki spillir að kempan Charles Brown (76 ára) á fína takta í nokkrum lögum. í Travellin’ Blues nýtur hann sín til dæm- is vel. Þeir sem hafa hlustaö sér til ánægju á The Healer, Mr. Lucky og aðrar plötur sem komið hafa út með John Lee Hooker á síðustu árum heyra á Don’t Look Back að kraftur gamla blúsarans fer þverrandi. En í góðum félagsskap er hann til alls vís nokkur ár í viðbót ef heilsa og kraftar leyfa. Htónlist i7 1 Andraé Crouch, einn þekktasti gospel-tónlistarmaður Bandaríkjanna. Elvis Presley er meðal tónlistarmanna sem hafa flutt lög hans. Þungavigt liarmadarl í gospel-tónlistinni væntanlegur til tónleikahalds Bandaríkjamaðurinn Andraé Crouch, sem oft hefur verið nefndur konungur gospel-tónlist- arinnar, er væntanlegur hingað til lands síðar í mánuðinum. Hann hefur þegar haldið hljóm- leika í fimmtíu og átta löndum og bætir nú íslandi í hópinn. Heim- sóknin hingað er liður í tónleika- ferð um Evrópu þar sem Crouch kynnir nýjustu plötuna sína, Pray. Andraé Crouch hefur verið að um langt árabil. Segja má að fer- illinn hafi byrjað í kirkjunni hjá pabba gamla. Þar var Andraé byrjaður að spila á píanóið níu ára og semja eigin lög. Síðan hef- ur hann sent frá sér fjórtán plöt- ur með eigin efni og hafa lög hans borist víða um heim. Textar hans hafa verið þýddir á tuttugu og tvö tungumál, þar á meðal ís- lensku. Meðal þeirra sem hafa sungið lög eftir Andraé Crouch eru Elvis Presley, Paul Simon, Barbara Mandrell og Joe Sample. Þá hefur Andraé Crouch látið til sín taka sem útsetjari og upp- tökustjóri. Sem slíkur hefur hann unnið með Michael Jackson, Quincy Jones, Madonnu, Diönu Ross, Elton John og Vanessu Williams. Crouch raddsetti til dæmis lagið Man in the Mirror fyrir Michael Jackson. Það var tilnefnt til Grammy-verðlauna á sínum tíma. Crouch hefur reyndar unn- ið til átta Grammy-verðlauna, verið tilnefndur til óskarsverð- launa og hlotið fjöldann allan af minna þekktum viöurkenningum fyrir störf sín. Andraé Crouch ætlar að halda tónleika á Hótel íslandi 27. maí. í för með honum verða orgelleik- ari og söngvari og á tónleikunum fær hann til liðs við sig hljóm- sveit og gospelkór undir stjórn Óskars Einarssonar. í kórnum eru hátt í þrjátíu manns sem hafa æft söngskrána af kappi að undanfornu. Það er verslunin Jatan í Hátúni sem stendur fyrir Underworld heftir hætt viö aö gefa út lög með U2 og Michael Stipe úr REM. Þeir félagar voru langt komnir meö að semja nýtt lag með U2 og búnir að taka upp hluta af myndbandi viö lagið. Enginn (jandskapur er þó á milli sveitanna en vinnan við aö gera lagið gekk einfaldlega ekki upp aö mati allra þeirra sem að því komu. Talsmaður Underworld hefúr lýst því yfir að hugsanlega geri sveitimir eitthvaö saman í framtíöinni en slík samvinna sé þó alls óráðin. Underworld var einnig búin aö sentja lagið Moaner fyrir nýju Batman-myndina (sem kallast Batman & Robin) sem fé- lagamir ætluöu aö láta sjálfan Michael Stipe syngja með söngvara sveitarinnar, Karl tónleikunum og þar eru miðar á þá seldir.- ÁT- þaö enda fannst þeim lagið svo flott meö Hyde einum að þeim fannst einfaldlega ónauðsynlegt að láta söngvara REM syngja í því. Tónlistarannendur geta svo dæmt um hvort t»aö sé rétt þegar lagiö kemur út í júlí. Enn frekari fréttir af Und- erworld: Sveitin er nýbúin að gera lag fyrir myndina A Life Less Ordinary sem Danny Boyle (sá sem leikstýröi Train- spotting) er aö gera þessa dag- ana og kemur í kvikmyndahús 1 árslok. Annars er sveitin að vinna aö.gerö þriðju plötu sinn- ar en síöasta plata sveitarinnar, Second Toughest in the Infants, var afar vinsæl hér á landi. I- ^ - ff .CLLLLLlc-L' Hyde. Þeir ákváðu aö hætta viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.