Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Page 54
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
36 ^áfikmyndir
Lemmon og
Matthau sem
danskennarar
Einhver allra besti dúett kvik-
myndanna, Jack Lemmon og
Walter Matthau, hafa nú lagt
fúlu karlana á hilluna og eru
komnir í ný gervi í Out to
Sea. í myndinni leika þeir tvo
vafasama náunga á flótta sem
svindla sér um borö í
skemmtiferðaskip, þar sem
þeir gera út sem danskennar-
ar. Það er rétt hægt að ímynda
sér hvað þessir snjöllu gaman-
leikarar geta gert sér leik úr
þessum persónum. Leikstjóri
er Mendha Coolidge og meðal
mótleikara Lemmons og Matt-
hau eru Dyan Cannon og
Eileen Strich.
Það er ekki oft sem óreyndir leik-
stjórar fá tækifæri til að leikstýra
kvikmynd sem kostar yfir eitt
hundrað milljónir dollara. Simon
West er örugglega einn af fáum slík-
um en þó er hann ekki einsdæmi.
Jerry Bruckheimer lék sama leikinn
þegar hann gerði The Rock. Hann
sótti Michael Bay i fyrrum fyrirtæki
Sigurjóns Sighvatssonar, Propag-
anda Films, og þar sem það heppn-
aðist vel því ekki að leika sama leik-
inn aftur, en Simon West kemur
einnig frá Propaganda.
Simon West hefur þó talsvert meiri
reynslu heldur en Michael Bay.
Hann er breskur, fæddist í Letch-
worth í Hertfordshire. West byrjaði
feril sinn hjá BBC árið 1981, vann
fyrst við klippingar á öllu sem tii
féll. í fjögur ár vann hann hjá
BBC og meðal annars við marg-
verðlaunaðar heimildamyndir og
leiknar sjónvarpsmyndir.
1985 fékk hann styrk til að leikstýra
hálftíma stuttmynd Dolly Mixtures.
í kjölfarið var hann ráðinn til
Limelight London til að leikstýra
tónlistarmyndböndum og auglýsing-
um. Tveimur árum siðar fékk tón-
listarmyndband sem hann gerði með
Mel and Kim bestu myndbandaverð-
launin á Montreaux Music festival.
Þegar Limelight setti upp útibú í
Bandaríkjunum flutti hann sig um
set og fór að gera auglýsingar sem
vöktu mikla athygli og voru verð-
launaðar. 1993 réði hann sig til
Propaganda Films, þar sem hann
fékk það verkefni að gera myndbönd
fyrir fyrirtæki á borð við AT&T,
MCI, Ford, Miller Beer og Bud-
weiser. West hefur unnið til allra
helstu verðlauna í auglýsingabrans-
anum beggja vegna Atlantshafsins.
Ralph Fiennes í
Eugene Onegin
Ralph Fiennes hefur átt mik-
illi velgengni að fagna í kjöl-
farið á The English Patient.
Hann hefur samt látið flest
gylliboðin eiga sig og unnið að
því að setja á stofn sitt eigið
framleiðslufyrirtæki. Verður
fyrsta kvikmyndin gerð eftir
rússnesku klassíkinni Eugene
Onegin og mun hann sjálfur
fara með aðalhlutverkið. Leik-
stjóm verður í höndum systur
hans, Mörthu Fiennes. Síðan
mun fyrirtækið gera The
Child of Time eftir skáldsögu
Ian McEwans.
Hercules
Um næstu helgi verður frum-
sýnd í Bandaríkjunum nýjasta
Disney-teiknimyndin
Hercules.
Sú síðasta,
Hringjarinn
í Notre
Dame, þótti
síst í röð
nokkurra
frábærra
teiknimynda þar sem The
Lion King er hápunkturinn. í
Hercules er aftur á móti slegið
á létta strengi og mjúkum
höndum farið um fyrstu
súperhetju jarðarinnar. í hluta
myndarinnar er Hercules
drengur, sonur Seifs, sem
Hades hefur rænt. Hér á landi
verður sett íslenskt tal við
myndina, en í amerísku útgáf-
unni ljá meðal annarra raddir
sínar, Danny DeVito, James
Woods og Tate Donovan.
Ang Lee í borgara-
styrjöldina
Nýjasta kvikmynd Ang Lee
(Sense and Sensibility), Ice
Storm, með Sigoumey Weaver
og Kevin Kline í aðaflilutverk-
um hefúr enn ekki verið frum-
sýnd. Lee er samt kominn á
fullt með undirbúning að
sinni næstu kvikmynd sem
mun gerast í borgarastyrjöld-
inni í Ameríku. Þamæst mun
hann halda á heimaslóðir og
gera kvikmynd sem hann kall-
ar rómantiska samuræmynd.
Verður sú mynd tekin í Kína
með kínverskum leikurum.
Robin Williams í
Disney-endurgerð
Flubber heitir nýjasta kvik-
mynd Robin Williams og er
hún gerð eftir vinsælli Disney-
kvikmynd,
The Absent
Minded Pro-
fessor, sem
gerð var
1961. í henni
leikur hann
prófessor
sem veit litið
hvað er að gerast í kringum
sig en tekst að búa til formúlu
sem gerir það að verkum að
hann getur flogið. I fyrri út-
gáfu Disneys var það Fred
MacMurray sem lék prófessor-
inn. John Hughes skrifar
handritið og framleiðir en
leikstjóri er Les Mayfleld.
Con Air:
Cage í
slæmum
félagsskap
Einn stórvirkasti framleiðandinn í
Hollywood heitir Jerry Bruck-
heimer. Hann ásamt félaga sínum
heitnum, Don Simpson, á að baki
nokkrar mjög vinsælar myndir. Má
þar nefna Flashdance, Top Gun,
Beverly Hills Cop, Days of Thunder,
Bad Boys, Dangerous Minds, Crim-
son Tide og The Rock, sem frum-
sýnd var á sama tíma í fyrra og Con
Air nú. Bruckheimer stendur nú
einn sins liðs eftir að Simpson lést í
fyrra, aðallega úr ólifnaði. Hefur
Bruckheimer greinilega ætlað sér
að fá sama áhorfendafjöldann á Con
hann. Cage leikur Cameron Coe,
fanga á skilorði sem fær far með
fangaflutningavél. En Coe er á leið
til Kalifomíu til að hitta eiginkonu
sina og dóttur eftir átta ára aðskiln-
að. Hann hafði ekki reiknað með að
lenda í flugráni, en það er einmitt
það sem gerist og sá sem hafði
skipulagt ránið er Cyrus „The Vir-
us“ Grisson (John Malkovich).
Á jörðu niðri er Vince Larkin (John
Cusack). Það er hans að ná vélinni
niður á jörðina. Vill hann ekki sam-
þykkja ætlun yfirmanna hans um
að sprengja flugvélina í loft upp.
Fangarnir hafa losaö sig viö flugvélina og eru nú hættulegustu menn Banda-
ríkjanna.
Air og The Rock, en það mun sjálf-
sagt ekki ganga eftir ef marka má
tölur fyrstu tvær vikumar.
Eins og í The Rock leikur Nicholas
Cage aðalhlutverkið, en nú er eng-
inn Sean Connery til að styðja við
Poe verður óvænt hetja þegar hann
ásamt Larkin, reyna að stöðva Cyr-
us og hóp hans af lífstíðarföngum,
áður en þeir drepa alla aðra um
borð. Á meðan stefnir stórskemmd
vélin á fræga breiðgötu í Las Vegas.
Nicholas Cage leikur haröjaxlinn Cameron Coe sem húkkar sér far meö
fangaflutningavél.
sjá með eigin augum hvemig slíkir
flutningar fara fram. Þar komst
hann að því að það er ein flugvél
sem sér um þessa flutninga og flýg-
ur hún um öll Bandaríkin.
Rosenberg fékk að fara með í þrjár
ferðir og segir um þá reynslu sína:
„Þessir fangar voru í verulega fúlu
skapi, svo ekki sé meira sagt, og það
skipti þá litlu að jólin vora að
koma. Það var virkilega lærdóms-
ríkt að sjá með eigin augum og
finna þá spennu sem var um borð í
flugvélinni og ég varð enn sann-
færður um að slíkir fangaflutningar
væra gott efiii í kvikmynd. Það sem
kom mér á óvart var að þegar ég
spurði hvað ætti að gera færi eitt-
hvað úrskeiðis var fátt um svör.
Komst ég að þvi að það er engin
áætlun til um það hvað gera skuli í
neyðartilvikum."
Áður hefur verið minnst á aðalleik-
arana, Nicholas Cage, John Cusack
og John Malkovich, sem hér bætir
við enn einu illmenninu í flölskrúð-
ugan hóp illmenna sem hann hefur
leikið. Aðrir þekktir leikarar í Con
Air era Steve Buscemi, Ving Rham-
is, Colm Meaney, Mykelti William-
son og Rachel Tincotin.
Con Air, er sýnd í Bíóhöllinni,
Kringlubíói, Bíóborginni og Borgar-
bíói á Akureyri.
-HK
Með puttana í öllu
Handritshöfundurinn Scott Rosen-
berg var langt í frá búinn að full-
klára handritið af Con Air þegar
Jerry Bruckheimer komst í það og
fékk áhuga. Eftir það var Rosenberg
ekki lengur sjálfs síns herra, en
bankainnstæða hans tók aftrn- á
móti mikinn kipp upp á við. Brack-
heimer er þannig maður að hann
vill vera með puttana í öllu og eftir
að hann hafði keypt handritið þá
tók hann til við að breyta því sam-
kvæmt sínum smekk. Það má þó
segja Brackheimer til hróss að þeg-
ar aðrir lögðu til einhverjar breyt-
ingar var hann fljótur að samþykkja
þær ef hann sá að þær myndu bæta
myndina.
Þegar handritsmálin vora komin i
höfn var fyrst að fá leikstjóra og tók
Brackheimer áhættuna að fá verkið
í hendumar á leikstjóra, sem hafði
ekki áður leikstýrt kvikmynd,
Simon West, sem hafði um skeið
verið starfsmaður hjá Propaganda
Films.
Hugmyndin að Con Air kom upp í
huga Scott Rosinberg þegar hann
las blaðagrein um fangaflutninga.
Honum fannst þessir flutningar á
milli rikja tilvalið efni í handrit og
heimsótti fangelsi í Oklahoma til að
Simon West:
Reynslan fengin hjá BBC
Simon West viö tökur á Con Air.