Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 41 £ cö N Jh CÖ Eh u £ S K £ > U3 Myndasögur HROLLUR, ÞÚ SEFUR TIL HÁDEOIS, DRATTAST SVO Á FÆTUR OG HANGIR Á KRÁNNI! ÞÚ GERIR ALDREI HANDTAK HEIMA! HVERNIG STENDUR Á AD ÞÚ ERT MED ALLAR ÞESSAR Veiðivon Laxveiöin byrjar rólegar en veiðimenn og fiskifræðingar áttu von á en þetta lagast vonandi næstu daga. DV-mynd G.Bender Laxveiöin: • rH e s £ PAP HEFUR GERST EITTHVAP HJÁ VENNAVINI EFTIRAÐ HANN FANN GÖMLU PLÖTURNAR MEÐ BJÖGGA HALLDÖRS... V Færri laxar á land Laxveiðin hefur ekki byrjað eins vel og margur fræðingurinn hélt fram í byrjun. Reyndar hafa kuldar spilað inn í þessa fyrstu daga veiði- tímans og ár hafa verið vatnsmeiri en veiðimenn vonuðu að þær yrðu. En svona er bara veiðiskapurinn, það er ekki á vísan að róa. „Veiðiskapurinn er alltaf stórt spumingamerki, það veit í rauninni enginn hvernig laxinn skilar sér í árnar. Sama hvað fiskifræðingarnir segja,“ sagði veiðimaðurinn sem gjörþekkir stangaveiðiheiminn og Umsjón Gunnar Bender bætti við: „Þetta verður harðlífi fram að mánaðamótum og svo byrj- ar fjörið í byrjun júlí. Þá fer laxinn að veiðast í miklu mæli,“ sagði veiðimaðurinn í lokin. Laxinn virðist bara ekki vera kominn í sumar veiðiárnar í nein- um mæli, eins og Laxá í Leirársveit sem dæmi og auðvitað Laxá á Ásum. En það kemur dagur eftir þennan dag og eftir þeim degi bíða veiðimenn. „Byrjunin hjá okkur í Rangánum er allt í lagi, fyrsta daginn veiddist einn lax og hann var 13 pund. Það var rauð franses sem gaf þennan fisk,“ sagði Þröstur Elliðason á bökkum Rangánna um helgina, en áin opnaði á fóstudaginn. „Laxarnir hefðu kannski mátt vera fleiri fyrsta daginn en þetta kemur. Það sluppu þrír laxar og það er góðs viti. Við höfum fengið hell- ing af urriðum og bleikjum. Laxinn kemur í ríkari mæli næstu daga,“ sagði Þröstur um helgina. Elliðárnar hafa gefið 12 laxa þegar síðast fréttist og kýlaveikin virðist vera á bak og burt. En áhuginn á El- liðaánum er ekki eins mikill og var. Færri áhorfendur fylgjast með við árnar og færri kaupa stangir í ánni. Þetta lagast vonandi á næstunni, því Elliðaárnar eiga það skilið. Sjóbirtingsveiðileyfi á Hrauni í Ölfusi • Eigum makríl Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455 SVAR ••903« 5670 •• Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. ( DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.