Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Side 22
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 JjV
Hinn árlegi hryllingur, eins og
Sigurjón Benediktsson, einn af
frumkvöðlum landvemdar- og rækt-
unarsamtakanna Húsgulls á Húsa-
vik, orðaði það í samtali við DV á
dögunum, endurtók sig þegar bænd-
ur í Mývatnssveit, búskaparháttum
sínum trúir, hófu þann 4. júni sl. að
aka sauðfé sinu í bithaga til sumar-
beitar í svonefndum Mellöndum
suðaustan og austan Mývatns. Segja
má að það séu talsverðar ýkjur að
kalla landsvæðið bithaga þvi að
þarna er varla stingandi strá. Upp-
blástur og jarðvegseyðing hefur ver-
ið mjög mikil á þessum slóðum um
langt skeið og em afréttir Þingeyj-
arsýslna taldir annað mesta upp-
blásturs- og eyðimerkursvæði í
heiminum og fer stöðugt stækkandi.
Hið stærsta er Sahara í Afríku.
Opinbert aðgerðaleysi
Á hveiju ári undanfarinn áratug
hefur DV greint frá þessum upp-
rekstri og afleiðingum hans fyrir
hið viðkvæma gróðurfar á afréttum
umhverfis Mývatn og í Þingeyjar-
sýslum almennt. Þrátt fyrir að af-
leiðingamar liggi flestum í augum
uppi hafa stjómvöld horft á bænd-
uma endurtaka þennan leik ár eftir
ár án þess að aðhafast neitt, eins og
rakið var í frétt í DV í síðustu viku.
í ár hefur Landgræðslan ekki
fremur en undangengin ár gripið
inn í og stöðvað yfirganginn þótt
beitt sé á eyðimörk sem reynt er af
veikum burðum og knýjandi nauð-
syn að rækta i melgresi og fleiri
harðgerðar plöntur sem stöðvað
geta eyðinguna og búið í haginn fyr-
ir endurheimt gróðurlendis.
„Það er mikið af fé þama nú,“
segir Sigurjón Benediktsson sem lit-
aðist um á gróðursnauöum afréttum
Mývatnsbænda fyrir fáum dögum.
Hann sagði að einnig hefði hann
orðið var við nokkurt fé á beit á
Hólasandssvæðinu sem Hús-
gullssamtökin einmitt em að rækta
upp í samvinnu við Landgræðsluna
og fleiri aðila.
Undir lögsögu land-
búnaðarráðuneytisins
Með því að þetta vandræðamál
snertir búfénaö og sauðfé er það á
valdsviði landbúnaðarráðuneytisins
og lögum samkvæmt getur það grip-
iö inn i og stöðvað þessa árlegu
sumarbeit á sandauðnimar. Land-
búnaðarráðuneytið og landbúnaðar-
ráðherra hafa þó ekki séð ástæðu til
þess enn þá að grípa inn í.
Starfsemi Landgræðslunnar í
Skútustaðahreppi er umtalsverð og
árlega um árabil hefur verið varið
20-25 milljónum króna til þess að
rækta upp og giröa af heimalönd
bænda til að gera þeim mögulegt að
beita þar fé sínu í stað þess að beita
því á hinn veikburða gróður á ónýt-
um afréttarlöndunum. Með þessu
hefur verið reynt að skapa svigrúm
til þess að stöðva framrás eyðimerk-
urinnar og hefja endurheimt gróð-
urlendis. Það gefur augaleið að
merkilegs árangurs er vart að
vænta ef jafnharðan er beitt á gróð-
umáiina.
Sem umhverfisráðherra er Guð-
mundur Bjarnason eindreginn
stuðningsmaður markmiða um end-
urheimt gróöurlendis þó þeirra gæti
ekki í verkum hans eða öllu heldur
aðgerðaleysi hans sem landbúnað-
arráðherra í þessu beitarmáli. Sem
umhverfisráðherra hefúr Guðmund-
ur í ræðu og riti ítrekað lagt þunga
áherslu á nauðsyn þess að stöðva
gróðureyðingu, eins og fram kemur
síðar í þessari grein.
Landgræðslan hefur einnig laga-
heimild til að grípa inn í málið en
hefur ekki gert nú fremur en fyrri
ár. Hvers vegna beitir hún ekki
Guömundur Bjarnason umhverfisráöherra á Hólasandi talar um nauösyn þess aö stööva framrás eyöimerkurinnar.
Sem landbúnaöarráöherra meö vald til aö stööva beitarágang á gróöurnálina. DV-tölvumynd, samsett af BG
þessari heimild? Sveinn Runólfsson
sagði í samtali við DV að hann teldi
að lagaheimildir Landgræðslunnar
til að stöðva bændurna í þessu at-
hæfi væru ekki nægilega sterkar.
Það væri fyrst og fremst landbúnað-
arráðuneytið sem hefði valdið í
þessu eftii, vald til að grípa til
skyndilokana beitarsvæða. „Ég lít
svo á að vissulega séu lagaheimildir
fyrir hendi, en hins vegar eru þær
flóknar í framkvæmd og að mínu
mati ekki algjörlega afgerandi. Við
höfum því skirrst við að beita
þeim.“
Innlent fréttaljós
á laugardegi
Stefán Ásgrímsson
Sveinn sagði að eins og komið
hefði fram í fréttum DV af þessu
beitarmáli að Mývatnsbændur
væru þátttakendur meö Land-
græðslunni í ýmsum öðrum verk-
efnum. „Við teljum einfaldlega
meira í húfi að ná þeim fram held-
ur en að fara nú í stríð út af upp-
rekstrinum." Aðspurður hvort fjár-
bændumir væra þá í raun með
Landgræðsluna í gislingu, sagði
landgræðslustjóri: „Nei, ekki vil ég
nú meina það. En það er spurning
hvað er fært að fara í af aðgerðum.
Ég ítreka það hins vegar að það
kom mér verulega á óvart að þeir
skyldu fara með fé á afréttinn svona
snemma. Og eins og veðráttan hefur
verið þá er þetta ákaflega óheppilegt
fyrir gróðurinn og ég myndi ætla
fyrir sauðfé líka, þótt það sé ekki
mitt mál.“
Allt sem í mannlegu
valdi stendur
... „Stöðva þarf eyðingu jarðvegs
eftir því sem í mannlegu valdi
stendur, klæða landið gróðri í sam-
ræmi við gróðurskilyrði og óskir
þjóðarinnar og tryggja sátt um
skynsamlega nýtingu landsins.“
Þetta era orð Guðmundar Bjama-
sonar umhverfisráðherra og standa
í ávarpi hans eða formála að ritinu
Jarðvegsrof á íslandi, sem út kom í
febrúar á þessu ári. Útgefandi rits-
ins er Landgræðsla ríkisins og
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og í því era skráðar niöurstöður
rannsóknarverkefnis sem hófst árið
1991 um eyðingu og eyðimerkur-
myndun á íslandi.
Um niðurstöðumar segir land-
búnaðar- og umhverfisráðherra að
þær skapi nýjan grandvöll fyrir
markvissa sókn gegn jarðvegseyð-
ingunni og skipulag sjálfbærrar
landnýtingar með vemdun vist-
kerfa landsins að leiðarljósi. Og ráð-
herra segir að niðurstöðumar leiði
í ljós sérstöðu íslands i þessum efn-
um og að það sé svo sannarlega
verk að vinna.
Það er vissulega verk að vinna
því að sérstaðan er vissulega til
staðar. Hún felst í því að uppblástur
og jarðvegseyðing er alvarlegur
vandi hér á landi og hefur verið
lengi. Að mati umhverfisráðuneytis-
ins hefur um eða yfir helmingur af
jarðvegi landsins og um 95% af
skóglendi tapast frá landnámi og er
frumorsök þessa athafnir mannsins
og búijárbeit. Óblíð náttúraöfl hafa
síðan opnað sárin frekar og hraðað
eyðingunni. Þetta kemur fram í
minnispunktum umhverfisráðu-
neytisins um ástand umhverfismála
á íslandi.
í þessum minnispunktum segir
að nú hafi loks tekist víða um land
að stöðva versta sandfokið og upp-
blásturinn en því fari þó fjarri að
tekist hafi að stöðva jarðvegseyð-
ingu. Mikilvægt sé að stöðva eyð-
inguna þar sem hún á sér stað og
jafnframt að reyna að endurheimta
þau landgæði sem tapast hafa eftir
því sem kostur er.
Þingeyjgrsýslur -
Sahara Islands
Afréttir Þingeyjarsýslna era mjög
illa famir af gróðureyðingu, upp-
blæstri og jarðvegseyðingu. Ástand
gróðurþekjunnar er þó með ýmsu
móti innan svæðisins, sums staðar
eru miklar gróðurvinjar, en stærst-
ur hlutinn er þó illa farinn. Þannig
er Skútustaðahreppur, langvíðáttu-
mesta sveitarfélag landsins, 4926
ferkílómetrar, mjög illa farinn.
Hreppurinn nær yfir um 1/20 af öllu
flatarmáli íslands og er vissulega
ekki allur ein eyðimörk. Þó er til-
tölulega lítill hluti hans gróið land,
eða um 1/4 hluti að jöklum frátöld-
um. Gróðurlendi Skútustaðahrepps
var lengi talið gott beitarland en
hefur rýmað mjög, einmitt vegna
beitarágangs og uppblásturs í kjöl-
fariö. Beitarálagið hefúr orðið til
þess að bestu beitarplöntumar hafa
horfið úr gróðurlendum og aðrar lé-
legri tekið við. í umhverfismati fyr-
ir Skútustaðahrepp, sem gert var
árið 1993, segir að beit hafi átt mik-
inn þátt í því að móta núverandi
gróðurfar úthaga hreppsins og rýra
það. Síðan segir: „Of mikiö beitará-
lag og beit á viðkvæmu landi hefur
einnig - í samspili við náttúruöflin
- átt mikinn þátt í gróöureyðing-
unni. Úthagi i hreppnum, einkum
austanverðum, er víðast mun rýrari
og afkastaminni en hann gæti verið
samkvæmt loftslagsskilyrðum og
öðrum vaxtarþáttum. Eins og að
framan er getið eru bestu beit-
arplönturnar víða horfnar úr úthag-
anum en þær koma tiltöluilega fljótt
aftur og gróður styrkist sé beitará-
lagi létt af landinu áður en til gróð-
ureyðingar kemur.
Ekkert beitarþol
í riti Landgræðslunnar og Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins,
Jarðvegsrof á íslandi, segir um
rannsóknir á gróðurrofi í Skútu-
staöahreppi og beitarþol afréttar
hreppsins: „Niðurstaða stofnunar-
innar er sú að afréttir Skútustaða-
hrepps hafa ekkert beitarþol nema
auðnir séu skildar frá gróöurlendi
og þær giröingar verða að standa að
mestu á hinu gróna landi til að
vemda gróðurjaðrana." Enn fremur
segir að mikið jarðvegsrof eigi sér
stað innan landgræðslugirðinga
sem þegar eru á svæðinu. Mikil-
vægt sé að stækka þær og að allar
auðnir hreppsins verði friðaðar fyr-
ir beit búfjár.
Auðnir í hreppnum eru taldar
3858 ferkílómetrar á móti byggð og
gróðurlendi sem er 931 ferkílómetri.
Um auðnimar segir i ritinu. „Sam-
kvæmt gróðurmynd era 98% þessa
svæðis auðnir og kortlagning á rofi
gefúr til kynna að 96% svæðisins
teljist til auðna og fjalllendis. 73%
þessa svæðis fer í hæstu rofflokk-
ana. Þessi niðurstaöa er meðal
þeirra lökustu á landinu, en hér er
um gífúrlegt landflæmi að ræða. Á
slíku landi ætti engin búfiárbeit að
eiga sér stað, en fátt fé á beit á slíkri
auðn veldur miklu tjóni."
Alþjóðasáttmáli um
barattu gegn eyðimerk-
urmyndun
í lok síðasta árs gekk í gildi al-
þjóðasamningur um að spoma gegn
gróðureyðingu og jarðvegsrofi og
stuðla að uppgræðslu eyddra og
vangróinna svæða. Sáttmáli þessi
var upphaflega samþykktur á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna 17. júní
1994 og hafa SÞ lýst 17. júní dag
jarðvegsvemdar.
Miðað við það hvemig ástandið
er á Islandi hlýftn: það að teljast vel
viðeigandi að ísland verði virkur
aðili að þessum alþjóðasáttmála,
þar sem hér á landi fer fram ein
mesta jarðvegseyðing í veröldinni
utan Afríku, þar sem ástandið er
talið vera verst. Hér á landi hafa
landgæði rýmað hvað mest á síð-
ustu öldum og um 40% af flatarmáli
landsins falla undir skilgreiningu
alþjóðasáttmálans um baráttu gegn
eyðimerkurmyndun. En noröur við
Mývatn beita bændur fé sínu enn á
eyðimörkina og umhverfisráöuneyt-
ið virðist ráðalaust. Valdið liggur
hjá landbúnaðarráðuneytinu að
grípa inn í málin.
22 tfréttir_________________________________________________
ycik
Hinn árlegi hryllingur á Mývatnsafrátti:
Hissa á að þeir skyldu gera þetta
- segir landgræðslustjóri um árlegan upprekstur Mývatnsbænda á örfoka land