Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 40
•3 Vinningstölur laugardaginn K 2 28 Fjöldi Vinningar vinninga Vinningóupphœð I' S “ts 2.202.020 1. 4 at sA ® 2 248.830 3-4 0ts 114 7.530 4-3 ats 3.498 570 21 'm HeíldarvinningAupphœð 7.753.980 > FRÉTTASKOTIÐ DC f—j Li-J SÍMINN SEM ALDREI SEFUR = 0 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. s: LTD <a: oo 3 1— LO 1— 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1997 Reylgavík og Kjalarnes , sameinast Samþykkt var í kosningum á laugardaginn að sameina Reykja- vík og Kjalarnes. Kjörsókn á Kjal- arnesi var um 85 prósent og sam- þykktu tveir þriðju þeirra samein- ingu. Hins vegar var kjörsókn í Reykjavík um 10 prósent og sam- þykktu níu af hverjum tíu samein- inguna. Kjalnesingar munu á næsta ári kjósa í borgarstjórnarkosningun- um. Aftur á móti mun Kjalames til- heyra Reykjaneskjördæmi þar til í næstu alþingiskosningum. -S.dór Veðurá Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig- á 12 tíma blli 14 c° l/indhraöi 12stlg 10 4 ssv VNV NV NV NV 2—ana-nnv mán. þri. miö. fim. fös. Úrkoma - a 12 tíma bili 18 mm 16 14 12 10 8 6 mán. þri. miö. fim fös. | ssssawsístwfrsssS HEITIR 30RGIN ÞÁ KJALARNES- 3YGGÐ? Verkfall hafið á sjúkrahúsinu á Húsavík: Neyðarástand - sjúklingar sendir heim - reynt að sinna frumþörfum Á miðnætti siðastliðnu hófst verkfall hjá ófaglærðu verkafólki á Sjúkrahúsi Húsavíkur og heil- sugæslustöðinni. Alls leggja 65 manns niður vinnu. Það er fólk í ræstingum, eldhúsi, þvottahúsi og fólk í umönnun langlegusjúklinga. „Það ríkir vissulega neyðará- stand hjá okkur og við getum ekki meira gert en reynt að sinna frumþörfum. Hér verða engar innlagnir, ekki einu sinni sæng- urkvenna. Aðeins slysavarðstofa veröur opin. Þá hafa allir sjúk- lingar, sem mögulegt er að fari af sjúkrahúsinu, verið sendir heim. Síöan ætlum við að sameina þær tvær deildir sem hér eru i eina. Lögum samkvæmt mega ekki líða nema tveir sólarhringar án þess að ræst sé. Við erum búin að sækja um undanþágu vegna þess og ég trúi ekki öðru en að hún fá- ist,“ sagði Ema Óladóttir, hjúkr- unarfræðingur á Sjúkrahúsi Húsavíkur, í samtali við DV í gær. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði að slitnað hefði upp úr samningum hjá sáttasemjara fyrir helgi. Ríkissáttasemjari teldi ekki ástæðu til að boða til sáttafundar eins og staðan í deilunni væri nú. „Við emm búin að vera í við- ræðum við ríkið frá áramótum. Samkomulag liggur fyrir um launaliðinn á sömu nótum og menn hafa verið að semja um í vor. Það sem samningar stranda á er að ríkið er ekki til viðtals um að opna á starfsmenntun fyrir okkar fólk. Við getum ekki unað þessu vegna þess að hinir ýmsu faghópar em með slík ákvæði inni í sínum samningum. Öll starfsmenntun hækkar fólk í launum. Eins er deilt um upphafs- gildistíma samningsins. Þeir bjóða okkur samning frá 1. júní. Rétt áður hafði okkur verið boð- inn samningur frá 1. maí. Þeir breyttu því með einu pennastriki á fostudag í síðustu viku,“ sagði Aðalsteinn. í gær var haldinn fundur með starfsfólki sjúkrahússins og því kynnt staða mála. Síðan stóð til að þeir Aðalsteinn Baldursson og Friðfinnur Hermannsson, forstjóri sjúkrahússins, ættu með sér fund seint í gærkvöld en Friðfinnur var utanbæjar í gær. -S.dór Framarar unnu mikilvægan sigur á liði Skallagríms í úrvalsdeild karla ■ knattspyrnu í gærkvöldi og á myndinni hér aö ofan geysist Þorbjörn Atli Sveinsson með knöttinn í átt að marki Borgnesinga. Fjórir leikir fóru fram í deildinni um helgina og bar helst til tíðinda að KR-ingar náðu að sigra Eyjamenn í Eyjum þrátt fyrir að þrjá lykilmenn vantaöi ■ liö þeirra. Skagamenn nálgast toppinn eftir nauman sigur á Val á heimavelli og Grindvíkingar unnu nauman útisigur á Stjörnunni í Garðabæ. Frá leikjunum fjórum er greint á iþróttasíðum á bls. 21-28. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Bjart vestanlands Á þriðjudag er gert ráð fyrir norðaustan golu eða kalda. Veður verður bjart vestanlands en skýj- að að mestu annars staðar. Búast má við súld við norður- og austur- ströndina. Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig og hlýjast suðvestan- lands. Veðrið í dag er á bls. 44. Drukknaði í Ölfusá Sautján ára piltur féll í Ölfusá og drukknaði aðfaranótt sunnudags. Björgunarsveit og lögregla var nær- stödd og fleiri sveitir voru einnig kallaðar út. Eftir klukkutíma fannst pilturinn látinn í ánni. í gær var byrjað að yflrheyra vitni sem voru á dansleik um kvöldið í kjallara Vöru- húss KA. Ekki er unnt að greina frá nafni piltsins að svo stöddu. Annar piltur lenti einnig í ánni sömu nótt en hann var dreginn upp úr ómeiddur. -em Fikniefnasam- koma stöðvuð Lögreglan i Reykjavík réðst inn á fíkniefnasamkomu á laugardags- morgun. Þrír voru handteknir af þeim níu sem á staðnum voru. Sam- koman átti sér stað í kjallara iðnað- arhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan gerði upptæk fíkniefni og áhöld til fíkniefnaneyslu. -em Barinn á dansleik Ungur maður var laminn illa á Eskifirði aðfaranótt laugardags. Hann var staddur á unglingadans- leik þegar tveir menn veittust að honum og veittu honum slæma áverka. Maðurinn er brotinn í and- liti og rifjum. Mennirnir tveir hafa verið handteknir og telst málið upp- lýst. Þeir voru allir ölvaðir þegar at- burðurinn átti sér stað. -em Bílvelta í Borgarfirði Bílvelta varð í Borgarfirði um helg- ina. í bílnum var einn maður og 4 ára drengur. Bílstjórinn slasaðist töluvert og var fluttur á Sjúkrahús Reykjavík- ur til aðhlynningar. Drengurinn slas- aðist ekki. Bifreiðin sem var af gerð- inni Hyndai er ónýt. -em EM í bridge: Evrópumeistarar ítala gjörsigraðir íslensku spilararnir í opna flokknum á EM í bridge á Ítalíu gjörsigruðu Evrópumeistara Itala, 24- 6, í sextándu umferð á laugardag. Þetta er fyrsta stóra tapið hjá ítöl- um á mótinu en þeir eru langefstir. Hins vegar tapaði Island 10-20 fyr- ir írum og 12-18 fyrir Finnum á laugardag. I gær vann ísland Belgíu 25- 0 en tapaði fyrir Svíum 13-17. Staðan eftir nítján umferðir: Ital- ía 370.5, Noregur 350, Island 347, Frakkland 347 og Pólland 345 en þátttökuþjóðir eru þrjátíu og sex. I kvennaflokki er ísland í 20. sæti af 24 þjóðum. h.sím. Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- E) HONDA S: 568 9900 9 Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.