Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Síða 49
O'V LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
57
Dómkórinn er annar tveggja
kóra sem syngja í Hallgríms-
kirkju á morgun.
Tveir kórar
Tónleikar verða á Kirkjulista-
hátíð í Hallgrímskirkju á morg-
un þar sem tveir kórar koma
fram, eru þetta Dómkórinn og
Skólakór Kársness. Þessir kórar
hafa áður haldið tónleika saman,
nú síðast jólatónleika í Hall-
grímskirkju. Kórstjóramir hafa
haft með sér gott samstarf, Þór-
unn Björnsdóttir, stjórnandi
Skólakórs Kársness, syngur i
Dómkómum og Marteinn H.
Friðriksson, stjórnandi Dóm-
kórsins, leikur undir söng Skóla-
kórsins á orgel. Einsöng með
skólakórnum syngja Jóhanna S.
Halldórsdóttir og Magnea Tóm-
asdóttir, en þær eru báðar fyrr-
verandi kórfélagar.
Leikhús
Barnakór Grensáskirkju
Kammerkór Barnakórs
Grensáskirkju (14 til 17 ára),
sem á mánudaginn heldur í
söngfór til Ítalíu, heldur tón-
leika í Grensáskirkju kl. 17.00.
Stjómandi kórsins er Margrét J.
Pálmadóttir og píanóleikari er
Helga L. Finnhogadóttir.
Vortónleikar í Sandgerði
Söngsveitin Víkingur heldur
tónleika kl. 16.00 í dag og einnig
mun söngsveitin syngja í veit-
ingahúsinu Vitanum í kvöld kl.
22.30. Á efnisskrá Víkinga eru
lög eftir Sigfús Halldórsson,
Bellman, Eirík Bjarnason og
fleiri. Stjórnandi er Einar Öm
Einarsson og Ásgeir Gunnars-
son leikur á harmoniku.
Hyundai-sýning
B&L stendur fyrir sýningu á
1998 árgerðinni af Hyundai
Accent um helgina. Bíllinn hefur
tekið nokkrum breytingum og má
þar nefna rennilegri framhluti
með innbyggðum þokuljósum í
stuðara, breyttur afturstuðari,
hlífðarlistar í hurðum og reffi-
legri hjólkoppar. Sýning er í Ár-
múla 13 í dag kl. 10-17 og á morg-
un kl. 12-17. Hún er einnig á Ak-
ureyri hjá Bílavali á sama tíma.
Hestalitadagur
í Fjölskyldu- og húsdýragarðin-
um verður kynning á litaafbrigð-
um íslenska hestsins í dag frá kl.
13-18. Friðþjófur Þorkelsson verð-
ur með fyrirlestur kl. 13.30 og
15.30 um hestaliti. Á morgun verð-
ur Ólafur Dýrmundsson með fyr-
irlestur kl. 14.00 sem hann nefhir
Tómstundabúskapur í þéttbýli.
Samkomur
Sjón og sjónhverfingar
I dag flytur Þorsteinn J. Hall-
dórsson eðlisfræðingur fyrirlest-
urinn Sjón og sjónhverfingar í
Háskólabiói kl. 14.00 í sal 2. Er
hann sá síðasti í fyrirlestraröð-
inni Undur veraldar.
Hjólabrettamót
í dag fer fram á Ingólfstorgi
hjólabrettamót og hefst það kl. 14.
Ný list í gömlum kirkjum
Friedhelm Mennekes heldur
fyrirlestur, sem fjallar um Trypt-
íkur (altarismyndir í þremur
hlutum), nýja list í gömium kirkj-
um í Norræna húsinu í dag kl. 10.
hiagsönn
Væta sunnan og suðvestanlands
Yfir Bretlandseyjum er nærri
kyrrstæð 1030 mb hæð en á Græn-
landssundi er minnkandi lægðar-
drag. Langt suður í hafi er 995 mb
lægð sem hreyfist í norðnorðaustur
í stefnu á Grænlandshaf.
Veðríð í dag
í dag verður sunnanátt á landinu,
kaldi eða stinningskaldi og víða
nokkur rigning eða skúrir. Rigning-
in verður helst á Suður- og Vestur-
landi þar sem talsverð væta verður.
Ekki mun sjást mikið til sólar. Það
er helst á Norðurlandi og norðaust-
urhominu sem sólin skín á lands-
menn. Hitinn verður þetta 8 til fjórt-
án stig, hlýjast á Norður- og Austur-
landi eins og ávallt þegar sunnanátt
er. Á höfuðborgarsvæðinu verður
um það bil 10 stiga hiti yfir daginn
og rigning eða súld.
Sólarlag í Reykjavík: 03.02
Sólarupprás á morgun: 03.22
Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.24
Árdegisflóð á morgun: 03.52
Veðrið kl. 12 á
hádegi í gær:
Akureyri hálfskýjaö 15
Akurnes skýjaö 11
Bergsstaöir skýjað 13
Bolungarvík léttskýjaó 10
Egilsstaöir skýjaö 18
Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 8
Kirkjubkl. skýjaö 10
Raufarhöfn skýjaö 14
Reykjavíic skúr 8
Stórhöföi skúr 7
Helsinki skýjaó 12
Kaupmannah. hálfskýjaö 15
Ósló skýjaö 16
Stokkhólmur hálfskýjaö 13
Þórshöfn súld á síö. klst. 11
Amsterdam léttskýjaö 18
Barcelona léttskýjaó 23
Chicago léttskýjaö 13
Frankfurt léttskýjaö 17
Glasgow léttskýjaö 21
Hamborg léttskýjaö 16
London léttskýjaö 23
Lúxemborg léttskýjað 19
Malaga þokumóöa 23
Mallorca léttskýjaö 29
Paris • skýjaö 23
Róm heiöskírt 22
New York rigning 13
Orlando léttskýjaö 22
Nuuk léttskýjaö -1
Vin skúr á síð. klst. 13
Washington alskýjaö 16
Winnipeg léttskýjaö 13
Grundarfjörður:
Greip á
Kristjáni IX.
Hijómsveitin Greip mun sjá um fjörið
á Grundarfirði í kvöld, en hún mun
spila á Kristjáni EX., nýjum stað sem
áður hét Ásakaffi. Á morgun, á sjálfan
sjómannadaginn, skemmtir hljómsveit-
in í Samkomuhúsinu.
Greip er landskunn hljómsveit. Hún
verður á ferð og flugi um landið í sum-
ar og er ætlunin að herja á sveitaballa-
markaðinn. Nýtt lag með sveitinni kom
út fyrir skömmu. Það heitir Horfðu á
sumarið og hefur fengið nokkra spilun
á öldum ljósvakans. Greip skipa: Þórður
Sívertsen, trommur, Guðjón Strom,
söngur, Einar E. Einarsson, gítar, Krist-
inn Gallagher, bassi, og Ofur Baldur á
hljómborð.
—
Skemmtanir
Sixties á Egilsstöðum
Önnur hljómsveit sem hyggst herja á
landsbyggðina í sumar er bítlasveitin
Sixties og verðm' hún með dansleik í
Egilsbúð Neskaupstað í kvöld. Sixties
hefur nokkrum sinnum spilað á Egils-
stöðum og á þar vísan stuðningshóp. Á
sjómannadaginn leika þeir félagar aftur
á móti í fyrsta sinn á Grenivík.
Hinn litríki hljómborfisleikari Greipar, Ofur Baldur, skemmtir mefi
hljómsveit sinni í Grundarfiröi í kvöld.
Myndgátan
Áróður
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði
Gestur (Egill Ólafsson) ræöir vifi
Soffíu (Gufirúnu Ásmundsdótt-
ur).
Dómínó
í kvöld verður síðasta sýning á
Dómínó eftir Jökul Jakobsson.
Leikfélag Reykjavíkur hefur að
undanfórnu sýnt leikritið í Borg-
arleikhúsinu við miklar vinsæld-
ir. Dómínó gerist í rótgrónu
hverfi í Reykjavík á svipuðum
Leikhús
tíma og verkið er skrifað, eða í
kringum 1970-1973. Varla er hægt
að tala um einhverja atburðarás í
venjulegum skilningi. Hér er
brugöið upp mynd af íjölskyldu
úr vel efnaðri og rótgróinni borg-
arastétt og þeim áhrifum sem
gestur einn hefur á hana. Eins og
oft í leikritum Jökuls koma til
sögu kynslóðirnar þrjár: æskan,
miðaldra hjónin svo og ellin.
í helstu hluverkum eru Egill
Ólafsson, Haima María Karlsdótt-
ir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hall-
dóra Gerirharðsdóttir og Eggert
Þorleifsson. Leikstjóri er Kristín
Jóhannesdóttir.
Göngu- og kynn-
ingardagur FÍ
Á morgun er göngu- og kynn-
ingardagur Ferðafélags íslands.
Um morguninn verður farið í fjöl-
skyldugöngu í Esjuhlíðum og
meðal annars farið í gullleit í gil-
inu og áð í skógarrjóðri. Hægt er
að fara á eigin vegumn eða taka
rútu frá Ferðafélagshúsinu,
Mörkinni 6. Brottfor i gönguna er
kl. 11.
Nokkru fyrr eða kl. 9 er afmæl-
isganga yfir Esju. Minnst er
fyrstu göngu FÍ árið 1933 úr Kjós
um Hátind að Hrafnhólum. Brott-
for frá BSÍ, austanmegin, og
Mörkinni 6. Kl. 14-17 verður síð-
an opið hús í Mörkinni 6 og þar
verður kynning á ferðum og
annarri starfsemi Ferðafélagsins.
Utivist
Morgunganga í Viðey
Laugardagsganga verður í
fyrramálið í Viðey. Farið verður
með Maríusúðinni úr Sunda-
höfn kl. 10 og gengið af Viðeyjar-
hlaði fram hjá Klausturhól og
vestur á Eiði. þar er fallegt og
fiölbreytilegt landslag og mikið
fuglalíf. Síðan verður gengið um
vestureyna. Ferðin tekur tvo
tíma.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 142
30.05.1997 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollnenni
Dollar 70,010 70,370 71,810
Pund 114,740 115,330 116,580
Kan. dollar 50,610 50,920 51,360
Dönsk kr. 10,8070 10,8650 10,8940
Norsk kr 9,8630 9,9180 10,1310
Sænsk kr. 9,0580 9,1080 9,2080
Fi. mark 13,6430 13,7230 13,8070
Fra. franki 12,1790 12,2480 12,3030
Belg. franki 1,9936 2,0056 2,0108
Sviss. franki 49,5500 49,8200 48,7600
Holl. gyllini 36,5800 36,8000 36,8800
Þýskt mark 41,1600 41,3700 41,4700
it. líra 0,04140 0,04166 0,04181
Aust. sch. 5,8480 5,8840 5,8940
Port. escudo 0,4062 0,4088 0,4138
Spá. peseti 0,4858 0,4888 0,4921
Jap. yen 0,60110 0,60470 0,56680
írskt pund 105,740 106,400 110,700
SDR 96,83000 97,42000 97,97000
ECU 80,1000 80,5800 80,9400
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270