Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 Andlát Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, Fremristekk 2, Reykjavík, er látinn, sjötugur að aldri. Guðmundur var staddur í Bandaríkjunum þegar hann lést þann 12.6. síðastliðinn. Útför Guðmundar fer fram frá Hall- grímskirkju í dag kl. 13.30. Starfsferill Guðmundur fæddist 22. janúar 1927 og ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði bamaskólanám og var tvo vetur I gagnfræðaskóla. Guðmund- ur stundaði ýmis verkamannsstörf á ámnum 1941-53 og var einnig lög- reglumaður á Siglufirði um tíma. Hann var stjórnarmaður og starfs- maður Verkamannafélagsins Dags- brúnar frá 1953-1996, varaformaður þess félags 1961-82 og formaður 1982-96. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1958-62 og varaborg- arftilltrúi 1962-70. Guðmundur sat í hafnarstjóm Reykjavíkur 1970-86, í stjóm Innkaupastofnunar Reykja- víkur í 8 ár og í stjóm Fram- kvæmdanefndar byggingaráætlun- ar Reykjavíkurborgar 1965-77. Guð- mundur sat í miðstjóm Alþýðusam- Guömundur mundsson. bands Islands 1980-88 og í stjóm Verkamannabú- staða í Reykjavík 1972-82. Guðmundur var þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið frá 1979 til 1987. Hann var formaður Verka- mannasambands íslands frá 1975 til 1992 og sat í samninganefndum fyrir Dagsbrún frá 1956. Guð- mundur var einn helsti forystumaður verkalýðs- hreyfingarinnar á ís- landi í marga áratugi og tók þátt í gerð margra stærstu kjarasamninga sem gerðir voru á vinnumarkaði. Hann var í forystu um gerð hinna svokölluðu þjóðar- sáttarsamninga árið 1990. Guð- mundur átti einnig stóran þátt í að bæta húsnæðismál verkafólks á ár- unum fyrir 1970. Gefnar hafa verið út tvær viðtals- bækur við Guðmund sem Ómar Valdimarsson skráði. Guðmundur skrifaði fjölda greina í blöð og tíma- rit. Hann sat í stjóm nokkurra fé- lagasamtaka, m.a. í stjóm SÁÁ, Vemdar o.fl. Hann sat allsherjar- þing Sameinuðu þjóð- anna sem fulltrúi Alþing- is og var fulltrúi ASÍ á þingi Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar í Genf 1986-91. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 3.7. 1948 Elínu Torfadóttur, f. 22.9. 1927, framhaldskóla- kennara. hún er dóttir Torfa Þórð- arsonar stjómarráðsfull- trúa og konu hans, Önnu Úrsúlu Björnsdóttur húsmóður. Börn þeirra Guðmundar og Elín- ar eru Gunnar Öm Guðmundsson, f. 17.11. 1948, héraðsdýralæknir á Hvanneyri, kvæntur Elísabetu Har- aldsdóttur leirlistakonu og eiga þau þrjú böm; Sólveig Guðmundsdóttir, f. 18.12. 1951, skrifstofumaður í Reykjavík, hún á tvö böm; Guð- mundur Halldór Guðmundsson, f. 1.5. 1953, deildarstjóri í Reykjavík, kvæntur Jónínu Jónsdóttur full- trúa og eiga þau fjögur börn; Elín Helena Guðmundsdóttir, f. 20.1. 1962, skrifstofumaður hjá Lífeyris- sjóðnum Framsýn í Reykjavík, í sambúð með Runólfi Þór Andrés- syni prentsmiði og eiga þau tvö börn. Systkini Guðmundar; Jóhannes Óskar Guðmundsson, f. 14.6. 1924, nú látinn; Friðrik J. Guðmimdsson, f. 9.11. 1925, búsettur 1 Reykjavík; Jóhann Guðmundsson, f. 16.2. 1930, efnaverkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru þau Guðmundur H. Guðmundsson, f. 4.10. 1887, d. 15.2.1982, sjómaður, og Sólveig Jóhannsdóttir, f. 7.8.1897, d. 10.6. 1979, húsmóðir. Þau vora bú- sett í Reykjavík. Ætt Guðmundur H. Guðmundsson var fæddur að Hrafneyrarhúsum. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðriksson og Guðmundína Jóns- dóttir. Þau bjuggu á Hjallkárseyri við Arnarfjörð allan sinn búskap. Foreldrar Sólveigar vora Jóhann Jóhannesson og Friðsemd íkaboðs- dóttir. Þau bjuggu lengst af í Hey- holti í Borgarfirði. Afmæli Guðmundur S. Guðveigsson Guðmundur S. Guðveigsson rannsóknarlögreglumaður, Otra- teigi 42, Reykjavík, er sextugur í dag. Stajrfsferill Guðmundur er fæddur í Hafnar- firði en uppalinn í Reykjavík og í Höfnum. Hann stundaði hefð- bundna skólagöngu en byrjaði snemma að vinna fyrir sér, s.s. við sjómennsku, við akstur þunga- vinnuvéla og við múrverk. Guð- mundur hóf löggæslustörf í Ámes- sýslu 1959, þreytti inntökupróf lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík 1967 og stundaði nám við Lögreglu- skóla ríksins veturinn 1969-70. Árið 1970 stofnaði Guðmundur ásamt félaga sínum heildverslun- ina Eskifell hf. og tók Guðmundur síðan við rekstrinum 1985 ásamt eiginkonu sinni, dóttur og tengda- syni. Hann stofnaði síðan ásamt fjölskyldu sinni spilaverslunina Genus árið 1987 sem hann starf- rækir enn þá. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 2.11. 1957 Kolbrúnu Dóru Indriðadóttur, f. 26.11. 1938, verslunarstjóra. For- eldrar hennar eru Indriði Halldórs- son, múrarameistari í Reykjavík, sem nú er látinn, og kona hans, Ólöf Ketilbjamar- dóttir húsmóðir. Börn Guðmundar og Kolbrúnar era Ólöf Guð- mundsdóttir Salmon, f. 26.2. 1958, sölustjóri, gift Peter J.B. Salmon og eiga þau tvö börn; Eggert Snorri, f. 1.1. 1961, tré- smiður og slökkviliðs- maður á Reykjavíkur- flugvelli, kvæntur Jó- hönnu Guðbjörnsdóttur og eiga þau þrjú böm; Indriði Halldór, f. 24.8. 1963, múrari, kvæntur Nínu Ed- vardsdóttur og eiga þau tvö börn; Guðmundur S. Guð- veigsson. Guðmundur Sævar, f. 20.4. 1970, múrari, kvæntur Eddu Sigur- bergsdóttur og eiga þau eitt barn; Halldóra Katla, f. 24.12. 1971, gift Magnúsi Helgasyni og eiga þau eitt barn. Guðmundur á átta systk- ini og er hann þeirra næstelstur. Foreldrar Guðmundar: Guðveigur Þorláksson sjómaður og Sigurlaug Steinunn Sigurðardóttir húsmóðir. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur Q\'t i nllli Nnvn* r og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000 Elí Bæring Einarsson J v $>> Fimmtud.26. Júní 5. syn. kl. 20:00. Föstud. 27. júní 6. syn. kl. 20:00. Laugard. 28. júní 7. syn. kl. 20:00. Miðasala opin mán. - lau. frá kl. 12. - 19. 5511475 Elí Bæring Einarsson, fyrrverandi matsveinn, Flétturima 9, Reykjavík, er sjötugur í dag. Elí er fæddur og uppal- inn i Reykjavík. Hann ólst upp á barnmörgu heimili og fór því ekki varhluta af hrollkulda heimskrepp- unnar á bernskuáranum. Þá var ævinlega opinn stór og hlýr móðurfaðm- urinn. Bamungur fór Elí að létta undir í lífsbaráttu fjölskyldunnar. Snemma kom í ljós óvenjulegt næmi á sviði tónlistar og má heita að Eli hafi leikið viðstööulaust á hvert það hljóðfæri sem hann komst Elí Bæring Einars- son. í tæri við og er mörgum vinum hans í fersku minni glaðar stundir við söng og leik á hálum leikvelli lífsins. Börnum sínum hefur Elí reynst umhyggjusamur faðir og félagi. Vinir og samferðamenn óska Elí, afkomendum hans öllum og elskulegri sambýlis- konu hans, Margréti Erlu Einarsdóttur, til hamingju með afmælið. Elí verður að heiman á afmælisdaginn. Með vinarkveðju, Bragi Sigurðs- son og gamlir félagar. Til hamingju með afmælið 23. júní 85 ára Amljótur Sigurðsson, Arnarvatni 3, Reykjahlíð. Guðrún Ámadóttir, Kötlufelli 3, Reykjavfk. María Margrét Sigurðar- dóttir, Hamraborg 22, Kópavogi. 75 ára Sigurður Þorkelsson, Lyngbrekku 20, Kópavogi. 70 ára Sigurður Jónsson, Flókagötu 16a, Reykjavík. 60 ára Róbert Jónsson, Heiðarbrún 16, Stokkseyri. Ingibjörg Sveinsdóttir, Skólabraut 2, Grindavík. 50 ára Rristin Andersen, Árvöllum, Mosfellsbæ. Axel B. Eggertsson, Flyðrugranda 4, Reykjavík. Bergljót Andrésdóttir, Rauðalæk 31, Reykjavík. Gunnar Páll Jakobsson, Klettagötu 10, Hafnarfirði. Pálína Pálsdóttir, Hólsbergi 13, Hafnarfirði. Agnes Magnúsdóttir, Garðavegi 13, Hvammstanga. Hilmar Hoffritz, Ártúni 12a, Selfossi. 40 ára Guðmundur Þór Egilsson, Blikastíg 5, Bessastaðahreppi. Jóna María Júlíusdóttir, Núpasíðu lOf, Akureyri. Anna Rós Jóhannesdóttir, Bæjargili 124, Garðabæ. Ólafur Bergmann Svavars- son, Suðurhúsum 11, Reykjavík. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.