Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 22
*• 30 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 Fréttir DV Víkurkirkja: Vegleg gjöf DV.Vík: Hermann Guðjónsson og börn hans, Gústav og Guðríður, færðu Víkurkirkju 15. júní veglega gjöf til minningar um eiginkonu Her- manns, Laufeyju Helgadóttur, sem var fædd og uppalin í Vík í Mýrdal. Gjöfin er listaverk úr steindu gleri í • alla glugga Víkurkirkju unnin af Hrafnhildi Ágústsdóttur glerlista- konu sem er búsett og starfar í New York. Við athöfnina predikaði dr. Sigur- björn Einarsson biskup og afhenti hann gjöfina fyrir hönd fjölskyld- unnar. Við athöfnina þjónaði Har- aldur M. Kristjánsson, sóknarprest- ur í Vík, fyrir £dtari. Kór Víkur- kirkju söng undir stjórn Önnu Björnsdóttur og tónlistarfólk úr Vík lék á hljóðfæri. Við athöfnina söng einnig sænski drengjakórinn St. Jakobs Grösskor undir stjórn Johns Wilklund en hann er nú á ferð um ísland. Vík var þriðji viðkomustað- urinn á leið hans um landið. Að sögn Haralds Kristjánssonar er hér um að ræða eina merkustu gjöf sem kirkjunni hefúr verið gef- in. Hið nýja listaverk er enn ein prýði kirkjunnar sem þegar státar af fegurð margra listaverka. „Víkurkirkja verður opin fólki að deginum í allt sumar svo sem verið hefur undanfarin ár og ef marka má gestabók kirkjunnar koma margir í hana í viku hverri," sagði Haraldur. NH Allt á fullu við framkvæmdir við Búrfellsvirkjun. DV-mynd Jón Ben. Búrfellsvirkjun: Afköst aukin M DV, Hvolsvelli: Miklar framkvæmdir hafa að undanfórnu staðið yfir við inntaks- mannvirki Búrfellsvirkjunar og auk þess ýmislegt annað lagfært og lag- að. ístak hefur unnið að lagfæringu á aðrennslislögn og um 20 þúsund rúmmetrar af vikri voru fjarlægðir úr aðrennslisskurði. Verið er að vinna að endurnýjun á ristum í gangamunna. Bjarnalón var tæmt og dýpk- unarpramminn Trölli var síðan við vinnu í botni lónsins. Lónið hefur verið tæmt áður - 1984. Vélar Búr- fellsvirkjunar hafa jafnframt verið teknar upp og sett í þær ný vatns- hjól. Það mun auka afköst virkjun- arinnar til muna. -JB * ■» <,OÖkaupsveislur — Otisamkomur — skemmtanir—tónleikar—sýningar — kynningar og fl. og fi. og fl. Hͧ@S|®l)dl - «®8§0 ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta ó veðrið þegar skipuleggja ó eftirminnílegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt fjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum slœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, Ijaldgólf og tjaldhitarar. iJalíMíeta slkátta ..með skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 Frá afhendingu gjafaskjals. Frá vinstri Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur, Áslaug Vilhjálmsdóttir, formaður sóknarnefndar, og listamaðurinn Hrafnhildur Ágústsdóttir. DV-mynd Njörður ÓlafsQörður: Aðalæð endurnýjuð DV, Ólafsfirði: Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjrm á aðalæð í dreifikerfi Hitaveitu Ólafsfjarðar. Skipt hefur verið um rör á 170 metra kafla frá gatnamótum Ólafsvegar og Hafnar- götu að gatnamótum Aðalgötu og Vesturgötu. Fýrsti áfangi þessarar fram- kvæmdar hófst fyrir þremur árum. Þá var aðalæð hitaveitunnar frá bor- holunni í Laugarengi endumýjuð. Gömlu rörin víkja fyrir nýjum 5 tomma asbeströrum. Þau gömlu hafa þjónað bæjarbúum í 50 ár. Áætlaður kostnaður við þennan lokaáfanga er 2,2 miiljónir króna. Þá verður skipt um jarðveg og steypt ný gangstétt sem í verður hitalögn. Framkvæmdir á gatnamótum Aðalgötu og Vesturgötu. DV-mynd Helgi Blómainnkaup: Ekki miklar tískusveiflur DV, Aknreyri: „Það er árvisst að á þessum tíma er mjög mikið að gera hjá okkur, fólk er önnum kafið við að snyrta og gera huggulegt í görðum sínum og kemur hingað til að kaupa garð- plöntur, matjurtaplöntur, tré og runna,“ segir Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkjubóndi á Grísará í Eyja- fjarðarsveit, skammt frá Hrafnagili. „Salan undanfarið er miklu líf- legri en í fyrra þrátt fyrir að ekki hafi vorað sérstaklega vel hér i Eyjafirði og að samkeppni í þessari atvinnugrein hafi aukist mjög mik- ið. Það má því segja að mikil sala nú sé „stílbrot" því venjan er sú að slæmum vorum fylgir minni sala,“ segir Eirikur. Hann segir að á Grisará sé hægt að kaupa nánast allt sem til þarf til að gera garða fólks fallega, blóm, tré, runna og jafnvel tilbúin ker með blómum sem eru vinsæl meðal þeirra sem hafa lítinn tíma til að fást við plöntun sjálft. „Það er ekki hægt að tala um miklar tískusveiflur í þessu, en þó er eitt blóm sem nú er ákaflega vinsælt. Það er skjaldflétta sem til þessa hefur verið nánast algjört aukaatriði í minni ræktun en er nú skyndilega orðið mjög vinsælt, sann- kallað tískublóm i dag, sem blómstr- ar rauðu og gulu og ilmar sérstaklega vel,“ segir Eiríkur. -gk Mikið að gera á sumrin - segja hjónin í Steinhólaskála DV, Akureyri: „Við erum með opið hér allan ársins hring, á sumrin er að vísu miklu meira að gera en á veturna reynum við að þjónusta sveitafólk- ið hér í kring t.d. með bensínsölu og öðru sem til fellur," segja hjón- in Kristjana Kristjánsdóttir og Jón Albertsson sem reka Steinhóla- skála í Eyjafjarðarsveit sem er í um 35 km fjarlægð frá Akureyri. Þar hefur verið rekin sölu- og veit- ingaþjónusta síðan 1975 en þau hjónin tóku við af foreldrum Krist- jönu árið 1990. Kristjana segir að á sumrin sé mjög vinsælt hjá Akureyringum og ferðafólki að skreppa í ökuferð um sveitir Eyjafjarðarsveitar, en hægt er að velja um nokkrar mislangar ökuleiðir í hringakstri um sveit- ina. „Fólk skreppur t.d. mikið inn í Leyningshóla og kemur hér við í leiðinni og fær sér kaffi, en við get- um tekið hér á móti um 50 manns í sæti. Við erum hér með venjuleg- ar kaffiveitingar og einnig hefð- bundna sjoppusölu. -gk Hrísey: Ferðamannastraumur DV, Akureyri: „Þetta er á uppleið aftur eftir þrjú ár i nokkurri niðursveiflu," segir Smári Thorarensen, varaodd- viti I Hrísey og skipstjóri á Hríseyj- arferjunni Sævari, en ferðamanna- straumurinn er nú hafinn til eyj- unnar. Smári segir að metflutningar á fólki til eyjunnar hafi verið árið 1992 en þá voru flutt þangað yfir 50 þúsund manns. Síðan tóku við þrjú ár þar sem farþegum fækkaði og voru fæstir um 45 þúsund. „Við sáum batamerki í fyrra og i ár er töluverð aukning frá því sem þá var,“ segir Smári. Vinsældir þess að sigla með ferj- unni frá Árskógssandi út í eyju og dvelja þar nokkra tíma hafa aukist mjög undanfarin ár. Ferjan fer 9 ferðir á dag milli lands og eyjar og í júlí stendur til að fjölga ferðunum þannig að farið verði á klukku- stundarfresti frá Árskógssandi. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.