Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 10 ''^
68 frikmyndir
I HX
DIGITAL
-8f U.D. DV
★★★ A.I. Mbl.
ANACONDA umlykur þig, hún kremur þig,
hún gleypir þig. PÚ STENDUR Á ÖNDINNI.
Sýndkl. 5,7, 9og11.
Sýnd kl. 3.
Háspennutryllirinn ANACONDA gerði allt sjóðandi vitlaust í
Bandaríkjunum í síðastliðmnn mánuði og var toppmyndin 1 samfleytt
þrjár vikur.
Hefur þú stáltaugar til aö sjá ANACONDA ?
Sýnd kl. 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
Sími 551 6500
Laugavegi 94
Sími 551 9000
Sýnd kl. 4.30, 6,45, 9 og 11.30.
Sýnd kl. 5.
TH£
N G L I S H
W* ★★★1/2H.K. DV
. u ★★★ 1/2 A.I. Mbl.
i $tí * **★ Daðs,jós
HP
TILBOÐ 400 KR.
Sýnd kl. 6 og 9.
Bi. 12 ára..
Sýnd kl. 6.45, og 11.20.
B.i. 14 ára.
Sýnd 4.40, 6.50, 9 og 11.15 ÍTHX.
Bönnuö innan 16 ára.
/\ n j
r-l
Í)
Scream ★★★i
Ein alflottasta og skemmtilegasta hryllingsmynd sem komið hefur fram lengi og
sýnir vel þá möguleika sem búa í hrollvekjunni. Craven sýnir fullkomna þekkingu
og næmi á hrollvekjuna og tekst að skapa úr þessum kunnuglegu formúlum
hressandi og hrellandi hryllingsmynd. -ÚD
Crash ★★★★
Crash hlýtur að teljast með áhugaverðari myndum þessa árs. Cronenberg er sér-
fræðingur í að ná fram truflandi fegurð þar sem síst skyldi, svo sem í árekstrasen-
unum og í samviskulausri könnun á örum og áverkum. Músíkin er mögnuð og á
ríkan þátt í að skapa það andrúmsloft sem gerir þessa mynd að einstaklega hug-
vekjandi upplifun. -ÚD
Enski sjúklingurinn ★★★★
Stórbrotin, epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuðu stórmyndir
fyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skilið, bæði fyrir innihaldsríkt handrit og leik-
stjórn þar sem skiptingar í tíma eru mjög vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er
mikil. -HK
Fimmta frumefnið ★★★
Ómissandi og án hiks ein alfallegasta og smartasta framtíðarmynd sem ratað hef-
ur á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar með eindæmum elegant og til að njóta
þessa alls sem best er vænlegast að búta heilann upp og stýra aflri orku á augu og
eyru. úd
Anaconda ★★★
Anaconda er ein af þessum göfluðu myndum sem ná að heilla með ákveönum
einfaldleik eða jafnvel einfeldni. í heild vega kostirnir upp á móti göllunum og út-
koman er hressfleg og skemmtileg mynd sem heldur áhorfandanum föngnum í
þessar klassísku 90 mínútur. -úd
Háðung ★★★
Þaö sem byrjar sem ósköp venjuleg búningamynd með uppskrúfuðum frönskum
aöli snýst fljótt upp i stórskemmtflega skopádeUu þar sem engum er hlíft. SniUdar-
lega skrifað handrit ásamt sérlega skemmtUegum persónum gefur myndinni létt
yfirbragð. -HK
Amy og villigæsirnar ★★★
Hefur á sér yfirbragð klassískra ævintýra, með stjúpmóður og öUu saman, og er
faUeg og þótt hún fljúgi hraðbyri inn í væmni á stundum eru það ánægjulegu stund-
imar sem sitja eftir. -ÚD
Lokauppgjörið
Skörp og raunsæ lýsing á tveimur ólíkum bræðrum og uppgjöri þeirra á milli.
Umhverfið skiptir miklu máli i myndinni sem bæði er spennandi og dramatísk.
Tim Roth sýnir snilldarleik. -HK
Ofurvald ★★★
Mjög góður fyrrihluti gerir það að verkum aö myndin er áhugaverð og fín
skemmtun þegar á heUdina er litið þrátt fyrir brotalamir þegar líða tekur á. Clint
Eastwood er góður fagmaður, bjargar miklu með styrkri leikstjórn og stendur fyr-
ir sínu sem leikari. -HK
í blíðu og stríðu ★★★
Richard Attenborough hentar vel að gera myndir um þekktar persónur, í slikum
myndum eru höfundareinkenni hans sterk og í blíðu og stríðu eru þau vel sjáan-
leg, en hann hefur gert betri myndir og er skemmst aö minnast Shadowlands.
Sandra BuUock og Chris O’Donnel hafa bæði þá útgeislun sem þarf en ekki að sama
skapi góðan texta. -HK
Jackie Chan leikur bjargvætt sem bæöi CIA og rússneska leyni-
þjónustan fá til liðs við sig. Á innfelidu myndinni má sjá Jackie
Chan hangandi í þyrlu.
Fyrsta högg
Jackie Chans
Jackie Chan er að verða ein aðalslags-
málahetja kvikmyndanna. AUt frá því
hann síó í gegn í Bandaríkjunum í
Rumble in the Bronx, hefur verið mikU
eftirspum eftir fyrri myndum hans og
rykið veriö dustað af þeim bestu og þær
sýndar við dágóða aðsókn. Fyrsta höggið
(First Strike) er önnur kvikmyndin sem
hann gerir í Bandaríkjunum og er leik-
stjóri Stanley Tong, sá hinn sami er leik-
stýrði Rumble in the Bronx.
Eins og i öUum kvikmyndum Chans
er megináherslan lögð á að skemmta
áhorfendum með gamansömum sögu-
þræöi, spaugilegiun uppákomum og
ekki sist mögnuðum áhættuatriðum,
sem hann framkvæmir öll sjálfur og er
með ólíkindum hvað hann þorir og get-
ur.
Chan leikur lögreglumann í Hong Kong
sem er falið það verkefhi að fara tU Úkra-
ínu tU að starfa með CIA og rússnesku
leyniþjónustunni við að finna dularfuflan
mann, Tsui aö nafni, sem hefur stolið öfl-
ugum kjamaoddi. Er hann grunaður um
að ætla að selja hryðjuverkamönnum
kjamaoddinn. Frá þeirri stundu sem
Chan setur fót sinn í Úkrainu hefst við-
burðaríkt ævintýri þar sem Chan þarf að
snúa sér út úr hverri hættunni á fætur
annarri. Meðal þess sem Jackie Chan ger-
ir er að hendast niður snarbratta flaUshlið
á snjóbretti og kasta sér fram af hengi-
flugi tfl að ná í þyrlu og síðan að láta sig
faUa úr þyrlunni niður í isflagt vatn.
Frá Ukrainu berst leikurinn tU Bris-
bane í Ástralíu og þar sýnir Chan meðal
annars fjölmargar aðferðir við að berjast
gegn óvininum með álstiga einan að
vopni. Auðvitað er notuð nýjasta tækni
kvikmyndanna tfl aö gefa áhættuatriöun-
um aukið gUdi, en það verður samt ekki
af Jackie Chan skafið að hann leikur öU
hin flölmörgu áhættuatriði sjálfm- og þaö
gefur myndinni vissulega aukið vægi.
Að lokum skal sagt við væntanlega
áhorfendur: Yfirgefið ekki sætin þegar
þið haldið að myndin sé búin því í lokin
eru sýndar skemmtflegar úrklippur frá
áhættuatriðum sem mistókust að ein-
hveiju leyti. -HK