Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 15
30"^' LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
15
Gott er til þess að vita að ís-
lendingar geta enn sameinast sem
einn maður jafnt í sorg og gleði,
þrátt fyrir að margt í þróun þjóð-
félagsins reki fleyga á milli fólks.
Síðustu dagana hefur þessi sam-
hugrn- þjóðarinnar snúist um af-
rek í íþróttum, sem hafa alla tíð
gegnt mikilvægu hlutverki í sam-
félagi mannsins.
Fyrst fagnaði þjóðin því að þrír
fjallgöngumanna okkar klifu
hæsta fjall jarðarinnar, Everest.
íslenski fáninn bættist þar með í
hóp þeirra þjóðtákna sem blakt
hafa í köldum vindum á tindi
fjallsins mikla allt frá því Hillary
og Tenzing urðu fyrstir manna á
toppinn 29. mai árið 1953.
Þótt auðvitað sé mikill munur á
að vera fyrstur á Everest eða að
ganga í fótspor mörg hundruð
maxma upp fjallið, er það að sjálf-
sögðu mikið afrek að komast alla
leið. Landsmenn fylgdust líka
með gangi mála af miklum áhuga
og fylltust vafalaust heilbrigðu
þjóðarstolti þegar piltamir þrír
voru loksins komnir á áfangastað
eftir langan undirbúning og mikið
erfiði.
Með þjóðina á bakinu
Og þá tók handboltinn við.
Islendingar hafa lengi staðið
framarlega I þeirri íþróttagrein,
enda á hún meira fylgi að fagna
hér á landi en í flestum löndum
öðrum.
Það verður að segjast eins og er
að hjá mörgum svokölluðum stór-
þjóðum er handboltinn yfirleitt
aftarlega í vinsældaröðinni. Það
vakti til dæmis athygli þegar
heimameistarakeppnin var haldin
hér á landi fyrir tveimur árum, að
franskir fjölmiðlar virtust fyrst
átta sig á því að handbolti væri til
þegar landsliðið þeirra var í þann
veginn að höndla heimsmeistara-
titilinn i Laugardalnum.
íslendingum gekk fátt í haginn
á því móti. Kannski fólst skýring-
in í þeim miklu væntingum sem
þjóðin hafði gert sér um sigur-
göngu íslenska liðsins. Það þarf
sterkar taugar til að vera með
heila þjóð á bakinu í alþjóðlegri
íþróttakeppni.
Enda hefúr undirbúningurinn
hjá landsliðinu fyrir heimsmeist-
arakeppnina í Japan verið með
öðrum hætti. Þótt íslendingar séu
auðvitað alltaf kröfúharðir í garð
sinna manna, fóru handbolta-
strákamir til Japans án þess að
hafa þjóðina á bakinu með sama
hætti og 1995. Það var engin krafa
gerð um að þeir kæmust í röð
hinna fáu útvöldu, heldur einfald-
lega að þeir gerðu sitt besta.
Frábær árangur
Strákamir sýndu fyrst fyrir al-
vöm hvað í þeim býr í leiknum
við Júgóslava fyrir rúmri viku.
Þeim tókst að gjörsigra þetta stór-
veldi í hcmdboltanum og verða
síðan í efsta sæti í sínum riðli á
mótinu. Það var meira en hægt
var að búast við fyrirfram og
sýndi að undirbúningurinn hjá
Þorbimi Jenssyni landsliðsþjálf-
ara hafði verið í góðu lagi.
íslenska landsliðið lét sér ekki
nægja að komast í sextán liða úr-
slit á heimsmeistaramótinu held-
ur sigraði Norðmenn í æsispenn-
andi leik og komst þar með í hóp
Geir Sveinsson, fyrirliöi íslenska landsliösins í handbolta, skorar hér mark gegn Júgóslövum. Handboltastrák-
arnir hafa sýnt og sannaö aö þeir eru f hópi hinna bestu í heiminum. DV-mynd ÞÖK
fyrst og fremst um kaup og kjör
fiskvinnslufólks fyrir vestan. Það
neitar að sætta sig við þá samn-
inga sem gerðir hafa verið annars
staðar á landinu og hefúr miklu
fómað til að freista þess að ná
betri samningum. Það hefur
óneitanlega borið lítinn árangur
til þessa.
Hins vegar hefur verkfallið af-
hjúpað margháttaða sundrungu í
íslensku samfélagi og sýnt betur
ofan í þá gjá sem er að myndast
manna á milli í efnahagslegu til-
liti.
Kvótaauðurinn
Þegar leitað hefúr verið eftir
ástæðum þess að verkafólk á ísa-
firði og í nokkrum nágranna-
byggðum leggur út í hörð verk-
fallsátök eitt síns liðs, er gjaman
vísað til þess að í náhýlinu fyrir
vestan brenni það meira á alþýðu
manna að sjá hvemig arðurinn af
svokallaðri sameign þjóðarinnar
streymir í vasa einstakra manna
og fjölskyldna þeirra.
Pétur Sigurðsson, foringi verk-
fallsmanna, dró fram ljósa mynd
af þessu í viðtali við DV í vik-
unni. Hann sagði fiskvinnslufólk
fyrir vestan horfa upp á menn
„ganga út úr fyrirtæki á heljar-
þröm með fúlla vasa fjár. Þama er
um að ræða peninga sem þeir
fengu fyrir auðlindina. ... Fólki
Fmnst blóðugt að þeir sem hvergi
komu nærri við að skapa þennan
auð skuli vera þess umkomnir að
labba með hann út.“
Þetta særir að sjálfsögðu rétt-
lætiskennd íslendinga. Á kom-
andi árum munu landsmenn að
öllu óbreyttu verða vitni að bæði
fleiri og stærri dæmum um slíka
stórfellda gjöf til útvaldra einstak-
linga.
Sundruð hreyfing
En verkfallið fyrir vestan hefúr
líka undirstrikað það hörmungar-
ástand sem ríkir innan verkalýðs-
hreyfingarinnar í landinu.
Verkfallsmenn hafa ekki aðeins
staðið í baráttu viö atvinnurek-
endur fyrir vestan og heildarsam-
tök þeirra hér syðra. Þjóðin hefúr
líka orðið vitni að óvenjulegum
átökum á milli verkafólks inn-
byrðis.
Þau átök em sprottin af tilraun-
um verkfallsvarða til að koma í
veg fyrir löndun úr vestfirskum
þjóð - og margar
hinna átta bestu í heiminum. Þá
var þjóðin líka orðin handbolta-
sjúk á nýjan leik. Samfélagiö lam-
aðist að mestu á meðan íslending-
ar léku við Ungverja á Fimmtu-
daginn var og voru hársbreidd frá
því að komast áfram.
Auðvitað er það sárt fyrir hand-
boltastrákana að hafa verið svona
nærri þvi að komast í fjögurra
liða úrslit á heimsmeistaramót-
inu. Það er erfitt að vera aðeins
einu marki frá því að hafa mögu-
leika á að spila um verðlaunasæti.
En þannig eru íþróttimar; það
skilur oft örlítið á milli árangurs
þeirra sem stíga á verðlaunapall-
inn og hinna sem verða að láta
sér nægja að horfa á sigurvegar-
ana.
Þrátt fyrir tapið gegn Ungverj-
um eiga íslensku handboltastrák-
amir mikið hrós skilið. Þeir hafa
náð frábærum árangri i Japan og
em tvímælalaust í röð hinna
bestu í heiminum. Það undirstrik-
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
aðstodarritstjóri
uöu þeir reyndar í gær með því að
taka Spánverja í karphúsið. Þeim
verður því vafalaust vel fagnað
þegar þeir koma heim til íslands
eftir helgina - eins og Everestför-
unum.
Gjá milli manna
Á sama tíma og þjóðin samein-
aðist fyrir framan sjónvarpstækin
til að fylgjast með „strákunum
sínum“ í íþróttahúsinu í
Kumamoto birtist sundmng henn-
ar með dapurlegum hætti í hörð-
um átökum vegna verkfalls verka-
fólks á nokkrum stöðum á Vest-
fjörðum.
Óvíst er hvort verkfallinu, sem
nú hefúr staðið í hartnær sex vik-
ur, muni ljúka í dag þegar talið
verður upp úr kjörkössunum fyr-
ir vestan - en atkvæði voru
greidd um miðlunartillögu sátta-
semjara rikisins i gær.
Átökin á Vestfjörðum snúast
flskiskipum. Þeir hafa farið á
milli hafna víðs vegar á landinu
og reynt að hindra löndun með
góðu eða illu. Stundum hefur
komið til glæfralegra átaka á milli
fólks sem tilheyrir þó að nafninu
til sömu hreyfingu launafólks.
Forysta verkalýðshreyfingarinnar
hefúr horft á þessa atburði úr-
ræðalaus.
Hér skal engu spáð um hvert
framhaldið verður á Vestfjörðum.
Vonandi leysist sú deila við at-
kvæðatalninguna í dag.
Hitt er annað mál að sundrung
þjóðarinnar mun vafalaust aukast
eftir því sem óréttlætið i þjóðfé-
laginu verður sýnilegra. Það er
ekki endalaust hægt að misbjóða
réttlætiskennd almennings án
þess að línur skerpist. Það hlýtur
að vera eitt mikilvægasta hlut-
verk ráðandi stjómmálamanna á
hverjum tíma að fylgja sann-
gjamri stefnu sem sættir þjóðina
en sundrar henni ekki.