Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Page 28
36 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1997 Ummæli Salt í grautinn „Ef hálf þjóðin lætur sjá sig á ég fyrir salti í grautinn.“ Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður sem nýlokið hef- ur við kvikmynd sína Perlur og svin, í Morgunblaðinu. Culcuvox frá Panasonic kom á markaö áriö 1984. Talandi vasa- reiknir Árið 1984 setti risafyrirtækið Panasonic á markað vasareikni sem var þeim eiginleika gæddur að geta talað frönsku. Hann greinir frá óþægilegustu niður- stöðum með þægilegri kven- mannsrödd. Blessuð veröldin Lógaritmar Skotinn John Napier (1550-1617) fann upp lógaritmana árið 1614. Greindar- vísitala Frakkinn Alfred Binet (1857-1911) mótaði aðferð til að ákvarða greindarstig manna með sérstökum prófum í samvinnu við landa sinn, Simon. Binet- Simon prófið varð til árið 1905. kynhvöt „Stundum horfi ég líka á alveg kolólöglegar myndir úr vídeóinu. Það hefur sennilega annaðhvort með eftirhreytur af kynhvöt að gera eða þá óeðli. Nema hvort tveggja sé.“ Jonni á Uppsölum, í Degi-Tím- anum. Fólk flæðandi um sjúkra- húsgangana „Að sögn hjúkrunarstarfsfólks þá flæðir fólk um ganga og inn í öll skúmaskot. Það er ekki leng- ur þannig að sjúklingar séu bara látnir liggja á göngum, heldur einnig á holum og anddyrum." Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaður, í Alþýðublað- inu. Galtarviti Daglega heyrist talað um Galtar- vita í veðurfréttunum. Þar er þó ekki eins illviðrasamt og ætla mætti. Þangað er fært eftir fjörum úr báðum áttum og einnig eftir há- fjallgarðinum og niður í Keflavík þar sem vitinn er. Það er þó býsna löng leið. Hægt er fá sig ferjaðan frá Suðureyri til Norðureyrar og ganga þaðan 6 til 7 km leið eftir fjörunum með viðkomu á eyðibýlinu Gelti sunnan undir samnefndum fjallsnúpi. Umhverfi Sömu leið má fara til baka eða ganga upp úr Keflavíkurdalnum og út á Gölt. Göltur er tæplega 500 metra hár. Að lokum má svo fara beint niður fjallshlíðina á Norður- eyri. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Ragnheiður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Listasumars á Akureyri: Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist listum DV, Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt starf en um leið einnig krefj- andi. Það felst fyrst og fremst í skipulagningu með tilheyrandi fundarhöldum og einnig því að fá fólk til að taka þátt í sam- starfi. Þá þarf að huga að ýmsu öðru eins og að koma út prent- uðu efni, hafa samband við fjöl- miðla og þess háttar,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listasumars 1997 á Akureyri sem stendur yfir til 29. ágúst. Ragnheiður segir að á Lista- sumri séu alls um 80 atriði. „Það má segja að það sé alltaf eitthvað um að vera á hverjum degi. Nú stendur t.d. yfir sam- sýning 43 listamanna frá Akur- eyri sem sýna verk sín i Deigl- unni. Sýningin ber heitiö 50x50 en það er vegna forms mynd- anna sem sýndar eru. Við erum annars með tónlist af ýmsum toga, fáum til okkar báðar sin- fóníuhljómsveitimar íslensku, Ragnheiöur Ólafsdóttir. DV-mynd gk Maður dagsins erlenda gesti og áfram mætti telja.“ Ragnheiður er Borg- nesingur en hefur búið og starfað á Ak- ureyri sl. fjögur ár. Hún er tónmennta- kennari að mennt og hefur starfað sem slíkur í 10 ár, m.a. á Hrafnagili í Eyja- firði og hún hefur stjómað kór Mennta- skólans á Akureyri undanfarið. „Það er óhætt að segja að áhugamálin tengist listum en ég hef áhuga á öllu sem tengist þeim. Ég hef einnig mikinn áhuga á að ferðast, hef ferð- ast mikið innan- lands en er nú að byrja að færa út kví- amar og ferðast er- lendis," sagði Ragn- heiður. -gk Myndgátan Dropasteinar Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. DV íþróttasvæðið í Borgarnesi. Lands- mót ung- menna- félaganna í dag hefst landsmót ung- mennafélaganna en það er að þessu sinni haldið í Borgamesi. Mótinu lýkur á sunnudag. Knattspyrna Lítið er um að vera hjá körlun- um í Sjóvár-Almennra deildinni í kvöld. Þar er aðeins einn leikur en það er leikur Skallagríms og Stjörnunnar sem fer fram á Skallagrímsvelli kl. 20. íþróttir í fyrstu deild karla eru tveir leikir. KA og Þróttur, Reykjavík, eigast við á Akureyrarvelli kl. 20 og Fylkir og Þór eigast við á Fylkisvelli kl. 20. í annarri deild karla eru einnig tveir leikir. Leiknir og Sindri keppa á Leiknisvelli kl. 20 og Selfoss og Fjölnir á Selfoss- velli kl. 20. Meistara- mót golf- klúbbanna Meistaramót golfklúbbanna stendur enn yfir en því lýkur á laugardaginn. Bridge Það gerist ekki oft á lífsleiðinni að bridgespilarar taki upp tvílita hönd með eyðu i tveimur litum. Það gerðist þó i sumarbridge sunnudag- inn 29. júní síðastliðinn. Hönd vest- urs er hrein ófreskja og ekki eitt einasta svart spil á hendinni. Ofan á það bætist að austur er gjafari í spil- inu (AV á hættu) og opnar á einum spaða: * DG874 * 7654 * - * 952 ------ 4 ÁK10632 M 108 ■f 8 ______ * ÁK103 * 9 44 G •f ÁD1042 * DG8764 Flestir spilaramir i suður völdu að segja 2 grönd á suðurhöndina til að sýna láglitina og tvö pör völdu meira að segja að hindra á fjórum gröndum sem einnig bentu á láglit- ina (á hagstæðum hættum). Tvö pör í AV náðu að spila hjartaslemmu og standa hana en tvö pör sem fóm í slemmu, fóm niður á henni. Að spila hjartaslemmu og standa hana á spil AV gaf 15 stig af 18 möguleg- um en toppskorið í AV var 2000 sem fengust fyrir doblaða laufslemmu. Eitt par ákvað að verjast í þremur laufum dobluðum og uppskar að- eins 500 i þeim samningi. Þaö gaf 6 stig til AV. Ekki er auðvelt að segja á spil vesturs eftir tveggja granda sögn suðurs. Ljóst er að tígullitur- inn liggur illa og því alls ekki sjálf- sagt að keyra spUið í slemmu. Að spila 4 eða 5 hjörtu og fá 11 slagi í spilinu gaf reyndar meðalskor. ísak Örn Sigurðsson 4 - 4» ÁKD932 4 KG97653 4 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.