Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997
Vítamín gætu
dregið úr hjarta-
sjúkdómum
Rannsókn, sem gerð var á
nærri 1600 manns í níu Evr-
ópulöndum, bendir til að
vítamínblanda með fólín-
sýru, kóbalamíni, sem er
hluti B-12 vitamíns, og
pýridoxíni, sem tilheyrir hópi
B-6 vítamína, geti dregið úr
hættunni á hjartasjúkdóm-
um. í skýrslu frá Adelaide
sjúkrahúsinu í Dyflinni á ír-
landi segir að frekari rann-
sókna sé þörf.
Við rannsóknina kom í ljós
að mikið magn af amínó-
sýrunni hómócystíni í blóð-
inu geti bent til aukinnar
hættu á hjartasjúkdómum.
Vísindamennirnir telja rétt
að kanna hvort ráðlagður
dagskammtur £if vitamínum,
sem hafa áhrif á umrædda
amínósýru, sé nægur.
Þrumuveður getur
valdið asmakdstum
Breskir læknar segja að
mikið þrumuveður geti vald-
ið asmaköstum og vísa til af-
leiðinga slíks veðurlags á
Englandi suðaustanverðu
árið 1994. Asmaköst voru þá
fjórum sinnum fleiri en
venjulega.
Læknarnir skoðuðu skýrsl-
ur yfir símhringingar til
læknavaktarinnar á meðan
þrumuveðrið gekk yfir og
báru saman við hringingar
kvöld eitt í vikunni á undan.
„Þetta var umtalsverður
asmafaraldur, ekki spurn-
ing,“ segir Katherine Vena-
bles, læknir við hjartastofn-
unina í Lundúnum.
Hún segir að þrumuveðrið
geti haft áhrif á magn gras-
frjókorna í andrúmsloftinu,
enda gekk veðrið yfir
skömmu eftir að grasfrjó-
komamagnið var hvað mest.
Vitað er að þrumuveður
brýtur frjókornin upp í
smærri einingar sem valda
alvarlegri asmaviðbrögðum.
Ormar og sníkjudýr
í múmíunum
Egyptar hinir fornu voru
plagaðir af alls kyns ormum
og öðrum sníkjudýrum í lif-
anda lífl. Múmíurnar af þeim
benda þó til að nútímasjúk-
dómar eins og krabbamein,
sárasótt eða berklar, hafi ekki
gert þeim lífið leitt.
Vísindamenn beittu
röntgenmyndum og nýjustu
tölvutækni til að rannsaka
fjögur þúsund ára gamlar eg-
ypskar múmíur. Þeir fundu
m.a. bakteríu sem veldur
ákveöinni tegund matareitr-
unar og sníkjudýrið sem veld-
ur malaríu.
Tvær múmíanna að
minnsta kosti voru með kals-
íumútfellingar í þvagblöðr-
unni. Það bendir til að Egypt-
ar þessir hafi verið smitaðir
af sníkjudýrsormi sem veldur
blóðögðuveiki.
r túdpSjís' _j Sfigife | —j
- VJJJjJiJj Alij
t ....
Nýjar upplýsin
Besti vin
Hundurinn sem heimilisdýr er
miklu eldra fyrirbæri en hingað til
hefur verið álitið. Hugsanlega má
rekja tryggð hans við manninn allt
að eitt hundrað þúsund ár aftur í
tímann. Á þeim tima hafði maður-
inn sjálfur meira að segja ekki enn
holað sér niður á einn stað heldur
lifði flökkulífi.
Fomleifar benda til að hundar
hafi orðið að húsdýrum um svipað
leyti og mannfólkið tók upp fast að-
setur og hóf að rækta landið, hugs-
anlega fyrir um fjórtán þúsund
árum.
í nýlegu hefti tímaritsins Science
er hins vegar sagt frá nýrri erfða-
greiningu á hundum og úlfúm. Sú
greining bendir til að þróunin, sem
leiddi til þess að hundurinn varð
besti vinur mannsins, hafi byrjað
fyrir sextíu til eitt hundrað þúsund
árum.
„Hundarnir komu fram á sjónar-
sviðið löngu fyrir myndun landbún-
aðarsamfélaga fyrir um það bil tíu
til fjórtán þúsund árum. Uppruna
þeirra má rekja alla leið aftur til
þess tíma þegar maðurinn veiddi og
safnaði sér til matar,“ segir í yfir-
lýsingu sem Robert Wayne, líffræð-
ingur við Kaliforníuháskóla í Los
i |
Angeles, sendi frá sér.
Wayne og samstarfsmenn hans
komust að þessari niðurstöðu með
þvi að rannsaka erfðaefnið DNA úr
140 hundum af 67 tegundum, allt frá
sankti bemharðshundum til kjöltu-
rakka.
Vísindamennirnir rannsökuöu
einnig DNA erfðaefni úr 162 úlfum
frá fjölmörgum löndum, svo og DNA
úr sjakölum og amerískum sléttu-
úlfum.
Rannsóknirnar leiddu í Ijós ótrú-
lega mikla fjölbreytni DNA, miklu
meiri en ætla mætti ef hundar, eins
og þeir eru nú, hefðu þróast fyrir
um fjórtán þúsund árum.
Mismunandi raðir DNA benda til
að tegundin kunni að hafa þróast
miklu fyrr en haldið var, segja vís-
indamennimir í grein sinni.
„Miðað við þá erfðafræðilegu fjöl-
breytni sem við fundum getum við
reiknað út hversu langan tíma það
hefði átt að taka ef stökkbreytingar
einar væm drifkrafturinn að baki
þessu ferli,“ segir Wayne. „Útreikn-
ingar leiða getum að því að fyrsti
hundurinn sem húsdýr sé eitt
hundrað þúsund ára gamall eða
eldri."
Rannsóknin sýndi einnig fram á
að úlfar kunni að vera náskyldustu
ættingjar hundanna, fremur en
sjakalar eða sléttuúifar.
Flestir nútímategundir hunda
urðu til fyrir nokkur hundruð árum
fyrir tilstilli nútímaræktunarað-
ferða.
þessa að koma í veg fyr-
ir umræður um hvemig
taka eigi á vandanum
með því að láta þær
snúast um hvort eitt-
hvert vandamál sé fyrir
hendi,“ skrifar
Gelbspan.
Virtir vísindamenn
hafa sagt að gróður-
húsaáhrifín, sem mynd-
ast vegna of mikils
koltvíildis í andrúms-
lofti jarðar, gætu leitt til
afdrifaríkra loftslags-
breytinga um heim all-
an.
Gelbspan heldur því
fram að gróðurhúsaá-
hrifin hafi þegar valdið
miklum náttúruhamfor-
um, svo sem flóðum,
fleiri og öflugri fellibylj-
um og betri lífsskilyrð-
um fyrir alls kyns skor-
Olíufyrirtæki í blekkingar-
leik um gróðurhúsaáhrif
Risafyrirtæki, sem vinna olíu, gas
og kol úr jörðu, hafa notað auð sinn
til að halda á lofti rannsóknum and-
ófsmanna í heimi vísindanna sem
draga í efa tilvist svokallaðra gróð-
urhúsaáhrifa eða hættuna sem af
þeim stafar. Þetta kemur fram í
nýrri bók, The Heat Is on, eftir
bandariska blaðamanninn Ross
Gelbspan.
Höfundurinn segir að fyrirtæki í
jarðefnaeldsneytisiðnaðinum hafi
varið milljónum dollara til að tefja
fyrir pólitiskum aðgerðum sem
gætu skaðað iðnaöinn og til að telja
almenningi trú um að óttinn við
gróðurhúsaáhrifin sé ekki á rökum
reistur. Hann segir að fyrirtækin
reyni einnig að láta líta svo út sem
aukið magn koltvíildis í andrúms-
loftinu leiði til meiri uppskeru og
aukningar skóglendis.
„Þessum rúmlega tíu andófs-
mönnum, sem eru á öndverðum
meiði við 2500 helstu ioftsslagssér-
fræöinga heimsins, hefur tekist til
dýr og pöddur sem bera hættulega
smitsjúkdóma.
Hann segir að engu að síður haldi
fyrirtæki í jarðefnaeldsneytisiðnað-
inum uppi linnulausum áróðri og
veiti villandi upplýsingar til að tefja
fyrir aðgerðum.
Oliufélögin eru sökuö um aö tefja
fyrir aðgerðum til aö draga úr losun
svokallaöra gróöurhúsalofttegunda.
Ekki svo galið af
hundunum að
sleikja sárin
Hundar eru ekki svo galnir þegar
þeir sleikja sár sín. Efnafræðin hef-
ur nú sannað það.
Nigel Benjamin, lyfjafræðingur
við sjúkrahús heilags Bart-
holomews í Lundúnum, segir að
köfnunarefnisoxíð, sem vitað er að
hefur græðandi eiginleika, myndist
þegar munnvatn kemst í snertingu
við hörundið.
Benjamin og félagar hans töldu
fjórtán sjálfboðaliða, alla mennska,
á að sleikja á sér hendumar hátt og
lágt. Við skoðun reyndist síðan hafa
orðið mikil aukning á köfnunarefn-
isoxíði á höndum fólksins.
„Við leiðum að því getum að
köfnunarefhisoxið sem myndast af
völdum munnvatnsnítrits á hörund-
inu eigi þátt í bakteríudrepandi
áhrifum þess að sleikja sár sín,“
segja vísindamennimir í grein í
læknablaðinu Lancet.
Horft á árekstur tveggja
sprengistjarna
Stjarnvísindamenn hafa nú í
fyrsta sinn orðið vitni að árekstri
tveggja sprengistjama í fjarlægri
stjömuþoku. Og að sjálfsögðu sáu
þeir fyrirbærið með aðstoð Hubble
geimsjónaukans góða.
Áreksturinn varð í 17 milljón ljós-
ára fjarlægð frá jörðu og að sögn
Williams Blairs frá Johns Hopkins
háskólanum er útlit fyrir að hann
vari í um 1200 ár.
í skýrslu sem Blair flutti á þingi
bandarískra stjörnufræðinga nýlega
segir að fastastjömurnar tvær hafl
sennilega fæðst og dáið saman og
sprungið með um 20 þúsund ára
millibili. Þegar stór stjama spring-
ur og myndar við það sprengistimi,
þeytir hún frá sér gasi og gijóti í all-
ar áttir með 36 milljón km hraða á
klukkustund.
Höggbylgjan frá sprengingunni
þjappar gasinu saman í þétta skel.
Þegar skeljar sprengistirnanna
skella saman verður úr gífurleg
ljósasýning.