Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1997, Blaðsíða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 25. 06.’97 Fjöldi vinninga Vinnin$ar Vinning&upphœð Jk Heildat^i nnh^upphœð FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 > Tryggingar á þyrlum og Fokkervél Gæslunnar: Lægsta tilboði hafnað - reynt aö hygla Sjóvá-Almennum, segir Alþjóöleg miðlun „Við getum ekki séð annað en að verið sé að finna einhverjar leiðir til þess að ákveðinn aðili fái þessar tryggingar hjá Land- helgisgæslunni, þ.e.a.s. Sjóvá-AI- mennar. Við áttum lægsta tilboð- ið og það var algjörlega 1 takt við útboðið en þvi var samt sem áður ekki tekið,“ sagði Halldór Sig- urðsson, framkvæmdastjóri tryggingafyrirtækisins Alþjóð- legrar miðlunar, vegna útboðs trygginga á þremur þyrlum og einni Fokkervél Landhelgisgæsl- unnar sem gert var á vegum Rík- iskaupa. Alþjóðlega miðlun reka löggiltir vátryggingamiðlarar og þeir reka m.a. FIB-tryggingu fyrir Loyds í Bretlandi. Iðgjöld um- ræddra trygginga hjá Gæslunni nema um 60 milljónum á trygg- ingatímabilinu. „Það vorum bara við og Sjóvá- Almennar sem buðum í trygging- amar,“ sagði Halldór. „Útboðið var opnað 10. júní sl. og vélamar áttu að vera komnar í tryggingu þann 20. sama mánaðar. En þann 16. var ekkert farið að gerast í málinu þannig að við fórum að ýta á það. Við fengum engin svör fyrr en þann 19. þess efnis að þeir ætluðu að fresta málinu og nota þann fjögurra vikna frest sem Ríkiskaup áskilja sér til að skoða tilboð. Síðan var okkur tilkynnt í bréfi sl. föstudag að þeir hefðu hafnað báðum tilboðunum en ætl- uðu að endurtaka útboðiö vegna skilmála samningsins, að því er okkur skildist. Við erum búnir að senda þeim bréf núna, svo og stjórn Ríkiskaupa og fjármála- ráðuneytinu, til þess að fá skrif- legar skýringar." Ríkiskaup sér um útboð trygg- inganna á tveggja ára fresti, að sögn Halldórs. Fyrir tveimur árum var það harðlega gagnrýnt að Ríkiskaup efndu til lokaðs hraðútboös vegna trygginga á þyrlum Gæslunnar. Málið var kært til fjármálaráðuneytis og Eftirlitsstofnunnar EFTA. Þá voru vélar Gæslunnar tryggðar hjá Sjóvá- Almennum sem buðu lægst. „Þá var stóra þyrlan komin í tryggingu daginn eftir, þannig að ekki var það flókið mál þá. Þetta fór fram á alveg sama hátt núna, nema að við áttum lægsta tilboð- ið og því var hafnað.“ Ekki verið að hafna neinum „Það er ekki verið að hafha einu eða neinu tilboði í þessum tilfellum. Það er verið að sækjast eftir hagkvæmustu kjörunum," sagði Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, er DV spurði hann hvers vegna tryggingatilboði Alþjóðlegrar miðlunar hefði verið hafnað. Hér á eftir fer bréf það sem Al- þjóðlegri miðlun barst frá Ríkis- kaupum, einmitt varðandi þetta tiltekna tilboð. Þar segir orðrétt: „Öllum tilboðum í ofangreindu útboði er hér með hafnað. Ákveð- ið hefur verið að eftia til sam- starfsútboðs með þeim tveimur aðilum sem skiluðu tilboðum og verða útboðsgögn send í næstu viku.“ Með samstarfsútboði er átt við útboð þar sem kaupandi leitar samstarfs við einn eða fleiri aðila um skilmála samnings. Hafsteinn kvaðst ekki vilja ræða þetta mál nánar við blaðamann DV en vís- aði á Ríkiskaup. „Ríkiskaup tekur ákvarðanir um þessi mál, þótt það sé í sam- ráði við okkur, og það er eðlileg- ast að þú hafir samband við þá,“ sagði hann. Guðmundur í. Guðmundsson hjá Ríkiskaupum sagði að þar væri verið að skoða niðurstöður útboðsins. „Ég geri ráð fyrir að við förum í samstarfsútboð og óskum eftir nýjum tilboðum frá þessum aðil- um. Við erum ekki búnir að gera þeim nákvæmlega grein fyrir þessu þannig að ég tel ekki rétt að við ræðum það við fjölmiðla að svo stöddu. Við gerum þeim grein fyrir málinu í bréfi á allra næstu dögum en það bréf er ekki tilbúið enn þá. Þegar það liggur fyrir er hægt að skýra frá því.“ Guðmundur sagði að vélar Gæslunnar væru enn tryggðar hjá Sjóvá-Almennum þar sem sá samningur hefði verið framlengd- ur um hálfan mánuð, ef hann myndi rétt. -JSS Játuðu fyrir dómi í stóru sakamáli: Ræningjarnir úr 10-11 ráninu ganga lausir Mennimir tveir sem börðu peninga- sendil 10-11 og rændu af honum millj- ónum króna í apríl síðastliðnum var sleppt úr gæsluvarðhaldi síðastliðinn fóstudag. Ríkissaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfú hans um ffamleng- ingu gæsluvarðhalds. 6** Málavextir voru þeir að mennimir tveir og þriðji aðilinn, sá sem ók til og ffá ránsstað, vora leiddir fyrir héraðs- dómara í síðustu viku þar sem ráns- málið var þingfest. Þeir hafa setið í gæsluvarðahaldi á Litla-Hrauni ffá Skjálfti í Henglinum Jarðskjálfti, sem mældist um 3 á Richter, varð í Innstadal í Henglin- um rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð sem verður í Henglinum á 5 sólarhringum. „Við emm að kanna skjálftann og eftirstöðvar hans. Venjan er að þessu fylgi nokkrir minni eftir- skjálftar," sagði Sigurður Rögn- 1 * valdsson jarðskjálftafræðingur við DV í morgun. -RR því skömmu eftir ránið. Sakboming- amir gerðu allir grein fyrir afstöðu sinni til ákærunnar fyrir dómi. Þeir viðurkenndu aðild sína í stórum drátt- um - bílstjórinn kvaðst hins vegar ekki hafa vitað um tilgang ferðarinn- ar. I lok þingfestingarinnar var ákveð- ið að vitnaleiðslur ffam 30. júlí. Á fostudag kom fúlltrúi ríkissak- sóknari síðan aftur í héraðsdóm - ann- an dómara eins og lög gera ráð fyrir - og lagði ifam kröfú um framlengt gæsluvarðhald yfir framangreindum tveimur mönnunum - ekki bílstjóran- um þar sem hann situr sjálfkrafa inni í afplánun vegna eldra sakamáls, fíkniefnainnflutnings. Svo fór að Héraðsdómur 'hafnaði gæsluvarðhaldskröfu ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari rökstuddi kröfú sína þannig að hann teldi nauðsynlegt að mennimir sætu inni með tilliti til al- mannahagsmuna þar sem þeir hefðu framið brot sem varðaði allt að 10 ára fangelsi. Héraðsdómur hafhaði hins vegar kröfunni. Við svo búið kærði ríkissaksóknari niðurstöðuna til Hæstaréttar. Búast má við niðurstöðu hans í dag eða á morgun. -Ótt Norskt loönuskip á siglingu út úr lögsögunni noröaustur af landinu í gærdag. Mjög góö loönuveiöi er nú á miöunum. Ævintýri líkast, segja loðnuskipstjórar. Á innfelldu myndinni má sjá ókunnan kafbát sem var á þessum slóðum í gær. Myndirnar eru teknar úr eftirlitsflugvél Gæslunnar. DV-myndir JAK VA, MAÐUR. GÆSLAN ER KOMIN KAFSÁT! Veðrið á morgun: Gola eða kaldi um mestallt land Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi um mestallt land. Skúrir víða um vestanvert landið en léttskýjað um landið austan- vert. Veðriö í dag er á blaðsíðu 37 Kaupmam gott vöruúrval og persónuleg þjjónusta þínu hverfi. h Pantið ítíma? u 29 ■ dagar til þjóðhátíðar FLUGFÉLAG ÍSLANDS Bókanir í síma 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.