Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 28
28 fjferstæð sakamál LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 UV „Hjálpiö mér. Mér hefur verið rænt og er fangi. Sá sem rændi mér sendir frá sér yfirlýsingu á mánu- daginn. Fylgið fyrirmælum hans.“ Þetta neyðarboð barst unnusta Julie Dart, Dominic, í pósti 11. júlí 1991. Julie hafði horfið tveimur dögum áður. Síðast hafði sést til hennar nokkru fyrir miðnætti þann dag, er maður í rauðum Metro-sendibíl tók hana upp í til sín. Þetta gerðist í borginni Leeds á Englandi. Julie var nítján ára og vann við afgreiðslustörf á veitingahúsi á dag- inn, en þar eð hún var skuldug hafði hún byrjað að reyna fyrir sér sem vændiskona, þó án vitneskju unnustans. Hún var aðeins þrjú kvöld á götunni áður en hún hvarf. Hinar vændiskonurnar höfðu ekki rætt við „þá nýju“, aðeins haft auga með henni. Síðan fylgdi nákvæm lýsing á því hvemig koma ætti lausnargjaldinu til skila. Ljóst var að bréfið var skrifað af vel gefnum manni, en stöku stafabrengl gáfu til kynna að hann væri haldinn orðblindu. Lögreglan ákvað að segja fjölmiðl- um ekkert og láta mannræningjann halda að gengið yrði að kröfunum. Klukkan sex að kvöldi 16. júlí átti kvenlögregluþjónn að aka með pen- ingana að símklefa við neðanjarðar- stöð í Birmingham. Þar átti hún að bíða eftir því að til hennar yrði hringt. Enn eitt bráf Lögreglan fylgdi fyrirmælum mannræningjans að öðru leyti en því að óeinkennisklæddir lögreglu- Stephanie Slater. Annað bráf Dominic hafði samband við móð- ur Julie, Lynn Dart, eftir að honum barst bréfið. Hún hafði samband viö lögregluna, sem hafði þá fengið hlið- stætt bréf frá mannræningjanum. „Ungri vændiskonu var rænt í Chapelton-hverfinu, en henni verð- ur skilað gegn 140.000 punda lausn- argjaldi (jafnvirði rúmlega fjórtán milljóna króna). Verði ekki orðið við kröfu minni mun hún ekki sjást framar og að auki verður komið fyr- ir sprengju í farþegalest eða stór- verslun." þjónar voru látnir biða í nokkrum bílum nærri símklefanum. Á tilsett- um tíma hringdi síminn en þegar kvenlögregluþjónninn tók upp tólið var enginn í símanum. Það var sem mannræningjanum væri ljóst að um hann væri setið. Þremur dögum síðar, 19. júlí, fannst líkið af Julie Dart í litlum skógi i Lincolnshire, um eitt hund- rað og fimmtíu kílómetra frá Leeds. Ljóst var að hún hafði fengið höfuð- áverka og verið kyrkt. Handleggir og fótleggir báru þess merki að hún hefði verið bundin. 22. júlí barst lögreglunni bréf á ný. Þar sagði: „Það var leitt að Julie Verkstæðið. þurfti að deyja, en ég var búinn að segja ykkur að svo færi ef fyrir- mælum mínum yrði ekki fylgt.“ Næst þegar lögreglan heyrði frá hinum dular- fulla morðingja barst smápakki með snældu þar sem sagði að annarri ungri konu, Söru Davies, hefði verið rænt í Ipswich. Frekari upplýsingar um mannránið væri að finna undir járn- brautarbrú nærri Wakefíeld. Mynd í sjón- varpi Aðvörun og annað mannrán Michael Sams. Undir brúnni fann lögreglan silf- urlitað málmhylki sem líktist sprengju. Tæknimenn urðu þess brátt vísari að í hylkinu var að finna fullkominn sprengibúnað, en ekkert sprengiefni. Var ljóst að mannræninginn var að gera lögregl- unni ljóst að hann væri fullfær um að framkvæma þá hótun sína að sprengja upp farþegalest eða stór- verslun. Frekari rannsókn leiddi í ljós að Sara Davies var ekki til. Hún var aðeins hluti af leikfléttu morðingj- ans. Það sem eftir var árs 1991 hélt lögreglan áfram að fá bréf og snæld- ur en rannsóknarmönnum varð ekkert ágengt. Maðurinn var greini- lega of snjall til þess að láta góma sig. 22. janúar 1992 var Stephanie Slater, tuttugu og sex ára fasteigna- sali, beðin um að sýna hús á sölu- skrá. Sá sem um það bað kynnti sig sem David Southall. Er Stephanie kom að húsinu sá hún að rauðum Metro-sendi- ferðabíl hafði verið lagt á tröðinni. Það vakti hins vegar engar grunsemdir með henni og hún fór að sýna manninum húsið. En allt í einu brá hann hnífi að hálsi hennar. „Það kemur ekkert fyrir þig ef þú gerir eins og ég segi,“ sagði hann. Maðurinn batt hana á höndum og fótum, tróð hand- klæði í munn henn- ar, batt fyrir augun og ýtti henni út að bílnum. A bak við járnhurð Stephanie Slater var skelfd, en taldi skynsamlegast að veita enga mótspyrnu. Eftir um fjörutíu og fimm mínútna akstur staðnæmdist bUlinn. Maðurinn leiddi hana síðan inn í hús, en þar var megn olíulykt. Nokkrum augnablikum síðar heyrði hún að stórri járnhurð var skellt. Maðurinn kom Stephanie fyrir í sérinnréttuðum, hljóðeinangruðum kassa þar sem hún gat sig ekki hreyft. Handleggina batt hann við járnstengur og handjárnaði hana síðan. Hann lét hana hafa bundið fyrir augu og handklæðið hafði hann enn í munni hennar. Daginn eftir skipaði maðurinn Stephanie að lesa fyrirmæli til lög- reglunnar inn á snældu. Þau voru á þá leið að yfirmaður hennar, Kevin Watts, skyldi fara á tiltekinn stað nærri Blackburn með 150.000 pund. Er þangað kæmi fengi hann ný fyr- irmæli. Lögreglan fylgdi því sem fram var sett og að kvöldi 29. janú- ar ók Watts af stað með peningana. Allt virðist mistakast Watts fékk brátt fyrirmæli frá mannræningjanum í almennings- síma en símtölin urðu fleiri og hann fór stað úr stað. En skyndilega slitn- aði símasambandið. Watts taldi það þó heppni að hafa áður verið sagt hvert hann ætti að fara með pening- ana. Þá hafði honum verið sagt að leggja í ruslagám. Þar beið hann, en enginn kom, og hvergi var Steph- anie að sjá. Eftir hálftíma fór hann en skildi peningana eftir. Ljóst þótti að tilraunin til að frelsa Stephanie hefði farið út um þúfur. Enn hafði mannræninginn gengið með sigur af hólmi. Lög- reglufulltrúinn sem stýrði rann- sókninni, Bob Taylor, var æfareið- Teikningin sem sýnd var sjónvarpsþættinum. BBC- ur. En nú gerðist það óvænta. Á mið- nætti 31. janúar hringdi dyrabjallan á heimili foreldra Stephanie. Faöir hennar opnaði og fyrir utan stóð hún. Hún var þreytt og óhrein. Mannræninginn hafði sleppt henni úr bíl sínum skammt frá heimili foreldra hennar. í átta daga hafði Stephanie legið í kassanum, og það var ekki fyrr en síðustu nóttina að hún fékk dýnu til að sofa á. Hún gat lýst manninum sem hún þekkti undir nafninu Dav- id Southall, rauða Metro-sendibíln- um hans og lyktinni á staðnum sem hún hafði verið á. Loks nú gerði s lögreglan fjölmiðl- um grein fyrir ein- stökum atriðum ráns- ins á Stephanie Slater og á hvem hátt Julie Dart hafði verið myrt. Næsta kvöld var fjallað um mannránin í þætti BBC, Crimewatch, og var þá meðal annars leikið af snældunum sem borist höfðu frá mannræningjanum, ef vera skyldi að einhver bæri kennsl á röddina. Einnig var birt af honum teikning, gerð eftir fyrirsögn Stephanie. Meðal þeirra sem sáu þáttinn voru Susan Oak. Hún bjó í Yorks- hire. Að henni setti ugg því hún þóttist þekkja rödd fyrrverandi eig- inmanns sins, Michaels Sams. í fyrstu reyndi hún að segja við sjálfa sig að hann gæti ekki hafa framið þessa glæpi, enda hlyti Stephanie Slater að hafa tekið eftir því að hann væri með gervifót, en á það hefði ekki verið minnst. Susan tók þáttinn upp og þegar hún sýndi sonum sínum tveimur hann daginn eftir þóttust þeir líka þekkja rödd fóður síns. í framhaldi af því leitaði Susan til lögreglunnar. Henni höfðu þá borist margar ábendingar og leið því nokkur tími þar til kannað var hvort grunsemd- ir Susan ættu við rök að styðjast. Handtakan Þann 23. febrúar 1992 óku tveir lögregluþjónar heim til Michaels Sams. Hann reyndist reka verk- stæðið „T & M Tools“. í bakherbergi fannst kassinn sem Stephanie hafði lýst og dýna með blóðblettum á. Sams var fimmtíu og eins árs. Hann hafði verið stýri- maður en sneri sér að verk- færasmiði. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu. í kjölfariö fylgdi ákæra um mann- rán, morö og sprengju- hótanir. Hann játaði að hafa rænt Steph- anie en sagðist ekkert vita um morðið á Julie Dart. Sannanirnar gegn Sams voru of margar. Blóöið á dýnunni reynd- ist vera úr Julie Dart, og trefjar sem fundust á líki hennar voru úr teppi á verkstæði hans. Þá var hægt að fá staðfest hjá rithandarsér- fræðingum að bréfin sem borist höfðu væri með hans rithönd. Dómurinn og eftirmálin 8. júlí 1993 var Michael Sams dæmdur í lífstíðarfangelsi, og þrem- ur dögum síðar játaði hann á sig morðið á Julie Dart. Hann sagði að hann hefði sett hana i kassann eins og Stephanie, en hún hefði reynst sér erfið. Henni heíði loks tekist að æpa en þá hefði hann ákveðið að þagga niður í henni. í nóvember 1995 komst Michael Sams aftur í fréttimar. Þá réðst hann á félagsráðgjafa, Júlíu Flack, sem kom í klefa hans í Wakefield- fangelsinu. Á síðasta augnabliki tókst að bjarga lífi hennar en það gerði maður sem sat inni fyrir morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.