Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 2
LAUGARDAGUR 31. MAI1997
4J
★
★ '
éttir
* *
Mikiö tjón í Laugardalslaug:
700 tonn af vatni
flæddu úr lauginni
- Smáþjóðaleikarnir gætu raskast vegna slyssins
Slökkviliösmaöur kannar rúöuna sem brotnaöi í sundlauginni.
Kæruleysi í eyðingu efnaglasa:
A glámbekk
í Gufunesi
Mjög mikið tjón varð þegar 700
tonn af vatni fossuðu úr sundlaug-
inni í Laugardal í gærmorgun.
Gluggi í lauginni gaf sig með þeim
afleiðingum að vatnið rann inn í
kjallara. Engin slys urðu á fólki.
Vatnið streymdi óheft inn á
lagnagang í kjallaranum. Allt raf-
magn gaf sig svo ekki var hægt að
nota dælur í sundlauginni. Slökkvi-
lið hóf þegar að dæla vatninu burt.
Gæti raskaö Smáþjóðaleikum
Ljóst er að þetta slys gæti vald-
ið röskun þar sem Smáþjóðaleik-
amir hefjast hér á landi á mánu-
dag. Keppni í sundlauginni átti að
hefjast á miðvikudag samkvæmt
dagskrá leikanna og æfingar
vegna leikanna strax á sunnudag.
Búið er að eyða 22 milljónum í
endurbætur á lauginni á síðustu
tveimur árum. Hún hefur verið
undirbúin sérstaklega fyrir leik-
ana.
„Við vorum á fundi áðan og eftir
hann erum við hóflega bjartsýnir á
að þetta muni bjargast. Nú er verið
að reyna að þurrka rafkerfið og það
skýrist væntanlega ekki fyrr en um
helgina hvort þaö hefur skemmst
eitthvað varanlega. Þetta hefði
getað verið verr og við vonum það
besta,“ sagði Stefán Konráðsson,
framkvæmdastjóri
Smáþjóðaleikanna, við DV í
gærkvöld. Um 400 starfsmenn á veg-
um Reykjavíkurborgar auk slökkvi-
liðs og tækniliðs unnu hörðum
höndum í gær vegna slyssins.
Unniö dag og nótt
„Þetta óhapp kom auðvitað á
slæmum tíma fýrir okkur. Það verð-
Á fimmtudag fundu tveir menn,
sem voru að störfúm í Gufunesi,
gríðarlegt magn af bólusetning-
arsprautum og glösum sem flest
hver voru tóm en höfðu innihaldið
bóluefni. Meðal umbúðanna sem
finna mátti voru glös utan af bólu-
efhi við gamaveiki og á umbúðun-
um stendur að stungan geti valdið
langvarandi bólgu. Einnig voru glös
utan af ýmsum öðrum efhum sem
geta verið stórhættuleg ef þau kom-
ast í snertingu við hönmd. Öll glös-
in voru merkt Tilraunastöðinni á
Keldum.
Eins og sjá má á myndinni var
ótrúlega mikið magn losað á frekar
áberandi stað hjá Sorpu. Virðist
sem sá sem losaði þetta hafi verið
að taka nokkuð vel til hjá sér því
gríðarlegur fjöldi bólusetningar-
sprauta lá í einni hrúgu og innan
um mátti svo finna glösin með bólu-
efnunum. Flest þessara glasa voru
tóm en í nokkrum voru smáleifar af
einhverjum vökva.
Guðmundur Georgsson, forstöðu-
maður Tilraunastöðvarinnar á
Keldum, sagði að þetta væri ekki
frá þeim komið. Þetta væri líklega
frá einhverjum sem hefði einhvem
tíma keypt bóluefni. Dýralæknir
sem DV talaði við og starfar að
Keldum sagðist telja að þetta væri
mjög gamalt. Bæði benti dagsetn-
ingin á glösunum til þess og einnig
væri langt síðan hætt hefði verið að
nota bólusetningarsprautur úr gleri
á borð við þær sem fundust í Gufu-
nesi. Þegar bóluefni væru svo göm-
ul væm þau ekki hættuleg en samt
sem áður ætti aldrei að losa sig við
glös á þennan hátt.
Líklegasta tilgátan um hvaðan
þetta hafi getað komið er þá sú að
einhver óþekktur aðili hafi verið að
taka til heima hjá sér og ákveðið að
losa sig við þetta á þennan hátt. At-
hygli skal þá vakin á því við aðra
sem hugsanlega kann að vera eins
ástatt fyrir að bóluefnaglös eiga alls
ekki að fara í Gufunes. Þó að þessi
glös hafi e.t.v. ekki verið hættuleg
þá á ekki að farga þeim á þennan
hátt. Glösin á að senda í Tilrauna-
stöðina í Keldnaholti og þar er séð
um aö farga glösunum á réttan hátt.
-HI
ur unnið dag og nótt til að láta þetta
ganga upp. Það er líklegt að kepp-
endur verði að æfa í Kópavogslaug-
inni sem er eina 50 metra laugin á
höfuðborgarsvæðinu," segir Stefán.
-RR
Vatnið flæddi um allt. Hér sjást
menn vaða vatnið fyrir utan sund-
laugina.
stuttar fréttir
200 milljofiir tll Marels 1
Marel hf. heftu' fengið 200
milljóna króna lán úr Norræna .
fjárfestingarbankanum. Láns-
fénu verður varið ásamt hluta-
fjárútboði félagsins til að fjár-
magna kaup Marels á danska
fýrirtækinu Camitech A/S.
Nýr framkvæmdastjóri
Landbúnaðarráðherra hefur
skipað Sigurð Guðjónsson
fiskifræðing í stöðu fram-
kvæmdastjóra Veiðimálastofn-
unar. Frá 1. júní nk. verður
stofhunin aðskilin frá embætti
veiðimálastjóra, sem verður
sjálfstætt sljómsýsluembætti.
72 þúsund hrefnur
Endurskoðað stofiistæröar-
mat Vísindanefndar Norður-
Atlantshafssjávarspendýraráðs-
ins sýnir að hrefhustofiiinn á
Austm--Grænlands-, íslands- og (
Jan Mayen hafsvæðinu er um
72 þúsund dýr. Matið er byggt á
nýlegum talnagögnum. |
Nefnd um lífeyrismál
Fjármálaráöherra hefur
ákveðið að skipa nefnd til að
yfirfara frumvarpsdrög laga
um skyldutryggingu lífeyris-
réttinda og starfsemi lífeyris-
sjóða. Henni er ætlað aö skila
niðurstöðum sinum fýrir miðj-
an september nk.
Öryggismál sjómanna
Samgönguráðuneytið skip-
aði í gær nefnd til að gera til-
lögur að stefnumarkandi áætl-
un í öryggismálum sjómanna.
Nefndin skal í starfi sinu hafa
að markmiði að fækka sjóslys-
um með úrbótum I öryggismál-
um sjómanna og ákveðnum
forvamaraðgerðum. .
Víkartindur fjarlægður
Fulltrúar stjómvalda og eig-
endur þýska flutningaskipsins
Víkartinds hafa undirritað
samning um að skipið verði
fjarlægt af strandstað og fjaran
hreinsuö. Eigendur skipsins
skulu sjá til þess að flakið
verði hlutað sundur og fjar-
lægt að því marki sem það er
tæknilega mögulegt. -VÁ
Enska á undan dönsku
- þegar ný námskrá tekur gildi
Stefnumótunamefnd um endur-
skoðun aðalnámskráa gmnn- og
ffamhaldsskóla hefur skilað ráð-
herra tillögum um stefhumörkun
vegna endurskoðunarinnar.
í skýrslunni koma ffarn tillögur
inn þrjú meginmálefni sem kunna
að hafa miklar breytingar í fór
með sér fýrir íslenska skólakerfiö
í heild sinni.
í fýrsta lagi leggur nefndin til
aö samræmd próf 10. bekkjar
verði haldin tvisvar á ári, í endað
haust- og vormisseris ár hvert.
Þannig gefst duglegum nemendum
kostur á að ljúka grunnskóla hálfu
ári fyrr en nú er og hefja ffam-
haldsskólanám strax á vormisseri.
1 öðra lagi leggur nefndin til að
stefht skuli að styttingu fram-
haldsskólans í þrjú ár og í þriðja
lagi leggur nefndin áherslu á aö
enska verði kennd frá og með 5.
bekk grunnskólans og danskan
komi inn í námsefiii skólanna í 7.
bekk. Með þessu á ekki að skerða
þátt dönskunnar í grannskólan-
um, heildarstundafjöldi verður
áfram sá sami og nú er en námiö
taki færri ár. -ST
Lögreglumaöur og vaktmaður skoöa verksummerki í Gufunesi á fimmtudag.
Á innfelldu myndinni má sjá þær glasategundir sem fundust innan um
sprauturnar. DV mynd Pjetur
j