Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Page 20
„Mér finnst mikilvægast af öllu í lífinu aö vera hamingjusamur og vera meö fjölskyldu minni,“ segir Sting. „Mér finnst mikilvægast af öllu í lifinu aö vera hamingjusamur og vera með fjölskyldu minni,“ segir Sting, tónlistarmaðurinn heimsfrægi, í einkaviðtali við helgarblað DV. Að sögn aðstandenda tónleikanna mun Sting ekki gefa nein viðtöl í þessari tónleikaferð um heiminn. Hann er væntanlegur hingað til lands í næstu viku. Þetta er fyrsta ferð Stings til ís- lands. Hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Sting er leiður yfir því að geta ekki skoðað landið þar sem tíminn er of naumur. Hann segist gjama vilja koma aftur og skoða jökla og hveri sem hann hefur lesið svo mikið um. Sting hefur átt mikilli velgengni að fagna og hefur lifað og starfað í ljóma heimsfrægðarinnar í tuttugu ár. „Áður fyrr hélt ég að velgengni í starfi væri mikilvægari en ham- ingja. Núna er ég á annarri skoðun. Hamingjan er mikilvægust en vel- gengnin kemur þar á eftir. Ég er bæði hamingjusamur og hefur geng- ið vel í lífinu," segir Sting. Sting heitir fúllu nafni Gordon Matthew Sumner. Hann fæddist í Newcastle upon Tyne 2. október árið 1951. Sting ólst upp í sótsvört- um iðnaðarbænum Newcastle. Móð- ir hans var hárgreiðslukona og fað- ir hans var mjólkurpóstur. Móðir hans var að auki lærð í klassískum píanóleik. Hún kenndi honum und- irstöðuatriðin í píanóleik svo vel að honum var boðinn styrkur til tón- listamáms. Sting gekk í Warwick University. Núverandi eiginkona Stings er Tradie Styler. Fyrrverandi eiginkona hans heitir Frances Eleanor Tomelty. Sting á sex böm, þijú með hvorri konu. Bókmenntakennari í stúlknaskóla Sting hóf feril sinn sem bók- menntakennari í breskum stúlkna- skóla. Hann segist ekki vilja skipta á tónlistar- og kennarastarfinu því launin fyrir kennsluna hafi ekki verið upp á marga fiska. Djass og gítarleikur voru ástríða hans frá upphafi. Eftir að hafa kennt í nokkur ár flutti hann til London og gerðist atvinnumaður í tónlist og fylgdi þar með köllun sinni. Ameríski trommuleikarinn Stewart Copeland rakst á Sting og sannfærði hann um að prófa að spila rokk. Breski gítarleikarinn Andy Summers slóst í för með þeim tveimur og tríóið The Police var formlega stofiiað. Fyrsta lagið bannað Lagið Roxanne var fyrsta lag þeirra Police sem sló í gegn. Hljóm- sveitin beið ekki lengi með að gefa út breiðskífuna Outlandos D’Amour. í kjölfarið komu breiðskífumar Regvatta De Blanc, Zenyatta Mondaqtta og Ghost in the Machine. Af hverri plötu komst eitt lag á topp- inn. Platan Every Breath You Take tryggði sess hljómsveitarinnar Police í poppheiminum. Eftir vel heppnaða tónleikaferð komst Sting að þeirri niðurstöðu að hann hefði náð öllu því sem hann vildi út úr Police. Sveitin leystist upp á hátindi frægðar sinnar og Sting hóf sólóferil. „Árin með Police heyra fortíðinni til og ég sakna þeirra ekki. Ég hef alltaf meira gaman af því að þróa sjálfan mig heldur en að festast í einhveiju," segir Sting við DV. Sagt var að samstarf þeirra Police- félaga hefði verið stirt í lokin. Sting var spurður hveijar hann teldi helstu ástæður fyrir velgengni sinni með Police og eftir að sólóferillinn hófst. Fyrst og fremst heppni „Ég held að ástæðan fýrir vel- gengni minni sé fyrst og fremst heppni. Auðvitað hef ég unnið að því hörðum höndum líka. Ég er alltaf vinnandi, jafiivel þegar ég er í fríi, sem ég á þó mjög sjaldan," seg- ir Sting. Fyrsta plata í platínu SólóferiU Stings hefur einnig ver- ið stjömum stráður. Fyrsta plata hans, Dream of the Blue Turtles, var með djass-ívafi. Fyrir hana fékk hann platínuplötu. Árið 1991 gaf hann út plötuna Soul Cages sem hann samdi eftir dauöa foreldra sinna sem létust með stuttu milli- bili. Árið 1993 gaf hann út plötuna Ten Summoner’s Tales og vann til Grammy-verðlauna fyrir þær báðar. Sting er talinn góður lagasmiður, söngvari, bassaleikari og ljóðskáld. Textar hans eru pólitískt meðvitað- ir og fjalla stundum um frið og ást. Sting og eiginkona hans, Trudie Styler, lifa tiltölulega rólegu lífi í kastala fyrir utan London með fimm bömum hans og hundi. Elsti sonur hans er 25 ára og Sting segist sjá hann sjaldnar en hin. Kastalinn er nálægt Stonehenge og sagt er að Arthur konungur og riddarar hans hafi eitt sinn reikað þar um. „Við lifúm mjög venjulegu heim- ilislífi eins og flestar aðrar fjölskyld- ur. Mér finnst gaman að ganga um sveitina í rólegheitunum með fjöl- skyldu minni,“ segir Sting. Treysta á jóga Trudie, eiginkona Stings, situr ekki heldur auðum höndum. Hún er þjálfuð Shakespeare-leikkona. Einnig er hún kvikmyndagerð- armaður og framkvæmdastjóri regnskógasjóðsins sem Sting stofn- aði til þess að varðveita regnskóga Brasilíu. Tradie og Sting treysta á jóga til þess að láta sér líða vel. „Ég hóf að stunda jóga mestmegn- is vegna líkamsræktarinnar. Smám saman hefúr þetta færst yfir í and- lega æfingu. Eftir því sem maður nær meiri leikni því meira nærir maður hugann. Ég er söngvari og jóga er mjög gott vegna öndunarinn- ar. Ég er 45 ára en starf mitt útheimt- ir orku tvítugs manns,“ segir Sting. í viðtali viö Sting sem blaðamað- urinn Gang White tók við hann og birt var á Intemetinu segir hann að jóga hafi komið seint inn í líf hans. Hann hafi verið 38 eða 39 ára þegar það gerðist. „Ég sé mest eftir því að hafa ekki byijað fyrr. Ég hef tekið þátt í margs konar líkamsrækt áður. Ég hljóp til dæmis fimm mínútur á dag og fór í eróbikk um tíma. Ég verð að vera í formi þar sem ég þarf að koma fram. Líkamsrækt hjálpar til en ég hef sennilega ekki verið tilbú- inn fyrir jóga fyrr,“ segir Sting í viðtali við Gang White. Að sögn Stings ætlar hann að stunda jóga til dauðadags þar sem það er líf sem hentar honum. Hann segir jóga vera eins konar tónlist. Það haldi áfram að þróast. Hann segir að eftir því sem hann verði eldri hafi hann meiri tök á jóga og það gefi honum mikinn innblástur. Hann segist geta gert hluti með lík- amanum núna sem hann hefði ekki dreymt um á yngri árum sínum. Samkvæmt upplýsingum á Intemet- inu getur Sting elskast í fimm klukkutíma samfleytt. Þeirri leikni hefur hann náð með innhverfri íhugim segir þar. Helgarblaðið bar ekki þessar upplýsingar undir Sting. DV spurði Sting að því hvort hon- um fyndist líf fræga mannsins erfitt. @.mfyr:Vanur frægðinni „Ég hef haft tuttugu ár til þess að venjast því að vera frægur. Mér finnst það ekkert erfitt. Ég reyni að lifa sem eðlilegustu lífi þegar ég er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.