Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997 31 DV * Fréttir Siglufjaröarvegur í Fljótum: Bundið slitlag DV, Fljótnm: í sumar verður unnið að fram- kvæmdum við Siglufjarðarveg í Fljótum og á að leggja bundið slitlag á kaflann frá Hraunum að Almenn- ingsnöf. Þá verður komið slitlag á veginn innan frá Stafá á mörkum Hofs- og Fljótahrepps og í Siglufjarð- arbæ. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar, umdæmisstjóra vegagerðar- innar á Sauðárkróki, verður unnið fyrir 59 millj. króna á þessum veg- arkafla í sumar. Nú stendur yfir lokafrágangur á 4.2 km kafla sem unnið var við á síðasta ári en tókst ekki að ljúka við. Um er að ræða frágang á veg- köntum og vegstæði og lagningu slitlags. Verktaki er Stefán Einars- son, Siglufirði. Tilboðsupphæð var 9.3 milljónir og verkinu á að ljúka 15. júlí nk. Á næstu dögum verður svo hafist handa við 4,5 km langan kafla um Almenninga að Mánárskriðum. Vegurinn verður hækkaður og veg- línu lítillega breytt, aðallega í beygj- um. Stefnt er á að slitlag verði kom- ið þar á fyrir 1. september og öllum frágangi lokið þremur vikum siðar. Verktaki við þennan áfanga er Möl og Sandur hf. á Akureyri. Tilboðs- upphæð er 30 milljónir. Þriðji verk- taki á þessum slóðum er Króksverk á Sauðárkróki sem sér um mölun á efni og flutning á efni neðan frá Miklavatni og á plan ofan Siglu- fjarðarvegar. -Ö.Þ. Hluti gamalla nemenda við bæinn á Reykjum í Tungusveit. Hittust eftir 30 ár DV, Fljótum: Gamlir nemendur úr Steinsstaða- skóla í Skagafirði hittust á dögun- um og tUefnið var að í vor voru 30 ár frá því leiðir skildu í maí 1967. Þá voru 24 nemendur í öðrum bekk og 12 nemendur í fyrsta bekk. Af hópnum mættu 28 sem telja verður gott. Tveir komu frá útlönd- um og nokkrir um langan veg. Um helmingur er búsettur í Skagafirði. Það var fyrir framtak heima- manna sem hópurinn kom saman. Þau byrjuðu að hafa samband við skólafélaga í vetur og kanna vUja til að hittast. Þau undirbjuggu síðan samkomu í félagsheimUinu Árgarði. Þegar fólk hittist eftir langa fjar- veru er um margt að spjaUa, mörg hálfgleymd atvik og aðstæður rifjast upp. Ekki síst þegar komið er í gamla skólann. Þá voru 6-8 nemendur saman um herbergi á heimavistinni, fyrir- komulag sem þætti ekki boðlegt í dag. Nemendur skiptust á að þvo upp eftir hádegis- og kvöldmat aUan veturinn. Ýmis samskipti við kenn- ara og starfsfólk skólans rifjuðust upp sem allt voru hinir mestu öðlingar og umbáru aUs kyns uppá- tæki, ekki síst skólastjórinn, Kristín Jónsdóttir. i Árgarði var borðaður kvöldverð- ur, Uutt skemmtidagskrá og að lok- um dansað. Samþykkt var að hittast aftur eftir 5 ár og var kosin nefhd tU að undirbúa þá samkomu. ÖÞ Ólafsvík: Félagsheimili vígt DY Ólafsfirði: Nýtt glæsUegt félagshús íþróttafé- laganna í Ólafsfirði var vígt 16. júní sl. og var síðan opið almenningi tU sýnis á þjóðhátíðardaginn. Á neðri hæð hússins eru búnings- klefar og sturtur. Skápamir í klefa heimamanna eru sérmerktir leik- mönnum Leifturs. Þá er sérklefi fyr- ir dómara á neðri hæð. Á efri hæð eru herbergi fyrir Ungmennafélag Ólafsfjarðar, K-deUd Leifturs, Golf- kúbb Ólafsfjarðar og Skotfélagið. Þar er einnig eldhús og stór fundar- salur. í risi eru geymslur fyrir félögin. Þetta hús kemur tU með að ger- breyta allri starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar í Ólafsfirði. Það var Tré- ver hf. í Ólafsfirði sem annaðist framkvæmdir en eftir að fyrirtækið skUaði verkinu af sér tóku bæjarbú- ar við og unnu ótal vinnustundir í sjálfboðavinnu. Húsið, sem er 407 m2, kostaði rúmar 20 miUjónir. For- maður ÚIÓ er Helga Guðjónsdóttir. Húsiö var notaö í fyrsta sinn 18. júní þegar Leiftur lék sinn fyrsta heimaleik á eigin velli gegn Stjörnunni. DV-mynd Helgi Stefán Einarsson verktaki (t.v.) ásamt aöstoöarmanni sínum viö frágang á ræsi í Sigiufjarðarvegi. DV mynd Örn BÍLASALAN H0RNH) DUGGUVOGI 12 • 104 REYKJAVÍK SÍMI 553 2022 • FAX: 553-2012 Nissan Sunny SLX ‘92, ek. 100 þús. km., Ijósgrænn. Verö 700.000. Mercury Sable Station '90, 7 manna, ssk., ek. 88 þús. mílur, Vandaöur vagn í fríið. ATH. sk. ódýr. - dýr. Gott stað- greiösluverð Verö 950.000. Ford Econoline 350 dfsil 7,0 Club Wa- gon ‘91. Verö 1.550.000. Ch. Camaro RS, hvitur, Fallegur bfll. Verö 1.630.000. Ath. skipti dý - ód. Suzuki GSX 750 F ‘92, Rautt og svart. Tætum og trillum í blíöunni. Verö 690.000. M. Bens 230 TE station ‘86, ek. 200 þús. km., uppt. mótor. Verö 1.150.000. * % Nissan Prier 4x4 ‘90, 7 manna, bein- skiptur, vínrauöur. Verö 980.000. Hyundai Elantra ‘94, dökkblár, fallegur vagn, ek. 60 þús. km. Verö 1.020.000 Bráðvantar allar a gerðir bíla á söluskrá og á staðinn. ..... .............J -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.