Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 48
60 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 JjV éttir Nýtt umsýslugjald húsbréfalána: Lægra en lantokugjaldið - segir framkvæmdastjóri SÍVB Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að gjaldtaka vegna yfirtöku eldri húshréfalána sé fyllilega eðlileg þar sem við yfirtöku þurfi að inna ákveðna vinnu af hendi og eðlilegt að þeir sem njóti hennar greiði fyrir hana. Framkvæmdastjórinn vill í sam- tali við DV ekki skjóta á það tölum hversu há þessi þóknun þurfi að vera en segir að minni vinna sé tengd yfirtöku láns heldur en útgáfú nýs láns. Gjald fyrir þessa umsýslu verði því vitanlega lægra en 1% sem er núverandi lántökugjald. Hann vill ekki tjá sig um hversu hátt hann teldi þetta yfírtökugjald þurfa að vera. En verði það tekið upp hjá Húsnæðisstofnun verði það væntan- lega svipað í bankakerfinu fyrir sömu þjónustu. Finnur segir að upphaflegt lán- tökugjald húsbréfalána sé 1% og sé eingreiðsla sem greidd sé af upphaf- legum lántakanda, þess sem stofnar til lánsins. En þegar annar yfirtek- ur húsbréfalánið, á sama hátt og þegar önnur og almenn lán eru yfir- tekin, þurfi að vinna ákveðna papp- írsvinnu. Fyrir þá vinnu rukki hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar ekki sérstaklega fyrir enn þá. „Það hefur verið rætt og er raun- ar í stjómarsáttmála ríkisstjómar- flokkanna að hluti af starfsemi Hús- næðisstofnunar verði flutt til bankakerfísins. Viðræður hafa átt sér stað milli bankakerfisins og fé- lagsmálaráðuneytisins um að bank- amir yfirtaki afgreiðslu bréfanna," segir Finnur. En samtímis hafi bankamenn orðið þess áskynja að viðræður hafi átt sér stað milli ráðuneytisins og Húsnæðisstofnun- ar um að taka upp umrætt af- greiðslugjald. Því hafi bankakerfið lagt á það áherslu að niðurstaða í þeim viðræðum verði komin áður en verkefnið flyst yfir til bankanna svo þeim verði ekki kennt um mál sem þeir bera enga ábyrgð á. -SÁ Það var óhætt aö slappa af eftir tiltektina á Húnavöllum í kringum hitaveituna. Miklar boranir eftir heitu vatni hafa átt sér stað þarna efra í vetur og hefur fundist mikiö af vel heitu vatni. En þessi vaski hópur er í unglingavinnunni á Blönduósi og kann vel til verka. Þaö voru þau Andri, Helga, Lára, Víðir, og Gísli verkstjóri sem stóðu t þessari tiltekt. DV-mynd G.Bender Milt og hlýtt sumarveður var í Reykjavik í lok síöustu viku og fannst mörgum borgarbúanum það vel veröskuldað eftir umhleypinga vetrarins, kalt vor og vikulangan norðangarra með hitastigi viö frostmark. Þá er nú ekki verra að geta skellt sér í Árbæjarlaugina og kælt sig í hinni íslensku hitabylgju eins og stúlkurnar á mynd Hilmars Þórs. Tilkynningar Hljómdiskur Út er kominn hljómdiskur með ís- lenskum ljóðum og lögum. Hann nefnist Poems and melodies from Iceland og hefur Magnús Magnús- son, hinn kunni rithöfundur og sjónvarpsmaður, valið efnið. Fram- leiðandi er Torfi Ólafsson. Útgef- andi er Spor. Tapað fundið Hnakkur tapaðist i réttinni við Þjórsárbrú sl. laugardag 14. júní. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Höllu í síma 565-4206. Hugleiðsluferðir um huliös- heima Hafnarfjarðar Jónsmessuferð verður þann 23. júni. „Við getum skynjað náttúruna á ólíkan hátt, hlustað, fundið og horft inn í innri heima náttúrunn- ar“, segir Erla Stefánsdóttir sjáandi. Hún verður í sumar með hugleiðslu- ferðir um huliðsheima Hafnarfjarð- ar i samvinnu við Upplýsingamið- stöð ferðamanna í Hafnarfirði. Lagt er af stað kl. 19 og tekur ferðin um tvo tíma. Upplýsingar í síma 565- 0661. Einnig verða ferðir alla þriðju- daga í júlí. Skíöadeild ÍR Jónsmessugleði verður í Hamra- gili mánudaginn 23. júní og tökum við til hendinni i Hamragili. Mál- um, þrífum og smíðum. Takið með ykkur eitthvað gott á grillið. Mæt- ing frá kl. 16. Jónsmessunótt í Fjölskyldu- og húsdýragaröinum Mánudaginn 23. júní verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 23 til 1 eftir miðnætti, og er aðgangur ókeypis. Varðeldur verð- ur tendraður kl. 23 og hljómsveitin Geirfuglamir spila og syngja frá kl. 23.30. Jónsmessan er töíranótt og hver veit nema að kýmar fari að tala mannamál, selirnir kasti af sér hamnum og furðuverur fari á kreik. Þjóðlagamessa í tilefni Jónsmessu í Hafnarfjaröar- kirkju Sunnudaginn 22. júní kl. 20.30 verður sungin svokölluð þjóðlaga- messa í Hafnarfjarðarkirkju. Fyrir nokkrum árum samdi sænska tón- skáldið og presturinn Per Harling messu er fékk nafnið „messa í vis- ton“ á sænsku. Þaðan kom nafnið „þjóölagamessa". Þjóðlagamessan er byggð á samnorrænni þjóðlagahefð þar sem taktur og tónar tengjast vísnasöng eins og hann gerist best- ur. Allir hinir hefðbundnu messuliðir eru á sinum stað. Prest- ur sr. Þórhallur Heimisson. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Æskulýðsfund- ur sunnudagskvöld kl. 19.30. Bústaðakirkja: Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 9. og 10. bekk sunnudagskvöld kl. 20.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk mánudagskvöld kl. 20.30. Friðrikskapella: Kyrrðarstund í hádegi mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stund- inni lokinni. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl, 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar naesta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag aW milli h/m, Smáauglýsingar Œ V 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.