Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 JjV iúhglingar Grunnskólinn á Blönduósi: Fyrstur til að vinna nágrannana DV, Blönduósi:____________________ „Þaö var gaman að vinna þennan bikar í fyrsta skipti sem var keppt um hann í íþróttakeppni á milli skólanna hérna í næsta nágrenni Blönduóss. Skólinn mun reyna að vinna bikarinn á næsta ári líka,“ sagði Hugrún Sif Hall- grimsdóttir, formaður nem- endaráðs Grunnskólans á Blönduósi, í vikunni, rétt eftir að hún kom heim úr skóla- ferðalagi 10. bekkjar sem tókst feiknavel. „Það var keppt í körfubolta, fótbolta, blaki, bandí og þriggja stiga og troðslukeppni í körfu- bolta,“ sagði Hugrún. Það var félagsmiðstöðin Skjólið á Blönduósi sem gaf bikarinn. Keppt verður um hann á hverju ári milli skól- anna á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum. -G.Bender Hugrún Sif Hallgrímsdóttir með bik- arinn góöa. DV-mynd G.Bender hin hliðin Kakan er feiknagóð „Kakan er feiknagóð, sérstaklega súkkulaðið," sögðu krakkarnir úr 5., 6. og 7. bekk Grunnskólans á Blönduósi þegar síöasta opna húsið þeirra var í fé- lagsmiöstöðinni á Blönduósi á þessu sumri. En duglegar stelpur bökuðu kökuna sem rann Ijúflega niöur og allir fengu eitthvað. Hann var föngulegur hópurinn eins og sjá má og flestir með kökubita að sjálfsögðu. DV-mynd G.Bender Harpa Lind Harðardóttir, ungfrú ísland 1997: Langar mest að hitta Sean Connery DV, Suðumesjum:______________ „Það er alveg rosalega gott að keppnin er afstaðin. Það var mjög erfitt að taka þátt en jafnframt mjög skemmtilegt. Maður fær bara eitt tækifæri að gera þetta vel og ég lagði mig alla fram við það. Ég hef notið þess að sofa síð- an keppninni lauk. Ég var mjög þreytt eftir hana eins og örugg- lega allar hinar stelpumar. Þetta á eftir að verða mjög erfitt ár en ég ætla að standa mig vel,“ segir Harpa Lind Harðardóttir, tvítug Njarðvíkurmær, sem var kosin fegurðardrottning íslands 1997 í keppni sem fram fór á Hótel ís- landi nýlega. Harpa Lind mun taka þátt í keppninni ungfrú Evrópa sem fram fer í Úkraínu í september á þessu ári. Þá tekur hún sennilega þátt í ungfrú heimur á næsta ári. Svo skemmtilega vill til að Brynja Björk, systir Hörpu Lindar, varð í þriðja sæti í sömu keppni fyrir tveimur árum. Foreldrar Hörpu Lindar eru Hörður Karlsson og Anna Sigurð- ardóttir. Harpa Lind á þrjár alsyst- ur, þrjár hálfsystur og einn hálf- bróður. Harpa Lind sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. -ÆMK Fullt nafn: Harpa Lind Harðar- dóttir. Fæðingardagur og ár: 22. janúar 1977. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Nýr Renault Twingo frá B&L, fæ afnot af honum í eitt ár vegna sigursins. Starf: Er á leiðinni í nám í FB á myndlistarbraut, vinn í sumar hjá Flugleiðum og í líkamsræktarstöð- inni Lifestyle í Keflavík. Laun: Ekki gefin upp. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Var einu sinni með ijóra rétta í lottói og fékk um sex þúsund krónur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Elda, borða og aUt sem tengist list. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Rifast við fólk. Uppáhaldsmatur: Lambasteik með bakaðri kartöflu og fersku grænmeti og griUaðar nautalundir. Uppáhaldsdrykkur: Fresca. Hvaða íþróttamaður stendur ■íi-c - . nn Harpa Lind Harðardóttir, fegurst kvenna á islandi. DV-mynd Ægir Már fremstm- i dag? Jón Arnar Magnússon. Uppáhaldstímarit: Tískublöð og þar á meðal Vogue. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Afi heitinn, Karl Guð- jónsson. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Sean Connery. Uppáhaldsleikari: Sean Connery. Uppáhaldsleikkona: Mei-yl Streep. Uppáhaldssöngvari: PáU Óskar Hjálmtýsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hjálmar Árnason. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tveety. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bráða- vaktin. sm, Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Pizza Hut. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Nýjustu bókina eftir John Grisham. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Upáhaldsútvarpsmaður: Stefán Sigurðsson sem sér um þáttinn Rólegt og rómantík á FM 957 og Þór og Steini á sömu rás. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Horfi yfirleitt lítið á sjónvarp en þá meira á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það var hún Ólöf Rún Skúladóttir en hún er nú hætt. Uppáhaldsskemmtistaður: Skuggabarinn. Uppáhaldsfélag í fþróttum: Njarðvík og Keflavík. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Klára nám- ið í grafískri hönnun og ég er spennt fyrir að læra fórðun fyrir kvikmynda- og leikhúsfólk. Svo er að eignast bU, hús, börn og eigin- mann. Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? Fara tU Costa del Sol sem ég fékk í verðlaun frá Heimsferð- um. LJÓSGEISLINN... er Ijósmyndinni jafnmikill lífgjafi og hann er öllu öðru í umhverfi okkar. Augnablik.. JA.IC.VÆIÐ IVT5TCTD AF HEIMINUM mtm. AUGNABEIK... í andliti og landslagi fellur saman í Ijósi og skugga á filmunni. Þessi augnablik verða minningar... MINNINGAJR... sem filman geymir. Filman er þín minningahirsla og það verður að fara vel með hana. Þegar þú smellir af.. mmm ÞIJ SMELLDR. AF... þarftu ekki aö vera að hugsa um hvernig myndin framkallast á pappír, Við framköllum... VIÐ FRAMKÖLLUM.. fyrir þig filmuna og leggjum okkur fram við að veita þér eins góða þjónustu og við getum. Svo erum við jafn væn við umhverfið...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.