Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 15 Af minni háttar lögbrotum Arthur Bogason formaöur Landssam- bands smábátaeigenda í íslenskri Það sem er svo ánægjulegt við skip- an mála innan fisk- veiðilögsögunnar eru hversu heil- steyptar og sam- ræmdar allar aðgerð- ir stjómvalda eru í smáu sem stóru. Þannig verður þjóð- in t.d. vitni að því þessa dagana að á sama tíma og pappír- stígrisdýr sjávarút- vegsráðuneytisins sveitast blekinu við að reikna niður sóknardagafjölda trillubáta á næsta fiskveiðiári er upp- lýst að vitað sé af rúmum 70 lögbrotum norskra loðnuskipa efnahagslögsögu. Einhvers staðar kvisaðist að auki að „allir vissu“ að Norðmenn hefðu í reynd ekki veitt eina ein- ustu loðnubröndu innan Jan Mayen lögsögunnar heldur tekið allan sinn afla innan þeirrar ís- lensku. Meö öngulinn aö vopni Á sama hátt er ákaflega ánægju- legt það samræmi sem felst í þeim vinnubrögðum Landhelgisgæsl- unnar að á sama tíma og henni er fullkunnugt um þessi lögbrot Norðmanna jaðrar við að hún strandi flaggskipum sínum við að eltast við trillukarla upp í fjöru- steinum til að rukka þá um papp- irssnifsi, neyðaráætlanir og ný- liðafræðslu. Sú skýring sem gefin hefur ver- ið á þessari liðlegu meðhöndlun á norskum lögbrjótum er að um „minni háttar" brot hafi verið að ræða og því ekki ástæða til að- gerða. Það er á hinn bóginn hvorki ánægjuauki né „minni háttar" mál þegar trillukarlar mæta til leiks - með sjálfan öngulinn að vopni. Fyrir nokkum árum (’90—’91) varð stjórnvöldum ljós gereyðingar- máttur trillukarla gagnvart þorsk- stofninum. Þessir úlfar í sauðar- gærum voru þá orðnir svo hættu- legir vistkerfinu í hafinu að yfir 1000 triUubátum var þá þröngvað í kvótakerfið. í dag eru þrjú hund- Kjallarinn ruð triUur eftir af þeim flota. Restinni hefur skipu- lega verið eytt með Broytgröfum, stórvið- arsögum og eldfærum. Aflaheimildir þeirra voru að sjálfsögðu fluttar yfir á togara- flotann en eins og aUir vita hefur lífríkinu í hafinu aldrei stafað nokkur ógn af þeirra veiðiskap. Hinn hrikalegi umframafli" En þrátt fyrir þetta myndarlega átak á ár- inu 1991 stóð helming- ur triUuflotans enn utan kvótakerfisins. TUraunir stjórnvalda til að rusla restinni inn i „besta kerfi i heimi“ hafa borið allnokkurn árangur - þ.e. frá sjónarhóli stjórnvalda. Engu að síður eru á fimmta hund- rað triUur enn að veiða samkvæmt sóknartakmörkunum. Þessir bátar eru vandamálið. Þeir fiska eins og fjandinn sjálfur og það kann ekki góðri lukku að stýra. Til að draga upp eilítið skýra ón tonna þegar þriggja ára fiskur er talinn með. Hinn hrikalegi „umframafli“ trfllubáta á yfir- standandi fiskveiðiári gæti endað í cdlt að 8 til 9 þúsund tonnum af þorski. Þá er löngu vitað að tfl að lagfæra stöðuna hjá þeim ---------------—. triUukörlum „Það hlýtur að segja sig sjálft að þetta eina prósent af þorskstofn- inum vegur mun þyngra en lífsaf■ koma og búseta nokkur hundruð fjölskyldna í landinu mynd af þeirri vá sem steöjar að þorskstofninum er rétt að benda á eftirfarandi: Hafrannsóknastofnunin sendi nýlega frá sér skýrslu um ástand nytjastofna og aflahorfur fyrir næsta fiskveiðiár. Þar segir að þorskstofninn vegi um eina miUj- sem þvingaðir voru í kvóta- kerfið 1991 þarf 2 tU 3 þúsund tonn tU viðbót- ar. Hér eru ekk- ert minni hátt- ar mál á ferð- inni. Það hlýtur að segja sig sjálft að þetta eina pró- sent af þorskstofninum vegur mun þyngra en lífsafkoma og búseta nokkur hundruð fjölskyldna í landinu. Nema vitaskuld að þær væru með norskan ríkisborgara- rétt. Arthur Bogason ’omaii pí »> á un|Vlc*iö 216 þ. tonn Veiði/Áætl. '96-'97 ® 97 h.100 Þ- Ráðgjöf/Hafró '97-'98 □ tonn tonn S Mismunur ; > Sumargotssfld Þorskur Grálúða tonn 10 þ. tonn Þorskstofninn vegur um eina miiljón tonna að meötöldum þriggja ára fiski, samkvæmt skýrslu Hafró. Framferði Norðmanna við Jan Mayen: Köllum Alþingi saman Þessa dagana eru Danir að af- henda okkur seinustu handritin. Þeir vilja komast frá nýlendutíma sínum með fullum sóma. Þetta virðum við og erum Dönum þakk- látir. Norðmenn stunda önnur og verri verk. Þeir senda herskip til „Taka Sigurðar VE er slíkt ofbeldi að við höfum fullan rétt að al- þjóðalögum til að fella alla fyrri samninga við Norðmenn um Jan Mayen úrgildi einhliða.“ að verja nýlendu sína, Jan Mayen. Þegar þar er allt með friði taka þeir skipstjórann á Sigurði VE fastan og draga skip hans til Nor- egs. Þetta er hálfgerður drauga- gangur á árinu 1997. Alþingi Þjóðin borgar þingmönnum kaup fyrir að rækja sitt starf. Hluti af því er að standa á rétti ís- lands þegar á honum er troðið. Var ekki einu 1 sinni sagt viö Dani fyrir meira en hundrað árum: „Við mót- mælum allir“? Nú er aftur kom- in slík stund. Al- þingi á að koma saman og viðhafa aftur þessi frægu orð. Þingmenn eiga að mótmæla allir sem einn framferði Norð- manna við Jan Mayen. En Alþingi á að gera meira. Það á að lýsa yfir að Jan Mayen hafi alla tíð verið hluti af íslandi, sé það í dag og verði mn alla framtíð. Jafnframt verði lýst yfir að öllum samningum okkar við Norðmenn sé rift vegna svika þeirra á fyrra samkomulagi. Taka Sigurðar VE er slíkt ofbeldi að við höfum fúllan rétt að alþjóðalögum til að fella alla fyrri samn- inga við Norðmenn um Jan Mayen úr gildi einhliða. Aumingjaskapur Ef við höfum eng- an kjark í þessu máli þá er það rétt hjá Norðmönnum að vaða yfir okkur. Norðmenn virð- ast telja okkur aumingja eða alla Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hrl. nu eigi vega asna. Þetta kem- ur berlega fram þegar þeir tala um þessa dagana að bjóða ís- lenskum embættis- mönnum í mat og til viðræðna. Þetta mál verður ekki leyst yfir veisludiski og vín- glasi. Sómi landsins Margar þjóðir eru frægar fyrir það að standa saman á ör- lagastund. Stórskáldið orti: „Þegar býðirn þjóðarsómi þá á Bret- land eina sál.“ Á þessari stimdu “ verða þingmenn að mótmæla allir sem einn og sýna okkur að ísland eina sál. Lúðvík Gizurarson Með og á móti Er Kvennalistinn að líða undir lok? Dr. Hannes Hólm- stelnn Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræöi. Forsendur Kvenna- listans að bresta „Ég tel líklegt að forsendur séu að bresta undan Kvennalistanum. Til þess eru margar ástæður. í fyrsta lagi sýndi Kvennalistinn með aðild sinni að framboði vinstri flokkanna í Reykjavík í síð- ustu borgar- stjómarkosning- um að hann er vinstri flokkur en áður höfðu kvenfrelsissinnar haldið því fram að vinstri og hægri væru karlaveldishug- tök. í öðru lagi hafa hinir flokkarnir bmgðist við og teflt fram mörgum efnilegum konun og nefhi ég sérstak- lega Sjálfstæðar konur í Sjálfstæðis- flokknum eins og Ásdísi Höllu Bragadóttxir, Ásdisi Magnúsdóttur og fleiri. í þriðja lagi hefúr kvennalistakon- um ekki tekist sem skyldi að halda málstað sínmn á lofti. Þær hafa ver- ið klaufalegar í málflutningi og ekki einbeitt sér að raunverulegum hags- munammálum kvenna sem eru blómlegt atvinnulíf, lágir skattar og sterkar varnir." Endalok Kvennalist- ans ekkí ákveðin „Kvennalistinn var ekki stofiiaður með því að gerð væri skoðanakönn- un á því hvort fólk væri meðmælt því að stofna hann og þess vegna finnst mér ekki hægt að leggja hann niður með því einu að kanna hug kjósenda í al- mennri skoðana- könnun heldur er þetta náttúrlega ákvörðun þeirra sem standa að þessu í hópnum og þeirra sem hafa áhuga á þessu og hafa þá hugsjón að þetta geti gengið. En hins vegar var Kvennalistinn bara ein leiðin í þessari kvennabaráttu og þar eru margar aðrar leiðir og hann var ekki stofnaður með það mark- mið að vera endlaust við lýði. Ákvörðun um áframhald Kvenna- listans hefur hins vegar ekki enn verið tekin og hún verður ekki tekin með því einu að spyrja almenna kjósendur. Forsendur Kvennalistans brustu ekki við það að hann gengi til liðs viö Reykjavíkurlistann í síðustu borgarstjómarkosingum því ekki telja allar kvenfrelsiskonur að hug- tökin hægri og vinstri séu úrelt hug- tök og það má finna kvenfrelsískon- ur í öllum flokkum bæði til hægri og vihstri og utanllokka. Þetta var samt lína sem Kvennalistinn tók þegar hann kom fram á sínum tima sem flokkur að vera ekki að berjast fyrir málum sem hægt væri að skilgreina til hægri eða vinstri. Það er samt vandamál innan Kvennalistans hvernig skilgreina á flokkinn líkt og t.d. í Framsóknarflokknum því báðir æssir flokkar stóðu að Reykjavíkur- listanum og í báðum þessum flokk- um má finna fólk sem telur sig vera hægri- eða vinstrisinnað sem skapar ákveðna togstreitu. Aðildin að Reykjavíkurlistanum var spuming samt sem áður um hvort það væri árangursríkara að standa sér eða með öðrum. Ef svo fer að Kvennalistinn fer ekki fram í næstu kosningum, sem er þó ekki búið að taka ákvörðun um, er það ekki vegna einhverrar al- mennrar skoðanakönnunnar í tíma- ritinu Allt. Það er þó athyglisvert í æirri skoðanakönnun að 16,6% að- spurðra telja að tími Kvennalistans sé ekki liðinn, sem er miklu hærra hlutfall en það hlutfall sem segist styðja Kvennalistann." -glm Dr.Stefanía Óskars- dóttir stjórnmála- fræöingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.