Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Side 24
32 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997 Sviðsljós Spáir að hjónaband sonarins endist ekki lengi Hinn nýgifti David Duchovny er óforbetranlegur kvennabósi. Það er faöir leikarans sem fullyrðir þetta. Amran Duchovny, sem býr í París, var reyndar ekki viðstaddur brúðkaup sonar síns i maí. Hann spáir því hins vegar að hjónaband Davids og Téu Leoni muni ekki endast lengi. „Þegar somn- minn sagði að hann væri ekki trúr þá var hann ekki að ljúga. Hann hefur þekkt fleiri konur en ég get talið,“ segir faðirinn. Clint Eastwood ber aldurinn vel: Kostar æ meiri svita að halda sér í góðu formi Hann þykir kynþokkafullur í meira lagi og þær eru ófáar konum- ar sem kikna enn í hnjáliðunum þegar þær berja hann augum, þrátt fyrir að aldurinn hafi færst yfir og árin orðin hvorki meira né minna en 67 talsins. Hér er um að ræða kvikmynda- leikarann Clint Eastwood sem þrátt fyrir nokkuð háan aldur er í ótrú- lega góðu líkamlegu formi. Að eigin sögn leggur hann mikið upp úr því að halda sér í formi og æfir á hveij- um degi. Hann viðurkennir þó að það verði sífellt erfiðara að halda sér í góðu formi og að það kosti æ meiri svita og erfiði. „Það kemur fyrir að ég missi úr æfingar en það er ekki oft. Ef það nær heilli viku sem ég stunda ekki æfingar er eins og ég sé að byrja al- veg upp á nýtt og það finnst mér óþolandi," segir hann. Þegar hann er við upptökur á kvikmyndum byrjar hann yfirleitt daginn á því að hlaupa u.þ.b. fimm kílómetra. Hann passar sig líka á því að borða hollan mat og hefur aldrei misnotað áfengi. Clint segir hafa verulega reynt á Clint Eastwood er í ótrúlega góðu líkamlegu formi þó kominn sé á efri ár. líkamlegt atgervi við tökur á mynd- inni In the Line of Fire sem gerð var fyrir fimm árum. Þar lék hann leyniþjónustumann sem vann við öryggisgæslu hjá sjálfum forsetan- um. í einu atriðanna þurfti hann að hlaupa með fram bUalest nokkuð langa vegalengd. „Kvikmyndáverið heimtaði til að byrja með að ég fengi staðgengil. Ætli þeir hafi ekki viljað passa upp á fjárfestingu sína. Ég vildi fá að gera þetta sjálfúr og það gekk eftir. Ég tók hins vegar ekki með í reikn- inginn að það þyrfti að taka atriðið oft upp. Ég verð að viöurkenna að ég var ansi lúinn 37 tökum síðar.“ Clint segist hafa verið mjög hepp- inn því hann hafi aldrei orðið alvar- lega veikur en hann segist heldur ekki taka því sem gefnu að halda heilsunni. „Það er nú einu sinni svo að ef maður misnotar líkama sinn þá svarar hann í sömu mynt,“ segir þessi spengilegi síungi leikari sem segist þakka fyrir hvem dag sem hann rís úr rekkju án þess að verkja í líkamann. í Fjörkáifinum í OV á íöstudögum Á Byigjunni á fimmtudögum kl. 20 og endurfluttur á laugardögum kl. 16 > f wBHKKÍÍ % ‘' f 1 i i a®k. i ’ \ \ ®v: ■ ; i\ fefT'i Díana prinsessa af Wales var viöstödd hátíðarsýningu í Tate Gallery London í vikunni. Prinsessan fagnaöi samtímis 36 ára afmæli sínu. Madonna reis upp til vamar fyrir Mike Tyson Söngkonan Madonna var ekki ánægð með að þotuliðið í Las Ve- gas skyldi gera grín að Mike Tyson þegar hann hafði bitið atykki úr eyranum á Evander Holyfield. Madonna var ásamt Sylvester Stallone, Tiger Woods, Roseanne, Val Kilmer, Courtney Love, Michael Douglas og Michael Keaton í partýi eftir hnefaleika- keppnina á MGM Grand Grand Hotel í Las Vegas á laugardaginn. Stallone er vinur Holyfield og fór ekki fögrum orðum um Tyson. Madonna lýsti þá yfir stuðningi við Tyson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.