Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 16
 » %ðtal LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 JjV Kyssa girðingarstaura á fæðingarstöðum hrossa sinna - segir Jón A. Sigurbjörnsson, formaður HÍS Paö er í mörgu aö snúast hjá Jóni Albert Sigurbjörnssyni, formanni Hesta- iþróttasambands íslands. DV-mynd E.J. Islendingar ráða í sænska landsliðið Til að komast í sænska lands- liðið þurfa knapar að fara á að minnsta kosti eitt af þremur opn- um mótum og vera þar í verð- launasæti. Einnig er skylda að mæta á sænska meistaramótið, sem verð- ur haldið 10. til 13. júlí, og þar verður árangurinn einnig að vera verðlaunasæti. Davíð Ingason er landsliðsstjóri og honum til aðstoðar Hreggviður Eyvindsson og Ia Lindholm. Dav- íð er oddamaður. Landsliðsnefnd- in ræður algjörlega hverjir þeirra sem skara fram úr fara til Noregs. Ilva Hagander hefur þegar gert tilkall til sætis í slaktaumatölti, fjórgangi og 250 metra skeiði á stóðhestinum Mekki frá Varma- læk en besti tími þeirra í sumar er 24,56 sek. Hekla frá Holtsmúla, undan Þengli frá Hólum og Dömu frá Hólum, sem Karly Zingsheim og fleiri sýndu á landsmótinu á Vind- heimamelum 1982, hefur vakið mikla athygli en hún er fjórgangs- hryssa og er Johann Hággberg knapi. Stóðhesturinn Hrímnir frá Öd- ermárden hefur vakið mikla at- hygli í Sviþjóð í vor og eru miklar vonir bundnar viö hann enda er knapi hans íslendingurinn Sveinn Hauksson sem varð Norðurlanda- meistari í fjórgangi síðastliðið sumar. Nina Keskitalo er talin líkleg sem knapi en hún er með tvo hesta. Hún náði mjög góðum ár- angri á fyrsta mótinu á Kolskegg í fimmgangi og sigraði án alvar- legrar samkeppni. Hún er einnig með Kveik frá Hofi. Jenny Mandal er með stóðhest- inn Kjama frá Kálfholti og Filipia Montan er með Brján frá Hólum, sem varð Evrópumeistari í tölti með Sigurbimi Bárðarsyni í Aust- urríki 1987. Hann er í góðu formi. Annað hvert ár mynda íslenskir knapar breiðfylk- ingu og herja á knapa ann- arra þjóða á heimsleikum í hestaíþróttum. í ágúst næstkomandi verða heimsleikar haldnir í Seljord í Noregi. Seljord er dalur og þorp um 170 kílómetra í vestur frá Ósló. Gjaldgengir era knapar frá nífján aðildarþjóðum að FEIF, félagi eigenda og vina islenska hestsins. Mörg hundruð íslend- ingar fylgja jafnan lands- liði sínu á heimsleika og þúsundir manna koma frá tugum landa á heimsleik- ana. Úrval/Útsýn munu bjóða upp á hópferðir til Seljord. Á morgun mun liggja fyrir sætaskipan fyrir fimm landsliðsmenn en Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur mun seinna velja tvo knapa til viðbótar. Sigurður V. Matthías- son, heimsmeistari i fimm- gangi og samanlagðri stigasöfnun, hefur ákveðið að neyta réttar sins og keppa á Hugin frá Kjart- ansstöðum og verður átt- undi knapinn og Sigur- bjöm Bárðarson á sama rétt sem heimsmeistari í gæðingaskeiði á Höfða frá Pa(J komu með verölaun frá síöustu heimsleikum Husavik. m d E j „Við sendum milli 20 og 25 manns á heimsleikana," segir (HÍS). „8 knapa I hestaíþróttagrein- Jón A. Sigurbjörnsson, formaður arnar, 4 knapa með kynbótahross, Hestaíþróttasambands íslands dýralækni, fimm dómara, lands- í Sviss: Sigurður V. Matthíasson, Hulda Gústafsdóttir og Einar Ö. Magnússon. DV- liðseinvald og liðsstjóra. Kostnaðurinn er gífurlegur og verður sennilega um 3,5 milljónir króna sem er helmingur af ársveltu HÍS. í þeirri tölu er reiknað með flugi, flutningi, gistingu, fæði, bíla- leigubílum, fatnaði, gæslu, lyfjapróf- um og fleira. Ótrúlegustu kostnað- arliðir koma upp. Hestamennskan gefur meira af sár en Smugan Kostnaðurinn er þó ekki mikill ef tekið er tillit til þess hve mikið hestamennska veitir inn í þjóðarbú- ið. Við teljum að þjóðarbúið fái um tvo milljarða á ári vegna hesta- mennsku, fyrir sölu á hrossum, vegna ferðalaga, sölu reiðtygja, flutninga, útlendinga sem koma til íslands að kaupa og skoða hross og alls þess sem hestamennska snýst um. Það er meira en Smugan gefur af sér. Árið 1988 voru seld um 700 hross úr landi en nú erum við að selja um 3.000 hross á ári. Ef hlutfallið eykst svipað næstu árin gæti hesta- mennskan verið að færa þjóðarbú- inu fjóra milljarða á ári. Við hjá HlS höfum verið að leita að stuðningi við þessa ferð okkar og teljum að hestamenn leggi það mik- ið í þjóðarbúið að þeir ættu að fá smávegis til baka þegar þeir þarfn- ast þess. Stórmál að við vinnum gull Það er stórmál að við vinnum gull. Hestamenn í öðrum löndum eru farnir að rækta góð hross og sam- keppnin harðnar stöðugt. Fólk lítur til sigurvegar- anna og vill versla við þá. Við verðum einnig að auka markaðssetninguna. Hún hefúr verið grátlega lltil á heimsleikum. Þús- undir manna koma á heimsleikana og þar eigum við að auglýsa landið. Sem dæmi um markhóp má nefna að í íslandshestafé- laginu í Þýskalandi eru um 18.000 manns svo markaðurinn er stór. Áhuginn er gríðarlegur hjá þeim sem hafa kynnst landinu gegnum hesta- mennskuna. Þeir koma í pílagrímaferð til landsins, leita uppi fæðingarstaði hestanna sinna, sem eru ef til vill komnir í eyði, og kyssa girðingarstaura. Við tókum frá svæði fyr- ir tveimur árum í Seljord, þar sem okkar hestar verða, og á það svæði hafa ekki komið skepnur í þann tíma vegna hættu á smiti. íslenskir hestar eru miklu næmari fyrir breytingum en hestar í útlöndum. ís- lenskir keppnishestar hafa veikst og verið úr leik. fslensku knapamir leggja hart að sér á heimsleikunum. Þeir verða að minnsta kosti hálfan mán- uð í túrnum og lengur ef þeim tekst ekki að selja hestana strax. Ekki má koma með þá til baka. Undirbúningurinn er eins og best verður á kosið og við vonumst eftir góðum árangri eins og undanfarin ár,“ segir Jón. -E.J. Ótrúlegt skeiðmet í Svíþjóð Sviar hafa eignast alvöru skeið- gamm, Þór frá Kalfsvik, sem fór 250 metrana á 21,93 sekúndum á móti í Svíþjóð nýlega. Knapi hans er Magnus Lindquist. Þór er undan Hrammi frá Akur- eyri og Freyju frá Kalfsvik og fór fyrsta sprett á 22,07 sekúndum og setti sænskt met, þann næsta á 21,93 og bætti metið og síðasta sprettinn fóru þeir félagar á 21,74 sekúndum en sá sprettur var dæmdur ógildur. HG/E.J. 1 I I I i I [ I 1 I i I ( i ( í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.