Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 51
.U’V LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 kvikmyhdir Háður ást Eins og kunn- ugt er tók The Lost World: Ju- rassic Park kvik- myndamarkaðinn í Bandaríkjun- um með trompi um síðustu helgi. Þetta var nánast vitað fyrirfram og því þorði enginn að setja á markaðinn mynd af stærri gerð- inni, með einni undantekningu. Wamer lét rómantísku gaman- myndina Addicted to Love vaða á markaðinn og getur bara verið sátt við útkomuna. Náði myndin að hala inn tæpar tólf milljónir doll- ara á þremur dögum. Addicted to Love fjallar um flókin ástamál fjög- urra einstaklinga. í aðalhlutverk- um eru Meg Ryan, Matthew Broderick, Kelly Preston og Tcheky Karyo. Leikstjóri er leik- arinn Grifiin Dunne. Ný mynd frá Woody Allen Það líður ekki langt milli mynda hjá Woody Allen. Á með- an Everyone Says I Love You er að gera það gott í Evrópu er hann aö undirbúa frumsýningu í júlí á Deconstruction Harry. í mynd- inni leikur Allen rithöfund sem gengur ekki sem best í ástamálun- um. Sem fyrr er fritt lið leikara Allen til aðstoðar, en þar má nefna Billy Crystal, Robin Williams, Demi More, Richard Benjamin, Kirstie Alley, Stanley Tucci, Amy Irving, Judy Davis, Julie Kavner, Julia Louis-Dreyfús, Mariel Hemm- ingway og Elisabeth Shue. Risinn í kvikmynd Þeir eru margir háir, miðherj- arnir í bandaríska körfuboltan- um, en enginn er hærri en Rúmen- inn Gheorghe Muresan, sem er víst 2,32 metrar á hæð. Muresan ætlar að nota sumarfríið til að leika í My Giant, sem fjallar um undirfórulan umboðsmann skemmtikrafta, sem reynir að notfæra sér stærð einfeldnings til að græða peninga. Eiginkonu hans blöskrar háttalag hans og ákveður að taka í taumana. Billy Crystal leikur umboðsmanninn og Kathleen Quinlan eiginkon- una. Leiksijóri er Michael Lehman (The Truth about Cats & Dogs). Kurosawa skrífar handrit Einn af meisturum kvikmynd- anna, Akira Kurosawa, sem orðinn 86 ára gamall, hefur skrifað kvikmyndahandrit sem hann nefh- ir The Mask of the Black Death. Er það skrifað eftir hinni frægu sögu, The Masque of the Red Death, eftir Edgar Allan Poe, áður hafði Roger Corman gert mynd eft- sögunni. Kurosawa leikstýrir ekki handriti sínu heldur er verið að leita að leikstjóra vestanhafs. Myndin verður á ensku og meðal Deirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir leikstjórar er Roman Polanski. Sex mánaða seinkun Dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið, Titanic, verður ekki sumarmynd eins og áætlað hafði verið. Upphaflega átti að frum- sýna hana um mánaðamótin júní/júli, en nú hefur hún verið dagsett 19. desember. Víst þykir að myndin kosti vel yfir 200 millj- ón dollara og staðreyndin er að engin mynd hefur verið gerð fyr- ir jafnmarga dollara. Talnaglúm- ir menn hafa nú komið með þá staðreynd að ef kostnaður við Kleópötru, sem gerð var árið 1963, væri framreiknaður á núver- andi verðlag, væri það um 300 milljónir dollara og það met getur Titanic aldrei slegið. Grannur, grennri og enn grennri Hugmyndaauðgi skáldsagnameistarans Steph- en Kings er mikið og er skáldsagan Thinner dæmi um frjótt ímyndunarafl hans. Fjallar hún um lögfræðinginn Billy Halleck, sem er haldinn óseðjandi matarlyst. Hann er 150 kíló og alltaf á leiðinni i megrun. Eftir að hann verður sígauna- konu að bana með ógætilegri keyrslu fara kílóin allt í einu að hrynja af honum án þess að hann geri nokkuð til að stöðva matarlystina. Og áfram hrynja kílóin af honum og mikil ánægja lögfræð- ingsins með gang mála breytist í martröð. Með hlutverk lögfræðingsins matlystuga fer Robert John Burke, sem hefur ekki áður leikið svo stórt hlutverk í kvikmynd, síðast sást hann leika í Fled á móti Stephen Baldwin og Laurence Fisburne. Þeir sem þekkja til kvikmyndagerðar- mannsins Hal Hartley þekkja vel til Burke, en hann hefur leikið hjá honum í nokkrum kvik- myndum. Aðrir leikarar 1 Thinner eru Joe Man- tegna, Kari Whurer og Lucinda Jenney. Leikstjóri er Tom Holland, sem er reyndur leikstjóri á sviði hryllingsmynda og vakti hann athygli strax með sinni fyrstu kvikmynd, Fright Nights. -HK Ánægja með að missa kílóin án þess að þurfa að hafa fyrir því breytist í martröð hjá Billy Halleck. Robert John Burke í hlutverki sínu. LucasArts Entertai.mment Company presents Megabúð Reykjavík Kringlan Reykjavík Laugvegur26 Reykjavík Bókval Akureyri Póllinn ísafirði Akurstjarnan Stuðull Tölvuvæðing TRS Tölvukjör Akureyri Sauðárkróki Keflavík Selfoss Reykjavík Tölvubóndinn Tölvun Brokkur Tæknival B.T. Tölvur Borgarnesi Vestm. Egilsstöðum Reykjavík Reykjavík www.skilan.com <: I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.